Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1997, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1997 23 íþróttir Helgi kom skemmti- lega á óvart - og vann fyrstu landsglímu vetrarins Helgi Kjartansson úr HSK kom á óvart á laugardaginn þegar hann sigraöi í fyrstu landsglimunni cif fjórum í vetur en hún fór fram að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Helgi hefur ekki áður sigrað í landsglímu og skellti mörgum kunnum köppum. Glímukóngurinn frá því í fyira, Ingibergur Sigurðs- son, hafnaði aðeins í fjórða sæti. Lokaúrslit urðu þessi: 1. Helgi Kjartansson, HSK...........6 2. Amgeir Friðriksson, HSÞ..........5 3. Jón B. Valsson, KR...............4 4. Ingibergur Sigurðsson, Víkverja .. 3 5. -6. Helgi Bjamason, KR ........1,5 5.6. Arngrímur Jónsson, HSÞ......1,5 7. Torfl Pálsson, HSK .............1 8. Ragnar Skúlason, HSÞ............1 Magnea Svavarsdóttir, HSK, sigr- aði Ingu Gerðu Pétursdóttur, HSÞ, í kvennaflokki. Þar var keppt í fyrsta skipti en þrátt fyrir að nokkrar væru skráðar til leiks mættu aðeins þessar tvær. Enn fremur féll niður keppni í unglingaflokki vegna mik- illa forfalla. Eftir þetta fyrsta mót er HSÞ efst í stigakeppni félaga, er með 7,5 stig. HSK er með 7 stig, KR 5,5 og Vík- verji 3 stig. -VS Badminton: ^ Tryggvi lagði Arna íslandsmeistarinn Tryggvi Nielsen sigraði Árna Þór Hallgrímsson í úrslitum í einliðaleik karla á fyrsta opna badmintonmóti vetrarins, einliðaleiksmóti TBR, sem fram fór um helgina. Ámi vann fyrstu lotima, 15-7, en Tryggvi hinar tvær, 15-12 og 15-11. Sveinn Sölvason vann Guðmund Adolfsson í leik um þriðja sætið. Brynja Pétursdóttir vann Rögnu Ingólfsdóttur í úrslitum í einliðaleik kvenna, 11-6 og 11-3. Elsa Nielsen vann Söru Jónsdóttur í leik um þriðja sætið. Helgi Jóhannsson sigraði i A-flokki karla, Eva Hrönn Petersen í A-flokki kvenna, Helgi Jónsson í B-flokki karla og Björk Kristjánsdóttir í B-flokki kvenna. Allir verðlaunahafar mótsins voru úr TBR. -VS Nielsen. Liö Gróttu KR hefur komiö á óvart þaö sem af er tímabilinu í 1. deild kvenna. Hér er eitt markanna gegn Haukum f uppsiglingu en liöiö stóö vel í íslandsmeisturunum á laugardaginn. DV-mynd Brynjar Gauti 1. deild kvenna í handknattleik: -Erum með Guðmundur vann ■__■ ^ ■_____ll Madsen í úrslitum llllllCISIlðllS Guðmundur E. Step- hensen úr Víkingi sigr- aði Dennis Madsen úr KR í úrslitaleik í meist- araflokki karla á Pepsi- mótinu í borðtennis, sem fram fór í TBR- húsinu í gær. Þeir Markús Ámason úr Víkingi og Kjartan Briem úr KRurðu í þriðja til fjórða sæti. Guðmundur E Stephensen. Emil Pálsson, Vík- ingi, vann Áma Siem- sen, Eminum, i úr- slitaleik í 1. flokki karla. í 2. flokki sigr- aði Ragnar Guðmunds- son úr KR, í byrjenda- flokki, Sigurður Bene- diktsson úr Víkingi og í eldri flokki sigraði Emil Pálsson úr Vík- ingi. -VS Tindastóll (40) 75 Njarðvík (42)78 0-8, 2-16, 13-22, 21-28, 30-30, 28-38, (40-42), 44-50, 49-52, 55-58, 59-68, 67-68, 69-73, 75-75, 75-78. Stig Tindastóls: Jose Naranjo 20, Torrey John 19. Lárus D. Pálsson 10, Sverrir Þór Sverrisson 10, Ómar Sigmarsson 8, Amar Kárason 5, Hinrik Gunnarsson 3. Stig Njarðvíkur: Dalon Bynum 25, Friðrik Ragnarsson 18, Kristinn Einarsson 9, Teitur Örlygsson 8, Jón J. Ámason 8, Logi Gunnarsson 8, Páll Kristinsson 2. Fráköst: Tindastóll 32 (Torrey 9), Njarövik 29 (Bynum 14). 3ja stiga körfur: Tindastóll 8/23, Njarðvik 4/16. Vítanýting: Tindastóll 19/23, Njarðvík 12/17. Dómarar: Kristinn Albertsson og Björgvin Rúnarsson, ágætir. Áhorfendur: 470. Maður leiksins: Dalon Bynum, Njarðvík. Góð skemmtun á Króknum Leikur Tindastóls og Njarð- víkinga var góð skemmtun. Gest- imir náðu strax i upphafi leiks góðri forystu og virtust hafa undirtökin í leiknum, þrátt fyrir að heimamenn réttu úr kútnum og tókst að skapa jafnan leik. Lokamínútumar vora æsispenn- andi, en það vora Suðumesja- mennimir sem reyndust sterk- ari þegar upp var staðið. ÞÁ/Sauðárkróki Útisigur hjá Drammen Drammen, lið þeirra Gunnars Gunnarssonar og Bjarka Sigurðs- sonar, sigraði Norrona, 20-23, í norsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik í gær. Róbert Rafhsson og félag- ar hans í Kristianstad lögðu Elver- um á útivelli, 13-15, en Herkules, lið Hrafnkels Halldórssonar tapaði fyr- ir Heimdal, 29-23. Tærtnes, lið Fanneyjar Rúnars- dóttur, vaxm góðan útisigur á Sjet- ne, 28-38, en Larvik, sem Kristján Halldórsson þjálfar, átti frí. Larvik er efst í deildinni með sjö sigra í jafnmörgum leikjum. -GH 1. DEILD KARLA Leiknir R.-Stafholtstungur . . . 72-56 Hamar-SnæfeU................72-84 Höttur-Breiðablik...........98-89 Höttur 3 3 0 269-231 6 Snæfell 2 2 0 164-129 4 Þór 2 2 0 189-167 4 Selfoss 1 1 0 85-71 2 Breiðablik 2 1 1 185-180 2 Leiknir R. 3 1 2 218-233 2 ÍS 2 0 2 141-158 0 Stjaman 1 0 1 57-80 0 Hamar 2 0 2 165-194 0 Stafholtst. 2 0 2 138-169 0 - Haukar í miklu basli með Gróttu KR „Þetta er oft svona, þegar maður sér að enginn annar ætlar að gera út um leikinn þá verður maður bara að klára þetta sjálfur," sagði Björg Gilsdóttir, sem ásamt Guðnýju Öglu Jónsdóttur tók að sér að ná í tvö stig fyrir Hauka gegn Gróttu KR á Seltjamamesi á laugardag. Grótta KR, sem hefur komið allra liða mest á óvart í vetur og átti fyr- ir leikinn möguleika á að sitja eitt í efsta sæti deildarinnar, veitti ís- landsmeisturam Hauka verðuga keppni í þessum leik. Liðið hefúr engar „stjömur“ innanborðs en andinn og viljinn er til staðar og mjög svo lofandi hæfileikar ungu stúlknanna, sem flestar era rétt um tvítugt. Björg skoraöi fjögur síöustu mörk Haukanna Jafht var á öllum tölum í fyrri hálfleik en Haukamir vora þó yfir- leitt fyrri til að skora. Grótta KR skipti um gír í seinni hálfleik, tók frumkvæðiö og það var ekki fyrr en 6 mínútur vora eftir af leiknum að þær Björg og Guðný tóku til sinna ráða. Guðný kom mjög sterk í mark- ið og varði á þessum tíma tvö víta- köst og Björg skoraði fjögur síðustu mörk Haukanna. „Þetta var mjög erfiður leikur. Við náðum ekki að stilla inn bar- ^ Góðir sigrar íslendingaliða Herbert Amarsson og félagar í Antwerpen unnu stórsigur á Leuven, 110-78, í belgísku 1. deildinni í körfhbolta um helg- ina. Antwerpen er nú efst ásamt fjórum öðrum liöum. í Danmörku vann íslendinga- liðið Odense sigur á BMS, 100-96, og er jafht fjórum öðrum liðum í 2.-6. sæti efstu deildar- innar. -VS áttu og gleði. Við erum með hunds- haus og í tómum leiðindum. Þetta er mjög ólíkt okkur og okkur geng- ur illa að ná okkur upp. Við erum með betra lið bæði á pappímum og reynslulega séð. En Grótta KR er með mjög gott lið, þetta era ungar og sterkar stelpur,“ sagði Björg Gilsdóttir, leikmaður Hauka, og var greinilega ekki sátt við gang mála hjá sínu liði í leiknum. Bestar í liði Gróttu KR vora Vig- dís Finnsdóttir markvörður, sem varði 16 skot og Ágústa Edda Bjömsdóttir. Hjá Haukum vora þær Björg og Guðný bestar ásamt Thelmu Áma- dóttur og vora þær einu leikmenn Hauka sem léku af eðlilegri getu í þessum leik. Mörk Gróttu KR: Ágústa Björnsdótt- ir 7, Anna Steinsen 5, Harpa Ingólfsdótt- ir 4, Helga Ormsdóttir 3, Edda Kristins- dóttir 1, Selma Grétarsdóttir 1 og Eva Hlöðversdóttir 1. Mörk Hauka: Thelma Ámadóttir 6, Björg Gilsdóttir 5, Judith Esztergal 4, Auður Hermannsdóttir 3, Hulda Bjarna- dóttir 3, Harpa Melsted 2, Tinna Halldórs- dóttir 1 og Hanna Stefánsdóttir 1. Létt hjá Stjörnunni Stjaman átti ekki í miklum vand- ræðum með að leggja ÍBV að velli á heimavelli sínum í Ásgarði. Loka- tölumar urðu, 30-21, en staðan í hálfleik var 15-7, Stjömunni í viL Tap gegn Litháen Unglingalandslið íslands í knattspymu tapaði í gær fyrir Litháen, 1-3, í lokaumferðinni í undanriðli EM í Finnlandi í gær. Bjarni Guðjónsson skoraði markið úr vítaspymu. Þar með fékk íslenska liðið ekki stig en það tapaði fyrir Austurríki, 0-2, og fyrir Finnlandi, 1-3. Það var Amar Hrafii Jóhannsson sem gerði markið gegn Finnum. -VS Mörk Stjörnunnar: Herdís Sigur- bergsdóttir 9, Ragnheiður Stephensen 9, Inga Björgvinsdóttir 3, Inga Fríða Tryggvadóttir 2, Björg Fenger 2, Hrund Grétarsdóttir 2, Sigrún Másdóttir 2, Anna Blöndal 1. Mörk ÍBV: Sara 10, Andrea Atladóttir 5, Sara Ólafsdóttir 3, Guðbjörg Guð- mannsdóttir 2, Stefanía Guðjónsdóttir 1. FH maröi Fram FH sigraði Fram í hörkuleik, 19-20, og var sigurmarkið skorað á sfðustu sekúndu leiksins. Staðan var jöfn í hálfleik. Mörk Fram: Hrafnhildur Sævarsdótt- ir 5, Þuríður Hjartardóttir 4, Svanhildur Þengilsdóttir 3, Hekla Daðadóttir 3, Svava Jónsdóttir 2, Steinunn Tómasdótt- ir 2. Mörk FH: Björk Ægisdóttir 6, Þórdís Brynjólfsdóttir 5, Eva Albrectsen 3, Haf- dís Hinriksdóttir 3, Hrafnhildur Skúla- dóttir 2, Dagný Skúladóttir 1. Víkingssigur á Hlíöarenda Víkingur vann Val á Hlíðarenda í gærkvöld, 23-28, í hörkuleik en þar vora Valsstúlkur yfir í hálfleik, 14-13. Mörk Vals: Gerður B. Jóhannsdóttir 7, Sonja Jónsdóttir 5, Brynja Steinsen 4, Anna G. Skúladóttir 2, Þóra B. Helgadótt- ir 2, Hafrún Kristjánsdóttir 1, Arna Grímsdóttir 1, Eivor Pála Blöndal 1. Mörk Víkings: Halla María Helga- dóttir 11, Heiða Erlingsdóttir 6, Guð- munda Kristjánsdóttir 4, Anna Kristín Ámadóttir 2, Kristín Guðmundsdóttir 2, Helga Brynjólfsdóttir 2, Heiðrún Guð- mundsdóttir 1. 1. DEILD KVENNA Haukar 7 5 1 1 185-159 11 Stjaman 7 4 2 1 142-125 10 FH 7 4 1 2 131-116 9 Grótta KR 6 3 2 1 93-94 8 Víkingur 7 3 1 3 153-153 7 ÍBV 6 2 0 4 151-160 4 Valur 7 1 1 5 114-124 3 Fram 7 0 2 5 126-145 2 Næsta umferð er leikin dag- ana 7.-8. nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.