Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Blaðsíða 10
24
FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 DV
SVAR
[MJCÍMQU^ljZáX
903 • 5670
Hvernig á
að svara
auglýsingu
í svarþjónustu
>7 Þú hringir í síma 903-5670 og
eftir kynninguna velur þú 1 til
þess aö svara smáauglýsingu.
>7 Þú slærö inn tilvísunarnúmer
auglýsingar, alls 5 stafi.
*7 Þá heyrir þú skilaboö
auglýsandans ef þau eru fyrir
hendi.
7 Þú leggur inn skilaboð aö
loknu hljóömerki og ýtir á
ferhyrninginn aö upptöku
lokinni.
7 Þá færö þú aö heyra skilaboöin
sem þú last inn. Ef þú ert
ánægö/ur meö skilaboöin
geymir þú þau, ef ekki getur
þú talað þau inn aftur.
Hvernig á að
svara atvinnu-
auglýsingu
í svarþjónustu
7 Þú hringir I síma 903-5670 og
eftir kynninguna velur þú 1 til
þess aö svara
atvinnuauglýsingu.
7 Þú slærð'inn tilvísunarnúmer
auglýsingar, alls 5 stafi.
7 Nú færö þú aö heyra skilaboö
auglýsandans. .
7 Ef þú vilt halda áfram ýtir þú á
1 og heyrir þá spurningar
auglýsandans.
7 Þú leggur inn skilaboö aö
loknu hljóömerki og ýtir á
ferhyrninginn aö upptöku
lokinni.
7 Þá færö þú aö heyra skilaboöin
sem þú last inn. Ef þú ert
ánægö/ur meö skilaboöin
geymir þú þau, ef ekki getur þú
talaö þau inn aftur.
7 Þegar skilaboöin hafa veriö
geymd færö þú uppgefiö
leyninúmer sem þú notar til
þess aö hlusta á svar
auglýsandans. Mikilvægt er aö
skrifa númeriö hjá sér því þú
ein(n) veist leyninúmeriö.
7 Auglýsandinn hefur ákveöinn
tíma tii þess aö hlusta á og
flokka svörin. Þú getur hringt
aftur í síma 903-5670 og valiö
2 til þess aö hlusta á svar
auglýsandans.
Þú slærö inn leyninúmer þitt
og færð þá svar auglýsandans
ef þaö er fyrir hendi.
Allir í stafræna kerfmu
með tónvalssíma geta
nýtt sér þessa þjónustu.
903 • 5670
A&eins 25 kr. mínútan. Sama
verð fyrir alla landsmenn.
Htónlist
Kristileg1~pönl(
Pönktríóið MxPx frá Suður-
Kaliforníu hefur ekki átt
sjö dagana sæla upp á
síðkastið. Þeir félagar eru
ekki hefðbundin pönkhljómsveit sem
syngur um það að sniffa lím og gera
uppreisn gegn kerfmu. Þeir eru and-
lega sinnaðir enda gefa þeir sig út
fyrir að vera kristileg pönkhljóm-
sveit. Þar fylgja þeir í kjölfar hljóm-
sveita eins og Stryper sem var kristi-
leg þungarokkssveit á sínum tíma.
„Það má eiginlega segja að það sé
sótt að okkur úr öllum áttum,“ segir
gítarleikari hljómsveitarinnar, Tom
Wisnievski. Það er ekki fjarri lagi
því þegar þeir hituðu upp fyrir pönk-
sveitina Queers i Seattle á dögunum
voru þeir púaðir niður af áhorfend-
um og nokkuð bar á því að tónleika-
gestir rifu biblíur á meðan hljóm-
sveitin spilaði. En aðkastið kemur
líka frá sannkristnum sem segja þá
ekki vera nógu heittrúaða og textar
þeirra of fjarri hinu heilaga orði.
Þeir hafa samt unnið nokkuð fylgi
hjá unglingsstúlkum sem hlusta á
pönktónlist enda þykja þeir miklir
kvenkostir. Það er sérstaklega sökum
þess að þeir eru allir hreinir sveinar
og segjast ekki trúa á kynlíf fyrir
hjónaband. Sjálfir segjast þeir taka
öllum bónorðum frá aðdáendum sín-
um með fyrirvara. „Þær vilja bara
giftast okkur af því að við erum í
hljómsveit," segja þeir. -JAJ
Þegar þeir í MxPx hituðu upp fyrir pönksveitina Queers í Seattle á dögunum voru þeir púaðir niður af áhorfendum
og nokkuð bar á því að tónleikagestir rifu biblíur á meðan hljómsveitin spilaði.
Fyrrum nágranninn
NatalieJ^
Im’bruglia
Ef einhver þyk-
ist hafa séð söng-
konuna Natalie
Imbruglia áður þá
hefur það sjálfsagt
verið á sjónvarps-
skjánum því að um
tveggja ára skeið
lék hún Beth í
áströlsku sápuó-
perunni Nágrönn-
um.
En hún kunni
því hlutverki sínu
illa og hélt því til
Los Angeles í leit
að frægð og frama.
Þar gerði hún
samning við fyrr-
um útgáfufyrir-
tæki Take That. Ólíkt öðrum ung-
um söngkonum sem skipt hafa úr
sápuóperunum yfir í poppið fór
Natalie ekki út í þá vitleysu að
fara að gera froðupopp. Frumraun
hennar sem er breiðskífan Left of
The Middle er ágætis rokkplata
með áhrifum úr þjóðlagatónlist.
henni. í kjölfar þess hóf hún svo
nám þegar hún var sextán ára í
listaskóla í Sydney. Þar dvaldi
hún stutt við og hóf að reyna fyrir
sér með vinnu á leiklistarsviðinu.
Sex mánuðum eftir að hún hætti í
skólanum fékk hún svo hlutverk
Beth í Nágrönnum. Á þeim tíma
Lagið Torn sem er að finna á
henni hefur verið geysivinsælt um
allan heim að undanförnu og ýtt
enn frekar undir vinsældir henn-
ar. Natalie Imbruglia segir að þeg-
ar hún var þrettán ára hafi hún
grátbeðið foreldra sína um að fá að
fara í söngtíma sem þau svo leyfðu
sem hún lék í Nágrönnum var hún
sífellt að fá tilboð um að syngja
einhver froðupopplög en hún seg-
ist aldrei hafa haft áhuga á því að
gera nokkuð nema sína eigin tón-
list. Og það virðist hafa borgað sig.
-JAJ
Skotheldir
Áður fyrr gættu rapptónlistar-
menn öryggis síns meö þvi að
mynda um sig vegg af stórum og
grimmdarlegum lífvörðum ef þeir
þurftu að bregða sér af bæ. Nú er
öldin önnur og enginn rappari í
Bandaríkjunum lætur sjá sig opin-
berlega án þess að klæðast skotheld-
um fatnaði af einhverju tagi. í kjöl-
far morðanna á röppurunum Tupac
Shakur og Biggie Smalls hefur orð-
ið gríðarleg aukning á sölu á skot-
heldum tiskufatnaði. Nú er hægt að
eignast skothelda leður- og galla-
jakka, íþróttaskó, skósíða loöfeldi
og jafnvel brjóstahaldara. Teflon
kallast undraefnið sem notað er til
að gera fatnaðinn skotheldan og
segja þeir sem til þekkja að næstum
ómögulegt sé að sjá muninn á skot-
heldum fatnaði og venjulegum.
Fatnaðurinn er á verðinu 300 dollar-
ar og allt upp í 3000 fyrir það
dýrasta. Og ef þú átt einhverja upp-
áhaldsíþróttaskó eða -peysu þá er
litið mál að gera það skothelt.
Reyndar svo skothelt að fatnaður-
inn stoppar byssukúlu úr .357
Magnum, sem er ein öflugasta
skammbyssa veraldar.
Meöal þeirra rappara sem nú þegar hafa keypt sér skotheldan tískufatnað af
einhverju tagi má nefna Puff Daddy, Busta Rhymes, Queen Latifah og
Jungle Brothers sem sjást á myndinni hér að ofan íklæddir skotheldum
sportjökkum.