Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996
23
Messur
Árbæjarkirkja: Guösþjónusta kl. 11 ár-
degis. Beðið sérstaklega fyrir sjómönnum
og starfi þeirra. Prestarnir.
Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11.00. Hrafn-
ista: Guðsþjónusta kl. 13.00. Arna Grét-
arsdóttir syngur einsöng. Árni Bergur Sig-
urbjörnsson.
Breiöholtskirkja: Messa kl. 11. Altaris-
ganga. Samkoma ungs fólks með hlut-
verk kl. 20. Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja: Sjómannamessa kl.
11.00. Ræðumaður Guðjón Ármann Eyj-
ólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans. í
messunni verður flutt tónlist Sigfúsar
Halldórssonar, helguð Islenskri sjó-
mannastétt. Pálmi Matthíasson.
Digraneskirkja: Messa kl. 11.00. Altaris-
ganga. Gunnar Sigurjónsson.
Dómkirkjan: Messakl. 11.00. Prestursr.
Hjalti Guðmundsson. Kammerkór Dóm-
kirkjunnar syngur.
Elliheimiliö Grund: Guðsþjónusta kl.
10.00. Sr. Gylfi Jónsson.
Eyrarbakkakirkja: Messa kl. 13.30.
Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl.
11. Prestur Hreinn Hjartarson.
Flateyrarkirkja: Sjómannadagsmessa
kl. 11.00 í Flateyrarkirkju. Gengiö í skrúð-
göngu frá bryggju að kirkju kl. 10.45. Sr.
Gunnar Björnsson.
Grafarvogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11.
Sigurður Grétar Helgason prédikar.
Prestarnir.
Grensáskirkja: Messa kl. 11.00. Prestur
sr. Halldór S. Gröndal.
Grindavíkurkirkja: Sjómannamessa kl.
13. Sjómenn taka þátt í athöfninni. Ein-
söngur Guðmundur Ólafsson.
Hafnarfjarðarkirkja: Guðsþjónusta á
sjómannadag í tengslum við vordaga kl.
11.00. Fjölskyldum barna sem verið hafa
á vordögum sérstaklega boöið. Báðir
prestar þjóna og leiðtogar vordaga taka
virkan þátt ásamt börnunum. Grillveisla á
kirkjuhlaði eftir guðsþjónustu. Ath. breytt-
an messutíma. Gunnþór Ingason.
Hallgrímskirkja: Hátíðarguðsþjónusta
kl. 11.00 á sjómannadegi og í tilefni af
setningu Listahátíðar í Reykjvík. Sr. Karl
Sigurbjörnsson og sr. Ragnar Fjalar Lár-
usson.
Háteigskirkja: Messa kl. 11.00. Sr.
Tómas Sveinsson.
Hjallakirkja: Guðsþjónusta fellur niður i
Hjallakirkju vegna sumarleyfa starfsfólks.
Sóknarbörnum er bent á guðsþjónustu
afleysingaprests í Breiðholtskirkju. Krist-
ján Einar Þorvarðarson.
Keflavíkurkirkja: Sjómannamessa kl.
11.00. Prestur Sigfús Baldvin Ingvason,
Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju syngur.
Blómakrans veröur lagður að minnis-
varða sjómanna i lok messu. Heimur
Guðríðar. Leiksýning kl. 20.30. Kvenfélag
Keflavíkur sér um kaffi í Kirkjulundi eftir
sýningu.
Kópavogskirkja: Sjómannaguösþjón-
usta kl. 11. Aðalsafnaðarfundur Kársnes-
sóknar verður haldinn að lokinni guðs-
þjónustu í Borgum, safnaðarheimli sókn-
arinnar. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Landspitalinn: Messa kl. 10.00. Sr. Jón
Bjarman.
Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands bisk-
ups: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Flóki
Kristinsson. Kór Langholtskirkju (hópur
IV) syngur. Kaffisopi eftir messu.
Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl.
11.00. Félagar úr Kór Laugarneskirkju
syngja. Guðsþjónusta kl. 14.00 í Sjálfs-
bjargarhúsinu, Hátúni 12. Ólafur Jó-
hannsson.
Mosfellskirkja: Guðsþjónusta í Mosfells-
kirkju kl. 14.00. Kirkjudagur hestamanna-
félagsins Harðar. Prédikun Sigurður
Ragnarsson guðfræðinemi. Sr. María
Ágústsdóttir þjónar fyrir altari. Trompet-
leikur, Ragnar Sigurðsson, einsöngur,
Hjálmar P. Pétursson. Kirkjukór Lága-
fellssóknar. Jón Þorsteinsson.
Neskirkja: Messa kl. 11.00. Sr. Halldór
Reynisson. Aðalsafnaðarfundur Nes-
sóknar á mánudag kl. 18.00.
Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 20. Ath.
breyttan messutfma. Sr. Valgeir Ást-
ráðsson prédikar. Árnesingakórinn i
Reykjavik syngur undir stjórn Sigurð-
ar Bragasonar. Sóknarprestur.
Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11.00.
Prestur sr. Hildur Sigurðardóttir.
Stokkseyrarkirkja: Messa kl. 11.00.
Margir fara i skemmtisiglingu a sjomannadaginn
DV-mynd GVA
Sjómannadagurinn í Reykjavík
Hátíðarhöld á sjómannadaginn
Dagskrá sjómannadagsins í
Reykjavík hefst á morgun kl. 11 með
íslandsmóti í handflökun á Mið-
bakka Reykjavíkurhafnar.
Áhafnir reykvískra togara keppa
svo í knattspyrnu og reiptogi á
íþróttasvæði Leiknis í Breiðholti kl.
15.00.
Sjómannahófið verður haldið að
kvöldi laugardagsins á Hótel ís-
landi.
Á sunnudagsmorgun hefst dag-
skráin kl. 9.30 á því að biskup Is-
lands, herra Ólafur Skúlason, vígir
minnisvarða.
Minningarguðsþjónusta hefst í
Hallgrímskirkju kl 11.
Útihátíðarhöld við
Rey kj a víkurhöf n
Frá Faxagarði verður hægt að
fara í skemmtisiglingu með skóla-
skipinu Sæbjörgu og skemmtiferða-
skipinu Árnesi inn um sund og eyj-
ar. Siglingar munu hefjast kl. 13.
Á miðbakka hafnarinnar hefst
dagskrá kl. 13.30 á því að Lúðrasveit
Silfur í
Á morgun verður opnuð sýning á
völdum silfurgripum í eigu Þjóð-
minjasafnsins.
Sýningin er í Bogasal safnsins og
verða til sýnis fornir munir eins og
Þórshamarinn frægi sem fannst á
Fossi í Hrunamannahreppi, næla í
Úrnesstíl sem fannst hjá Tröllaskógi
á Rangárvöllum og silfursjóðurinn
frá Miðhúsum.
í tilefni sýningarinnar mun Þjóð-
minjasafnið gefa út bók þar sem Þór
Magnússon þjóðminjavörður íjallar
um silfursmíðar á íslandi frá önd-
verðu.
í henni er birt skrá yfir þá 113
látna íslenska gull- og silfursmiði
sem með nokkurri vissu eiga gripi í
söfnum og kirkjum. Jafnframt er
birt yfirlit yfir þá gripi.
Opið er frá 11 til 17 alla daga
nema mánudaga og stendur sýning-
in tii 30. september.
Jöklar og hraun
Pia Rakel Sverrisdóttir heldur
sýningu á glermyndum í anddyri
Norræna hússins 2. júní til 30. júní.
Glermyndirnar eru samsettar úr
Qölda glerplatna sem ýmist eru
sandblásnar þannig að áferðin
minnir á ís eða mótaðar I keram-
ikofni þannig að hún minnir á
hraun. Þá felast rúnaristur í verk-
unum.
Á sýningunni verða einnig gler-
innsetningar.
Opið verður frá kl. 9 til 19 alla
daga nema sunnudaga frá 12 til 19.
Skúlptúrar
í Annarri hæð fer fram sýning á
skúlptúrum Bandaríkjamannsins
Carl Andre 2. júní til 30. júní.
Carl kom fram sem listamaður
upp úr 1960 og skipaði sér strax tO
Reykjavíkur leikur.
Kl. 14 verður svo samkoman sett.
Flutt verða ávörp og að því loknu
verða sjómenn sæmdir heiðurs-
merkjum sjómannadagsins.
Frá kl. 15.30 verður svo boðið upp
á ýmiss konar skemmtiatriði og
uppákomur. Þyrla Landhelgisgæsl-
unnar, TF-LÍF, og sveitir SVFÍ sýna
björgun.
Þá verður kappróður skipshafna,
koddaslagur, flekahlaup, víkinga-
skipið Islendingur verður til sýnis
og loks mun Björn Thoroddsen flug-
stjóri sýna listflug
Sjómannadagurinn
í Vestmannaeyjum
Á laugardaginn hefjast hátíðar-
höld í Vestmannaeyjum með bæn
kl. 13.15 við Friðarhöfn.
Að því loknu verður kappróður,
pokahnýtingarkeppni, fótbolti milli
skipshafna, björgun á mönnum úr
sjó og reiptog milli skipstjórnar-
manna.
Sjómannahóf eru um kvöldið og
hefjast þau kl. 20.
Á sunnudagsmorgun kl. 11 verða
afhjúpaðir tveir minnisvarðar. I
endumýjunar þess sem í daglegu tali
er kallað „módernískur skúlptúr".
Sýningin er opin frá kl. 16 til 18.
Húbert Nói
Á morgun verður opnuð sýning í
Galleríi Sævars Karls á málverkum
Húberts Nóa.
Málverk hans einkennast af ró-
semd eða kyrrð, eins og þau séu að
reyna að stöðva tímann, og safna
saman tilfinningum sem ferðast
hafa víða.
Sýningin stendur til 27. júní og er
opin frá kl. 10 til 18 virka daga og 10
til 14 laugardaga.
Tolli í Regnboganum
Á morgun verður opnuð sýning
Tolla, Stríðsmenn andans, i Regn-
boganum.
Sýningin stendur til 31. júlí og er
opin frá kl. 14 virka daga og frá kl.
13 um helgar
Landakirkju verður sjómanna-
messa kl. 13.
Á Stakkagerðistúni er svo ætlun-
in að hafa hátíðardagskrá eftir kl.
15.30 og verða verðlaunaafhending-
ar þar, menn verða heiðraðir og
einnig verður söngskemmtun.
Dagskrá sjómannahátíðar á Ak-
ureyri
Dagskráin hefst á laugardaginn
með róðrarkeppni kl. 13 ásamt því
að hægt verður að reyna sig í
teygjustökki. Þá verður innanhús-
sknattspyrna sjómanna kl 16.
Á sunnudagsmorgun verða fánar
dregnir að húni. Sjómannadags-
messa hefst svo kl. 11 í Glerár-
kirkju.
Við Sundlaug Akureyrar hefst
fjölskylduhátíð kl. 13.30. Þar verður
grín og glens, fjörug tónlist og fjöldi
skemmtilegra leiktækja fyrir alla
fjölskylduna.
Um kvöldið verður sjómanna-
dagshátíð í íþróttahöllinni og
skemmtir fjöldi landsfrægra
skemmtikrafta þar. Hefst hún kl. 19.
-SF
Þrívíddarhönnun
Sigríður Sigurjónsdóttir sýnir
hluti fyrir baðherbergi sem unnir
eru úr krossviði, gúmmíi, gólfdúki
og áli í Loftkastalanum.
Sýningin verður opnuð á morgun
og stendur til 16. júní. Hún er opin
á tíma klúbbs Listahátíðar.
Kocheisen og Hullman
Þau Kocheisen og Hullman hafa
starfað saman í nokkur ár. Þau
mála sömu fyrirmyndina og sýna
svo niðurstöðuna hlið við hlið og
sést þá blæbrigðamunur handverks-
ins.
Sýningin stendur til 29. júní og er
hún á frekar óvenjulegum stað:
„Gangur" er gangurinn í fjölbýlis-
húsinu Rekagranda 8 í Reykjavík og
er hann opinn eftir samkomulagi
við húsráðendur.
SF
Silfurmunir af sýningunni.
Sýningar á Listahátíð
Þjóðminjasafni
íþróttir
Stórleikur á
Laugardalsvelli á
laugardagskvöld:
íslendingar
mæta
Makedóníu-
mönnum
Landsleikur íslendinga og
Makedóníumanna er stærsti
íþróttaviðburðurinn hér innan-
lands um helgina. Þjóðirnar
mætast á Laugardalsvellinum á
laugardagskvöld og er leikurinn
liður í undankeppni heimsmeist-
aramótsins.
Fyrr um daginn eigast ung-
mennalið þjóðanna við í und-
ankeppni Evrópumóts U-21 árs
landsliða og fer leikurinn fram í
Kaplakrika og hefst klukkan 14.
Eins og ávallt ríkir mikil eftir-
vænting hjá knattspyrnuáhuga-
mönnum þegar ný keppni hefst
og nú sem fyrr er stefnt að því að
komast í lokakeppnina sem fram
fer í Frakklandi 1998. Logi Ólafs-
son landsliösþjálfari teflir fram
sterku liði gegn Makedóníu-
mönnum og segir að á góöum
degi eigi að vera hægt að vinna
sigur.
Sú nýbreytni er hjá KSÍ að
hafa leikinn á laugardagskvöldi
og með því eru forráðamenn
sambandsins að vonast eftir að
meiri stemning muni ríkja á
vellinum. Eitt er víst að með öfl-
ugum stuðningi áhorfenda ætti
að vera meiri möguleiki á að
leggja Makedóniumennina að
velli og ætti því enginn knatt-
spymuáhugamaður aö láta leik-
inn fram hjá sér fara.
Sýning
sj á varútvegsmynda
Á sjómannadaginn verður í Sjó-
minjasafni íslands í Hafnarfirði
opnuð sýning á 15 olíumálverkum
eftir Bjarna Jónsson listmálara.
Allt eru þetta myndir um sjó-
mennsku og sjávarhætti fyrir daga
vélvæðingar og sýna árabáta af
ýmsum stærðum og gerðum, ver-
búðir, varir, naust, sjóklæði, sögun-
arvirki, gangspil o.fl. Segja má að
hér sé um hreinar heimildarmyndir
að ræða er varpa ljósi á horfna at-
vinnuhætti.
Sýningin stendur yfir sumartím-
ann.
Opið íslands-
mót í hand-
flökun
Opið íslandsmót í handflökun
verður haldið í stóru tjaldi á
miðbakkanum við Reykjavíkur-
höfn á morgun. Keppnin er nú
haldin í þriðja sinn og áhugi
fiskvinnslufólks og þátttaka
stöðugt að vaxa. Líkt og í fyrra
munu nokkrir erlendir flakarar
taka þátt en þá voru erlendir
keppendur tólf talsins auk tutt-
ugu og sex „heimamanna".
Markmiðið með keppninni er
að örva til dáða fiskvinnslufólk
sem þetta starf vinnur en með
aukinni tæknivæðingu fisk-
vinnslunnar hefur þessi aldna
verkkunnátta víða tapast niður.
Þá mun keppnin vafalítið auka
gæðavitund þeirra sem taka þátt
í keppninni og æfa sig fyrir
hana. Einnig er æflunin að
keppnin veki athygli almennings
á fiskvinnslustörfum.
Dæmt verður eftir þremur atr-
iðum; gæðum, nýtingu og hraða.
Flakaðar verða þrjár tegundir,
ýsa, karfi og grálúða.
Ýmsar uppákomur verða sam-
hliða mótshaldinu.