Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1997, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1997
21
Getraunir:
Enski
boltinn
x2x xx2 212 2xx1
Lottó 5/38:
1 13 2028 33 (29)
Þrír nýliðar
hjá Vöndu
í Portúgal
Vanda Sigurgeirsdóttir, lands-
liösþjálfari kvenna í knatt-
spymu, hefur valið 17 manna
hóp til að taka þátt í lokaundir-
búningi fyrir æfingaferð liðsins
til Portúgal. Hópurinn lítur
þannig út:
Ásgerður Ingibergsdóttir.Val
Ásthildur Helgadóttir .. Breiðablik
Auður Skúladóttir .... Stjðrnunni
Bergþóra Laxdal..........Val
Erla Hendriksdóttir ... Breiðabliki
Guðrún Jóna Kristjánsd...KR
Katrín Jónsdóttir .... Breiðabliki
Magnea Guðlaugsdóttir.....ÍA
Margrét Ákadóttir ........ÍA
Ragna Stefánsdóttir.......KR
Margrét ÓMsóttir .... Breiöabliki
Rósa Steinþórsdóttir.....Val
Sigfríður Sophusd. ... Breiöabliki
Sigríður Pálsdóttir.......KR
Sigrún Óttarsdóttir . .. Breiðabliki
Sigurlín Jónsdóttir ......KR
Steindóra Steinsdóttir....ÍA
íþessum hópi eru þrír nýlið-
ar; Bergþóra Laxdal, Margrét
Ákadóttir og Rósa Steinþórsdótt-
ir.
ísland mætir Danmörku 10.
mars, Noregi 12. mars og Finn-
landi 14. mars og þann 16. verð-
ur leikið um sæti.
-GH
Bjarki skoraði
og lagði upp tvö
Bjarki Gunnlaugsson átti
mjög góðan leik við mark
Waldorf Mannheim gegn Zwic-
kau í þýsku 2. deildinni í knatt-
spymu á laugardaginn þar sem
Mannheim vann stórsigur, 4-0.
Bjarki skoraði ijórða markiö og
lagði upp fyrsta og þriðja mark-
ið fyrir félaga sína. Að sögn
Bjarka var þetta besti leikur
hans með Mannheim í vetur.
-GH/DVÓ
Linta kominn
á Skagann
Aleksanda Linta, 21 árs gam-
all Júgóslavi, kom til landsins í
gærkvöldi en hann mun leika
með íslandsmeistumm ÍA í
knattspyrnu í sumar.
Eins og DV greindi frá í síð-
ustu viku hefur Ivan Golac, hinn
nýi þjálfari ÍA, fylgst meö Linta
um hríð og talið hann geta styrkt
lið meistaranna. Linta er vinstri
kantmaður og þykir mjög snjall
enda vora mörg lið í 1. deildinni
í Júgóslavíu á eftir honum.
-GH
ÍA hefur rætt
við Newcastle
Skagamenn era að leita fyrir
sér að framheija erlendis frá og
er honum væntanlega ætlað að
fylla skarð Bjarna Guðjónssonar
sem er á leið í atvinnumennsk-
una.
Forráðamenn ÍA sögðu við DV
í gær að ekkert væri á hreinu
hvert Bjami færi en eins og
margoft hefur komið fram hafa
Liverpool og Newcastle borið ví-
umar í Bjama.
Samkvæmt heimildum DV
hafa forráðamenn ÍA verið í
sambandi við Newcastle um
hugsanleg kaup liðsins á Bjama
svo eins og staðan er i dag era
meiri líkur á að Bjami gangi í
raöir Newcastle. -GH
höfn
Petr Baumruk og Bjarni
Frostason sigurvissir á
varamannabekk Hauka hálfri
mínútu fyrir leikslok. Haukar
uröu tvöfaldir bikarmeistarar í
handbolta á laugardag, þæöi í
karla- og kvennaflokki. A litlu
myndinni lyftir Siguröur
Gunnarsson, þjálfari Hauka,
bikarnum sem hann hefur
unniö sem leikmaöur og
þjálfari sex sinnum í sex
tifraunum. DV-myndir BG
Sjá bls. 22, 23, 24 og 25.
Æðri máttarvöld
sendu okkur
hamingjuóskir
Haukamir héldu mikla og
glæsilega sigurhátíð á veitinga-
staðnum Fjöranni í Hafnarfírði
á laugardagskvöldið. Þar var
margt til gamans gert og meðal
annars skotið upp flugeldum ut-
andyra.
f fréttum í gærmorgun var
greint frá tveimur sterkum jarð-
skjálftum sem fundust vel í
Hafharfirði og Haukamenn vora
ekki lengi að tengja þá við
Haukadaginn sem var i Höllinni
á laugardaginn.
„Æðri máttarvöld voru að
senda okkur hamingjuóskir og
sendu sitt hvom skjálftann, einn
fyrir karlaliöið og einn fyrir
kvennaliðið," sögðu Haukarnir.
-GH
Jóhannes
lagði Kristján
Jóhannes B. Jóhannesson
vann góðan sigur, 2-0, á
Kristjáni Helgasyni í úrslitaleik
fiórða stigamóts vetrarins í
snóker í gær. Ásgeir Ásgeirsson
og Ágúst Ársælsson urðu í þriðja
til fjórða sæti.
Kristján heldur þó naumri
forystu í stigakeppninni, er með
166.000 stig gegn 164.000 hjá
Jóhannesi. í þriðja sæti er
Jóhannes R. Jóhannesson með
74.000 stig, Ásgeir Ásgeirsson er
fjórði með 49.624 og Bernharð
Bemharðsson er í fimmta sæti
með 34.718 stig. -VS
Lúðvík Geirsson, formaður Hauka, á mestu sigurstund félagsins:
Stundum verða draum-
arnir að veruleika
- verðum í baráttunni á toppnum um einhver ókomin ár
„Ég er sannfærður um að félagið
hefur aldrei risið eins hátt í sinni
sögu og á þessu augnabliki," sagði
Lúðvík Geirsson, formaður Hauka, í
samtali við DV á laugardaginn eftir
að handknattleiksfólk félagsins
hafði unnið tvo bikara í Laugardals-
höllinni með nokkurra klukkutíma
millíbili. Fyrst unnu stúlkumar Val
í úrslitaleik, 16-13, og síðan vann
karlaliðið KA, 26-24.
„Þetta er auðvitað eitthvað sem
mann hefur dreymt um og stundum
verða draumamir að veruleika. Ég
er sannfærður um að félagið hefur
það sterkan bakgrann og öflugt lið í
kringum sig að við verðum í barátt-
unni á toppnum um einhver ókom-
in ár. Það er mín sannfæring."
- Það er gömul klisja í Hafnar-
flrði að FH sé stóri bróðir. Er
búið að hnekkja henni?
„Ja, það er misskilningur sem er
rétt að leiðrétta hér og nú að Hauk-
ar eiga bara einn bróður og það er
Valur og hann er okkar stóri bróðir.
FH hefur hins vegar verið okkar
keppinautur í gegnum tíðina og ég
tel að einmitt vegna þess að þessi fé-
lög hafa verið sterk alla tið hafi
Hafnarfjörður haldið þessari geysi-
lega sterku stöðu sem handbolta-
bær.“
- Og nú eruð þið á toppnum en
ekki FH-ingar.
„Já, það era skin og skúrir í því
og ég held að það sé fyrst og fremst
að þakka mjög öflugu starfi í félags-
legri uppbyggingu innan félagsins,
ekki síst í handknattleiksdeildinni.
Þar eiga menn eins og formaðurinn,
Þorgeir Haraldsson, langstærstan
hlut að máli. Þetta hefur verið mik-
il og markviss vinna en að láta sig
dreyma um að hún skilaði sér með
þessu móti - það hefði mátt segja
mér það tvisvar í upphafí. En það
sýnir hvað er hægt þegar farið er
skipulega í starfið," sagði Lúðvík
Geirsson.
-VS