Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Side 5
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1996
21
DANSSTAÐIR
Áslákur Mosfellsbæ
Einar Jónsson leikur fóstudags- og
laugardagskvöl d.
Ðorgarkjallarinn (áöur Amma Lú)
Föstudagskvöld 22. mars, lokað.
Laugardagskvöld 23. mars, Dans-
hljómsveit Aggi Slæ Tamla.
Blúsbarinn
Föstudagskvöld, Rúnar Júl. og
Tryggvi Hubner. Laugardagskvöld,
Jazztríó Kristjáns Guðmundssonar.
Café Amsterdam
Föstudagskvöld lifandi tónlist.
Veitinga- og skemmtistaður
Café Oscar
í Miðbæ, Hafnarfirði
Gömlu dansarnir á sunnudagskvöld-
um.
Danshúsiö Glæsibæ
Föstudagskvöld 22. mars, hljómsveit
Hjördísar Geirsdóttur. Laugardags-
kvöld 23. mars, hljómsveitin Gullöldin
ásamt stórsöngvaranum Ara Jóns-
syni.
Duus-hús
v/Fischersund, s. 551-4446
Opið kl. 18-1 v.d., 18-3 fóstud. og
laugard.
Fógetinn
Lifandi tónlist föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Gaukur á Stöng
Lifandi tónlist.
Garöakráin Garöabæ
Tríó Önnu Vilhjálmsdóttur leika
fóstudags- og laugardagskvöld.
Gullöldin Café-bar Hverafold 1-5
Mánud.-fímmtud. kl. 18.00-23.30,
fóstud. kl. 18.00-2.00, laugard. kl.
16.00-2.00, sunnud. 16.00-23.30.
Föstudagskvöld 22. mars, hljómsveit-
in Einfarinn. Laugardagskvöld 23.
mars ljúfir gullaldartónar.
Gjáin Selfossi
Opið.
H.B. bar Vestmannaeyjum
Föstudagskvöld kl. 1-3. Lifandi tón-
list.
Höföinn Vestmannaeyjum
Opið.
Hafnarkráin
Lifandi tónlist á hverju kvöldi.
Hótel ísland
Föstudagur 22. mars, „Skagfirsk
sveifla" í Aðalsal. Laugardagskvöld
23. mars. „Bítlaárin 1960-1970“
Hótel Saga
Skemmtidagskrá meó Borgardætrum
og að lokum dansleikur með hljóm-
sveitinni Saga Klass. Mímisbar. Ragn-
ar Bjamason og Stefán Jökulsson sjá
um fjörið föstudags- og laugardags-
kvöld.
Kaffi Krókur Sauöárkróki
Bítlahljómsveitin Sizties leikur laug-
ardagskvöld 23. mars.
Kaffi Reykjavík
Föstudag og laugard., 22. og 23. mars,
Hljómsveitin Hunang. Sunnud. 24.
mars Ðúettinn.
LA-Café
Laugavegi 45, s. 562-6120
Um helgina: Matur kl. 18-22.30 meó
léttrí tónlist, síðan diskótek til kl. 3.
Hátt aldurstakmark.
Ingólfscafé
Einkaklúbbs og Atlas korthafa kvöld
á fóstudagskvöldið 22. mars. Vinir
vors og blóma. Á efri hæð DJ’HVATA.
Jazzbarinn
Lifandi tónlist fóstudags- og laugar-
dagskvöld.
Leikhúskjallarinn
Diskótek um helgina.
Naustkjallarinn
Lifandi tónlist um helgina.
Næturgalinn
Smiöjuvegi 14, Kópavogi
Lifandi tónlist.
Skálafell Mosfellsbæ
Lifandi tónlist um helgina.
Staöurinn Keflavík
Lifandi danstónlist.
Sjallinn Akureyri
Hljómsveitin Bítlavinafélagið föstu-
dagskvöld 22. mars.
Sveitasetriö
Aöalgötu 6, Blönduósi
Föstudagskvöld 22. mars, trúbadorinn
Ómar Hlynsson.
Tveir vinir
Föstudagskvöld 22. mars, Tveir vinir
og Hitt-húsið standa fyrir Technó-há-
tíð. Laugardagskvöld: Stórtónleikar
með Hollensku hljómsveitinni Bob
Wire.
Ölver Glæsibæ
Boðið veróur upp á beinar útsending-
ar frá knattspymuleikjum í Evrópu.
Opió alla virka daga frá kl. 11.30 til 1
og til 3 fóstudag.
Ráin Keflavík
Hljómsveitin Hafrót leikur á Ránni
Keflavík fóstud- og laugardagskvöld.
Veitingahúsiö Óöal
Opið virka daga frá kl. 18-1. Opið
18-3 um helgina. Á efstu hæð hússins
„disco“ þar sem tónlist frá 78 veróur
allsráðandi. Á miðhæð hljómsveitin
Vanir menn og Þuríður Sigurðardóttir
fóstudags- og laugardagskvöld. Á
neðstu hæð leikur dúó Ómars Diðriks-
sonar.
Viö Pollinn Akureyri
Opið.
Sjallinn Akureyri:
Stórdansleikur
sunnanmanna
Það verður mikið um dýrðir i Sjall-
anum á Akureyri á föstudagskvöldið,
en þá kemur fjöldi sunnlenskra tónlist-
armanna fram á stórdansleik til að
skemmta norðanmönnum. Af þeim sem
koma fram má nefna Bítlavinafélagið,
Emilíönu Torrini, Possibillies, Guð-
mund Pétursson, Vilhjálm Goða Frið-
riksson, Eyjólf Kristjánsson og Pétur
Örn Guðmundsson sem er söngvari
Fjallkonunnar.
Bítlavjnir munu flytja þekktustu lög
sín í bland við bítlatónlist. Emilíana
Torrini kemur fram með hljómsveit
sinni og Possibillies dúettinn flytur
gamla smellinn Móðurást. Vilhjálmur
Goði er einn meðlima Tríós Jóns Leifs-
sonar sem nýtur töluverðra vinsælda
og hann söng einnig hlutverk Símonar
vandlætara í Súperstar á síðasta ári.
Pétur Örn mun flytja blandað efni frá
ýmsum tímum og má þar nefna meðal
annars smellinn Bömpaðu baby bömp-
aðu. Eyjólf Kristjánsson þarf að sjálf-
sögðu ekki að kynna fyrir norðan-
mönnum.
Hljómsveitin Bíltavinafélagið er meðal þeirra sem skemmta í Sjallanum á
föstudagskvöldið.
Hljómsveitin Hunang verður á Kaffi Reykjavík
um helgina.
Kaffi Reykjavík:
Hunang og Dúettinn
Á KafFi Reykjavík dunar lifandi tónlist alla
daga vikunnar. Föstudagskvöldið 22. mars og
laugardagskvöldið 23. mars verður það hljóm-
sveitin Hunang sem sér um að spila fyrir gesti
staðarins en sunnudagskvöldið 23. mars verö-
ur það Dúettinn sem tekur að sér það hlut-
verk.
Hljómsveitin Vanir menn og Þuríður Sigurðar-
dóttir verða á Óðali um helgina.
Óðal:
Vanir menn
og Þuríður
Hljómsveitin Vanir menn með dyggri aðstoð
söngkonunnar landsþekktu, Þuríðar Sigurðar-
dóttur, ætlar að skemmta gestum Óðals föstu-
dagskvöldið 22. mars og laugardagskvöldið 23.
mars á miðhæð hússins. Dúett Ómars Diðriks-
sonar mun skemmta gestum á neðstu hæðinni
en á efstu hæð Óðals verður diskótek með lög
sem helguð eru ’78 tímabilinu.
Ingólfscafé:
Vinir vors og blóma
kynna nýtt efni
Vinir vors og blóma ætla að koma fram á skemmtistaðnum Ing-
ólfscafé og kynna nýtt efni af væntanlegri breiðskífu sveitarinn-
ar föstudagskvöldið 22. mars. Það verður Einkaklúbbs- og Atlas-
korthafakvöld. Upphitari og hléspilari á þessu kvöldi verður
Kiddi Big Foot. Á efri hæð hússins verður Ingó-stemning með DJ-
Hvata. Frítt inn fyrir Einkaklúbbs- og Atlas-korthafa en 500 krón-
ur fyrir aðra.
Vinir vors og blóma ætla að spila efni af væntanlegri nýrri plötu
sinni á Ingólfscafé.
Sixties á Kaffi Króki
Poppsveitin Sixties er að leggja síðustu hönd á nýja hljómplötu
sem kemur út í sumar. Félagarnir í sveitinni verða með bítlaball
á KaSl Króki, Sauðárkróki, laugardagskvöldið 23. mars. Það má
búast við að gestir á Kaffi Krók fái að heyra eitthvað af þeim lög-
um sem verða á
nýrri plötu þeirra.
Platan væntan-
lega hefur reyndar
enn ekki fengið
nafn.
Þegar hún kemur
út munu þeir
Sixties-félagar
fylgja henni stíft
eftir með tónleika-
og dansleikjahaldi
um allt land.
Meðlimir sveitar-
innar eru Rúnar
Örn Friðriksson,
söngúr, Þórarinn
Freysson, bassi,
Guðmundur Gunn-
laugsson, trommur,
og Andrés Gunn- Meðlimir. hljómsveitarinnar Sixties eru
laugsson, sem spil- Rúnar Örn Friðriksson, Þórarinn Freys-
ar á gítar. son, Guðmundur Gunnlaugsson og Andr-
és Gunnlaugsson.
Músíktilraunir
í Tónabæ
Félagsmiðstöðin Tónabær
stendur í þessum mánuði fyrir
Músíktilraunum 1996. Músíktil-
raunir eru orðnar árlegur við-
burður í tónlistarlífi lands-
manna og er þetta í 14. skiptið
sem þær eru haldnar. Á þeim
gefst ungum tónlistarmönnum
tækifæri til að koma á framfæri
frumsömdu efni og ef vel tekst
tU, að vinna með sitt efni í
hljóðveri. Margir af þekktustu
tónlistarmönnum landsins hafa
stigið þar fyrstu spor sín.
Þriða tilraunakvöld Músíktil-
rauna er í kvöld, föstudaginn 22.
mars, og verður gestahljóm-
sveitin Funk Strasse á því
kvöldi. Fjórða tilraunakvöldið
verður síðan 28. mars en úr-
slitakvöldið verður föstudags-
kvöldið 29. mars. Þá mun hljóm-
sveitin Unun verða gestahljóm-
sveit. Sigursveitirnar á Mús-
íktilraunum fá hljóðverstíma
frá nokkrum þekktustu hljóð-
verum landsins.
Norðurkjallari MH og
Tveir vinir:
Pönksveitin
Bobwire
Hollenska pönksveitin
Bobwire mun halda tónleika
föstudagskvöldið 22. mars í
norðurkjallara Menntaskólans
við Hamrahlíð og laugardags-
kvöldið 23. mars á skemmti-
'staðnum Tveim vinum og öðr-
um 1 fríi. Nokkrar íslenskar
hljómsveitir munu koma fram
með Bobwire, eins og Saktmóð-
igur, Botnleðja og Örkuml.
Pönkhljómsveitin Bobwire er
fjögurra manna sveit sem þegar
er búin að gefa út 3 breiðskífur
sem flestar eru ófáanlegar.
Fjórða plata sveitarinnar er
væntanleg síðar á þessu ári.
Bobwire var stofnuð áriö 1984
og hefur gengist undir nokkrar
breytingar. Koma sveitarinnar
mun eflaust gera sitt til endur-
vakningar pönkmenningar á
landinu, likt og gerst hefur víða
annars staðar.
Rúnar Þór á
Hótei Mælifelli
Rúnar Þór og hljómsveit
bregða undir sig betri fætinum
og halda norður á bóginn um
helgina. Ferð þeirra er heitið á
Hótel Mælifell en laugardags-
kvöldið 23. mars munu Rúnar
Þór og hljómsveit skemmta
gestum staðarins. Það eru
Jónas Björnsson trommari og
Sigurður Árnason bassaleikari,
sem áður var i hljómsveitinni
Náttúru, sem veita Rúnari Þór
dygga aðstoð.
Panasonic
hljómtækjasamstæða SC CH72
Samstæða með 3diska spilara,
kassettutæki, 140W.surround
magnara, tónjafnara, útvarpi,
hátölurum og fjarstýringu.
JAPISS
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI