Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1996, Síða 3
MÁNUDAGUR 29 JANÚAR 1996
23
íþróttir
Árni og Friöleifur Friðleifssynir fögnuðu sigrinum á Fram að vonum innilega, enda bikarúrslitaleikur fram undan hjá
Víkingum. DV-mynd Brynjar Gauti.
Víkingar komnir í bikarúrslitin:
Ótrúlegar sveifl-
ur í Safamýrinni
- fimm Víkingsmörk undir lokin og sigur, 16-19
„Þetta var mjög sætur sigur. Leik-
urinn var köflóttur og spennandi á
báða bóga. Strákamir stóöust press-
una og komust yfir í lokin eftir að
hafa lent undir um tíma svo ég er
mjög ánægður með þetta,“ sagði
Árni Indriðason, þjálfari Víkinga,
eftir sigur á 2. deÚdar liði Fram,
16-19, í Framhúsinu við Safamýri.
Með sigrinum hafa Víkingar tryggt
sér sæti í úrslitaleik bikarkeppni
HSÍ og er það sannarlega gleðiefni
fyrir Víkinga sem hafa verið í miklu
basli í Nissan-deildinni í vetur.
Leikurinn var skemmtilegur,
spennandi og ótrúlega sveiflukennd-
ur. Jafnræði var með liðunum fram
undir lok fyrri hálfleiks en tvö
mörk frá Víkingum í lokin ásamt
tveimur öðrum í upphafi síðari hálf-
leiks gaf þeim fjögurra marka for-
skot, 9-13.
Þegar hér var komið sögu virtust
Víkingar hafa leikinn í hendi sér en
þá lokaði Þór Björnsson, markvörð-
ur Framara, markinu og Framarar
gerðu næstu sex mörk áður en Vík-
ingar náðu að svara fyrir sig. Þá
komu fimm mörk Víkinga og Fram-
arar urðu að játa sig sigraða.
Það var stórleikur Reynis Reynis-
sonar í síðari hálfleik sem gaf tón-
inn að sigrinum en hann og Birgir
Sigurösson voru bestu menn liðsins.
Hjá Fram voru þeir Þór Björnsson
og Hilmar Bjamason fremstir í
flokki.
„Við töpum þessum leik fyrst og
fremst á því að við nýtum ekki
dauðafærin. Þijú vítaköst fóru for-
görðum og er það of mikið gegn liði
úr fyrstu deild, en í heildina er ég
mjög ánægður með strákana,“ sagði
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari
Fram, eftir fyrsta tapleik sinna
manna síöan 4. okt. en þá tapaði lið-
ið fyrir HK í 1. umferð 2. deildar.
-ÞG
Fram-Víkingur
(9-11) 16-19
1-0, 2-2, 5-2, 5-6, 7-7, 9-9, (9-11),
9-13, 15-13, 15-18, 16-19.
Mörk Fram: Oleg Titov 5/2, Hilm-
ar Bjarnason 4, Jón Andri Finnsson
3/2, Sigurður Guðjónsson 2, Siggeir
Magnússon 1, Jón Þórir Jónsson 1.
Varin skot: Þór Björnsson 18/2.
Mörk Víkings: Knútur Sigurðs-
son 5, Birgir Sigurðsson 5/2, Hjörtur
Amarson 4, Kristján Ágústsson 2,
Davor Kovacevic 2/2, Árni Friðleifs-
son 1.
Varin skot: Reynir Þór Reynisson
18/1, Hlynur Morthens 2/2.
Brottvísanir: Fram 8 mín., Vík-
ingur 10 mín.
Dómarar: Gunnar Kjartansson og
Ólafur Haraldsson, góðir.
Áhorfendur: Um 500.
Maður leiksins: Reynir Þór Reynis-
son, Vikingi.
Selfoss-KA
(15-14) 31-32
1-0, 2-1, 2-5, 6-7, 10-10. 13-12, (15-14),
16-14, 19-16, 19-19, 23-21, 27-26, 29-29,
29-32,31-32.
Mörk Selfoss: Einar G. Sigurðsson 10,
Valdimar Grímsson 8/3, Sigurjón Bjama-
son 5, Björgvin Rúnarsson 5 Hjörtur
LevíPétursson2, Einar Guðmundsson 1.
Varin skot GísU F. Bjamason 5, Hall-
grimur Jónasson 4
Mörk KA: Julian Duranona 13/5,
Patrekur Jóhannesson 6, Jóhann G. Jó-
hannsson 6, Björgvin Björgvinsson 4 Leó
Öm Þorleifsson 3.
Varin skot Guðmundur Jónsson 12
Brottvisanh" Selfoss 10mín,KA12mín
Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og
Hákon Siguijónsson, komust ágætlega
frá erfiðum leik.
Áhorfendur. 680.
Maður leiksins: Julian Duranona,
KA
Einar fékk glóðarauga
Einar Gunnar Sigurðsson, sem átti stórleik með Selfyssingum gegn
KA, fékk mikið högg á annað augað í lok fyrri hálfleiks þegar hann og
Erlingur Kristjánsson rákust saman. Einar lék síðari hálfleikinn með
mikið glóðarauga og nánast eineygður.
Duranona skaut KA í úrslitin
- skoraði 13 mörk þegar bikarmeistararnir lögðu Selfyssinga í frábærum leik
Bikarmeistarar KA eru komnir í
bikarúrslitaleikinn þriðja árið í röð
eftir að hafa lagt Selfyssinga að
velli, 31-32, í mjög fjörugum og
spennandi leik á Selfossi á laugar-
dag. Bikarmeistararnir þurftu svo
sannarlega að hafa fyrir því að
leggja baráttuglaða Selfyssinga að
velli og það var ekki fyrr en á
lokamínútunum sem þeir innsigl-
uðu sigurinn.
KA getur fyrst og fremst þakkað
Julian Duranona fyrir sigurinn en
Kúbumaöurinn snjalli fór á kostum
í síöari hálfleik og skoraði 9 síðustu
mörk norðanmanna i leiknum.
Hafðist á seiglunni
„Það er smá heppni sem skilur
liðin í þessum leik. Ég var orðinn
þrælstressaður í síðari hálfleik en
þetta hafðist á seiglunni og reynsl-
unni. Auðvitað ætlum við alla leið
en við gerum okkur grein fyrir að
úrslitaleikurinn gegn Víkingi verð-
ur erfiður," sagði Alfreð Gíslason,
þjálfari KA, eftir leikinn.
Selfyssingar höfðu lengi vel frum-
kvæðið í leiknum. Þeir börðust eins
og ljón og voru btaðráðnir í að
vinna en þar var eins og leikmenn
liösins hefðu ekki trú á að þeir gætu
lagt KA menn að velli og gerðu af-
drifarík mistök á lokamínútunum.
Við áttum þennan leik
„Við áttum þennan leik nær allan
tímann en við vönduðum okkur
ekki alveg nógu vel í lokin. Menn
lögðu sig allan fram í leiknum og
börðust mjög vel en því miður réð-
um við ekki við Duranona í síðari
hálfleik og heppnin var ekki á okk-
ar bandi. Þetta var langbesti leikur
okkar í vetur,“ sagði Einar Gunnar
Sigurðsson, fyrirliði Selfyssinga,
eftir leikinn.
Einar átti mjög góðan leik og var
bestur í liði heimamanna. Valdimar
var einnig mjög drjúgur og þeir
Björgvin og Sigurjón léku vel. Hjá
KA átti Duranona frábæran seinni
hálfleik og þeir Patrekur og Jóhann
voru sterkir.
Sýndum styrk okkar í lokin
„Selfyssingarnir léku mjög vel en
við sýndum styrk okkar í lokin og
höfðum þetta. Það kom ekki til
greina að tapa enda ætlum við okk-
ur að halda bikarnum," sagði Pat-
rekur við DV eftir leikinn.
„Við vorum að spila vel og mun
betur en KA en því miður dugði það
ekki. Ég get ekki verið annað en
stoltur af minum mönrium en
heppnin var KA-megin. Mér fannst
dómgæslan í heild góð en tveir dóm-
ar gegn okkur í lokin vógu þungt,“
sagði Valdimar Grímsson við DV
eftir leikinn.
-GH
Besti kvennaleikurinn í Eyjum
- Stjarnan og Fram í bikarúrslitum eftir nauma sigra á ÍBV og Fylki
Það verða Stjaman og Fram sem leika til
úrslita í bikarkeppni kvenna í handknatt-
leik, eftir nauma sigra á ÍBV og Fylki í und-
anúrslitunum á laugardaginn.
Leikur ÍBV og Stjömunnar var hnífjafn frá
upphafi til enda og án efa besti handbolta-
leikur kvenna sem sést hefur í Eyjum. Sóley
Halldórsdóttir markvörður var bjargvættur
Stjörnunnar. Hún varði mjög vel og tryggði
liðinu sigur þegar hún varði frá Malin Lake
úr hraöaupphlaupi á lokamínútunni. í stað-
inn skoraði Stjaman og vann, 29-22.
Andrea Atladóttir skoraði 5 mörk fyirr
ÍBV, Helga Kristjánsdóttir 4 og Malin Lake 4.
Ragnheiður Stephensen skoraði 7 mörk fyrir
Stjömuna, Guðný Gunnsteinsdóttir 4, Herdis
Sigurbergsdóttir 4/1 og Nína Bjömsdóttir 4.
Erfitt hjá Framstúlkum gegn Fylki í
Árbænum
Fram vann Fylki naumlega í Árbænum,
17-18. „Ég er mjög ánægð með sigurinn, ég
vissi allan tímann að þetta yrði erfiður leik-
ur því Fylkir hefur verið á mikilli uppleið.
Við vorum komnar með fimm marka forystu
í byrjun seinni hálfleiks en misstum það nið-
ur, og það gerði allt erfiðara fyrir okkur,"
sagði Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari Fram.
Rut Baldursdóttir skoraði 4 mörk fyrir
Fylki, Irena Skorabogatykh 3, Anna Hall-
dórsdóttir 3 og Anna Einarsdóttir 3 og
Ágústa Sigurðardóttir 3/2. Guðríður skoraði
9/6 mörk fyrir Fram, Berglind Ómarsdóttir 4
og Þórann Garðarsdóttir 3.
-ÞoGu/HS/VS