Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1996, Blaðsíða 6
22 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 J^ingar Sýningar Gallerí Art-Hún Stangarhyl 7, Rvík Til sýnis verk eftir Erlu B. Axelsdóttur, Helgu Ár- mannsdóttur, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Mar- grétar Salome. Galleríið er opið alla virka daga kl. 12-18. Gallerí + á Akureyri Hlynur Hallsson opnar sýningu sýna „þrjú her- bergi" í nýju sýningarrými, Gallerl +, Brekku- götu 35 á Akureyri, laugardaginn 17. febr. klukkan 14.00. Sýningin stendur til 10. mars og Gallerí + er opið á laugardögum og sunnudög- um frá kl. 14 til 18. Gallerí Birgir Andrésson Vesturgötu 20 Gunnar M. Andrésson sýnir ný verk, nokkurs konar lýriska hljóðskúlptúra, þar sem unnið er með upprunatengsl og vitnað er í þjóöleg minni. Galleríið er opið kl. 14-18 á fimmtudög- um en aðra daga eftir samkomulagi. Gallerí Greip Hverfisgötu 82 (Vitastígsmegin). Sýning Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar. Á sýn- ingunni eru verk frá þessu og nýliðnu ári. Sig- tryggur nam við Myndlista- og handiðaskóla Is- lands og Fagurlislaskólann f Strasbourg í Frakklandi. Þetta er fjórða einkasýning Sig- tryggs. Sýningin stendur til 18. febrúar. Gallerí Regnbogans Sveinn Björnsson opnaði myndlistarsýningu fimmtudaginn 15. febrúar kl. 18.00. Meðal verka á sýningunni: Rauð mynd, Blátt i blátt, Hveralitir, Ástarlitir, Grátt í grátt, Grænt og brúnt. Félag eldri borgara Lislakona á tiraeðisaldri. Sýning á verkum Mar- íu M. Ásmundsdóttur myndlistarkonu, frá Krossum í Staðarsveit. Sýningin er í húsakynn- um Félags eldri borgara i Reykjavik og ná- grenni að Hveriisgötu 105,4. hæð. Gallerí Fold Laugavegi 118d Sýning á olíumálverkum Jónasar Guðvarðars- sonar í Gallerí Fold við Rauðarárstíg. Sýningin stendur til 18. febrúar. í kynningarhorni galler- ísins verða á sama tíma kynntar pastelteikn- ingar eftir Ungverjann János Probstner. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10.00 til 18.00 nema sunnud. frá kl. 14 til 17. Gallerí Geysir .'.ðalstræti 2 Galleríið er opið alla virka daga kl. 9-23 og um helgarkl. 12-18. Gallerí Guðmundar Ánanaustum 15. Galleríið er opið virka daga kl. 10-18. Gallerí Ingólfsstræti 8 Hrafnkell Sigurðsson sýnir I galleríinu ný verk. Efniviðinn í verkin sækir Hrafnkell úr fslenskri nátfúru, hefur tekið stuðlaberg traustataki og klætt í nælon. „Stuðlaberg með dýfu“ til 3. mars. Galleríið er opið alla daga frá 14.00-18.00, nema mánudaga, þá er lokað. Gallerí List Skipholti 50b Galleriið er opið alla daga kl. 11-18 nema laug- ardaga kl. 11-14. Sýningar í gluggum á hverju kvöldi. Gallerí Ríkey Hverfisgötu 59 Sýning á verkum Ríkeyjar. Opið kl. 13-18 virka daga en laugardaga og sunnudaga kl. 13-16. Stöðlakot Bókhlöðustíg 6 Opið frá kl. 14-18 daglega. Gallerf Sævars Karls Bankastræti 9 „Straumar", sýning Þórs Elís Pálssonar, stend- ur yfir í gallerí Sævars Karls. Opið á verslunar- tíma frá kl. 10-18 virka daga. Gallerf Úmbra Amtmannsstíg 1 Sýning ðnnu Maríu Sigurjónsdóttur sam- anstendur af sjö Ijósmyndum sem fjalla um hðf- uðsyndimar og heiminn í dag. Hér er ekki um hefðbundnar Ijósmyndir að ræða heldur vinnur listamaðurinn með tækni sem kallast „Mor- dansace. Sýningin stendur til 24. febrúar. Hafnarborg Hafnarborg sýnirverk Kaffes Fassetts en hann er einn þekktasti textilhönnuður heims um þessar mundir. Sýningin stendurtil 19. febrúar. Kjarvalsstaðir v/Miklatún 4 sýningar opnar: i vestursal er yfirlitssýning á verkum eftir franska abstraktmálarann Olivier Debré. Komar og Melamid eru rússneskir myndlistarmenn sem störfuðu um árabil að list sinni undir oki Sovétstjómarinnar þar sem þeir skipulögðu m.a. hina þekktu jarðýtusýningu árið 1974. Ingólfur Arnarson kom fram á sjón- arsviðið í lok 8. áratugarins eftir að hafa verið við nám f Hollandi. Sýningum Oliviers Debré, Komars og Melamid og Ingólfs Arnarsonar lýk- ur 18. febrúar, en Kjarvalssýningin slendur fram á vor. Safnverslun er opin á sama tima. Listasafn Elnars Jónssonar Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16.00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Sýning á ikonum frá Norður-Rússlandi. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. í verkum sínum er Steinunn aðallega á mörkum fantasíu og raunveruleikans en hún sýnir fjórtán verk að þessu sinni. DV-mynd GS Steinunn Þórarinsdóttir sýnir í Gerðarsafni: Hugleiðingar um mannlega tilvist „Þetta er skúlptúr, aðallega á vegg. Ég er með tólf veggmyndir og tvo frlstandandi skúlptúra úr blýi, gleri og gifsi. Þetta eru figúratíf verk, menn í líkamsstærð. Kannski ekki alltaf heilir en þá partar úr manni. Þetta eru svona hugleiðing- ar um mannlega tilvist. í stuttu máli eru þetta litlar sögur um ein- hvers konar ástand mannsins," seg- ir Steinunn Þórarinsdóttir mynd- höggvari sem á morgun opnar sýn- ingu á verkum sínum í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. „Ég er búin að vera svona tvö ár að vinna að þessari sýningu og þetta er búið að vera mjög mikil vinna. Þetta er mjög tengt síðustu sýningu minni en ég hef unnið mjög mikið með manninn frá því ég kom heim frá námi árið 1980,“ segir Steinunn en hún nam höggmynda- list á Ítalíu og í Englandi. Þetta er níunda einkasýning Steinunnar en auk þess hefur hún tekið þátt í nokkuð á þriðja tug sam- sýninga, bæði hér heima og erlend- is. Þá hefur hún einnig unnið leik- myndir fyrir leikhús. Undanfarin fimmtán ár hefur Steinunn unnið hér heima og m.a. gert stóra minn- isvarða fyrir ýmsa aðila. í verkum sínum er hún iðulega á mörkum fantasíu og raunveruleikans og eins og kom fram hjá henni hér á undan er maðurinn sem fyrr í fyrirrúmi í verkunum á einn eða annan hátt. Samsýning myndlistarmanna: 920 millibör í Norræna húsinu Thomas Huber hefur nokkrum sinn- um komið til íslands en hann hefur m.a. upplifað það áð hafa týnst hér tvisvar á hálendinu! Þjóðverjinn Thomas Huber: Norræna goðafræðin - Þýski myndlistarmaðurinn Thomas Huber opnar sýningu í Gerðarsafni á morgun. Thomas telst ekki til þekktari myndlistarmanna í heimalandi sínu en hér á landi hef- ur hans verið getið í fréttum fjöl- miðla. Það var þó ekki vegna mál- verka hans heldur vegna leitar sem tvívegis var gerð að honum á há- lendi íslands. Myndefni Thomasar er norræna goðafræðin og hefur hann einkum Eddukvæðin sér til hliðsjónar. Hann málar goðin og jötnana í ís- lensku landslagi og tekst á sinn ein- staka hátt að sjá ýmsar skoplegar hliðar á kvæðunum. Myndmál Thomasar er sérstakt. Segja má að hann minni oft á tíðum á teikni- myndir, enda tekst honum vel að glæða myndefni sínu lífi. Myndir og matseðlar Öm Karlsson opnar sýningu á verkum sínum á veitingahúsinu Við Tjörnina á sunnudaginn. Verk- in eru unnin með blandaðari tækni en einnig sýnir hann handgerða matseðla frá Hótel Búðum frá árun- um 1980-86. Samsýning myndlistarmanna frá Færeyjum, Grænlandi og Islandi verður opnuð í Norræna húsinu á morgun. Sýningin ber heitið „920 millibör" og á henni eru ljósmyndir, málverk, skjálist, grafík og skúlp- túr. Þetta er farandsýning átta mynd- listarmanna frá eyjunum þremur og er hún hluti af tvíþættu verkefni. Annars vegar eru sýningar í Fær- eyjum, íslandi og Grænlandi en hins vegar dreifing bæklings til sjálfstæðra eyríkja vítt og breitt um jörðina. Bera þessi verk og bækling- urinn vitni um sýn átta listamanna sem eiga það sameiginlegt að hafa alist upp á norðlægum eyjum í Atl- antshafi og Norður-íshafi og eru verk þeirra leidd saman á þeim grundvelli. Myndlistarmennirnir, sem taka Gallerí + á Akureyri: Þrjú herbergi Hlyns Hlynur Hallsson opnar sýning- una „Þrjú herbergi" í nýju sýning- arrými Gallerí + í Brekkugötu 35 á Akureyri á morgun. Hlynur er fæddur á Akureyri 1968 en stundar nú framhaldsnám í myndlist í Þýskalandi og hefur ver- ið búsettur frá 1993 í Hannover. Hann hefur tekið þátt i fjölda sam- sýninga hér á landi og einnig í Nor- egi, Þýskalandi og Hollandi. Hlynur hefur einnig haldið nokkrar einka- sýningar, 1992 í Þrándheimi, 1994 í Café Karólínu á Akureyri og 1995 í Deiglunni á Akureyri, Gerðubergi í Þetta er eitt þeirra verka sem eru á sýningunni en það gerði Grænlend- ingurinn Anne Birthe Hove. þátt í sýningunni, eru bræðumir Torbjörn Olsen, Marius Olsen og Hans Pauli Olsen frá Færeyjum, Anne Birthe Hove og Kristian Olsen Aaju frá Grænlandi og Anna Eyj- ólfsdóttir, Hafdís Helgadóttir og Hlíf Ásgrimsdóttir frá íslandi. Hlynur Hallsson. Reykjavík og í Kunstraum Wohnraum í Hannover. Á sýningunni í Gallerí + verður Hlynur með innsetningar, sjóndeild- arhring (hluta), hljóðverkið útvörp og nýtt bókverk. Sýningin stendur til 10. mars en galleríið er opið um helgar frá kl. 14-18. Sýningar Safn Ásgrfms Jónssonar Sýning á vatnslitamyndum Ásgríms Jónssonar. Sýndar eru um 25 fnyndir frá um fimmtiu ára tímabili á ferli listamannsins og sýna þær breiddina í túlkun og tækni þessa mikla vatns- litamálara. Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16.00. Stendur til 31. mars. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Laugardaginn 17. febr. verður opnuð sýning á verkum Steinunnar Þórarinsdóttur. Við opnun- ina, sem hefst klukkan 16.00, mun Jón Þor- steinsson söngvari og Gerrit Schuil flytja nokk- ur lög. Sýningunni lýkur 10. mars. Goðaferðin. Þýski myndlistamaðurinn Thom- as Huber opnar sýningu í Gerðarsalni laugard. 17. febrúar. Sýningin stendurtil 10. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugamestanga Sýning á völdum andlitsmyndum eftir Sigurjón Ólafsson, Þessir kollóttu steinar, mun standa í allan vetur. Bætt helur verið við verkum, bæði þrívíðum andlitsmyndum, skúlptúrum o.fl. Safnið er opið á laugardögum og sunnudögum kl. 14-17. Kaffistofa safnsins er opin á sama tima. Listhúsið i Laugardal Engjateigi 17 Gallerí - Sjöfn Har. Þar stendur yfir myndlistar- sýning á veikum eftir Sjöfn Har. Sýningin ber yfirskriftina „íslensk náttúra, íslenskt landslag." Opið virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 11-16. Menningarmiðstöðin Gerðubergi l menningarmiðstöðinni er hægt að skoða eldri verk Braga Ásgeirssonar. En í nýjum sýningar- sal að Hverfisgötu 12, í húsi Sævars Karls, sem hlotið hefur nafnið Sjónarhóll og rekinn er af Gerðubergi, verða jafnframt til sýnis nýrri verk eftir Braga. Listhús 39 Strandgötu, Hafnarfirði Sýning Þórdísar Ámadóttur sem hún nefnir Heilabrot. Opið virka daga kl. 10-18, laugar- daga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 14-18. Sýn- ingunni lýkur nú um helgina. Listasafn Akureyrar Tvær myndlistarsýningar eru í Listasafninu á Akureyri. í austur- og miðsal eru sýndar jap- anskar tréristur frá byrjun 19. aldar fram á hina tuttugustu, auk sýnishoma af kímanóum, óbis (mittislindum) og rullum. í vestursal er sýning á lýsingum úr islenskum handritum, 13 Ijós- myndir af myndskreytingum frá 14. öld og fram á þá 17. Tilvalið er að velta fyrir sér myndgerð tveggja menningarheima, íslands og Japans. Sýningarnar standa til 25. febrúar. Listasafnið er opið alla daga vikunnar nema mánudaga frá kl. 14-18. Myndás Laugarásvegi 1 Ljósmyndasýning Páls Guðjónssonar í Ljós- myndastöðinni Myndási, Laugarásvegi 1. Páll sýnir Ijósmyndir frá Afriku en þar ferðaðist hann í 8 mánuði árið 1992 og heimsótti þar 17 þjóðlönd. Sýningin stendur yfir til 2. mars. Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16. Nesstofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Safnið opið á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudðgum og laugardögum kl. 13-17. Norræna húslð Laugardaginn 17. febr. verðuropnuð samsýn- ing myndlistarmanna frá Færeyjum, Grænlandi og íslandi. Á sýningunni sem ber heitið 920 MILLIBÖR eru Ijósmyndir málverk, skjálist, grafík og skúlptúr. Sýningin stendur til 10. mars og er opin daglega frá kl. 14.00-19.00. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3b, 101 Reykjavík. Sunnud. 18. febr. lýkur sýningum Hlyns Helga- sonar, Sigríðar Hrafnkelsdóttir og Lothars Pöpperis. Þjóðminjasafnið Opið sunnud., þriðjud. fimmtud. og laugard. kl. 12-17. Ingólfsstræti 8 Opið frá 14-18, alla daga nema mánudaga. Sólon Islandus Birgir Andrésson sýnir 30 teikningar ásamt fánaborgum úr íslenskri ull. Veitingahúsið 22 Ljósmyndasýning Ingu Sólveigar. Myndimar eru teknar á uppákomum klæðskiptinga á Spáni. Sýningin stendur til 17. febrúar. Veitingastaðurinn Á næstu grösum Laugavegi 20b Nú stendur yfir myndlistarsýning, 11 málverk, eftir Kristberg Ó. Pétursson. Kristbergur stund- aði nám í MHÍ og í Hollandi. Hann hefur tekið þátt i samsýningum heima og eriendisog hald- ið nokkrar einkasýningar. Arkitektafélag fslands í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu á 2. hæð í vest- urenda byggingarinnar er sýning á lokaverkefn- um nýútskrifaðra arkitekta. Sýningin er opin 11.-25. febrúar alla daga frá kl. 14 -18.00. Listasetrið Kirkjuhvoli Akranesi Sýning í Borgamesi í Safnhúsi Borgarfjarðar, Borgamesi, stendur yflr sýning á 24 oliumyndum eftir Einar Ingi- mundarson. Um er að ræða myndir sem lista- maðurinn hefur málað af landslagi og bygging- um vítt og breitt um héraðið. Veitingahúsið við Tjörnina Öm Karlsson sýnir verk, unnin með blandaðri tækni. Sýningin stendur frá sunnudeginum 18. febr. til sunnudagsins 3. mars og er opin á sama tíma og veitingahúsið. Einnig verða sýndir handgerðir matseðlar trá Hótel Búðum frá 1980 til 1986, einnig eftir Örn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.