Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1996, Page 1
29. JANÚAR 1996
Getraunir:
Enski boltinn
2k1-x2x-22x-1 22x
Italski boltinn
x12-x11-11x-111x
Lottó 5/38:
81420 31 38(21)
Vala flaug yfir 4 metrana
- Glæsilegt Norðurlandamet - Geirlaug með tvö met og Jón Arnar með eitt - Fimm með á EM?
Vala Flosadóttir bætti enn Norð-
urlandamet sitt í stangarstökki
kvenna innanhúss á frjálsíþrótta-
móti í Malmö á laugardaginn. Vala
flaug yfir 4 metra slétta og bætti
vikugamalt met sitt um heila 10
sentimetra. Hún er óðum að komast
í fremstu röð í heiminum í þessari
grein og hlýtur að eiga möguleika á
að vinna til verðlauna á Evrópu-
meistaramótinu innanhúss sem
fram fer í Stokkhólmi í mars.
Geirlaug Geirlaugsdóttir og Jón
Amar Magnússon settu glæsileg ís-
landsmet á alþjóölegu móti í Gauta-
borg um helgina. Geirlaug setti tvö
met. Hún hljóp á 7,55 sekúndum í
undanúrslitum í 60 metra hlaupi
kvenna en gamla metið hennar, og
jafnframt lágmarkið fyrir EM, var
7,62. í úrslitahlaupinu varð Geir-
laug þriðja á 7,58 sekúndum. í gær
sigraði síðan Geirlaug í 200 metra
hlaupi á 24,85 sekúndum, sem
einnig er íslandsmet, en fyrra metið
sem Svanhildur Kristjónsdóttir átti
var 24,97 sekúndur.
Jón Amar bætti eigið met í 60
Geirlaug Geirlaugsdóttir setti tvö
íslandsmet í Gautaborg.
metra grindahlaupi, hljóp á 7,99 sek-
úndum og varð þriðji, en fyrra met-
ið hans var 8,17 sekúndur.
Jón Arnar sigraði í
langstökki
Jón Amar sigraöi síðan í lang-
stökki, stökk 7,40 metra, og varð
annar í 60 metra hlaupi á 6,82 sek-
úndum. Hinn efnilegi Jóhannes
Marteinsson varð þriðji í hlaupinu
á 6,97 sekúndum og var nálægt EM-
lágmarkinu, sem er 6,90 sekúndur.
Jóhannes keppti aftur i gær og
sigraði þá á 6,98 sekúndum.
Fimm hafa náð lágmörkum
fyrir Evrópumeistaramótið
Nú hafa fimm íslendingar náð
lágmörkum fyrir EM, en auk Geir-
laugar og Jóns Amars era það Vala
Flosadóttir, Guðrún Amardóttir og
Pétur Guðmundsson. Ólíklegt er að
Guðrún verði með því stórmót era á
sama tíma hjá henni í Bandaríkjun-
um, og einnig er óvíst hvort Pétur
nýtir sér keppnisréttinn.
-VS
Vialli til
Chelsea?
Gianluca Vialli, hinn
snjalli ieikmaður Juventus
og ítalska landsliðsins í
knattspyrnu, gæti verið á
forum til enska félagsins
Chelsea í sumar. Breska
dagblaðið News of the World
skýrði frá því í gær að Glenn Hoddle,
framkvæmdastjóri Chelsea, legði mikla áherslu á
að fá Vialli og átt mjög jákvæðar viðræöur við
hann um málið. Vialii er sagður mjög spenntur
fyi-ir því að leika á Englandi og í liði með Ruud
Gullit. Samningur hans við Juventus rennur út i
vor.
Þekktir tennisleik-
arar sakaðir um
neyslu kókaíns
Breska dagblaðið News of the World skýrði frá því í gær að tveir frægir tennis-
leikarar, Mats Wilander og Karel Novacek, hefðu fallið á lyfjaprófi eftir opna
franska meistarámótið í fyrra, og um kókaín hefði verið að ræða hjá þeim báð-
um.
Ennffemur var sagt að tvímenningamir héldu fram sakleysi sínu og hefðu ráð-
ið sér öfluga lögfræðinga til að vinna í málinu.
Talsmaður Alþjóða tennissamhandsins vildi hvorki staðfesta fréttina né afneita
henni í gær.
Nökkvi
til
Raufoss?
Nökkvi Sveinsson, knatt-
spyrnumaður frá Vest-
mannaeyjum, dvelur nú viö
æfingar hjá norska 2. deildar-
liðinu Raufoss. Nökkvi, sem lék með Fram síð-
asta sumar en gekk til liðs við ÍBV fyrir
skömmu, hefur hug á að ganga til liðs við norska
félagið en með því spilar Eyjamaöurinn Tómas
Ingi Tómasson, og einnig Einar Páll Tómasson,
fyrrum leikmaður Breiðabliks og Vals.
-ÞoGu/VS