Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1996, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ1996 19 Veitingahús AKUREYRI: Bautinn Hafnarstræti 92, sími 462 1818. Opið 9- 22. Bing Dao Strandgata 49, sími 461 1617. Café Karólína Kaupvangsstræti 23, sími 461 2755. Opið 11.30-1 mán.-fi., 11.30-3 fd., 14-3 Id. og 14-1 sd. Crown Chicken Skipagötu 12, sími 461 3010. Opið 11-22.30 alla daga. Dropinn Hafnarstræti 98, sími 462 2525. Fiðlarinn Skipagötu 14, sími 462 7100. Opið 11.30- 14 og 18-21.30 v.d., 18-22 fd. og Id. Greifinn Glerárgötu 20, sími 462 6690. Opið 11.30- 22.30 v.d., 12-2 fd. og Id. Hótel KEA Hafnarstræti 87-89, sími 462 2200. Opið 7.30-10.30 og 12-14 og 18-23.30 v.d., nema Id. til 3. Lindin Leiruvegur, sími 461 3008. Opiö 9-23 alla daga. Sjallinn Geislagötu 14, sími 462 2970. Opið 19-3 fd. og ld., kjallari 18-1 v.d., 12-15 og 18-3 fd. og Id. Smiöjan Kaupvangsstræti 3, sími 462 1818. Opið 12-13 og 18.30-21.30 alla daga. Torgið Ráðhústorgi 9, sími 461 1448. Opiö 8- 01 má.-mi., 18-01 fim. og sd. og 18.00-03 fd. og Id. VESTMANNAEYJAR: Hertoginn Vestmannabraut 28, sími 481 3317. Opið 11-22 sd.-fd. og 11-22.30 fd., og Id. Höfðinn/HB-pöbb Heiðarvegi 1, sími 481 1515. Opið 10-14 og 18-23.30 md.-miðvd., 10- 14 og 18-1 fi., 10-3 fd. og ld., 10-1 sd. Lanterna Bárustíg 11, sími 481 3933. Opið 10- 23.30 sd.-fi. og 10-02 fd. og Id. Lundinn Kirkjuvegi 21, sími 481 1426. Opið 11- 22 md.-miðvd., 11-01 fi. og sd., 11-03 fd. og Id. AKRANES: Langisandur Garðabraut 2, sími 431 3191. Opið alla daga 10-21 fö, lau 10-03. SUÐURNES: Strikið Hafnargötu 37, sími 421 2012. Opið su-fi 11.30-01. fd. og Id. 12-03. Flughótelið Hafnargötu 57, sími 421 5222. Opið 11.30-14 og 18-21.30 v.d., 18-22 fd. og Id. Glóðin Hafnargötu 62, sími 421 1777. Opið 11.30- 22 v.d., 11.30-23. fd. og Id. Hafurbjörninn, Hafnargötu 6, Grindavík, sími 426 8466. Opið sd.-fi. 18-1 og fd. og Id. 18-3. Kaffi Keflavík Hafnargötu 38, sími 421 3082. Opið 12-1 sd.-fd. og 12-3 fd. Id. Langbest, pitsustaður Hafnargötu 62, sími 421 4777. Opið 11-22 alla daga. Ráin Hafnargötu 19, sími 421 4601. Opið 12- 15 og 18-23.30 md.-miðvd., 12-15 og 18-1 fi. og sd., 12-15 og 18-3 fd. og Id. Staðurinn, Hafnargötu 30, sími 421 3421. Opið 11.30- 18 sd.-fi., 11.30-3 fd. og Id. Veitingahúsið við Bláa lónið Svartsengi, sími 426 8283. Veitingahúsið Vitinn, Hafnargötu 4, sími 423 7755. Opið 0.30-23.30 v.d., 08.30-3 fd. og Id. SUÐURLAND: Gjáln Austurvegi 2, Selfossi, sími 482 2555. Opið 18-1 miðvd., fi. og sd., 18-3 fd. og Id. Lokað á md. og þd. Hótel Selfoss Eyrarvegi 2, Selfossi, sími 482 2500. Opið 12-14.30 og 18-22 alia daga. Hótel Örk, Nóagrill Breiðumörk 1, Hverag., s. 483 4700. Opið 11.30-14 og 18-22 alla daga. Húsið á Sléttunni Grænumórk 1c, Hverag., s. 483 4789. Opið 11.30-22 alla daga Veitingahúsið við Brúarsporðinn Eyrarvegi 1, Self., simi 482 2899. Opið 11.30-13.30 og 18-22 v.d„ 11.30-13.30 og 18-23 fd. og Id. ÁN VÍNS Brauðstofan Gleymmérel Nóatúni 17, simi 551 5355. Opið 09-18 v.d., 09-16 Id. Lokað sd. Bakkagrill Arnarbakka 2, sími 557 7540/557 7444. Opið má.-fö 17-22, Id. sd. 13-22. Brekkukaff! Auðbrekku 18, Kóp, sfmi 564 2215. Opið 07-18 v.d„ 10-16 Id. Lokað sd. Café Skeifan Tryggvagðtu 1, s. 562 9991. Opiö 06-17 alla daga. Eikaborgarar Höfðabakka 1, s. 567 4111. Opiö 11.30- 21.30 alla daga. Grænn kostur Skólavörðustig 8, sími 552 2028. Opið 11.30-18. Hrói höttur Hjallahrauni 13, sími 565 2525. Opið 11-23 alla daga. Höfðakaffi Vagnhðfða 11, simi 568 6075. Opiö 07.30-17 alla daga. Lokað sd. Höfðagrill Bildshöfða 12, simi 567 2025. Opið 07-17 v.d„ 10-16 Id. Lokaðásd. Jón bakan Nýbýlavegi 14, simi 564 2820. Opið 11.30- 23.30 v.d., 11.30-02 fd. og Id. Kaffi Borg Strandgötu 34, sími 555 0544. Opið 9- 18 v.d. og 11-18 um helgar. Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum við Flókagötu, sími 552 6131 og 552 6188. Opið 10-18. Kaffistofan í Ásmundasafni Sigtúni, simi 553 2155. Opið 10-16 alla daga. Kaffiterían Domus Medica Egilsgðtu 3, simi 563 1000. Opið 8-19 v.d. Kafflvagninn Grandagarði, sími 551 5932. Opið 04-23.30 alla daga, ekki matur á kvðldin. Kentucky Fried Chicken Hjallahrauni 15, sími 555 0828. Opið 11-22 aila daga. Kjúklingastaðurlnn Suðurveri, Stigahlíð 45-47, s. 553 8890. Opið 11-23.30 alla daga. Lóuhreiður Laugavegi 59 (f. ofan Kjörgarð), sími 562 2165. Opið 09-18 v.d. Lokað Id. og sd. Lúxus kaffi Skipholti 50b, simi 581 3410. Opið 08-18 v.d„ 11-18 Id. Lokaðásd. Mc Donald's Suðurlandsbraut 56, sími 581 1414. Opið 10-23.30. Mokka-Expresso-Kaffi Skólavörðustíg 3a, simi 552 1174. Opið 09.30-23.30 md.-id„ 14-23.30 sd. Múlakaffi v/Hallarmúla, sími 553 7737. Opið 07-23.30 v.d„ 08-23.30 sd. Norræna húsið Hringbraut, sfmi 552 1522. Opiö 09-17 v.d„ 09-19 ld„ 12-19 sd. Óli prik Hamraborg 14, sími 554 0344. Opið 11-21. Smiðjukaffi Smiðjuvegi 14d, sími 557 2177. Opið 08-16.30 alla daga. Sjang Mæ Ármúla 23, sími 588 8333. Opið 11-21 aila daga og sd. 17-21. Sundakaffi Sundahöfn, sími 811 535. Opið 06-20 v.d„ 06-17 Id. Lokað á sd. Tíu dropar Laugavegi 27, - sími 551 9380. Opið 08-18 v.d„ 10-16 Id. Lokað á sd. Vogakaffi Smiðjuvegi 50, sími 553 8533. Opið 08-18 v.d. Lokað á Id. og sd. Veitingahús Nings Suðurlandsbraut 6, sími 567 9899. Opið öll kvöld 17-21 og í hádeginu 11.30- 13.30 alla virka daga. Winny’s Laugavegi 116, sími 552 5171. Opið 11-20.30. Kaffileikhúsið: Ég var beðin að koma í kvöld verður aukasýning á ein- leiknum Ég var beðin að koma sem settur er saman úr áður birtum og óbirtum textum Þorvaldar Þor- steinssonar. Konan sem var beðin að koma fóðrar fólk á ótrúlegum sögum, reynir að selja því brauðrist, hraðsuðuketil og marmelaði. Hún þykist eiga allt sem alla vantar og er tilbúin til að selja það gegn vægu gjaldi. Sigrún Sól leikur eina hlutverkið í sýningunni. Þá annaðist hún leik- gerð ásamt Guðjóni Pedersen sem er leikstjóri. Þetta er gamanleikur um óvenju- lega sölukonu sem fer ótroðnar leið- ir í sölumennskunni. Hún fer með áhorfandann inn á ólíkar lendur mannssálarinnar, bæði þangað sem allir hafa komið og til vegleysanna sem sjaldan eru heimsóttar. Sýningin kemur öllum á óvart hversu veraldarvanir sem þeir kunna að vera. Þetta er sterk og spennandi sýning og hefur hlotið mikið lof, bæði frá áhorfendum og gagnrýnendum. Hægt er að snæða kvöldverð fyrir sýninguna en hún hefst kl. 21.00. __________________________-SF Veitingahúsið Jómfrúin: Djasstónleikar Á morgun efnir veitingahúsið Jómfrúin, Lækjargötu 4, til djass- tónleika á Jómfrúrtorginu svokall- aða miUi kl. 16 og 18. Á tónleikunum leika Hilmar Jensson á gítar, Þórður Högnason á bassa, Einar Valur Scheving á trommur og Jóel Pálsson á tenór- saxófón. Þetta eru fyrstu tónleikar sumars- ins en stefnt er að því að halda tón- leika á hverjum laugardegi í sumar ef undirtektir verða góðar. -SF Tveir kirkjukórar í Dalvíkurkirkju Kórar Dalvikur- og Árbæjar- kirkju munu halda sameiginlega tónleika i kirkjunni á Dalvík á morgun, laugardag, og hefjast þeir kl. 16.00. Á efnisskrá verða bæði innlend og erlend verk. Einsöngvarar með kór Dalvíkurkirkju verða Anna Valsdóttir, Guðrún Lárusdóttir og Einar Arngrímsson. Þá munu Halla Soffía Jónasdóttir og Fríður Sigurðardóttir syngja ein- söng og tvísöng við undirleik Halld- óru Aradóttur. Stjómendur kóranna verða þær Sigrún Steingrímsdóttir og Hlín Torfadóttir. -SF Sigrún Sól leikur konuna sem var „beðin að koma“. Litla sviðið: í hvítu myrkri í kvöld verður síðari forsýning leikritsins í hvítu myrkri. Höfundur þess er Karl Ágúst Úlfs- son og er þetta fyrsta leikrit hans sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. í verkinu er sagt frá roskinni hót- elstýru og ráðskonu hennar á litlu hóteli í íslensku sjávarplássi. Stað- urinn er einangraður og niðurnídd- ur og setur það mark sitt á mannlíf- ið í plássinu. Kvöld eitt ber það til tíðinda að nokkrir ferðalangar verða strandaglópar á hótelinu vegna veðurs. Það kemur í Ijós að þeir tengjast heimamönnum gegn- um atburði úr fortíðinni sem koma fram í dagsljósið. Leikarar í sýningunni eru Krist- björg Kjeld, Helgi Skúlason, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Magnús Ragnarsson, Ragnheiður Steindórs- son og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Sýningin hefst kl. 20.30. -SF Leikhús Borgarleikhúsið Óskin Laugardag kl. 17.00 Féhirsla vors herra Föstudag kl. 20.00 Sunnudag kl. 20.00 Þjóðleikhúsið Þrek og tár Laugardag kl. 20.00 Sem yður þóknast Föstudag kl. 20.00 Kardemommubærinn Laugardag kl. 14.00 Sunnudag kl. 14.00 Hamingjuránið Föstudag kl. 20.30 Sunnudag kl. 20.30 í hvítu myrkri Föstudag kl. 20.30 Kaffileikhúsið Ég var beðin að koma Föstudag kl. 21.00 Fella- og Hólakirkja: Lúðrasveitin Svanur Lúðrasveitin Svanur heldur vor- tónleika sina á morgun, laugardag, kl. 14. Þeir verða í Fella- og Hólakirkju og mun efnisskráin miðast við tón- leikaferð sveitarinnar til Austurrík- is þann 24. þ.m. Vegna þessa mun verða meira um íslenska tónlist á efnisskránni en verið hefur. Lúðrasveitin hefur æft af kappi frá áramótum efni sem ætlað er til tónleikahalds erlendis, bæði innan- og utandyra. Á efnisskránni eru meðal annars On Broadway eftir W. Faust og Pi. Scheffer, Ballade eftir Pavel Stanék, Brennið þið vitar eftir Pál ísólfsson og íslensk rímnadanslög í útsetn- ingu Jóns Leifs. Þá mun Freyr Guð- mundsson leika trompetsóló. Stjórnandi Lúðrasveitarinnar Svans er Haraldur Ámi Haraldsson. Aðgöngumiðar verða seldir fyrir utan og kosta 500 kr. Frítt er fyrir 12 ára og yngri. -SF Útvarpið kl. 19.40 á morgun: Bein útsend- ing frá Scala óperunni Annað kvöld verður á óperu- kvöldi rásar eitt bein útsending frá Scala óperunni i Mílanó. Á efnisskrá er óperan Rínargullið eftir Richard Wagner. Tveir íslenskir söngvarar þreyta frumraun sína á þessu þekkta óp- erusviði í sýningunni, þeir Kristinn Sigmundsson í hlutverki Regins og Guðjón Óskarsson í hlutverki Fáfn- is. Aðrir flytjendur eru meðal ann- arra Monte Pederson sem Óðinn, Claudio Otelli í hlutverki Þórs, Berry Ryan sem Freyr, Kim Begley sem Loki, Franz Joseph Kapellman sem Andvari, Violetta Urmana sem Frigg og Susan Anthony í hlutverki Freyju. Hljómsveitarstjóri er hinn þekkti stjómandi Riccardo Muti. -SF Þjóðleikhúsið: Síðustu sýningar á Sem yður þóknast Næstsíðasta sýning á ævintýra- leiknum Sem yður þóknast er í Þjóð- leikhúsinu í kvöld. Leikurinn er eftir William Sha- kespeare, i leikstjóm Guðjóns Ped- ersens. Leikarar eru þau Elva Ósk Ólafsdóttir, Edda Heiðrún Bac- hmann, Benedikt Erlingsson, Ingvar E. Sigurðsson, Stefán Jónsson, Sig- urður Skúlason, Gunnar Eyjólfsson, Erlingur Gíslason, Steinn Ármann Magnússon, Hjálmar Hjálmarsson, Bjöm Ingi Hilmarsson, Edda Arn- ljótsdóttir og Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir. Þetta er bráðskemmtileg upp- færsla á einum vinsælasta gleðileik Shakespeares og fer hver að verða síðastur þar sem aöeins eru tvær sýningar éftir, í kvöld og 14. júní. -SF Atriði úr Sem yður þóknast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.