Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Síða 9
JD"V FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 HLJÓIHPLpTll iiNEtimi Muzac/Guðmundur Pétursson: Ferskt og athyglisvert ★★★ Hinn frábæri gítarleikari Guðmundur Pétursson ríður hér á vaðið með sinni fyrstu sólóplötu sem er um margt sérstök. Flestir hefðu sjálfsagt búist við því að Guðmundur myndi gera blúsplötu en svo er ekki. Á breiðskífunni Muzac er að finna mikla til- raunastarfsemi og það er greinilegt að Guðmundur er óhræddur við að fara sínar eigin leiðir. Gítarleikurinn á plötunni er um margt sér- stakur. Guðmundur nær að ljá gitarnum nokkurs konar rödd og er hún rauði þráðurinn í gegnum plötuna án þess þó að verða yfirþyrm- andi. Guðmundi til aðstoðar á plötunni eru þeir Jóhann Hjörleifs- son sem leikur á allt slagverk og tekst vel upp. Á hljómborð leik- ur Jón Ólafsson og á bassanum er Róbert Þórhallsson og skila þeir sínu einnig vel. Það var kominn tími til að Guðmundur Pétursson gæfi út sólóplötu og mun hún sjálfsagt koma mörgum blúsaranum á óvart. En Guðmundur hefur eins og allir vita sterkar rætur í blúsgítarleik. Hann nær á breiðskífunni Muzac að fara mjög langt út fyrir það form og koma með ferskt og athyglisvert innlegg inn í islenska tónlist. Jón Atli Jónasson Maze/Harlem World: Nokkuð skotheld Vinsældir New York- rappsins eru með ólíkindum þessa daganna á meðan ekk- ert áheyrilegt virðist koma frá vesturströndinni sem er sjálfsagt enn að jafna sig eftir ótímabært fráfall Tupac Shakur. Lokun Death Row Records og neikvæð umfjöll- un um bófarapp þar vestra hefur sjálfsagt líka haft sitt að segja. í New York eru það upptökustjórarnir DJ Premi- er, The RZA og Puff Daddy sem standa að baki flestra þeirra rapptónlistarmanna sem eitt- hvað eru að gera af viti. Puff Daddy hefur þróað geysivinsælan rappstíl sem er nokkurs konar blanda af poppi og rappi og hefur jafnvel tekið þekkt popplög og breytt þeim lítilega með því að setja undir þau takta og rappa svo ofan á herlegheitin. Þetta hefur reynst honum happadrjúgt og á frumraun rapparans Mase er Puff Daddy allt i öllu. Hann sér um upptökustjóm á breiðskífunni Harlem World og tekur enga sjensa frekar en fyrri daginn. Hann veit hvað selur og veit hvað skal varast. Útkoman er nokkuð skot- held rappplata sem er í sjálfu sér ekkert slæmt. Mase er góður rappari og tekst vel upp. Besta lag plötunnar er lagið What You Want sem er klassískt Puff Daddy-lag. Harlem World er í heildina mjög vel heppnuð en ég hefði viljað heyra meira í Mase og minna í Puff Daddy. Jón Atli Jónasson Ýmsir/A life less ordinary: Mistæk ★★i, A life less ordinary er pökkuð af poppstjörnum svo ekki sé minna sagt. Ash, Prodigy, Underworld, Elvis, REM, Beck! Og allt er þetta ný lög! Mað- ur ætti því ekki að kvarta. Samt sem áður finnst manni að sum lögin eigi kannski bara heima i myndinni eins og t.d. Velvet Divorce sem sjálfsagt rífur sig upp þegar maður sér Ewan McCregor og Cameron Diaz haldast í hend- ur inní sólsetrið. Ég varð líka fyrir vonbrigðum með Underworld, REM, Cardig- ans og Ash. Allt eru þetta lög undir meðallagi þessarra sveita og má segja að einu lögin sem eitthvað kjöt er á séu lög Beck og Prodigy, bæði stórgóð. Annað sem vekur spurningar á þessarri plötu er að það vantar eitt lag og kannski besta lagið! Round Are Way eftir Oasis sem Ewan McCregor syngur í myndinni, er hvergi að finna á diskinum. Hvemig sem á það er litið hefur þetta samansafn laga skrýtna ímynd. Sem fylgifiskur myndarinnar vantar aðallagið og sem sam- ansafn laga „heitra“ hljómsveita vantar stefnu og þema. Þrátt fyrir alla þessa krítík hafði ég gaman af tónlistinni en vissulega hefði verið hægt að gera betur. Páll Svansson 3 lif?less, ordinary t*ck hjscievt |acksee ast seeake/ twi falk iffplosísB ren failkltss onricnííiK Ifee titfhsaos elró p/esfej a3 bs&ky iwu sijuKf ti aut úppeis tisfíi ★★Í WIM2*C Mnllst* Þú k@nnast við merkið Þegar þú stendur inni í plötubúð og rennir augunum yfir rekksnn sem hefur að geyma danstónlist, þá tekurðu fljótlega eftir því að á fæst- um plötuumslögunum er að finna mynd af tóniistarmönnunum. Það er ekkert sem getur sagt þér til um í fyrstu hvaðan þeir eru, hve marg- ir eru í hljómsveitinni eða hvers kyns tísku þeir aðhyllast í klæða- burði. Það eina sem þú hefur til hliðsjónar er vörumerki þeirra. Flestar ef ekki allar stærstu og vin- sælustu teknóhljómsveitir heims hafa nú sitt eigið lógó eða vöru- merki. Fáir myndu til dæmis þekkja meðlimi Daft Punk í sjón en allir kannast strax við vörumerkið þeirra. Það sama er að segja um hljómsveitir á borð við Orbital og The Chemiccd Brothers. í allri kynningu á hljómsveitunum hefur gríðarleg áhersla verið lögð á vöru- merki þeirra. Alls kyns varningur með vörumerkinu er seldur til að sem flestir sjái það og það fari sem víðast. Reyndar er þetta ekkert nýtt fyrirbæri í tónlistarheiminum og eitt þekktasta vörumerki hljóm- sveitar er sjálfsagt tungan sem stendur út úr rauðum munninum í vörumerki Rolling Stones sem lista- maðurinn Andy Warhol hannaði fyrir hljómsveitina. Vörumerki hljómsveitarinnar Grateful Dead hefur ávallt verið dansandi beina- grindur og tónlistarmaðurinn Prince gekk það langt að leggja nið- ur nafn sitt og fara að nota tákn sitt í stað þess eins og frægt er orðið. í Bretlandi er það líka óskráð regla að tjil að eiga möguleika á að slá í gegú í danstónlistinni verður þú að eigíj gott vörumerki. Hingað til hef- ur það þótt besta auglýsingin að gera stuttermaboli með vörumerki hljómsveitar og í tilfelli hljómsveit- arinnar sannaðist það. Þar fóru bol- ir með vörumerki hljómsveitarinn- ar að seljast í tugum þúsunda ein- taka en aðspurðir sögðust aðdáend- ur Chemical Brothers ekki hafa minnstu hungmynd um hvernig þeir líta út. „Tónlist er að verða meiri neysluvara, líkt og íþrótta- skór eða gosdrykkir. Neytendur tengja ekki tónlistina einhverjum persónum heldur vörumerkjum,“ segir Ian Anderson hjá Designers Republic en þaö fyrirtæki hannaði til dæmis vörumerki Aphex Twin og fleiri tónlistarmanna. Þó svo meginregla stóru útgáfufyi'irtækj- anna sé að markaðssetja hljómsveit- ir á borð við The Prodigy líkt og Nirvana og álíka rokksveitir þá er nokkuð Ijóst að ekkert gerist nema vörumerkið sé fyrir hendi. -JAJ Danslisti íslands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.