Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1996, Page 6
26
MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 1996
Iþróttir
Vetur kormngur tók völdin í ensku knattspyrnunni um helgina:
Everton og Tottenham
lentu í vandræðum
- áöeins Qórir leikir spilaðir - Man. Utd og Aston Villa ein komin áfram
Rangers býður
1.200 milljónir
í Alan Shearer
Breska dagblaðið Sunday Mirror
skýrði frá því í gær að skosku
meistararnir Glasgow Rangers
hefðu boðið Blackburn 1.200 millj-
ónir króna í markaskorarann Alan
Shearér.
Þetta yrði langhæsta upphæð sem
greidd hefði verið fyrir breskan
knattspyrnumann en ekki er talið
líklegt að Blackbum láti freistast.
Shearer framlengdi nýlega samning
sinn við félagið til þriggja ára og
talið er að Jack Walker, eigandi
Blackbum, væri ekki í vandræðum
með að hækka launin hjá Shearer ef
með þyrfti.
Asprilla byrjar að
spila með Newcastle
eftir tvær vikur
Newcastle gekk á fostudaginn frá kaupum á kólumbíska
landsliðsmanninum Faustino Asprilla frá Parma fyrir 670 millj-
ónir króna. John Hall, stjómarformaður Newcastle, sagði að það
tæki um tvær vikur að fá tilskilin leyfi til að hann gæti byijað
að leika með liðinu.
„Kevin hefur mikið álit á honum og aðrir telja hann einn af
þremur bestu knattspymumönnum heims. Hann talar ekki
ensku og það mun taka hann einhvern tíma að aðlagast hér. Við
teljum best að styrkja liðið á meðan við erum á toppnum. Það
gerði Liverpool á sínum tíma,“ sagði Hall.
Fyrstu kynni Asprilla af Englandi voru ekki
góð, honum mættu snjókoma og kuldi.
Símamynd Reuter
Manchester United og Aston
ViUa eru einu liðin sem hafa
tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum
ensku bikarkeppninnar. Ellefu
leikjum af fimmtán var frestað en
einn er á dagskrá í kvöld, og tveir
af þeim fjórum sem fóru fram
enduðu með jafntefli. Mikið vetr-
arríki var á Englandi um helgina
og flestir vellir ónothæfir. Þetta
eru mestu frestanir í ensku knatt-
spymunni í 33 ár.
Bikarmeistarar Everton máttu
sætta sig við jafntefli á heimavelli
gegn 1. deildar liöi Port Vale.
Duncan Ferguson virtist hafa
tryggt Everton sigurinn þegar
hann skoraði, 2-1, þegar tvær
mínútur voru eftir, en varamað-
urinn Ian Bogie náði að jafha
'metin með einni af síðustu spyrn-
um leiksins, af 35 metra færi, 2-2.
Port Vale fær nú tækifæri á
heimavelli til að leggja bikar-
meistarana.
Sama gerðist í London þar sem
1. deildar lið Wolves náði jafntefli
gegn Tottenham á White Hart
Lane. Clive Wilson virtist hafa
komið Tottenham á beinu braut-
ina þegar hann skoraði snemma
leiks en Don Goodman jafnaði
fljótlega fyrir Úlfana með 16.
marki sínu á tímabilinu, 1-1, eftir
mikil mistök í vöm Tottenham.
Um 14 þúsund áhorfendur troð-
fylltu hinn litla leikvang Reading
og sáu heimaliðið veita Manch-
ester United harða keppni fram-
an af. Ryan Giggs kom United yfir
eftir hlé og þegar Paul Parker
skoraði, nýkominn inn á sem
varamaður, voru úrslitin ráðin.
Eric Cantona innsiglaði sigurinn
í lokin eftir fyrirgjöf frá Lee
Sharpe, 0-3.
Sheffield United hefur gert úr-
valsdeildarliðum skráveifur síð-
ustu árin og sló út Arsenal í 3.
umferðinni. En Aston Villa var of
stór biti, Trínidadhúinn mark-
sækni, Dwight Yorke, skoraði
eina markið á Bramall Lane og
kom Villa áfram, 0-1.
-VS
Chris Armstrong, sóknarmaður Tottenham, hefur betur í baráttu við varnarmenn Wolves, Dean Richards og Neil
Emblem. Það gerðist þó sjaldan í bikarslag liðanna á laugardaginn, varnarmenn Úlfanna höfðu Armstrong og félaga
hans, Teddy Sheringham, undir smásjánni og þeir komust lítið áleiðis. Símamynd Reuter
England
Bikarkeppnin - 4. umferð
Bolton-Leeds .........frestað
Charlton-Brentford .... frestað
Coventry-Manch.City . . . frestað
Everton-Port Vale.........2-2
1- 0 Amokachi (40.), 1-1 Foyle (59.),
2- 1 Ferguson (88.), 2-2 Bogie (90.)
Huddersfield-Peterboro . frestað
Ipswich-Walsall.......frestað
Middlesbro-Wimbledon . frestað
Nott. Forest-Oxford .... frestað
Q.P.R.-Chelsea........í kvöld
Reading-Manch.United .... 0-3
0-1 Giggs (36.), 0-2 Parker (56.), 0-3
Cantona (89.)
Sheff. Utd-Aston Villa....0-1
0-1 Yorke (63.)
Shrewsbury-Liverpool . . frestað
Southampton-Crewe . . . frestað
Swindon-Oldham........frestað
Tottenham-Wolves..........1-1
1-0 Wilson (13.), 1-1 Goodman (28.)
West Ham-Grimsby .... frestaö
1. deild
Millwall-Portsmouth.......1-1
Efstu liö:
Efstu lið:
Derby 27 14 8 5 45-30 50
Charlton 26 12 9 5 39-28 45
Huddersf. 28 11 9 8 37-32 42
Sunderland 25 11 9 5 31-20 42
Southend 27 11 8 8 31-32 41
Millwall 28 10 10 8 30-34 40
Leicester 26 10 9 7 40-36 39
Stoke 27 10 9 8 37-33 39
Skotland
Bikarkeppnin:
Caledonian-East Fife.........1-1
Hibernian-Kilmamock ..........0-2
Keith-Rangers...............1-10
Raith Rovers-Queen’s Park ... 3-0
Ross County-Forfar...........0-3
Whitehill-Celtic.............0-3
Níu leikjum var frestað.
Dregið var til 4. umferðar. Helstu
leikir:
Clyde/Dundee-Rangers
Celtic-Raith Rovers
Kilmamock-Hearts/Partick
Clydeh./Stirling-Motherw./Aberd.
Langþráö hjá Parker
Paul Parker er ekki oft á með-
al markaskorara Manchester
United og mark hans gegn Read-
ing á laugardaginn var hans
fyrsta í þrjú ár. Það virtist held-
ur ekki ætlun hans að skora en
fyrirgjöf hans frá hægra kanti
sigldi beint í markhornið nær!
Salernin frosin
Ekki var öllum leikjum á
Englandi frestaö vegna vaUar-
skilyrðanna. í Southampton
hefði verið hægt að spila, gegn
Crewe, en þar var frosið í öllum
leiðslum á salernunum og að-
staðan því ekki boðleg áhorfend-
um.
Arsenal vill Berti
Bresk blöð skýrðu frá því um
helgina að Bruce Rioch, fram-
kvæmdastjóri Arsenal, hygðist
bjóða 510 milljónir króna í
Nicola Berti, ítalska landsliðs-
manninn hjá Inter Milano. Hann
myndi fá 2,1 milljónir króna í
vikulaun hjá Arsenal ef af yrði.
United gegn City?
Dregiö var til 5. umferðar
ensku bikarkeppninnar i gær þó
aðeins tvö lið væru komin
áfram. Líkur eru á stórleik í
Manchester því United dróst
gegn sigurvegaranum úr leik
Coventry og Manchester City.
Útkoman úr drættinum varð
þessi:
Shrewsb./Liverpool-Charlt./Brentf.
Nott.For/Oxford-Tottenham/Wolves
Bolton/Leeds-Everton/Port Vale
Ipswich/Walsall-Aston Villa
Swindon/Oldh.-Southampt./Crewe
Manch. Utd-Coventry/Man.City
Hudders/Peterb.-Midd.br./Wimbled.
West Ham/Grimsby-QPR/Chelsea
Leikirnir fara fram 17.-19.
febrúar.
Frakkland
Auxerre-Le Havre 1-0
Bastia-Guingamp 0-1
Bordeaux-Gueugnon .. . 3-1
Lille-Mónakó 0-0
Martigues-Strasbourg . . 2-0
Nice-Montpellier 1-2
Paris SG-Cannes 2-1
Rennes-Lens 2-1
ParisSG 25 14 9 2 48-20 51
Auxerre 25 14 3 8 41-23 45
Metz 24 12 8 4 24-16 44
Mónakó 25 11 7 7 37-27 40
Guingamp 25 10 9 6 21-17 39
Belgía
Waregem-Club Brugge . . 2-5
Molenbeek-Lommel .... 0-2
Ekeren-Beveren 1-0
Aalst-Antwerpen 0-0
Lierse-Gent 2-3
Seraing-Mechelen 2-1
St. Truiden-Anderlecht . 0-5
Charleroi-Harelbeke ... 0-6
Cercle Brugge-Standard . 2-3
Cl. Brugge 21 14 5 2 51-19 47
Anderlecht 21 14 3 4 52-22 45
Lierse 21 10 7 4 37-26 37
Molenbeek 21 8 8 5 23-20 32
Standard 21 7 9 5 30-24 30
Cer.Brugge 21 7 9 5 31-29 30
Sluppu við bann
Knattspyrnusamband Evrópu
aflétti á fostudaginn banni af
Tottenham og Wimbledon í Evr-
ópukeppni. Félögin lögðu fram
sannanir fyrir því að þau hefðu
fengið samþykki frá UEFA fyrir
því að tefla fram varaliðum sín-
um í Intertoto-keppninni siðasta
sumar.
Spánverjar með
Ensku liðin ætla ekki að vera
með í Intertoto-keppninni næsta
sumar. Spánverjar, sem ekki
voru með í fyrra, hafa hins veg-
ar boðað þátttöku sína.