Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1996, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1996, Page 4
24 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 1996 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 1996 25 íþróttir Björg Hafsteinsdóttir og Anna María Sveinsdóttir hafa sjö sinnum orðið bikarmeistarar með Keflavík og kunna því vel að lyfta þessum verðlaunagrip. DV-mynd ÆMK Njarðvík réð ekki við Ber- línarmúrinn - Keflavík bikarmeistari í 7. skipti DV Suðurnesjum: Keflavíkurstúlkur urðu bikar- meistarar í körfuknattleik fjórða árið í röð og í sjöunda skiptið alls þegar þær sigruðu nágranna sína úr Njarðvík, 69-40, í úrslitaleik sem háður var í troðfullu íþróttahúsinu í Garði á laugardaginn. Keflvíkingar áttu stórkostlegan leik. Varnarleikur liðsins var frá- bær, eins og Berlínarmúrinn væri reistur á ný, og fá lið hefðu staðist því snúning i þessum ham. Njarðvík byrjaði vel og komst í 6-2 með mikilli baráttu. Þá breyttu Keflvíkingar i svæðisvöm, og á eft- ir henni fylgdi hraður og skemmti- legur sóknarleikur. Keflavík gerði út um leikinn á næstu 11 mínútum, og eftirleikurinn var auðveldur. í síðari hálfleik fengu síðan vara- Haukar-Aftureld. (9-11) 24-21 1-0, 1-2, 4-2, 5-5, 6-9, (9-11), 12-12, 14-14,18-17,20-18,21-19,22-21, 24-21. Mörk Hauka: Aron Kristjánsosn 7, Petr Baumruk 3, Gústaf Bjamason 3, Jón Freyr Egilsson 3, Gunnar Gunnarsson 3/3, Þorkell Magnússon 2, Haildór Ing- ólfsson 2, Einar Gunnarsson L Varin skot Bjami Frostason 15. Mörk Aftureldingar: Páll Þórólfsson 7 Ingimundur Helgason 5/5, Bjarki Sig- urösson 4, Þorkell Guðbrandsson 2, Ró- bert Sighvatsson 2, Alexei Trufan 1. Varin skot Bergsveinn Bergsveins- son 16/2 Brottvísanir Haukar 6 mín.., Aftur- elding 8 mín. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Stefan Amaldsson, góð tök á leiknum. Áhorfendun Um 550. Maður leiksins: Bjami Frostason, Haukum. menn liðsins óspart að spreyta sig. Erla Reynisdóttir átti stór- skemmtilegan leik með Keflavík og var hrein unun að horfa á snilli hennar á köflum. Anna María Sveinsdóttir, Veronica Cook og Erla Þorsteinsdóttir, sem hefur tekið miklum framfomm, áttu frábæran varnarleik. Björg Hafsteinsdóttir stjómaði liðinu vel og Margrét Stur- laugsdóttir og Guðlaug Sveinsdóttir áttu góðan leik þegar þær fengu tækifærið. Njarðvíkurstúlkumar þurfa ekki að vera svekktar með þessi úrslit. Þær stóðu sig eins og hetjur, em ungar og eiga framtíðina fyrir sér. Suzette Sargeant var í strangri gæslu allan leikinn, eins og Harpa Magnúsdóttir, en þær eru reyndast- ar í liðinu. -ÆMK „Þetta var fyrsti sigur okkar á árinu og það þurfti mikla baráttu til að ná honum í höfn. Bæöi lið eru að berjast um sem best sæti í deildinni og því var mikið lagt í leikinn," sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari og leikmaður Hauka, eftir að lið hans hafði sigrað Aftureldingu, 24-21, í spennandi leik í Hafnarfirði í gærkvöldi. Mikil barátta, góður vamarleikur og markvarsla einkenndi leikinn frá upphafi til enda. Mosfellingar höfðu undirtökin í fyrri hálfleik en Haukar voru sterkari í síðari hálf- Með of sterkt liö „Það tók okkur nokkrar mín- útur að komast inn í leikinn en eftir það var þetta tryggt hjá okkur. Það verður að segjast eins og er að við erum með of sterkt lið fyrir þær í svona bik- arúrslitaleik," sagöi Sigurður Ingimundarson, þjálfari Kefla- víkurstúlkna, við DV. Einfaldiega betri „Þær komu á óvart í byrjun, og börðust á fullu, en þegar við náðum 10-15 stiga forystu gáfust þær upp. Við spiluðum okkar leik, og þar með áttu þær ekkert í okkur. Við erum einfaldlega með betra hð,“ sagði Anna María Sveinsdóttir, fyrirhði Keflavíkur. Varsmeykí byrjun „Ég var dálítið smeyk í byrjun þegar við vorum undir. En þegar við fórum að hitta vel og spila góða vörn gekk þetta mjög vel. Munurinn í hálfleik var of mik- ill fyrir þær, en þær stóðu sig vel,“ sagði Erla Reynisdóttir, besti leikmaður vallarins. Breyttu í svæðisvörn „Keflavíkurstúlkumar eru með geysilega öflugt og gott lið. Þær breyttu yfir í svæðisvöm í fyrri hálfleik og það fór með okk- ur, eins og oft hefúr gerst í vet- ur. Þegar munurinn var orðinn 15-20 stig gáfust þær upp,“ sagði Jón Einarsson, þjálfari Njarðvikur. Þetta gekk ekki upp „Þær em mjög góðar. Þetta gekk einfaldlega ekki upp hjá okkur. Við vorum að svekkja okkur og þá hittum við mjög illa. Þær voru einfaldlega betri,“ sagði Harpa Magnúsdóttir, fyrir- liði Njarðvíkinga. -ÆMK Keflavík-Njarðvík (35-18) 69-40 2-2, 2-6, 9-6, 14-12, 28-12, 33-14, (35-18), 46-28, 54-28, 59-30, 64-36, 69-40. Stig Keflavikur: Erla Reynisdótt- ir 18, Veronica Cook 13, Anna María Sveinsdóttir 10, Erla Þorsteinsdóttir 9, Margrét Sturlaugsdóttir 7, Björg Hafsteinsdóttir 6, Guðlaug Sveins- dóttir 5, Kristín Þórarinsdóttir 1. Stig Njarðvlkur: Suzette Sargeant 13, Rannveig Randversdóttir 9, Harpa Magnúsdóttir 8, Eva Stefánsdóttir 5, Hólmfríður Karlsdóttir 2, Pálína Gunnarsdóttir 2, Berglind Kristjáns- dóttir 1. Fráköst: Keflavík 36, Njarðvík 34. 3ja stiga körfur: Keflavík 3, Njarðvík 1. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Einar Einarsson, góðir. Áhorfendur: 600, fullt hús. Maður leiksins: Erla Reynis- dóttir, Keflavík. leik og sigur þeirra var sanngjam. Markverðimir Bjami Frostason, hjá Haukum, og Bergsveinn Berg- sveinsson, hjá Aftureldingu, vom bestu menn vallarins. Þessir snjöllu markverðir hafa báðir átt erfitt upp- dráttar að undanfomu en sýndu í gærkvöldi sitt rétta form og stóðu sig mjög vel. Aron Kristjánsson, hjá Haukum, var einnig mjög öflugur og kórónaði góða frammistöðu sína með því að skora síðasta mark leiksins beint úr aukakasti. Hjá Aft- ureldingu lék Páll Þórólfsson einnig mjög vel. -RR „Það þurfti mikla baráttu" - Haukar lögðu Aftureldingu, 24r-21 hafnarr Iþróttir Þriöji bikarmeistaratitill Hauka í körfuknattleik: fyrsti í 10 ár - Haukar unnu öruggan sigur á Skagamönnum í Höllinni, 85-58 Haukar unnu sinn þriðja bikarmeistaratitil í körfuknattleik karla þegar liðið lagði Akranes, 85-58, í úrslitaleik i Laugar- dalshöllinni í gær. Það var í síðari hálfleik sem Hauk- arnir hristu Skagamennina af sér og þá kom greinilega í ljós sá styrk- leikamunur sem er á liðunum. Hafn- firðingamir komu í seinni háfleikinn nánst eins og nýtt lið og þá var ekki að sök- um aö spyrja. Fyrri hálfleikurinn var hreint út sagt mjög slak- ur og er mér til efs að Haukamir hafi farið á eins lágt plan í vetur. Skagamennirnir léku nánast göngukörfubolta og Haukarnir sem hafa verið þekktir fyrir mikinn hraða í leikjum sínum vom á svipuðu róli og Skagamenn. Stigaskorið í-hálf- leiknum var í lágmarki og það var ekki svo að varnir liðanna hafi verið það sterkar heldur gerðu leikmenn beggja liða sig seka um mörg mistök. Haukarnir vora ekki sáttir við leik sinn í fyrri hálfleik en þeir brettu heldur betur upp ermarnar í þeim síðari. Þeir keyrðu upp hraðann og léku á köflum eins og þeir hafa gert í mestallan vetur, það er að spila sterkan varnarleik og beita skæð- um hraðaupphlaupum. Haukamir náðu fljótlega 10 stiga mun og eftir það var eftirleikurinn auð- veldur. Haukarnir vet að sigrinum komnir Jón Arnar Ingvarsson lék best í liði Haukanna og var ósjaldan maðurinn á bak við körfur sinna manna. Jason Williford átti góða kafla og þeir ívar Ásgrímsson og Sigfús Gissurarson voru traustir. Haukarnir eru vel að sigrinum komnir. Lið þeirra er gríðarlega öflugt og það kæmi undirrituðum verulega á óvart ef þeir lékju ekki til úrslita um sjálfan íslandsmeistaratitilinn. Skagamennirnir vora í hlutverki Davíð gegn Golíat í þessum leik. Þeir náðu sér aldrei á strik, hvorki í vörn né sókn og sérstaklega voru þeim mislagðar hendur í opnum færum. Milton Befl var bestur í liði Skagamanna og þeir Bjami Magnús- son og Elvar Þórólfsson komust þokkalega frá hlutverki sínu. Með þessum úrslitaleik eru Skaga- menn reynslunni ríkari og sú reynsla ætti að geta nýst þeim í botnbaráttu úrvalsdeildarinnar. -GH Umgjörðin ekki góð Það verður að segjast eins og er að umgjörð bikarúrslita- leiksins var ekki nógu góð. Rúmlega hálftima seinkun varð á leiknum vegna bilun- ar I ljósabúnaði og kom þessi töf óneytanlega niður á leikmönnum liðanna. Áhorfendur, sem voru með minnstamóti, voru orðnir pinaðir á biðinni enda fengu þeir ekki að heyra neinar skýringar á töfinni eða voru beðnir afsökun- ar. Þá vakti mikla fúrðu sú tónlist sem boðið var uppá fyrir leikinn og í hléum en hún var bæði hávær og leiðin- leg. Margir muna úrslitaleik Grindavikur og Njarðvíkur í fýrra. Þá var umgjörðin glæsileg og stemningin í höllinni hreint frá- bær og þannig á það að vera. -GH Sagt eftir leikinn: Tofin reif niður stemninguna - sagði Hreinn Þorkelsson, þjálfari ÍA, sem var óhress með framkvæmd leiksins „Það var eitthvert slen yfir okkur í fyrri hálfleik en við tókum okkur saman í þeim síðari og lékum miklu betur. Eft- ir að við voram komnir 10 stigum yfir vissi ég að sigurinn væri höfn. Við höf- um ekki sagt okkar síðasta orð. Stefnan er að taka íslandsmeistaratitilinn og sú barátta sem fram undan er í deildinni verður hörð. Við ætlum að fagna þess- um titli vel í kvöld (í gærkvöldi) en síð- an byrjar alvaran strax á mándaginn,“ sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari Haukanna, sem hefur náð frábæram ár- angri með liðið í vetur, á sínu fyrsta ári sem þjálfari. Mætum bara aftur „Auðvitað spilaði inn í reynsluleysi hjá okkur en við vorum að spila mjög iUa. Við náðum að halda hraðanum niðri í fyrri hálfleik en í þeim síðari misstum við Haukana á skrið og þá var ekki að sökum að spyrja. En eigum við ekki bara að segja að við komum hing- að aftur að ári og geram þá betur," sagði Elvar Þórólfsson, fyrirliði ÍA. Var hundfúll „Það er ekki von að við fyndum takt- inn þar sem þetta helv... klúður gerðist fyrir leikinn. Þessi töf reif niður stemn- inguna hjá okkur sem átti að vera okk- ar helsta vopn. Ég lít á þetta sem algjört hneyksli og var hundfúll allan leikinn. Annars vora Haukarnir betri og við átt- um ekki svar við þeirra leik. Ég spáöi því í haust að Haukar ynnu tvöfalt og ég er enn þeirrar skoðunar," sagöi Hreinn Þorkelsson, þjálfari ÍA. Erum ekki mettir „Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur og þá aðallega af því að við voram að spila mjög illa. Við töluðum um það í hálfleik að hleypa hraða í leikinn og það ásamt því að Jón Amar kom sterkur upp hjálpaði okkur að ná góðum tökum á leiknum. Við eram ekki mettir og ætl- um okkur að vinna fleiri titla á tímabil- inu,“ sagði ívar Ásgrimsson. ívar var í sigurliði Hauka í bikar- keppninni fyrir 10 árum eins og Reynir Kristjánsson þjálfari sem skoraði sigur- körfuna í þeim leik. „Það er alltaf jafn sætt að vinna titla en ef ég á að bera þá saman get ég sagt að núna er maður bæði eldri og reynd- ari og spila meira og stærra hlutverk með liðinu en þá,“ sagði ívar. -GH Jón Arnar Ingvarsson, fyrirliði Haukanna, tók við bikarnum glæsi- lega, sem'DV gaf á sínum tíma. DV-mynd Brynjar Gauti „Eins og eitt lið í seinni hálfleik" - sagöi Jason Williford „Fyrri hálfleikurinn var jafti. Við náðum ekki að sýna okkar bestur hliðar og þá sérstaklega í sókninni og menn voru að reyna að gera þetta upp á eigin spýtur. í seinni hálfleik lékum við eins og eitt liö og sýndum þá á köflum mjög góðan körfúbolta. Eftir góða byrjun í seinni hálfleiknum var ég þess fúllviss um að við myndum hafa þetta. Staða okkar í deildinni er góð en það er mikið eftir og ég býst við spennandi úrslitakeppni,“ sagði hinn viðkunnanlegi Bandailkjamaður Jason Williford við DV eftir leikinn. „Ég get ekki sagt til mn það á þessari stundu hvað ég geri á næsta tímabiii. Ég á eftir að ræða við umboðsmann minn um þessi mál en hjá Haukum hef ég átt mjög góðan tíma, /utan sem innar vallar," sagði Williford. -GH Haukar-Akranes (31-26) 85-58 0-2, 7-4, 11-7, 17-11, 22-18, (31-26), 31-28, 46-37, 57-41, 6445, 70-50, 85-56. Stig Hauka: Jason Williford 20, Sigfús Gissurarson 16, fvar Ásgríms- son 14, Jón Amar Ingvarsson 11, Björgvin Jónsson 10, Pétur Ingvarsson 8, Þór Haraldsson 2, Vignir Þorsteinsson 2, Sigurður Jónsson 2. Stig ÍA: Milton Bell 19, Elvar Þórólfsson 1, Bjarni Magnússon 9, Har- aldur Leifsson 8, Jón Þór Þórðarson 4, Dagur Þórisson 3, Brynjar Sig- urðsson 2, Guðjón Jónasson 2. 3ja stiga körfur: Haukar 4, ÍA 3. Vítanýting: Haukar 24/21, ÍA 11/7 Dómarar: Helgi Bragason og Kristján Möller, dæmdu mjög vel og voru með betri mönnum á vellinum. Áhorfendur: 1165. Maður leiksins: Jón Arnar Ingvarsson, Haukum. Haukar voru að vonum kátir í búningsklefanum eftir leikinn, enda voru flestir þeirra að fagna sínum fyrsta stóra titii í körfuboltanum. DV-mynd Brynjar Gauti Nú kunnum við að vinna titla „Við vorum ekki að spila vel í fyrri hálfleik en tókum okkur saman og komum sem nýtt lið inn til síðari hálfleiksins. Við unnum þetta á vörninni og hraðanum sem við náðum á þá í seinni hálfleik. Nú kunnum við að vinna titla og ég er sannfærður um að þeir verða fleiri áður en þetta tímabil er úti,“ sagöi Pétur Imgv- arsson, nýkominn úr fjölmiðlabanni sem hann var settur í fyrir leikinn. „Það var taugaspenna í okkur í fyrri hálfleik og spilamennskan ekki nógu góð. í síðari hálf- leik byrjaði þetta að rúlla. Við spiluðum góða vörn allan tímann og um leið og sóknin fór að ganga upp fóru hlutimir að gerast, “ sagði Jón Arnar Ingvarsson. Segja má að Ingvar Jónsson, faðir þeirra Jóns og Péturs, eigi nokkur prósent í þessum titli en hann hefur þjálfað alla leikmenn liðsins að Jason Williford undanskildum og verið nefndur guðfaðir körfunnar í Hafnarfirði. -GH Jason Williford, Bandaríkjamaðurínn snjalii f Haukaliðinu. DV-mynd Brynjar Gauti Hóp leikir 02,4“*) nældu þérí bækling ánæsta sölustað getrauna! Hópleikur er þegar tippari, einn eða fleiri hafa sérstakt hópnúmer. Getraunir skrá árangur hópa í viku hverri og veita þeim hópum sem standa sig best vegleg verðlaun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.