Þjóðviljinn - 11.09.1991, Síða 5

Þjóðviljinn - 11.09.1991, Síða 5
ElRLENDAR Gjg9 FRETTER Eystrasaltsríkin fengu aögang að RÖSE í gær. Það kemur þó varla til með að hjálpa þeim efnahagslega. Þó ríkin standi betur en flest lýðveldi Sovétríkjanna eru vandamálin gífurleg einsog þessi mynd frá Eistlandi gefur til kynna. Gorbatsjov vill meiri aðstoð frá Vestuiv löndum s Iræðu sinni á Ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu fór Mikhaíl Gorbatsjov forseti Sovétríkjanna fram á aukna aðstoð frá Vesturlöndum. Áður en RÖSE ráðstefna hófst í Moskvu í gær var Eystrasaltsríkjunum veittur aðgangur að ráðstefnunni sem annars samanstendur af Evrópuríkjum, Bandaríkjunum og Kanada. Gorbatsjov sagði að misheppn- aða valdaránstilraunin í síðasta mánuði hefði valdið sprengingu í öllum umbótum í landinu og því væri tíminn núna heppilegur fyrir Vesturveldin til að auka aðstoð sína við Sovétrikin. „Við þörfnust aðstoðar, samvinnu og samstöðu og við treystum á það,“ sagði Gor- batsjov. Sjö stærstu iðnríki heims lof- uðu Sovétríkjunum aðstoð í júlí í sumar háð þvi að Sovétríkin færðu hagkerfi sitt nær markaðshagkerfi. Nú stefnir allt í það, enda hefur vilji ríkja í hinum vestræna heimi til aðstoðar aukist, þó enn hafi sá vilji ekki verið sýndur í verki. Á sama tima og forsetinn hélt ræðu sína jukust þeirðir víðsvegar í Sovétríkjunum. Oeirðir brutust út í lýðveldunum Georgíu og Moldav- íu auk óeirða á landamærum Az- erbajhdans og Armeníu. -gpm/reuter Lokað Vegna útfarar Hannibals Valdimarssonar fyrrverandi formanns Alþýðubandalagsins verður skrifstofa Alþýðubandalagsins lokuð eftir hádegi í dag, miðvikudaginn 11. september. Alþýðubandalagið Rauður meirihluti í Osló ' bæjarstjórnarkosningunum í I Noregi á mánudag féli borg- I arstjórnarmeirihluti Hægri JLflokksins, Kristilega þjóðar- flokksins og Framfararflokksins. Verkamannaflokkinn og Sósí- alíska vinstri flokkinn skortir að- eins 2 fulltrúa til að hafa hreinan meirihluta í borgarstjóminni, en ýmsir smáflokkar munu tryggja nýjan vinstrimeirihluta í borginni, hinn fyrsta í 16 ár. Maóistar, Flokkur eldri borgara og Mið- flokkurinn ætla allir að styðja vinstri stjóm í Osló og þar með verður Rune Gerhardsen formaður borgarráðs, 46 ámm eftir að faðir hans, Einar Gerhardsen, lét af störfum borgarstjóra í Osló. Skipulagi borgarstjómar Osló var breytt fyrir nokkmm áram þannig að borgarstjórinn er nú að- eins embættismaður, en borgarráð- ið er eins konar „ríkisstjóm“ borg- arinnar þar sem fulltrúamir skipta með sér málaflokkum og formaður þess jafnframt valdamesti stjóm- málamaður í borginni. Endanleg úrslit kosninganna í Noregi urðu þau að Verkamannaflokkur Gro Harlem Brundtlands fékk 30,5% atkvæða (tapaði 5,4% frá síðustu sveitarstjómarkosningum), Hægri flokkurinn fékk 21,8% (-1,9), Framfararflokkurinn fékk 7% (- 5,3), Sósíalíski vinstri flokkurinn fékk 12,2% (+6,4), Kristilegi þjóð- arflokkurinn fékk 8,1% (engin breyting) og Miðflokkurinn fékk 12,1% (+5,3). áþs. Opinberir starfsmenn í Kanada í verkfaU Stærsta verkfall opinberra starfsmanna í Kanada hófst í gær, aðeins nokkr- um dögum eftir að póst- burðarmenn hættu í verkfalli. Ástæðan er óánægja með þá ákvörðun hægri stjórnar Brians Mulroneys að frysta laun starfs- mannanna. í gær stöðvuðust flugfélög, ekki var hægt að skipa út komi og opinber þjónusta var öll í hæga- ganginum. í samtökum opinberra starfs- manna í Kanada era 110.000 manns, en ekki var ljóst hve marg- ir þeirra tóku þátt í verkfallinu. Til viðbótar þessum em 45.000 manns í samtökunum sem ekki hafa verk- fallsrétt þar sem talið er að þeir sinni bráðnauðsynlegri þjónustu. Fulltrúar BSRB þeirra í Kan- ada sögðu í gær að langflestir meðlimanna tækju þátt í verkfall- inu. Mulroney vill fiysta launin og leyfa einungis þrjú prósent launa- hækkanir næstu tvö árin sem er langt fyrir neðan verðbólgu í Kan- ada. Þetta er ein af þeim leiðum sem stjómin vill fara til að draga úr útgjöldum ríkisins. Gilles Loi- selle er sá ráðherra sem semur við launasamtökin. Hann sagði í gær að ríkisstjómin væri tilbúin til að setjast aftur að samningaborðinu ef launasamtökin sættu sig við kröfúr stjómarinnar. Hann benti á að rik- isstjómin gæti komið fólkinu aftur í vinnu með lagasetningu. -gpm/Reuter v 1 / - V - - L \ ..... dr«Pa VEIRUBANINN LAUSNIN MURCO veirubaninn er áhrifarík og ódýr nýjung, sú fullkomnasta sem völ er á til að eyða ólykt og smitun úr andrúmsloftinu, án þess að hafa þá annmarka sem fylgja viftum og loftsíum. Helstu kostir: • Drepur bæði gerla og eyðir ólykt samtímis. • Fljótvirkur. • Engar hliðarverkanir. • Engin efnasambönd. • Ódýr í innkaupi og rekstri. • Langur líftími og lítið viðhald. Bætt heilsa og betra líf fwmm Vélakaup hf. Kársnesbraut 100 Kópavogi Sími 641045 NOTKUNARSTAÐIR Kæliklefa, frystihús og aðrar matvælageymslur. Vörugeymslur, stórmarkaði, hótel, veitingastaði, ráðstefnusali, skrifstofur og fleira. Sláturhús og kjötiðnaðarstöðvar. Sútunarverksmiðjur og skinna- verksmiðjur. Fiskvinnslustöðvar og fisksölur. Matvælaiðnaður, brugghús, mjólkur- stöðvar og niðursuðuverksmiðjur. Gripahús, svo sem fjós, fjárhús, hesthús og svínastíur. Búningsherbergi, salerni og reykstofur. Bílaleigur, bílasölur, leigu- bifreiðastöðvar, flugfélög, langferða- bifreiðastöðvar og strætisvagnar. Skolphreinsistöðvar, sorppökkunar- stöðvar, sorpgeymslur og sorp- hirðing. Efnalaugar, fúkkahús þar sem hætta er á myglu, brunatjónsstaðir og rannsóknarstofur. Efnaverksmiðjur, málningarsölur, lyfjaverslanir og prentstofur. Sjúkrahús, elliheimili, endurhæfingar- stöðvar og fangaklefar. Hárskerar og hárgreiðslustofur. Fiskiskip, fiskilestar og íbúðir í skipum. Allstaðar þar sem ólykt og smithætta er til staðar. Síða 5 ÞJÓÐVIUINN Miðvikudagur 11. september 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.