Þjóðviljinn - 22.11.1991, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 22.11.1991, Qupperneq 14
B æ k u r Fagurt syngur svanurinn Svanurinn Guðbergur Bergsson Foriagið 1991 Ný skáldsaga frá Guðbergi Bergs- syni er svokallaður bókmenntavið- burður. Nú eru liðin sex ár síðan hann sendi síðast frá sér skáldsögu og það var þess virði að bíða eftir Svaninum. Hann er að minnsta kosti sambærileg- ur við bestu bækur Guðbergs. Svanur Guðbergs Bergssonar seg- ir frá lítilli stúlku sem er send í sveit til að mannast. Smám saman kemur lífið í sveitinni til hennar á þann hátt að hún skynjar það innra með sér, nær sambandi við gróður jarðarinnar og dýr og fúgla og svífur að lokum út úr sögunni í félagsskap þess fúgls sem er öðrum æðri. Þetta er þroskasaga af spilltu borg- arbami sem verður að manni í sveita- sælunni, alveg eins og í hundrað öðr- um sögum um sveitasæluna, en hér er allt öðru visi. Þar er fyrst til að taka að hin sí- gilda sveitasaga segir alltaf frá því hvemig hið góða samræmi sigrar að lokum en þessi saga byggir að mjög miklu Ieyti á andstæðum. Yfir bænum sem stúlkan er á í sveitinni er fjall og uppi á fjallinu er stöðuvatn. I því og á þvi býr hinn fagri og djöfullegi leynd- ardómur í fuglslíki. Það er dæmigert iyrir þessa sögu að til þess að komast niður að vatninu skuli þurfa að ganga upp á fjall. Gleði dótturinnar á hcimil- inu er í raun og vem sorg. Reiðlistar- konan þýska sem kemur í sveitina til að kenna tamningu er að kenna eitt- hvað allt annað eða svo vitnað sé til húsfreyjunnar á bænum: „Nú, reiðlistin virðist þá vera í því fólgin að gera venjulegt hross óeðli- legt og fiflalegt á göngu...“ Bóndi hennar er sama sinnis: „...hesturinn er gerður taugaveiklaður og þannig fæst svokölluð fegurð í hreyfingar hans.“ Líf og dauði tengjast hvað eftir annað í vitund stúlkunnar. Innra með henni er að vakna kynhvöt sem er í senn ógnvekjandi og heillandi. Náttúr- an heillar því ekki og þroskar vegna samræmis síns heldur vegna þeirra ótrúlegu andstæðna sem hún býr yfir. Það fylgir með í kaupunum að lýs- ingar á náttúrunni sneiða framhjá kli- sjum. Til dæmis má taka hér upphafið Kristján Jóhann Jónsson skrifar á lýsingunni á því þegar stúlkan okkar kynnist mýrinni: „Hún hafði varla stigið fæti út fyrir túnhliðið á þýfða mýrina þcgar allt byijaði að dúa og dansa undir fótum hennar. Þetta var ekki fost jörð heldur stinnt hlaup á ör- lítilli hreyfingu. Fætumir hurfú að hálfu í rauðleitt slabb og hún fann af því fnyk af gömlu ryðguðu jámi. Brúnt mýrarvatnið þeyttist með sogum upp á stígvélin. Jörðin emjaði undir fótum hennar, efjan spýttist með fólskulegu urgi undan skósólunum og forin virtist ætla að gleypa hana en gerði það ekki...“. Það auga sem horfir á sveitina og lærir að meta hana er auga þessa „spillta" borgarbams og það er reynd- ar ekki sveitin, sem slík, sem hefur áhrif á hana, heldur náttúran. Náttúran er fogur og máttug og hún getur ekkert að því gert þó að í henni búi sveita- fólk. Það er eins og hvert annað auka- atriði. Þetta fólk er í reynd ósköp leið- inlegt við stúlkuna utan einn aðkomu- maður, kaupamaðurinn sígildi, sem í þessari sögu er drykkfellt og grátgjamt dagbókarskáld, fýrirlitið af flestum í sveitinni. Skáldsagan: „Svanurinn" eftir Guðberg Bergsson kallast á við ævin- týri H. C. Andersens um Ijóta andar- ungann. Ekki er þó um nein líkindi að ræða nema þau að lítil, einskisverð, þjófótt stelpa reynist vera svanur að því leyti að hún á sér innra líf sem er fagurt vegna þess að það þekkir ljót- leikann. Það er fagurt vegna þess að það er leitandi en ekki hafhandi. Svanimir heilla stúlkuna vegna þess að innra með sér veit hún að leit hennar að lífinu er ótrúlega lík því sem hún sér þegar hún horfir á þá: „Þegar þau komu að ósnum vom nokkrir svanir að hefja sig til flugs og sungu þennan óhugnanlega fagra söng sem svanir syngja þegar veit á haust og þeir fljúga út í skyggða nóttina. ... þeir virtust hefjast á loft með mikilli áreynslu, en síðan svifu þeir ójarð- neskir og fagnandi út i græna birtu uns þeir hurfu og ekkert heyrðist til þeirra lengur." I þessari sögu er svanurinn með öðmm orðum gmndvallarmynd bókar- innar og það má lesa hana sem beina myndlíkingu. Guðbergur er hins vegar trúr sjálfúm sér að því leyti að þótt hann teikni skýmm dráttum mynd af lítilli stúlku sem er öflugur og fagur, hvítur fúgl hið innra, þótt ytra byrðið sé ekki upp á marga fiska, verður text- inn aldrei einfaldandi eða tilfinninga- samur heldur sveiflar sér í einu vet- fangi yfir í gróteskar lýsingar sem era í fúllu samræmi við þann leik sem hér er leikinn með andstæður. Lúðrasveitin Svanimir kemur til að leika á héraðsmóti í sveitinni og þetta em svo hufTIegir menn að íyrr en varir em þeir lagstir ofan á sveitakon- umar í hverri laut til þess að skýla þeim fyrir regnskúranum og em með buxumar niðrum sig en hafa ekki tek- ið ofan kaskeitin og blása í lúðrana þegar það er fúllkomnað. Frásögnin er látin fljúga af stað og höfúndurinn leikur alls kyns listir til þess að blekkja og tæla hugsanlegan lesanda og sýnir íþróttamennsku sína á margan hátt, en ljóstrar því um leið upp með öðra móti að hann viti að les- andinn veit að þetta er einungis skáld- skapur en ekki vemleiki. Hér er með öðmm orðum viðhöfð aðferð sem margir vilja kenna við svo- kallaðan póstmódemisma þó að Guð- bergur þykist væntanlega hafa þann steininn klappað nokkuð löngu áður en farið var að kalla hann póstmóder- nískan, þ.e. steininn. I Svaninum er lesanda stundum sagt að þetta sé skáldskapur á þann hátt að orðaskipti sem em afar ótrúleg em gerð svo falleg að mann fer að langa til þess að einmitt þessi orð hefðu verið sögð í einhveijum svona aðstæðum. Orðaskiptin em þá ekki raunsæ heldur sýna þau fyrst og fremst muninn á því að sanna og tæla. Hvort tveggja getur fengið okkur til að trúa. Getnaðartimur kaupmannsins Naðran á klöppinni Torgny Lindgren Þýð:Hannes Sigfússon Mál og menning 1991 I samanlagðri bókmcnntasögunni hefúr það notið vinsælda að likja sam- an getnaðarlim karlmanns og högg- ormi, eða nöðm. Má í því sambandi minna á hvemig Biblían segir ffá Ad- am, Evu og höggorminum en þctta myndmál er enn eldra en Biblían. í elstu fijósemisdýrkun er það þekkt og er sennilega á sama aldri og hugmyndin um að líkja konunni við jörðina á þcim forsendum að konan og jörðin skila ávexti. Það er líka afar nærtækt að líkja samræði karls og konu við það athæfi þegar höggormur smýgur í holu sína í jörðinni. Jafn- ffamt tengist höggormurinn ffjósemi og hringrás náttúrunnar og það má sjá blöndu af þessu öllu saman í Eddu- kvæðum þegar Óðinn bregður sér í slönguham eða: „breytir sér í orm“. Naðran, eða höggormurinn hefúr jafnframt orðið tákn hins illa í menn- ingu okkar; tákn slægðar og grimmd- ar; tákn þess sem allir óttast og hata. Naðran fer hljóðlega að þér og bítur til dauðs. Nú er það auðvitað ekkert sjálf- sagt að eitt og sama dýrið skuli vera aldagamalt tákn fyrir þetta tvennt: Kynfæri karlmannsins og illskuna. Líffæri geta að sjálfsögðu ekki haft illt eðli. En hvemig stendur þá á þessu? Torgny Lindgren túlkar það skemmti- lega í skáldsögunni: Naðran á klöpp- inni. Bókin er þannig saman sett að hún hefst á skjali sem þykist vera gamalt. Eg geri ráð fyrir því að höfúndurinn hafi samið það sjálfur en í reynd skipt- ir það litlu máli. Það er þama til þess að skapa veruleikablæ. Skjalið býður lesandanum inn í fortíðina. Þetta er fylgiskjal með ársskýrslu ritara Bún- aðarfélags og tímasett 1882. Þar er sagt frá skriðufalli sem varð sjö ámm áður cn skjalið er samið. Þetta sama skriðufall er endapunktur sögunnar sem sögð er í Nöðrunni á klöppinni. Sögumaðurinn Jóhann Jóhanns- son, kallaður Janni gortari, segir guði almáttugum þessa sögU\ Hann er aftur kominn á heimaslóðir, situr við skrið- una og sagan er cins konar úttekt á því hvers vegna honum er fyrirmunað að skilja hverjum guð ætlaði að sýna rétt- læti með þessu skriðufalli sem bitnaði jafnt á Karli Orsa kaupmanni og hon- um sjálfum. Réttlætiskennd þeirra tveggja átti aldrei samleið. I Nöðrunni á klöppinni er sagt frá frclsandi mætti tónlistarinnar og því hvemig sumir fá þá miklu list í vöggu- gjöf; þar má lesa um ógæfu hcljar- mennisins sem missti allar eignir sínar vegna þess að honum hugkvæmdist ekki að drepa sinn andskota, og um mótmæíastöðu Jakobs eineygða með framhlaðning á þaki kaupmannshúss- ins, - en framar öllu öðm fjallar þessi saga þó um kynferðislega misnotkun. Fjölskylda Janna gortara er Ieigu- liðafjölskylda. Þau missa allt sitt í hendumar á Óla Karlsa landeiganda og sonur hans, Karl Orsa, tekur við þeim. Þau „eiga“ ekkert sem Karl Orsa getur notað, ncma konumar í fjölskyldunni. Þær misnotar hann hveija á fætur annarri fram að skriðu- fallinu sem bindur enda á söguna. Þó að sagan snúist þannig að vemlegu leyti um kynferðislega misnotkun á kvenfólki þá staldrar höfúndur ekki beinlínis við hana sjálfa hcldur þær djúptæku og víðtæku afleiðingar sem hún hefur fyrir konumar og allt þeirra umhverfi. Það sem gert hefúr verið upp þegar sögunni lýkur er þetta: Fá- tæku konumar taka hana á sig eins og hveija aðra illa byrði sem lífið leggur þeim á herðar. Hjá þeim virðist sam- ræðið við kaupmanninn einungis vera verst af þcim niðurlægjandi skítverk- um sem þær þurfa að vinna en tengslin við hann bijóta þær niður og drepa þær og em crfiðari en allt annað basl. Karlmennimir þeirra, eiginmenn, bræður og synir, brotna líka niður og hengja sig eða snúast til vamar með þcim aðferðum sem þeiin bjóðast. Ahrifamestur í því er einmitt sögu- maður okkar, Janni gortari, sem tekst, með góðu samstarfi við eiginkonuna, að „stytta“ hinn illa snák ofúrlítið, án þess þó að drepa hann. Athyglisverð er lýsingin á kaup- manninum. Hann „á“ jarðimar og þetta fólk lifir á því sem þær gefa af sér. Fólkið getur hins vegar ekki borg- að. Það sem þessar fjölskyldur geta gefið honum í staðinn er kynlíf. Sjálf- ur á hann enga konu og honum finnst þetta ekki rangt. I hans augum er um viðskipti að ræða. Eignir hans gefa honum vald til þess að taka það sem hann vill helst fá. Kyntákn hans verð- ur tákn ofbeldis, grimmdar og dauða. Það verður vopn sem hann beitir gegn fátæklingunum og bæði Jakob og Janni gortari grípa til framhlaðnings- ins til þess að verja sig og sína. Hér komum við aftur að því hvers vegna og hvemig getnaðarlimur karl- mannsins hefúr tekið á sig mynd hinn- ar illu nöðm í menningu okkar. Það er semsé ekki kaupmaðurinn sem er illur og ekki heldur besefinn á honum eins og Þórbergur Þórðarson hefði sagt. Það er vald hans sem er illt. Það verð- ur til í skjóli eignaréttarins og það framkallar hugsanagang sem er annar- legur og þá stöndum við kannski við uppsprettu hatursins í þessum heimi, hvort sem það fellur í farveg þjóðem- is, stéttar, trúmála eða kynferðis. Þeg- ar á þetta allt er litið verður einkar skiljanlegt að Torgny Lindgren skuli sækja myndmál sitt til bókar bókanna. Naðran á klöppinni er góð skáld- saga eins og vænta má þegar Torgny Lindgren er annars vegar. Hann er heillandi sögumaður með djúpan skilning á manneskjunum. Málfarið á þýðingu Hannesar Sig- fússonar ber hagleik hans fagurt vitni. Meiri gaura- gangur Bókaútgáfan FORLAG- IÐ hefur sent frá sér skáld- söguna Meiri gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonar- son. Sagan er sjálfstætt framhald sögunnar Gaura- gangur sem kom út fyrir þremur árum. 1 kynningu FORLAGS- INS segir: „Þeir sem hafa skemmt sér við Iestur Gaura- gangs muna allir eftir Ormi Oðinssyni, ærslabelgnum orðheppna með skáldagrill- umar. I þessari sögu er nann orðinn 17 ára, en síst af öllu stilltari en áður. 17 ára og aldrei komið til útlanda. Al- gjör bæklun! Ormur er sjald- an að tvínóna við hlutina, hann hoppar upp í næstu flugvél til Kaupmannahafna!: með Ranúr í farangrinum. I Höfn mæta þeir stórborgara- töffurum og leðurgengi á öðru hverju götuhorni, og stúlkum á hinu hominu. Ólafúr Haukur Símonar- son kann flestum skáldum betur að skrifa fyrir unglinga. Að baki ærslum og ævintýr- um býr djúp alvara, því veru- leiki lífsins er líkast til allt annað en grín.“ Meiri gauragangur er 160 bls. Guðjon Ketilsson gerði kápu. Einu sinni var ... Út er komið hjá Máli og menningu smásagnasafnið Einu sinni sögur eftir Krist- ínu Ómarsdóttur. A orðunum „Einu sinni var...“ heQast ævintýri og eft^ ir þeim getur allt gerst. í þessari bók nýtir höfúndur sér þetta form, teygir það og togar, leikur sér með það og tekur það alvarlega. Hér em tæplega sjötíu sögur sem allar heíjast á orðunum „einu sinni“, sögur um ástina í öll- um sínum myndum, um ein- semd, söknuð og gleði. Kristín Ómarsdóttir er fædd árið 1962. Hún hefúr áður sent frá sér eitt ljóðasafn og eina sögubók og auk þess skrifað leikrit. Út er komin hjá Máli og menningu Ijóðabókin Avextir eftir Margréti Lóu Jónsdóttur. Bókin skiptist í íjóra hluta: Fyrst fara allmörg Ijóð frá síðustu ámm, þá Qögur prósaljóð, )oks tveir bálkar er nefnast „Úr orðabók dauð- ans“ og „Eftirmæli“. Yrkis- efni Margrétar Lóu em sígild, ástin og dauðinn, en ljóð hennar geyma sterkar per- sónulegar tilfinningar og stundum óvæntan húmor. Margrét Lóa Jónsdóttir fæddist árið 1967. Ávextir er fjórða ljóðabók hennar. Jó- hann L. Torfason gerði kápu- mynd og teikningar. NYTT HELGARBLAÐ 14 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.