Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Side 4
Vs
20
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1996
ist
TÓNLISLAR
6MGNRV
J
Frank Zappa - The Lost Episodes
★★★
Einstakf efni
Frank heitinn Zappa var án efa einhver
sérstæðasti tónlistarmaður sem poppbylting-
in ól af sér. Hann fór eigin leiðir í tónlistar-
sköpun og uppákomum og kærði sig kollótt-
an um hvað öðrum fannst um. Frank lést
langt fyrir aldur fram fyrir rúmum tveimur
árum og nú er komin út safnplata sem inni-
heldur eitt og annað efni með Zappa og félögum sem fæst hefur heyrst
áður. Alis inniheldur platan tæp 30 lög og þar af er rúmur helmingur-
inn frá árunum 1957 til 1967 eða áður en nafn Zappa varð heyrum
kunnugt fyrir alvöru. Og kannski er mesti fengurinn aö þessum lögum
því þau gefa manni innsýn í hvernig Frank Zappa þróaðist og þroskað-
ist í þann einstaka tónlistarmann sem hann var. Þessar upptökur leiða
mann líka í allan sannleika um að Zappa fór ótroðnar slóðir frá upp-
hafi tónlistarferilsins og stakk örugglega enn meira í stúf á þeim árum
en hann gerði síðar. Afgangurinn af lögunum er frá 1968 og fram til
1979 og þar hljómar Zappa eins og heimurinn kynntist honum. Sumt af
lögunum frá þeim tíma hefur komið út á plötum áður og þar er
kannski þekktast lagið I Don’t Wanna Get Drafted frá 1979. The Lost
Episodes er ómissandi eign fyrir alla sanna Zappa-aðdáendur og ekki
síður fyrir þá sem vilja kynnast bakgrunni eins merkasta tónlistar-
manns aldarinnar.
Sigurður Þór Salvarsson
Skúli Halldórsson ★★★
Bláir eru dalir þínir
út er kominn geisladiskur með verkum
eftir Skúla Halldórsson. Þama er um að
ræða allfjölbreytt úrval verka frá ýmsum
tímum eftir þetta kunna íslenska tónskáld.
Er þar að finna bæði hljómsveitarverk,
sönglög við hljómsveitarundirleik og sönglög
við píanóundirleik. Hljómsveitarþáttinn sér
Sinfóníuhljómsveit íslands um undir stjórn Jean Pierre Jacquillat
Þeir sem syngja einsöng eru Kristinn Hallsson, Ásta Thorsteinsen
Magnús Jónsson og Sigríður Gröndal. Þá syngur Karlakór Reykjavík
ur með Sinfóníuhljómsveitinni undir stjórn Páls P. Pálssonar. Píanó
leik annast tónskáldið sjálft
Yfirskrift disksins er Bláir eru dalir þínir og er það ljóðlína úr ljóði
eftir Hannes Pétursson, þar sem skáldið yrkir um byggð sína í norðr
inu. Er það vel við hæfi. Tónlist Skúla er að mestu leyti í hefðbundn
um evrópskum stíl. Þó fer ekki framhjá neinum að þetta er íslensk
tónlist, þótt erfitt sé að festa hendur á hver hin þjóðlegu einkenni séu
Trúlegast er til einhver ómeðvituð fagurfræði eða smekkur sem tón
skáldið lætur ráða ferð sinni um tónheima og á sameiginlega með öðr
um tónelskum löndum sínum.
Margt athyglisvert er á þessum diski. Má þar nefna hljómsveitar
verkiö Gos í Heimaey, sem er heilsteypt og vel unnið verk. Pourquoi
pas? fyrir kór og hljómsveit býr einnig yfir töluverðum tilþrifum þótt
ekki virðist það eins markvisst og fyrrnefnda verkið. Margt snoturt er
einnig að heyra í Sinfóníu nr. 1 „Heimurinn okkar”. Upptökur eru
óneitanlega nokkuð misjafnar að gæðum enda nokkuð komnar til ára
sinna sumar. Þær eru að sama skapi skemmtileg heimild um Sinfón-
íuhljómsveitina. í sönglögunum er höfundur eins og á heimavelli og
eru þau öll skýr og markviss. Viðamest þeirra er Hörpusveinn sem er
skemmtilega myndrænt og vel sungið. Töluverður fengur er aö diski
þessum. Auk þess að innihalda góða tónlist er hann mikilvæg heimild
um íslenska tónlist þessarar aldar. Safnarar ættu ekki að láta hann
fram hjá sér fara.
Finnur Torfi Stefánsson
//1
Underworld - Second Toughest in
the Infants ★★★
Hugmyndarík
ftechno" sinfónía
Hljómsveitin Underworld hefur vaxið gíf-
urlega í dansbransanum eftir útgáfu plöt-
unnar „Dubnobasswitmyheadman", sem
fékk lof gagnrýnenda og vann hylli almennings víðs vegar um heim.
Að vísu var undirritaður á því að sú plata væri aðeins rétt yfir meðal-
lagi og finnst svo enn. Með þessari plötu kemur hins vegar annað hljóð
í strokkinn.
Ætli orðið sinfóníu „techno” lýsi innihaldi plötunnar ekki best. Lög-
in eru löng með mörgum mismunandi hreyfingum og hugmyndaauðgi
einkennir lagasmíðarnar á þessari tvöfoldu plötu hljómsveitarinnar.
Fyrri hliðin er lengri og betri. Þar vinnur hljómsveitin með gífur-
lega gott flæði sem gerir þá plötu að heildarverki, frekar en aö ein-
staka lög standi upp úr. Meirihlutinn af efninu er frekar rólegt
„ambient techno” þó vissulega sé ástæða til fótatilfæringa á dansgólf-
inu inn á milli. Frasar eru grípandi og hljómsveitin heldur einkennum
sínum í gegn.
Seinni hliðin er sett upp sem EP plata (EP = um og yfir 20 min.) og
er þar aðeins aö finna tvö lög. í þeim eru settar fram ýmsar hugmynd-
ir sem eru einfaldlega ekki nógu sterkar 1 samanburði við fyrri hluta
plötunnar.
í þessum hugmyndaríku „techno” sinfóníum er hins vegar að finna
vísbendingar þess efnis að hægt sé að gera betur og vonandi verður
það í verkahring þessarar rísandi stjörnu sem hljómsveitin Und-
erworld er á dansmarkaðnum í dag.
Guðjón Bergmann
Hvað er á plötunni
?
Pottþétt 3
- komin í verslanir
Það virðist nokkuð ljóst að Pott-
þétt serían hefur slegið í gegn hér á
landi. Unga fólkið flykkist að og
kaupir nýjustu smellina í einum
pakka líkt og það gerir erlendis af
NOW seríunni sívinsælu. Á stuttum
tíma hefur íslenská serían náð að
festa sig í sessi, enda samstarfsverk-
efni Spors og Skífunnar sem bæði
láta mikið að sér kveða í hljóm-
plötuútgáfunni. Pottþétt 3 er fjórða
platan í röðinni, en er númeruð
þrjú vegna útkomu Pottþétt ’95 fyrr
á árinu. Lítum aðeins nánar á
gripinn.
Fyrri platan
Levis drengurinn Jas Mann hefur
fyrri plötuna ásamt hljómsveitinni
Babylon Zoo með hið geysivinsæla
lag Spaceman. Þar á eftir koma
dönsku Islandsvinirnir i Cardigans
með lagið Rise and Shine sem stíg-
ur sífellt á íslenska listanum (þið
sjáið stöðuna á morgun). Væntan-
legir tónleikahaldarar hér á landi
koma þar á eftir, Pulp með Disco
2000. Oasis tekur þar á eftir nýtt lag
sem heitir Cum on Feel the Noise
(ekki það sama og Quiet Riot flutti á
sínum tíma) og er þá komið að einu
framlagi Islendinga á plötunni.
Það er hljómsveitin SSSÓL sem
flytur lagið Hættulegt sem er eftir
Helga Bjöms. Hljómsveitin tók sér
Tina Turner og
hljómsveitirnar
Pulp og SSSól
eru meðal flytj-
enda á safn
plötunni Pott-
þétt 3.
hálfgert frí á síðasta ári, kom aðeins
fram 8 eða 10 sinnum en er nú að
komast aftur í gang. I sumar mun
SSSÓL síðan spila á stærstu stöðun-
um („the stadiums of Iceland” eins
og Helgi orðar það) og má þá búast
við nýju efni frá hljómsveitinni.
Enn er samt ekki ákveðið hvort það
verður í formi fleiri laga eða stórrar
plötu. Helgi segir hljómsveitina
vera að leika sér með nýja hluti
þessa dagana og má jafnvel heyra
Police-áhrif í nýja laginu. Enn frem-
ur segir hann hljómsveitina hafa
haft gott af fríinu og má búast við
þessari vinsælu hljómsveit endur-
nærðri til baka.
Áfram heldur platan með rokköm-
munni Tinu Turner og titillagi Bono
úr kvikmyndinni Goldeneye. Sænska
sveitin Ace of Base flytur Beautiful
Life og Blur kynnir líklega besta lag-
ið af plötunni The Great Escape sem
ber nafnið Stereotypes. Vinir vors og
blóma eru komnir til leiks á ný með
nýja útgáfu af gamla Pops laginu sem
Flosi Ólafsson leikari söng hástöfum
í gamla daga, Ó, ljúfa líf. Dubstar
flytja Not so Manic now, Garbage-lag-
ið Queer og Jimmy Nail á þarna titil-
lagið úr sjónvarpsþáttunum
Crocodile Shoes.
Úr söngleiknum Cats flytur Val-
gerður Guðnadóttir lagið Minning,
Seal syngur Don’t Cry, Joan Osborne
lagið One of Us, Cher lagið One
by One, Take That
flytja gamla
slagarann
I How Deep Is
’ Your Love og
l Boyzone ann-
f an gamlan
f slagara, nefni-
Jlega Father &
fSon.
Æ,æ ... takiði
nálina af mér.
Seinni platan...
... er tileinkuð danstónlistinni.
Þar er Coolio lagið Too Hot, hin frá-
bæra sveit The Bucketheads með
lagið Got Myself Together, Skee Lo
syngur og rappar I Wish, M-People
taka gamla Small Faces lagið
Itchycoo Park, TLC syngja Diggin’
On You og LL Cool J flytur Hey
Lover.
Auk þeirra er þar að finna lög
með: Nightcrawlers, Corona, Fun
Factory, Luniz, Outhere Brothers,
Pizzaman, Scooter, Baby D, Leftfl-
eld, Robert Miles, Stakka Bo,
Backstreet Boys og Q Club.
Og þá er’ða búið. -GBG
Mall og brall í Reykjavík
- danshátíð á Tunglinu
Hljómalind í samvinnu við
bresku útgáfufyrirtækin Ninja
Tune og Cloak & Dagger standa fyr-
ir danshátíð í Tunglinu í kvöld og
annað kvöld. I kvöld fer hátíðin
fram á háskólaballi en annað kvöld
verður Tunglið opið öllum sem hafa
náð aldri annars tugs ára.
Ninja Tune er leiðandi útgáfufyr-
irtæki í „trip hop“ tónlist í heimin-
um i dag og hefur ásamt Mo Wax út-
gáfunni og Bristol genginu: Portis-
head, Massive Attack og Tricky rutt
brautina fyrir gífurlegum vinsæld-
um þessarar fersku stefnu. Frá fyr-
irtækinu koma plötusnúðarnir DJ
Food og Coldcut, en Coldcut voru
einu plötusnúðarnir sem komust
inn á lista Melody Maker yfir bestu
plötur ársins 1995 með plötuna 70
Minutes of Madness og voru þar á
meðal fyrir ofan Björk á þeim lista.
Frá Cloak & Dagger kemur „trip
hop“ hljómsveitin Woodshed, en
þeir áttu topplag danstónlistarlist-
ans í Melody Maker á síðasta ári og
stóra platan hennar fékk hvarvetna
góða dóma.
Auk þessara sveita kemur plötu-
snúðurinn Graham Sherman en
hann er einnig dans-
tónlistarblaðamaður
hjá Melody Maker og
verður hér á landi
ásamt ljósmynd-
ara frá blaðinu
tU að fjalla um
ferðina, land og
þjóð fyrir hlað-
ið. -GBG
Plötusnúðarnir DJ
Food og Coldcut, og
„trip hop“ hljómsveit-
in Woodshed
skemmta í Tunglinu í
kvöld og annað kvöld.
Híf opp - Egill Ólafsson og
Tríó Bjöms Thoroddsens
★★★★
Þeir Bjöm Thoroddsen og Egill
Ólafsson eru feikigóðir lagasmiðir
og hér hafa þeir fundið afurðum
sínum verðugan búning.
Purpendicular-Deep Purple:
★★★
Þessi nýja plata sýnir að þreytu-
merki eru fá eða engin á gömlu
mönnunum og sjálfsagt verða þeir
i enn meira stuði á þrítugsafmæl-
inu. -ÁT
Grammy Nomines 1996 - Ýmsin
★★★
Hér gefur að heyra mörg af vin-
sælustu lögum síðasta árs vestan-
hafs í flutningi stórstjarnanna, en
valið hefur einskorðast við það
sem er vinsælast á Ameríkumark-
aði. -SÞS
Down by the Old Mainstream - Golden
Smog:
★★★
Hér er um mjög jafna og góða
plötu að ræða, stútfulla af liprum
áheyrilegum lögum sem þessir
piltar geta kinnroðalaust verið
stoltir af. -SÞS
Murder Ballads - Nick Cave and the
Bad Seeds:
★★★A
Murder Ballads er í öllu tilliti
magnaðasta plata sem komið hefur
út það sem af er árinu og setur
Nick Cave í flokk með athyglis-
verðustu rokktónlistarmönnum
samtímans. -SÞS
Expecting - Bluetones:
★★★★
Expecting to Fly á skilið að vera
ofarlega á blaði þegar tónlistarárið
1996 verður gert upp og hljómsveit-
in ætti að koma sterklega til
greina sem nýliðar ársins. -SÞS
Life Is Sweet - Maria Mckee:
★★★
Platan er mjög jöfn aö gæðum,
þarfnast reyndar örlítillar þolin-
mæði en í heildina séð hefur Mar-
íu Mckee tekist að skapa mjög
heilsteypta og frambærilega sóló-
plötu. -SÞS