Þjóðviljinn - 23.08.1991, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.08.1991, Blaðsíða 13
SUMARFERÐ UM NORÐUR-NOREG - II Heimskautsbaugshöllin á Saltfjalli. Lengst til hægri má sjá minnismerkið um Júgóslavana. Morguninn eftir rigndi sem aldrei fyrr og því er Þórólfs enn ekki heftit sem skyldi. I stað þess keifuðum við áfram í norður- átt og lásum okkur til í vegabók norska bifreiðaeigendafélagsins um alla þá fegurð sem leyndist úti í þokunni, komum til Mo i Rana, sem er snotur hafnarbær norður- undir heimskautsbaug. Lillebjöm Nilsen hefur gert skemmtilegan söng um flugvél á leið til Mo i Rana. Bærinn er ungur og ber þess merki, þar iifir mestur hluti íbúanna á málmvinnslu og námu- greftri. Við settumst inn á kaffi- hús og fengum okkur tíu dropa, á málverki andspænis útidyrum gat að líta Petter Dass. Hann sundríð- ur þama hempuklæddur og hár- prúður klofvega á stórhymdum hrút. Annarri kmmlunni heldur klerkur um annað hrútshomið, ekki ósvipað og það væri stýri á mótorhjóli, hinni heldur hann á loft og bendir með ógnargildum vísifingri í brimskaflinn. Hann er þama á sinni frægu sundreið á andskotanum til Kaupmanna- hafnar að predika fyrir kónginn á jóladag. Sökum lélegra póstsam- gangna fékk hann ekki boðin um að koma fyrr en á aðfangadag. Þá greip hann til þess ráðs að gera samning við skrattann, að hann flytti sig til Hafnar í snatri og mætti i staðinn eiga allar þær sálir sem svæfu undir ræðu hans dag- inn eftir. Þetta sýndist djöfsa góð- ur kostur og gekk að kaupunum með þeim skilyrðum þó, að klerk- ur nefndi aldrei Jesúnafn á leið- inni. Þegar Kölski fór að þreytast á sundinu og síga í öldumar ætl- aði hann að losna við klerk og spurði hann því hvað Sankti Pétur hefði sagt við frelsarann þegar tók að gefa á bátinn hjá þeim postul- unum forðum tíð. „Hærra upp og lengra fram, þinn djöfúll"! - svar- aði klerkur, og Kölski mátti gera svo vel að synda alla leið. Jóla- predikun Petters daginn eftir var svo stóryrt og kjammikil að eng- um seig blundur á brá og Kölski varð af kaupinu. Undir myndinni stendur á koparskildi: Höjere opp og lengre frem, din djevel. Hér emm við komin til Há- logalands, enginn efi á því, og ég raula við sjálfan mig erindi Pett- ers Dass úr „Lýsingu Háloga- lands“ eins og það hljómar í þýð- ingu Kritjáns heitins Eldjáms: A þér var ég borinn og bund- inn í traf og bröndótta marga hér lifði égaf og reyndi hið súra og sceta; en hvort sem mér þótti það Ijúft eða leitt, þér liknsami Drottinn, skal þakkargerð veitt fyr allt sem ég átt hef að mæta. Eftir að hafa dmkkið þetta ágæta kaffí í Mo í Rana hjá Petter Dass lögðum við á Saltíjallið, há- lendi sem nær norður að Saltsjöfirði, en við hann stendur Bodð, sem átti að vera næturstað- ur okkar. Það var aðeins farið að rofa til, öðru hveiju var hægt að skjótast út úr bílnum án þess að verða gegndrepa um leið. Heim- skautsbaugurinn liggur um sunn- anvert Saltfjallið þvert yfir Svart- ísinn, sem er mestur jökull í Nor- egi og margir Norðmenn halda að sé langstærsti jökull í heiminum. Hann er á stærð við Eiríksjökul. Þar sem E 6 liggur yfir heim- skautsbauginn rís mikil ferðamið- stöð nýbyggð. Hlutverk hennar er íyrst og fremst að létta pyngju þeirra sem um garð fara. Þar má kaupa alveg ótrúlegt drasl á upp- sprengdu verði, boli með heim- skautsbauginn þvert yfir bijóstið, gijót sem tínt er upp á baugnum, peysur sem eru pijónaðar úr ull sauðkinda sem hafa bitið gras á baugnum, skinn og hom hrein- dýra sem hafa fæðst á baugnum osfrv. osfrv. Þar er einnig safn út- stoppaðra dýra sem að sögn lifa á heimskautsbaugnum, ma. ísbjöm sem búið er að teygja á svo að hann er mjór eins og þvengur og fimm metra langur. Á stóm spjaldi við stöpul ísbjamarins stendur að þetta sé stærsti ísbjöm í heimi. Á agnarlitlu spjaldi með lúsaletri stendur að hann sé ffá Kanada. Byggingin sem geymir öll þessi herlegheit er splunkuný og arkítektúr hennar er mjög fal- legur og fellur vel að nöktu og eyðilegu Saltfjallinu, en það er ástæðulaust að skoða hana nema að utan. Sitt hvomm megin við veginn yfir heimskautsbauginn standa svo minnismerki júgóslav- neskra og rússneskra stríðsfanga sem létu líf sitt í þýsku þrælabúð- unum sem sáu um lagningu veg- arins yfir Saltljall. Það er ekki al- veg laust við að maður finni til óþæginda við að aka um þennan ágæta veg. Við eyddum tveimur næstu dögum í Bodö og nágrenni og veðrið fór skánandi. Bodö var lögð gjörsamlega í rúst í síðari heimstyrjöld svo að ekki þurfti að taka tillit til gamalla húsakofa þegar hún var skipulögð og end- urreist. Við ókum m.a. út til Kjerringöy, eða Kerlingareyjar þar sem er varðveittur kaupstaður frá byrjun fyrri aldar svo til óbreyttur. Safnið þama á Kerling- arey er mjög skemmtilegt og starfsfólk alúðlegt, upplýsandi og hjálpsamt. Við fræddumst heil- mikið um kjör þeirra sem stund- uðu þorskveiðar á opnum bátum í Salti og Vestfirði, hvemig þeir héldu á sér hita undir þykkum röggvafeldum og lifðu á hrökk- brauði og harðfiski.I fjarska til út- norðurs má greina ystu tinda eyja- klasans sem einu nafni nefnist Lofoten. Það hefur verið sagt um Norð- menn að það sé mikill munur á hvað Norðlendingar séu hupp- legri og almennilegri en þeir sem sunnar byggja. Ekki skal ég um það dæma eflir þessa ferð, en ég þóttist finna töluverðan mun engu að síður. Norðlendingar hreyfa sig hægara, tala hægar, alveg eins og íslenskir Norðlendingar. Era ekki eins stressaðir. Og viðmót norskra Norðlendinga er gott. Þeir tala sér- staka norðlensku, alveg eins og ís- lenskir Norðlend- ingar, og án minnsta tón- hreims. Að stofni til er mál þeirra ríkismál, nýnorska eða nýnorsku- mállýskur finnast þar ekki. Þeir era skemmtilega flámæltir, fiskur heitir t.d. „fesk“ og Kristján „Krestian". og það er gott að spyija Norðlendinga um vegi og ráð, þeir gefa sér tíma og vilja hvers manns vanda leysa. Við ætl- uðum að færa góðkunningja okk- ar í Bodö rauðvínsflösku, en viss- um ekki hvar ríkið væri að finna og spurðum því fina frú sem við mættum á götu. Nú er það talið skammarlegt athæfi í Noregi, al- veg eins og á íslandi, að bragða rauðvín eða aðrar áfengistegund- ir, svo það er hreint engin kurteisi að segja við ókunnuga að maður sé að leita að áfengisverslun. Og mörgum norskum Sunnlendingi þykir heiður að því að vita ekki hvar áfengisverslunin er. Þessi fína frú sem við leituðum til í ráðaleysi okkar, tók okkur hins vegar mjög vel, benti og kallað á aðra vegfarendur og brátt var hálf göngugata upptekin af að visa þessum vesalings útlendingum til vegar. Sem er þó ekki svo auðvelt, því áfengisverslanir í Noregi skulu samkvæmt landslögum sett- ar niður miðsvæðis í borgir og bæi, svo að fólk í úthverfum eigi langt að sækja í spillinguna. Það skal ekki vera unnt að leggja bif- reið nálægt þeim, svo að fólk geti ekki bara ekið í spillinguna. Og þó að þær skuli vera í bæjarmiðju, eins langt frá úlhverfum og unnt er, þá skulu aðalinngöngudyr þeirra aldrei snúa út að aðalgötu, og má af þessu sjá að enn vantar þaulhugsun og konsekvens í ís- lenskar áfengisvarnir. Og svo fór aftur að rigna og við kvöddum Bodö og héldum enn til norðurs. Á leiðinni ffá Bodö til Fauske biluðu þurrkum- ar. í gegnum rigningarsuddann rákum við augun í bifreiðaverk- stæði og leituðum þangað hrygg í huga og bjuggumst við að þar yrði vendipunktur ferðalagsins. Þegar ég var unglingsdula í Hvítársíð- unni var rekið biffeiðaverkstæði í Borgamesi. Að því mig minnir af kaupfélaginu. Sá sem þar réði fyri húsum var svo viðskotaillur að bændur sem leituðu til hans með bilaða jeppa þóttust eiga fótum fjör að launa og reyndu sjálfir að klastra bíla sína í lengstu lög. Ég ólst því upp við umtalsverðan geig við bílaverkstæði og bifvéla- virkja og var ekki laust við að hnén skylfú þegar ég staulaðist þama inn og bað horaðan mann með stóra ölpoka undir augunum og sígarettustubbinn uppí sér, al- veg eins og Sigfús Daðason, að fyrirgefa mér að þurrkumar á bílnum væra í ólagi. Hann leit upp seint og dró stóra tvistdruslu upp úr rassvas- anum og þurrk- aði sér um hend- umar og ég bjóst við að nú ætlaði hann að lemja mig. „Far se om æ kan hjælpe, sá dokker kan kjöie vidare“, - sagði hann og byijaði að skrúfa bílinn okkar í sundur. Og það er skemmst ffá því að segja, að þessi góði maður gerði við þurrkumar, við voram þama í hálfan annan tima og hann skrif- aði viðgerðartímann 40 mínútur á reikninginn. Við kvöddum hann með handabandi og mig langaði mest til að kyssa hann. I Narvik er margt að skoða fyrir þá sem era áhugasamir um hemaðarsögu. Þar urðu fyrstu átökin milli Þriðja ríkisins og Bandamanna. Narvik var byggð sem útflutningshöfn fyrir sænska gæðastálið ffá Kiruna og Galle- vara. í Iok síðustu aldar hófst lagning jámbrautarteina frá sænsku námubæjunum til Narvik, það var hijúft líf og harðneskju- legt sem beið þeirra sem við það unnu, það vora hinir svokölluðu „rallarar". Margir kannast kann- ski við fræga norska rallaramat- móður, sem kölluð var Svarti bjöminn. Um hana var gerð ágæt kvikmynd, sem trúlega hefur ver- ið sýnd í íslensku sjónvarpi. Þeg- ar siðari heimstyrjöldin braust út héldu Svíar áfram að selja Þjóð- verjum stál, eins og frægt er, og það vildu Bandamenn ekki, þess vegna réðust franskar og enskar Iiðssveitir, ásamt liðssveitum landflótta Norðmanna, á virki Þjóðveija í Narvik og hröktu þá um skeið inn að sænsku landa- mærunum. Bardagimi um Narvik var fyrsta tilraun bandamanna að vinna aftur hertekin svæðin úr höndum Þjóðveija. Bandamenn urðu frá að hverfa um síðir, en bærinn var þá kominn í rúst. Enn má sjá fiugvélarflök hangandi í hlíðum og Jrama er stórt stríðs- minjasafn. I dag er höfnin í Nar- vik önnur stærsta og ljöfamasta útfiutningshöfn í Noregi. Böðvar Guðmundsson segir frá 68 55 AiV.WJ Í/ff

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.