Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1997, Síða 22
34
FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1997
Afmæli
Páll Skúlason
Páll Skúlason heimspekiprófess-
or, Reynihlíð 6, Reykjavík, varð
efstur í rektorskjöri HÍ og er, ásamt
Jóni Torfa Jónassyni, í kjöri við
seinni umferð kosninganna.
Starfsferill
Páll fæddist á Akureyri 4.6. 1945.
Hann lauk stúdentsprófi frá MA
1965, Bachelier en philosopie frá
Université Catholique de Louvain í
Belgíu 1967, Licencidé en
philosophie 1969 og doktor frá sama
skóla 1973.
Páll varð lektor í heimspeki við
HÍ 1971 og skipaður prófessor þar
1975. Hann hefur haft umsjón með
kennslu í heimspekilegum for-
spjallsvísindum í flestum deildum
HÍ frá 1975 og var í forstöðu fyrir
heimspekikennslu til BA-prófs
1975- 92.
Páll var forseti heimspekideOdar
HÍ 1977-79, 1985-87 og 1995-97, sat í
Byggingamefnd háskólaráðs
1976- 86, í stjóm Norrænu heim-
spekistofnunarinnar frá 1980, í
stjórn Félags háskólakennara
1981-84, varaformaður 1982-83, for-
maöur 1983-84, jafnframt formaður
Félags áhugamanna um heimspeki
1981-86, stjómar Menningarsjóös
útvarpsstöðva 1986-90, og stjómar
Háskólabókasafns 1986-91 og
1991-93, í nefnd um Stofnun Sigurð-
ar Nordals 1986, í Vísindasiðanefnd
Læknafélags íslands frá
1986, formaður stjóAiar
Siðfræðistofnunar frá
1989, og jafnframt for-
maður Kennslumála-
nefndar háskólaráðs frá
1992, stjórnar Framtíðar-
stofhunar frá 1996 og
stjómar „Reykjavík
menningarborg Evrópu
árið 2000” frá 1997.
Helstu rit Páls eru Du
Cercle et du Sujet, dokt-
orsritgerð 1973; Hugsun
og vemleiki, 1975; Pæl-
ingar, 1987; Pælingar II, 1989; Sið-
fræði, 1990; Sjö siðfræðOestrar,
1991; Menning og sjálfstæði, 1994; í
skjóli heimspekinnar, 1995. Þá er
væntanleg á ensku útgáfa á ritgerð-
arsafni hans, Saga and PhOosophy.
Fjölskylda
PáO kvæntist 14.8. 1965 Auði Þ.
Birgisdóttur, f. 13.2. 1945, deOdar-
stjóra við Ferðaskrifstofu íslands.
Hún er dóttir Birgis Finnssonar, f.
19.5. 1917, fyrrv. alþm., og Amdísar
Ámadóttur, f. 22.5. 1921, húsmóður.
Böm Páls og Auðar em Birgir, f.
16.9. 1966, BS í lífefnafræði og
starfsmaður við íslenska erfða-
greiningu; Kolbrún Þorbjörg, f. 22.5.
1971, BA í heimspeki en maður
hennar er Róbert H. Haraldsson,
lektor í heimspeki við HÍ; Andri
PáU, f. 7.9. 1974, nemi við
Handíða- og myndlista-
skólann í Reykjavík en
kona hans er Þóra Bryn-
dís Þórisdóttir, nemi við
HÍ.
Bamaböm Páls og Auðar
em Sunna Ösp, Auður
Kolbrá, Sóley Auður,
Sindri PáO og RagnhUd-
ur.
Systkini Páls eru Magn-
ús, f. 31.10.1939, geðlækn-
ir og yfirlæknir á Sogni;
Margrét, f. 29.5. 1943,
kennari í Reykjavík; Þórgunnur, f.
22.9. 1951, útgáfustjóri í Reykjavík;
Skúli, f. 11.11. 1958, líffræðingur að
Hólum í Hjaltadal og doktor í fiski-
fræði.
Foreldrar Páls: Skúli Magnússon,
f. 27.3. 1911, d. 15.4. 1986, kennari á
Akureyri, og Þorbjörg Pálsdóttir, f.
6.4.1914, húsmóðir.
Ætt
Skúli var bróðir Höskuldar, föð-
ur ÞórhaUs, prests á Akureyri.
Skúli var sonur Magnúsar, b. á
Skriðu í Hörgárdal, bróður Gísla,
afa Friðfinns Gíslasonar leikara.
Systur Magnúsar vom Septína,
amma Bemharðs Haraldssonar,
skólameistara VM, og Jónasína,
amma rithöfundanna Ingimars Er-
lendar og Birgis Sigurðssona.
Magnús var sonur Friðfinns, b. í
Hátúni Gíslasonar, bróður Liiju,
móður Friðfinns Guðjónssonar leik-
ara, afa Ragnars Aðalsteinssonar
hrl.
Móðir Skúla var Friðbjörg Jóns-
dóttir, hreppstjóra í Skriðu Jóns-
sonar, b. á Kalastöðum á Hvalfjarð-
arströnd Jónssonar. Móðir Frið-
bjargar var Steinunn Friðfinnsdótt-
ir, b. á Skriðu, afa Þorláks, langafa
Bjöms Th. Bjömssonar. Friðfinnur
var sonur Þorláks, dbrm. á Skriðu
HaUgrímssonar, bróður Gunnars,
afa Tryggva Gunnarssonar og
Kristjönu, móður Hannesar Haf-
stein.
Þorbjörg er dóttir Páls, oddvita á
Víðidalsá Gíslasonar, b. þar Jóns-
sonar, b. þar Jónssonar. Móðir Páls
var Sigríður Jónsdóttir, b. á Lauga-
bóli Jónssonar, b. á Fjarðarhomi
Ámasonar, umboðsmanns í Æðey
Jónssonar, sýslumanns í Reykja-
firði Amórssonar. Móðir Jóns á
Fjarðarhomi var Elísabet Guð-
mvmdsdóttir, b. í Amardal Bárðar-
sonar, ættfóður Arnardalsættarinn-
ar IUugasonar.
Móðir Þorbjargar var Þorsteins-
ína, systir Jóns, fóður Hjartar Lín-
dal, skólastjóra á Akureyri. Þor-
steinsína var dóttir Brynjólfs, b. á
Broddadalsá Jónssonar af Ennis-
ætt. Móðir Þorsteinsínu var Ragn-
heiður Jónsdóttir, b. í Broddanesi
Magnússonar.
Páll Skúlason.
Andlát
Sigvaldi Halldórsson
Sigvaldi HaUdórsson
söðlasmiður, Aðalbraut
55, Raufarhöfn, lést þann
8.4. sl. Útför hans fer
fram frá Raufarhafnar-
kirkju laugardaginn 19.4.
kl. 14.
Starfsferill
Sigvaldi fæddist að
FlautafeUi í Þistilfirði 1.3.
1908 en fluttist á fyrsta
ári með foreldrum sínum
að Svalbarðsseli í sama firði og ólst
þar upp.
Sigvaldi stundaði búskap í Sval-
barðsseli á ámnum 1936-49 og á
þeim tíma byggði hann
upp öU hús jarðarinnar
og stækkaði tún.
Árið 1949 fluttist Sigvaldi
með fjölskyldu sinni tU
Raufarhafnar þar sem
hann stundaði framan af
ýmsa vinnu, en síðar
mest fiskvinnu. Árið
1966 var hann við nám í
Fiskmatsskólanum og
starfaði síðan sem fisk-
matsmaður tU ársins
1975.
Sigvaldi lærði ungur söðlasmíði
hjá Einari Hjartarsyni frá Álandi
og stundaði hana ásamt annarri
vinnu og síðan eingöngu frá árinu
1975. Hann dvaldi á Sjúkrahúsinu á
Húsavík alfarið frá 1993.
Fjölskylda
Sigvaldi kvæntist 9.6. 1939 Guð-
nýju Soffiu Þorsteinsdóttur, f. 30.4.
1921, d. 26.10. 1996, húsmóöur frá
Brekknakoti. Hún var dóttir Þor-
steins Stefánssonar, b. í Brekkna-
koti í Þistilfirði, og k.h., Jóhönnu
Sigfúsdóttur, húsmóður þar.
Sigvaldi og Guðný eignuðust fjög-
ur böm. Þau eru Aðalsteinn Jón
Sigvaldason, f. 5.11.1938, sjómaður á
Raufarhöfn, kvæntur Sigríði Hrólfs-
dóttur og eignuðust þau tvo syni;
Sigurveig María Sigvaldadóttir, f.
Sigvaldi
Halldórsson.
I tilefni fimm ára afmælis Krakkaklúbbs DV bjóöa hann og Stjörnubíó öllum krakkaklúbbsmeölimum í bíó allar helg-
ar í apríl. Myndin sem boöiö er upp á er Gullbrá og birnirnir þrír. Krakkar á landsbyggöinni, sem ekki komast í bíó,
fá í staöinn tvo gómsæta Hlunka frá Kjörís. Krakkaklúbbsmeölimir geta nálgast bíómiöana í Þverholti 11 laugardag-
inn 19. apríl og laugardaginn 26. apríl, milli klukkan 11 og 15. Á myndinni eru Tígri og Halldóra Hauksdóttir, umsjón-
armaöur Krakkaklúbbsins, í hópi krakkaklúbbsmeölima sem voru aö ná sér í bíómiöa. Þaö er Ragnar Ingi sem tek-
ur viö bíómiðum úr loppu Tígra.
17.4. 1942, húsmóðir og starfsmaður
Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri, gift Sigfúsi Jónassyni og eiga
þau þijá syni; Jóhann Guðni Sig-
valdason, f. 21.7. 1946, sjómaður í
Grindavík, kvæntur Pálínu Vals-
dóttur og eiga þau einn son auk
þess sem Jóhann á fjóra syni frá
fyrra hjónabandi; Hólmgrímur
Svanur Sigvaldason, f. 25.5. 1955, út-
gerðarmaður í Grindavík, kvæntur
Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur og á
Hólmgrímur þrjú böm frá fyrra
hjónabandi.
Þá ólu Sigvaldi og Guðný upp
sonarson sinn, Friðrik Sæmund Jó-
hannsson, f. 20.2. 1970, sjómann í
Keflavík, og á hann eina dóttur.
Systkini Sigvalda voru fjögur:
Þorbjörg, f. 3.1. 1910, lengi húsfreyja
í Ártúni á Langanesi, nú búsett á
Þórshöfh; Kristján, f. 26.9. 1912, nú
látinn, smiöur á Akureyri; Sæ-
mundur, f. 26.10. 1914, nú látinn,
smiður og múrari á Raufarhöfn;
Ingibjörg, f. 8.5. 1917, húsmóðir á
Þórshöfn.
Foreldrar Sigvalda vora Halldór
Kristjánsson, f. 11.3. 1878, d. 24.12.
1967, bóndi í Svalbarðsseli, og k.h,
Sigurveig Sigvaldadóttir, f. 23.6.
1874, d. 4.2. 1953, húsfreyja.
Halldór og Sigurveig fluttu með
Sigvalda, syni sinum, til Raufar-
hafnar og voru hjá honum lengst af
það sem þau áttu þá ólifað.
Ætt
Foreldrar Halldórs voru Krisfján,
b. í Kollavík og víðar í Þistilfirði,
Jóhannesson og k.h. Sigríður Jónas-
dóttir húsmóðir.
Foreldrar Sigurveigar voru Sig-
valdi Eiriksson og Ingibjörg Jóns-
dóttir sem bjuggu allan sinn búskap
í Hafrafellstungu. Eiríkur var frá
Hafrafellstungu, Sigvaldason, Sig-
valdasonar, b. þar, Eiríkssonar, b. á
Ketilsstöðum í Jökulsárhlið og á
Hauksstöðum á Jökuldal, Styrbjam-
arsonar. Kona Eiríks var Herborg
frá Grímsstöðum á Fjöllum, Sigurð-
ardóttir, b. þar, Jónssonar.
Til hamingju
með afmælið
18. apríl
80 ára_______________ _
Þorsteinn Guðlaugsson,
Laugamesvegi 92, Reykjavík.
70 ára
Sigurvin Ingvi Guðjónsson,
Höfðabraut 16, Akranesi.
60 ára
Bjarni Sigfússon,
Ásbraut 19, Kópavogi.
Örn Smári Amaldsson,
Sæbraut 19, Seltjarnarnesi.
Guðný Eyjólfsdóttir,
Smáragrand 20, Sauðárkróki.
Sigrlður Jónatansdóttir,
Fomastekk 9, Reykjavík.
Heiða Elín Aðalsteinsdóttir,
Lagarási 26, Egilsstöðum.
Hún er að heiman.
50 ára
Þórólfur Kristjánsson,
Hraunhvammi 6, Hafnarfirði.
Nathanael B. Ágústsson,
Lyngheiði 17, Hveragerði.
Jón Viðir Njálsson,
Eyrargötu 15, Suðureyri.
Jón Þorgeir Guðmundsson,
Vesturgötu 15, Ólafsfirði.
Guðbjörg Karlsdóttir,
Bleiksárhlíð 21, Eskifirði.
Árni Sigurjónsson,
Unufelli 18, Reykjavík.
40 ára
Helga Fanney Sveinsdóttir,
Nesgötu 38, Neskaupstað.
Jóhann Már Hektorsson,
Vesturhúsum 4, Reykjavík.
Óskar ísfeld Sigurðsson,
Álfheimum 40, Reykjavík.
Hildigunnur H. Gunnars-
dóttir,
Bjarmalandi 11, Reykjavík.
Guðmundur Kristinn Gísla-
son,
Leiðhömrum 14, Reykjavík.
Jóhanna V. Þórhallsdóttir,
Fjölnisvegi 4, Reykjavík.
--------’WWWWWWl
Smáauglýsinga
DV
er opin:
• virka daga kl. 9-221
• laugardaga kl, 9-14
• sunnudaga kl. 16-22
Skilafrestur smáauglýsinga
er fyrir kl, 22 kvöldið fyrir
birtingu.
Attl. Smáauglýsing í
Helgarblað DV veröur þó að
berast okkur fyrir kl. 17 á
föstudag.
Smáauglýsingar
irsx*i
550 5000