Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1996, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1996, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 23 Iþróttir Tveir goðir útisigrar gegn Sviss Ólafur Stefánsson skoraði 11 mörk í fyrri leiknum gegn Sviss. „Betri árangur en ég átti von á og gott fyrir haustið," sagði Þorbjörn Jensson íslenska landsliðið í hand- knattleik náði mjög góðum árangri í tveimur landsleikj- um gegn Svisslendingum sem fram fóru ytra um helg- ina. Leikir Islands og Sviss hafa oftast verið hnífjafhir og það er mjög góður árang- ur að vinna tvívegis sömu helgina á þeirra heimavelli. Fyrri leikurinn var leik- inn í Aarau. Honum lauk með sigri íslands, 21-23. Staöan í leikhléi var 14-9, Sviss í hag, og útlitið var allt annað en bjart hjá ís- lenska liðinu. í stöðunni 15-0 fyrir Sviss skoraði ís- lenska liðiö 6 mörk í röð og komst einu marki yfir. Eftir það var leikurinn jaíh og undir lokin munaði einu marki, 21-22. íslenska liðið v£ir með knöttinn síðustu tvær minútm- leiksins og síðasta mark leiksins var skorað á síðustu sekúndu. Ólafur Stefánsson var markahæstur í islenska lið- inu og skoraði 11 mörk. Gúst- af Bjamason skoraði 3 mörk, Geir Sveinsson 3, Dagur Sig- urðsson 2, Július Jónasson 2, Róbert Duranona 1, Sigurður Bjamason 1. Stórgóður iokakafli í síðari leiknum Liðin léku að nýju daginn eftir og var þá ekki síður hart barist. Útlitið var ekki bjart hjá íslenska liðinu í síðari leik þjóðanna. Svisslendingar byrjuðu mun betur, komust í 8-4, eins og í fyrri leiknum, en brátt fóru leikmenn íslenska liðsins að vakna til lífsins og í leikhléi hafði ísland yfir, 14-15. Leikurinn var jafn lengst af í síðari hálfleik en undir lok leiksins náöu heima- menn góðum kafla og staðan var orðin 26-22 þegar aðeins fimm mínútur vora eftir. Á þeim mínútum sem eftir lifðu náðu strákamir okkar að leika af miklum krafti. Svisslendingarnir ætluðu að tefja leikinn og hanga á knettinum en dómarar leiks- ins liðu það ekki. Strákamir náðu hverju hraðaupphlaup- inu á eftir öðra og að lokum stóð ísland uppi sem sigur- vegari, 26-27, eftir að hafa skorað fimm síðustu mörk leiksins. íslenska liðið sýndi gífurlega baráttu og enn einu sinni sannaðist að leik- ur er ekki búinn fyrr en flautað er af. Gústaf Bjamason og Valdimar Grímsson vora markahæstir í íslenska lið- inu og skoraðu 5 mörk. Ólaf- ur Stefánson skoraði 4, Ró- bert Duranona 4, Geir Sveinsson 3, Sigurður Bjamason 1 og Júlíus Jónas- son 1. „Betra en ég átti von á og gott fyrir framhaldið" Þorbjöm Jensson lands- liðsþjálfari var eðlilega kát- ur í gærkvöldi er DV ræddi við hann: „Ég var að vona innst inni að við myndum sigra í öðrum leiknum og því gefur auga leið að ég er yfir mig ánægður með tvo sigra á heimavelli Svisslendinga sem oft hafa reynst okkur erfiðir. Þetta er mjög gott innlegg í þá miklu baráttu- leiki sem fram undan eru hjá íslenska liðinu í haust og þá þarf allt að ganga upp,“ sagði Þorbjöm. Og hann bætti við: „Danir verða okkar aðalandstæð- ingar í haust og þá þurfum við að vinna. Svisslendingar era að mínu mati og margra annarra með svipað lið og Danir. Þessi úrslit sýna að við eram komnir vel af stað í okkar undirbúningi fyrir leikina i haust,“ sagði Þor- bjöm Jensson. -SK Brasilía líklegust Hvað varðar HM 1998 í Frakk- landi þá era núverandi heims- meistaramir í Brasilíu sigur- stranglegastir samkvæmt veð- bönkum. Líkumar era 4-1 að þeir vinni en Frakkar koma þar á eftir með líkumar 5-1. Þjóð- verjar era með 6-1, Argentína og Ítalía 7-1, Englendingar 16-1 eftir tap þeirra gegn Þjóðveijum í Evrópukeppninni en Tékkar eru 50-1 ásamt Dönum. Sér ekki eftir neinu! Aime Jacquet, þjálfari franska landsliðsins, sem hafði' verið gagnrýndur fyrir að hafa hvorki notað Eric Cantone né David Ginola, sagðist ekki sjá eftir neinu hvað varðar val hans á 22 manna hóp sínum fyrir Evrópu- keppnina. „Ég var alveg sann- færður með valið þó að menn geti sagt hvað sem er eftir á,“ sagði Jacquet. Saunders til Forest? Dean Saunder, sem spilar með landsliði Wales og Galatasary í Tyrklandi, mun skrifa undir hjá Nottingham Forest í vikurmi fyr- ir 1,5 milljónir pirnda. „Það er búið að ganga frá öllu við Galatasary, Dean og hvað varðar okkur og nú á hann bara eftir að koma til Nottingham og klára smáatriðin,“ sagði formaður For- est, Fred Reacher. Knattspyrnuverkfall Starfsmenn í bilaverksmiöju i Englandi, sem hið þýska BMW á, gengu út eítir aö yfirmenn þeirra sögðu aö þeir mættu ekki horfa á undanúrslitaleik Englendinga og Þjóðverja sem var sl. miövikudag. Yfirmennimir sögðust vera að íhuga aðgerðir gegn þessum 100 nætur- starfsmönnum sem hættu tveimur tímum of fljótt til að fara heim og horfa á leikinn. „Það virðist líta út fyrir að þessir verkamenn viti ekki að það er búið að fmna upp myndbandstæki," sagði einn yfmnaðurinn en starfsemi trufl- aðist ekki við þetta. -JGG Tvöfalt hjá Fýlki - á Shell-mótinu í Eyium Fylkir, sigursælasta lið Shellmótsins í Eyjum, gerði sér lítið fyrir og vann tvöfaldan sigur á mótinu í ár en það fór fram um helgina. A-lið Fylkis sigraði Val í frábæram úrslitaleik, 3-2. B-lið Fylkis hafði mikla yflrburði og sigraði ÍR í úrslitaleik, 4-0. Fram sigraði Breiðablik í úrslitakeppni C-liða, 3-1. Fylkismenn sigraöu ekki bara i mótinu utanhúss heldur innanhúss líka. Fylkir vann tvöfaldan sigur í keppni A- og B-liða. ítarlegar verður greint frá mótinu í DV á morgun. -ÞoGu HM 2006 í Englandi? Talsmenn Evrópukeppninnar í knattspymu eru sannfæröir um að fá að halda HM í knattspymu árið 2006 sökum þess hversu vel gekk með Evrópukeppnina hjá þeim. „Ég held við höfum sýnt að við getum haldið HM og í komandi framtíð býst ég við að Knattspymusambandið muni velja okkur,“ sagði Glen Kirton, einn af skipuleggjendum keppninnar. „Þýskaland er efst á blaði og við verðum aö skilja það en tilboð þurfa ekki að vera fullklárað fyrr eh á árinu 2000 og það á nóg eftir að gerast þangað til,“ bætti hann við. Kirton sagði að Evrópukeppnin hefði tekist mjög vel. „Við eram fullfær að halda 32 landa mót en nú er að komast í tísku að halda mótið sameiginlega með annarri þjóð og ég er opinn fyr- ir öllu og þaö þarf ekki endilega að vera bara England og Skotland," sagði hann. -JGG Wimbledon í tennis: Becker varð að hætta vegna meiðsla Þýski tennisleikar- inn Boris Becker varð fyrir hroðalegu áfalli i leik sínum í tenniskeppninni á Wimbledon um helgina. Becker meiddist illa á hendi og varð að hætta-leik sinum í 32- manna úrslitunum. Talið var víst að hann ætti mjög mikla mögu- leika á sigri á mótinu, ekki síst vegna þess að hvert stórstimið af öðra hefúr dottið úr keppninni undanfarið. Ballið byijaði þegar Andre Agassi féll út í 1. umferð. Hver stjam- an af annarri hefur farið sömu leið. Nú má segja að aðeins Pete Sampras frá Banda- ríkjunum og Goran Ivanesevic frá Króatíu séu eftir af þeim tennisleikurum sem hvað þekktastir era í heiminum í dag. ! 32-manna úrslit- um vann Sampras Slóvakann Karol Kucera, 6-4, 6-1, 6-7 og 7-6. Ivanesevic sigraði Rússann Alexander Volkov, 7-6, 7-5 og 6-3. Michael Stich frá Þýskalandi gæti einnig blandað sér i toppslaginn í einliða- leik karla en hann sigraði Ástralann Sandon Stolle um helg- ina, 6-3, 4-6, 6-2 og 6-3. Þá komst Bretinn Tim Henman áfram í 16-manna úrslitin og hefur frammistaða hans vakið mikla at- hygli. Fer Graf alla leið? Gömul og ný sann- indi koma fram í keppninni í kvenna- flokknum. Þar æöir Steffi Graf yfir allt og £illa og er líklegur sig- urvegari. Hennar helsti keppinautur verður líklega Sanchez Vicario frá Spáni. Annars era þeir marg- ir spekingamir sem setja alla sína aura á Jönu Novotnu og telja hana geta leikiö til sigurs á mótinu. Úrslit á mótinu ráðast um næstu helgi í einliðaleik í karla- og kvennaflokki. -SK Stefan Edberg leikur ekki tennis á fleiri Wimbledonmótum á sínum ferli. Farið er að halla undan fæti og ferillinn senn á enda. Edberg var sleginn út á Wimbledonmótinu af sænskum táningi. BREIÐHOLTSSLAGURINN ÍSLANDSMÓT 2. DEILD LEIKNIR ■ ÍR í kvöld kl. 20.00 á Leiknisvelli STOFNAÐ 1973 Breiðholtsbúar, fjölmennum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.