Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1996, Síða 4
24
MÁNUDAGUR 1. JÚLl
MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ
25
Iþróttir
íþróttir
U £ F A
EUT096 3
&
rrr
Tékkland (0) 1
Þýskaland (0) 2
1-0 Patrik Berger (59.)
1-1 Oliver Bierhoff (73.)
1-2 Bierhoff (95.)
Lið Tékka: Kouba - Suchopa-
rek, Nedved, Kadlec Nemec - Po-
borsky (Smicer 88.), Kuka, Bejbl,
Berger - Hornak, Rada.
Lið Þjóðverja: Köpke - Sam-
mer, Helmer, Babbel, Strunz,
Eiltz (Bode 46.) - Ziege, Hassler,
Scholl (Bierhoff 69.) - Kuntz,
Klinsmann.
Dómari: Pierluigi Pairetto frá
Ítalíu.
Einkunnagjöf Reuters
Babbel og Bode fengu 8 hjá
Þjóðveijum en Ziege og Bierhoff
fengu 9. Hjá Tékkum fengu
Nemec, Berger, Kuka og
Poborsky 8.
Punktar frá EM
Leikur Tékklands og Þýska-
lands i gær var fyrsti landsleik-
urinn í knattspymu sem fram
fer á Wembley þar sem enska lið-
ið hefur ekki verið þátttakandi
síðan árið 1966.
Þá sigraði Portúgal i leik um
bronsverðlaunin á HM gegn Sov-
étríkjunum, 2-1.
Átjánda viðureignin
Leikurinn í gær á Wembley
vai- 18. viðureign Tékklands og
Þýskalands eða Tékkóslóvakíu
annars vegar og Austur- eða
Vestur-Þýskalands hins vegar.
Þjóðimar mættust fyrst árið
1934.
Lítíð um sigra
Líkumar á tékkneskum sigri í
gær vora ekki miklar fyrir leik-
inn.
Tékklendingar höfðu nefnilega
ekki unnið Þjóðverja í síðustu
tíu viðureigum þjóðanna.
Sá stærsti 1934
Stærsti sigur Þjóðverja gegn
Tékkum vannst árið 1985 en þá
urðu lokatölur 5-1.
Tékkar unnu stærsta sigur
sinn í fyrsta leiknum, 1934, 3-1.
Vítaspyrnukeppni
Árið 1976 réðust úrslitin á EM
í fyrsta skipti í vítaspyrnu-
keppni en þá sigraðu Tékkar
Vestur-Þjóðverja, 5-3. Þetta var í
fyrsta skipti, en því miður ekki í
það síðasta, sem vítaspyrnu-
keppni réð úrslitum á stórmóti í
knattspyrnu.
Fimm „þýskir“ Tékkar
Fimm leikmenn Tékklands I
gær leika knattspyrnu sem at-
vinnumenn með þýskum liðum.
Latal og Nemec leika með
Schalke 04, Kadlec og Kuka með
Kaiserslautern og Berger með
Borussia Dortmund.
Ókunnugir Tékkar
Leikmenn tékkneska liðsins
hafa ekki verið tíðir gestir á hin-
um glæsilega leikvangi,
Wembley, í London.
Fyrir leikinn í gær hafði lið
Tékklands eða Tékkóslóvakíu
ekki leikið þar síðan í april árið
1990. Þá sigraði England lið
Tékka, 4-2.
Sigursælir Þjóðverjar
Þjóðverjar unnu Evrópumeist-
aratitilinn í 3. skipti í gær. Eng-
in önnur þjóð hefur unnið oftar
en einu sinni. Þetta var 11. sigur
Þjóðverja á stórmóti i knatt-
spymu. -SK
Leikmenn þýska landsliðsins í knattspyrnu sýndu enn einu sinni í gær hve snjallir þeir eru og að venju er aldrei gefist upp fyrr en dómarinn flautar leiki af. Á þessari mynd sjást Þjóðverjar fagna sigrinum og fyrirliðinn hampar bikarnum eftirsótta.
í baksýn er kanslari Þýskalands, Helmut Kohl. Þjóðverjar unnu glæsilegan sigur, fyrsta sigurinn á stórmóti undir stjórn Berti Vogts. Símamynd Reuter
Vonbrigði
fyrir Tékka
-Þjóðverjar fögnuðu fram á rauðanótt
Það var dauðaþögn
sem einkenndi gamla
torgiö í Prag í gærkvöld
þegar annarri síðu var
bætt í þúsund ára sögu
Tékka. Tékkar töpuðu
2-1 fyrir Þjóðverjum í
úrslitaleik Evrópu-
keppninnar en þeir
höfðu komið á óvart I
keppninni og þorði eng-
inn að spá þessu litla
liði í úrslitaleikinn fyrir
keppnina.
30.000 þúsund Tékkar
fylgdust með úrslita-
leiknum í gær á torginu
gamla og það voru mikil
vonbrigði sem skinu úr
hverju andliti. „Gullna
markið" hans Olivers
Bierhoffs var sem köld
vatnsgusa framan í
fjöldann og vonirnar
um Evrópumeistaratitil
í annað sinn vora eyði-
lagðar, en Tékkar sigr-
uðu í keppninni árið
1976 í leik gegn V-Þjóð-
veijum. Klukkutíma
áður hafði Patrik Berger
tryllt mannskapinn meö
marki sínu úr víta-
spyrnu. Fyrir framan
risastóra minnismerkið
af þjóöarhetjunni Jan
Hus, 15.. aldar mótmæl-
anda-umbótamannsins
sem barðist gegn kaþ-
ólska Habsborgaraveld-
inu til þess eins að
verða brenndur í Þýska-
landi, byrjaði fjöldinn
að hrópa: „Tékkar,
Tékkar" og „Okkur
tókst það, okkur tókst
það! 15 mínútum seinna
heyrðist mikið von-
brigðaóp frá Vaclac
Klaus, forsætisráðherra
Tékklands, og bæjar-
stjóra Prag, Jan Koukal,
og félögum þeirra, er
Bierhoff jafnaði með
skalla. Flestallir gengu
heim á leið eftir ósigur-
inn þó að varðeldur
hafði verið kveiktur
með bjórdollum og rusli
við fætur styttunnar
frægu.
Koukal bæjarstjóri
bjóst ekki við neinum
óeirðum líkt og þeim
sem brutust út í London
eftir að England tapaði
fyrir Þjóðveijum í und-
anúrslitunum. „Það hef-
ur mikið gerst á þessu
torgi í tímans rás og það
lifir af einn knatt-
spyrnuleik," sagði
Koukal.
Stuðningsmenn Þjóð-
verja voru hins vegar
himinlifandi og ríkti
mikil gleði í gjörvöllu
Þýskalandi i gærkvöldi.
Landsmenn sungu og
dönsuðu á götunum,
klæddir í rautt, gyllt og
svart, liti þýska bún-
ingsins. Lögreglan sagði
að um 4000 manns hefðu
safnast saman á aðal-
götu Berlínar, Kurfu-
rstendamm, til að fagna
sínum mönnum.
Helmut Kohl, kanslari
Þýskalands, sem sá leik-
inn á Wembley, var
mjög ánægður með leik-
inn. „Þeir stóðu við sitt,
börðust vel, og liðsand-
inn var góður,“ sagði
hann við blaðamenn.
„Mig langar að fagna í
alla nótt en ég verð að
fara í skólann á morg-
un,“ sagði hin 18 ára
gamla Caroline Rúgler,
sem sýndi montin þýska
fánann sem var málaður
framan í hana. Allur
fjöldinn öskraði: „Þetta
er búið!“
I Frankfurt var allt
vitlaust. „Þetta er frá-
bært og ég er mjög stolt-
ur,“ sagði framkvæmda-
stjórinn, Martin Kúpp-
ers, er hann opnaði ís-
kalda kampavínsflösku
sem hafði verið geymd
sérstaklega fyrir tilefn-
ið. „Ég er ekki mikill
knattspymuaðdáandi en
þetta er líka alveg ein-
stakt,“ bætti hann við.
-JGG
Þjoðverjar meistarar í þriðja sinn
-varamaðurinn Bierhoff skoraði bæði mörk þýs
Þjóðverjar sigruðu
Tékka 2-1 í hörkuspenn-
andi úrslitaleik um Evr-
ópubikarinn og það var
varamaðurinn Oliver
Bierhoff sem skoraði bæði
mörkin. Þetta er fyrsta
stórmótið sem Berti
Vogts, þjálfari Þýska-
lands, stýrir sínum mönn-
um til sigurs.
Leikurinn fór rólega af
stað en Tékkar komu að-
eins grimmari til leiks og
héldu þeir áfram að sýna
áhorfendum frábæra
knattspyrnu en því miður
fyrir spútnik-lið keppn-
innar þá dugði hún ekki
gegn hinu gríðarlega
sterka liði Þjóðverja.
Matthias Sammer braut
á Karel Poborsky þegar
fimmtán mínútur voru
liðnar af seinni hálfleik
fyrir utan teig Þjóðverja
en dómari leiksins dæmdi
vítaspyrnu sem Patrik
Berger skoraði úr en skot
hans fór undir Andreas
Köpke.
Þjóðverjar eru frægir
fyrir að gefast aldrei upp
og þeir ætluðu ekki að
byrja á því í gær á
Wembley og langaði þá ef-
laust að hefna fyrir úr-
slitaleikinn 1976 en þá
spiluðu einmitt V- Þjóð-
verjar og Tékkar og þá
sigruðu Tékkar. Jöfnunar-
markið kom á 73. mínútu
og það skoraði Bierhoff
sem var nýkominn inn á
með glæsilegum skalla
fram hjá Petr Kouba sem
var búinn að vera mjög
góður í leiknum.
Bæði lið léku mjög vel
og fengu þau nokkur góð
færi til að gera út um leik-
inn en eftir venjulegan
leiktíma var staðan enn
1-1 og þurfti því að fram-
lengja.
Bierhoff þurfti ekki
nema fimm mínútur af
framlengingunni til að
tryggja sínum mönnum
sigur og það geröi hann
með góðu vinstrifótar-
skoti sem markvörður
Tékka, Kouba, sló í stöng-
ina og inn og þar með
urðu Þjóðverjar fyrsta
þjóðin til að vinna Evr-
ópukeppnina þrisvar.
Út af nýju fyrirkomu-
lagi á framlengingu er
leikurinn flautaður af um
leið og annað liðið nær að
skora og hefur þetta verið
umdeilt en þetta var
fyrsta markið í keppninni
sem skorað var i „nýju
framlengingunni".
Það vakti mikla athygli
að fyrirliði Þjóðverja,
Júrgen Klinsmann, spil-
aði með þrátt fyrir meiðsli
en Andreas Möller og Stef-
an Reuter voru í leik-
banni. Sem betur fer
þurfti ekki að gera út um
þennan leik með vítum!
-JGG
U t F A
BUTU96
Það var hart barist í leik Tékka og Þjóðverja á Wembley. Þjóðverjar
unnu 3. Evróputitil sinn. Símamynd Reuter
Patrick Berger, leikmaður Tékka, skorar hér úr vítaspyrnunni sem dæmd var á Matthias Sammer eftir að
hann braut á Karel Poborsky en brotið var fyrir utan teig - ef um brot var að ræða. Reuter
Fyrirliði Þjóðverja, Júrgen Klinsmann, heilsar hér Elísabetu Englandsdrottningu en Klinsmann kom
öllum á óvart með því að spila því hann meiddist illa í leiknum gegn Króötum. Reuter
Markaskorari Þjóðverja, Oliver Bierhoff, er fyrsti leikmaðurinn til að skora
svokallað „gullmark" eftir að framlengingarreglunum var breytt. Hér er hann
að fagna því ásamt Christianr Ziege. Reuter