Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Side 64
JFjérfaMw | I. mnningwr f/ Vertu víðháínin) vinntngi Vinningstölur 22 KIN FRÉTTASKOTIÐ SlMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í sima 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagbíað LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 Lánasjóðsmálið: Titringur á flokksþingi Deila stjórnarflokkanna um breyt- - togar á útlánareglum Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, sem og lækkun endurgreiðslu lána, er óleyst. Fram- sóknarmenn vonuðust til að sam- komulag tækist áður en flokksþing- ið hæfist en menntamálaráðherra gaf ekki eftir og allt situr fast. Þingmennirnir Ólafur Örn Haralds- son og Hjálmar Árnason sögðu í sam- tali við DV í gær að ef deilan leystist ekki meðan á flokksþinginu stæði væri komin upp alvarleg staða. Tillög- ur um LÍN-málið, sem liggja fyrir þinginu, sem og afstaða ungra fram- sóknarmanna séu með þeim hætti að eftir flokksþingið geti Framsóknar- flokkurinn ekki bakkað í málinu. Árni Gunnarsson, aðstoðarmaður .^félagsmálaráðherra og einn af for- fngjum ungra framsóknarmanna, sagði að þingmenn flokksins hefðu lofað að tekin yrði upp samtíma- greiðsla og endurgreiðsla yrði lækk- uð. Þetta væri ekki hægt að svíkja. -S.dór - sjá nánar á bls. 2 Ferskir bændur semja við " Hagkaup Hagkaup og Félag ferskra fjár- bænda hafa gert samning um kaup og sölu á fersku dilkakjöti á kom- andi ári. Um er að ræða tvöfalt meira magn en samið var um í ár milli Hagkaups og Félags sauðfjár- bænda í V-Húnavatnssýslu, eða um 400-500 dilka á viku. Bændur i Dalasýslu og Stranda- sýslu eru nú einnig aðilar að samn- ingnum en þeir hafa stofnað Félag ferskra fjárbænda með bændum i V- Húnavatnssýslu. -bjb L O K I 18 ára piltur sem lét höggin dynja á afgreiðslustúlku í söluturni í sumar: Ákæra fyrir að slá með hamri í höfuð stúlku - hefði gengið af mér dauðri ef viðskiptavin hefði ekki borið að, sagði stúlkan 18 ára piltur hefur verið ákærð- ur fyrir rán og stórfellda líkams- árás með þvl að hafa ráðist á af- greiðslustúlku og barið hana ít- rekað í höfuðið með hamri og tæmt peningakassa í sölutumin- um að Hraunbergi 4 í Breiðholti þann 9. júli síðastliðinn. Stúlkan hlaut sprungu á framanverða hauskúpuna, sár á ennið og mar á höfði, baki og úlnlið. Pilturinn, sem var 17 ára er hann framdi verknaðinn, var talinn hafa verið undir áhrifum fíkniefna og var handtekinn á heimili sínu skömmu síðar. Hinni tvítugu afgreiðslustúlku, Unni Bimu Reynisdóttur, sagðist svo frá í viðtali við DV eftir verknaðinn: „Þetta var hræðileg lífsreynsla. Hann réðst allt í einu inn í sjopp- una með lambhúshettu á höfðinu og áður en ég vissi af þá lamdi hann mig með hamrinum í höfuð- ið. Ég kom fyrst höndum fyrir andlit mér en hann hélt áfram að slá mig þar sem ég lá og í öðm og þriðja höggi sló hann mig fast í höfuðið. Þá allt í einu kom maður inn í sjoppuna og þá hljóp strák- urinn út. Ef maðurinn hefði ekki komið að er ég viss um að strák- urinn hefði gengið af mér dauðri." Hinn ákærði piltur náði að taka 40 þúsund krónur úr peninga- kassa áður en hann flúði út, sam- kvæmt sakargiftum. Framan- greindur viðskiptavinur, sem bar að garði á heppilegum tíma, veitti piltinum síðan eftirför á bifreið - að heimili piltsins. Þegar lögregl- an kom svo á vettvang hafði hann skipt um föt. Hann viðurkenndi að hafa komið í sjoppuna en neit- aði að hafa ráðist á Unni. Sam- kvæmt upplýsingum DV hefur sakbomingurinn ekki hlotið refsi- dóma áður. Réttarhöld heijast á næstunni í Héraðsdómi Reykja- vikur. -Ótt Grandi bauð reykvískum grunnskólabörnum í heimsókn í gær að skoða starfsemi fyrirtækisins. Ymisiegt bar fyrir augu, meðal annars þennan gríöarlega beinhákarl með golþorsk uppi í sér. Beinhákarlinn er 8 metra langur og veiddist á Halamiðum fyrir hálfum mánuði á einum togara Granda. Hér gægist einn nemandinn upp í opið ginið á hákarlinum. Aðdáunin leynir sér ekki í svip nemandans. DV-mynd Pjetur Sakamálið í Istanbúl: Halim ætl- ar að láta dæturnar bera vitni Halim A1 hefur óskað eftir að dætur hans, Rúna og Dagbjört, beri vitni í sakamálinu sem saksóknari i Istanbúl hefur höfðað á hendur honum vegna umgengnisréttar- brota. Hann hefur einnig óskað eft- ir að þriðja „varnarvitnið" komi fyrir sakadóm. í vikunni frestaði sakadómari réttarhöldum í sakamálinu til 23. desember. Hvort dæturnar munu bera vitni á þeim degi eða fyrr eða hvort þær fá það yfirhöfuð er hins vegar óljóst. í viðtali við DV í dag lýsir Halim yfir áhyggjum sínum vegna dætra sinna ef svo fer að sakadómur dæm- ir hann í fangelsi. - sjá fréttaskýr- ingu á bls. 4. -Ótt Veður á sunnudag: Austan- eöa noröaustan- gola eða kaldi Á morgun verður austan- og norðaustangola eða kaldi en stinn- ingskaldi og smáél við suðurströndina en annars þurrt að méstu. Frost verður 2 til 10 stig. Veður á mánudag: Frost og kuldi Á mánudag verður hæg breytileg átt og léttskýjað víða um land, stöku él norðaustanlands en annars þurrt. Frost verður 4 til 14 stig. Veður í dag er á bls. 65.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.