Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 4
20 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 UV jptnstundir og heilsurækt Afródans vinsælastur í Kramhúsinu: Trommuleikarar í leikfimitíma - áhersla á mýkt og taktfasta tónlist „Við erum með allskyns likamsrækt, bæði | dans, leikfimi, jóga, tangó og afró en þó mest !( með dans og leiklist, bæði barna og fullorð- inna,“ sagði Hafdís Árnadóttir sem rekur Kramhúsið. Aðspurð sagði hún afróið vinsælast en það eru afrískir dansar. Maðurinn sem kennir það er frá Jamaica. „Þetta eru vestur afrískir dans- ar sem eru ekki tæknilega flóknir og henta því öllum. Það eru trommuleikarar sem leika með svo þetta eru orkumiklir timar með hröðum takti og mikilli hreyfingu,“ sagði Hafdís. Að sögn Hafdísar er tónlistarleikfimin álíka vinsæl og afróið. „Hún er bland af dansi, hefð- bundnum leikfimiæfingum og slökun. Hún er t.d. miklu mýkri en eróbikk og byggð upp á allt öðrum takti. Tónlistin er ekki diskókennd heldur mikið frá Suður Afríku og leikfimin er mikið byggð upp á samba, salsa, grískum döns- um. Þama er því reynt á þol og styrk og mikið stuöst við takt. Leikfíminni fylgir einnig mikil I öndunarþjálfun og einhver raddbeiting, þetta eru mjög orkugefandi æfingar," sagði Hafdís. I Bakveiki og grindargliðnun „Við erum einnig með mjög sérhæföa tíma undir leiðsögn sjúkraþjálfara sem ætlaðir eru konum með grindargliðnum og bakverki sem I svo margar konur glíma við í dag,“ sagði Haf- dís. Hún sagði slíka tima tímar hafa reynst þessum konum mjög vel en í þeim fá þær t.d. mjög mikla einstaklingsráðgjöf. Kramhúsið tekur einnig að sér að hanna námskeið fyrir hópa sem þess óska á þeim tím- um sem henta. Sem dæmi um námskeið sem haldin hafa verið má nefna tangónámskeið fyr- ir félagasamtök, hreyfing og spuni fyrir unga knattspymumenn og afró fyrir heymarskerta. Kennarar Kramhússins hafa einnig haldið námskeið utan hússins, t.d. á leikskólum og helgarnámskeið úti á landi. -ingo Nýi solpallurinn í World Class hefur komiö sér vel á dögum sem þessum. Miklar framkvæmdir í gangi hjá World Class: Sólpallur með heitum pottum og sturtu - auka þjónustuna með sjúkraþjálfara og læknaráðgjöf „Við höfum nýlokið við að byggja 125 fer- metra sólpall sem snýr í hásuður með tveggja metra háu grindverki allt í kring. Þar verða settir upp tveir heitir pottar og sturta og þar verður aðstaða til að liggja í sólbaði, halda grill- veislur o.fl. Algjör sælureitur,“ sagði Björn Kr. Leifsson í World Class. „Nú erum við einnig I með sjúkraþjálfara í fullu starfi á okkar snærum sem tekur að sér ráðgjöf og þjálfun fólks í salnum og emm að fara í samstarf við lækna þannig að það verður einnig boðið uppá læknaráð- gjöf, endurhæfingu og annað í þeim dúr. Þetta veitir okkur ákveðna viður- kenningu á okkar starfsemi, en við erum jafnframt með sjö lærða íþróttakennara i fullu starfi," sagði Björn. Hann bætti því við að það væri líka búið að auka þjónustuna töluvert á öðr- um sviðum, t.d. héfur verið bætt úr brýnni þörf á fleiri bílastæðum við húsið og boðið er upp á morgúnverðar- og hádegishlaðborð þar sem uppistaðan er hollt fæði. „Við ætlum jafnframt að taka upp tima í spinning, sem er nýjasta æðið í heilsu- rækt í heiminum nú. Það eru 45 mín. tímar á sérstökum spinning hjólum með kennara og tónlist. Spinning er einfalt og skemmtilegt og auðvelt að læra,“ sagði Björn. -ingo „Viö ætlum jafnframt aö taka upp tíma í spinning, sem er nýjasta æðið í heilsu- rækt í heiminum nú,“ segir Björn í viötalinu. Hóptímar ungir laglausir sem lagvísir Einkatímar Hópnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna Barna- og unglinganámskeið aldursskipt söngnámskeið Einsöngsnám fyrir byrjendur og lengra komna Sveifludeild söngleikjatónlist, gospel, jass og blues Sönghópur Móður jarðar gospel og heimstónlist • • • Jass • blues í vetur mun kanadíska jass/blues söngkonan Tena Palmer kenna við skólann - frábær söngkona sem unnið hefur til fjölda verðlauna fyrir söng sinn! Söngsmiðja fyrir hressa krakka • • • ••••••••••••• Söngur, tónlist, hreyfing, leikræn tjáning. Námskeiðin eru aldursskipt frá fimm ára aldri og 'z JTF'S eru góður undirbúningur fyrir áframhaldandi tónlistarnám. Börnin öðlast meira sjálfstraust og einbeitingarhæfni eykst. SOIUGSIVIIÐJAni ehf Söngskóli og söngsmiðja HVERFISCÖTU 76 REYKJAVÍK A Upplýsingar og innritun í síma: 561 2455 • faxi: 561 2456 eða á skrifstofu skólans, virka daga frá kl. 11 -18. C3 r Stúdíó Agústu og Hrafns stækkar um 240 fermetra: Glænýr tækjasalur og stór vatnsgufa - áhersla á einkaþjálfun og sjúkraþjálfari í fastri stöðu „Viö erum nýbúin aö stækka húsnæðið um 240 fermetra og opna glæsileg- an tækjasal í kjölfariö,“ segir Ágústa í viðtalinu. DV-mynd JAK „Við erum nýbúin aö stækka hús- næðið um 240 fermetra og opna glæsilegan tækjasal í kjölfarið. Hingað til hafa viðskiptavinir okkar einungis komist í tækin i skipulögð- um tímum en nú geta þeir notað tækjasalinn hvenær sem þeim hent- ar,“ sagði Ágústa Johnson hjá Stúd- íói Ágústu og Hrafns, í samtali við blaðamann. Búið er að stækka húsnæðið í norðurátt, þ.e. í átt að Suðurlands- brautinni, þannig að nú hefur stöð- in alla hæðina til afnota. „Önnur nýjung hjá okkur er að opna alltaf klukkan sjö á morgnana til að koma til móts við þarfir þeirra sem vilja byrja daginn snemma og koma til okkar áður en þeir fara í vinnuna. Svo erum við nýbúin að setja upp stóra vatnsgufu þar sem viðskipta- vinir okkar geta slakað á og haft það notalegt og höfum ráðið til okk- ar sjúkraþjálfara I fasta stöðu sem bæði verður með opna ráðgjöf fyrir korthafa og einkatíma," sagöi Ágústa. Einkaþjálfun nýtur vax- andi vinsælda Hún sagði að jafnframt yrði lögð meiri áhersla á einkaþjálfun í haust og vetur. „Við erum komin með sér- staka aðstöðu fyrir einkaráðgjöf og verðum í auknum mæli með einka- þjálfun, bæði ég og Hrafn. Hún byggist mikið upp á aðhaldi, að vera stuðningur og aðhald fyrir viðkom- andi,“ sagði Ágústa. Hún sagði það helst vera of þungar konur sem nýttu sér slíka einkaráðgjöf sem fyr- ir utan ráðgjöfina og aðhaldið felur í sér vigtun, skokk utandyra, að lyfta lóðum og gera æfmgar. Aðspurð sagði hún hvern tíma í einkaþjálfun kosta 1500 krónur en algengt er að fólk mæti einu sinni í viku um tveggja mánaða skeið. „Það á sérstaklega við um konur sem vilja léttast mikið, t.d. um 20 kíló, og þurfa aðhald. En svo eru e.t.v. aðrir sem vilja fá leiðbeiningar um hvernig þeir eigi að æfa og fá upp- lýsingar um hvað þeir eigi að leggja áherslu á. Þeir mæta kannski þrisvar í viku í tvær vikur bara til að koma sér vel af staö,“ sagði Ágústa. Auk þessara nýjunga verður fjöl- breytt dagskrá í boði í vetur með yfir eitt hundrað tímum í fjórum sölum sem allir verða þéttskipaðir frá 9-22. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.