Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 4
f
22
FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld:
Chelsea beittara
liöið á „Brúnni
kk
- Bæjarar unnu PSV og Glasgow Rangers tapaði í Valencia
ítalinn Demetrio Albertini hjá AC Milan má si'n lítils gegn Chelsea-leikmönnunum Didier Deschamps og Marcel
Desailly í viðureign liðanna á Stamford Bridge í Lundúnum í gærkvöld.
Sport
*Í MEISTARADEILDIN
E-riðill:
Molde - Porto ...............0-1
0-1 Deco (89.)
Olympiakos - Real Madrid . . . 3-3
1-0 Giovanni (10.), 1-1 Savio (24.), 1-2
Carlos (32.), 2-2 Giovanni (64.), 3-2
Zahovic (67.), 3-3 Raul (80.)
F-riðill:
Bayern Miinchen - PSV........2-1
1- 0 Sergio (11.), 1-1 Khokhlov (59.),
2- 1 Sergio (69.)
Valencia - Rangers .........2-0
1-0 Gonzalez (57.), 2-0 Gonzalez (74.)
G-riðill:
Sparta Prag - Bordeaux .... 0-0
Willem II - Spartak Moskva . 1-3
0-1 Tikhonov (27.), 0-2 Tikhonov (37.),
0-3 Tikhonov (53.), 1-3 Arts (55.)
H-riðill:
Chelsea - AC Milan ......0-0
Galatasaray - Hertha Berlin . 2-2
0-1 Preetz 810.), 2-0 Wosz (12.), 1-2
Sukur (21.), 2-2 Hagi (89.)
'fi< UEFA-BIKARINN
----------------------
HJK Helsinki-Lyon.........0-1
Bland * i P oka
Níu leikmenn Herthu Berlin voru á
sjúkralista liðsins fyrir leikinn í Istan-
búl í gærkvöld. í þeim hópi er Eyjólfur
Sverrisson. Ljóst er að eftir leikinn
stækkaði þessi hópur enn frekar. Thom-
as Helmer, sem er i láni frá Sunderland,
fór af veili eftir stundaiflórðung og er
talið að vöðvafestingar hafi riihað.
Skömmu fyrir leikslok var Grikkinn hjá
Hertha, Konstantinidis, rekinn af leik-
velli. Þetta var fyrsti Evrópuleikur Hert-
•-» hu í 21 ár.
Dennis Wise, fyrirliði Chelsea, var eini
Englendingurinn í byrjunarliðinu gegn
AC Milan.
Hinn 33 úra gamli vamarmaður AC
Milan, Alessandro Costacurta, lék sinn
58. Evrópuleik gegn Chelsea en liðið var
að leika sinn fyrsta leik í Evrópukeppni
síðan í desember 1996.
Ensku lióunum í Meistaradeildinni,
Chelsea, Arsenal og Manchester United,
tókst ekki að koma boltanum i mark
andstæðinganna i 1. umferð riðlakeppn-
innar.
Leikmenn Galatasaray og Herthu
Berlín minntust fómarlamba jarðskjálft-
anna í Tyrklandi með einnar minútu
þögn fyrir leikinn.
John Toshack, þjálfari Real Madrid,
sagði eftir leikinn í Aþenu að sinir
menn hefðu sloppið vel. „Það sat þreyta
i liðinu eftir erfiðan leik gegn Bilbao í
deildinni um sl. helgi,“ sagði Toshack.
Enginn fagnaói meira sigri Valencia
en þjálfarinn sjálfúr, Hector Cuper. Lið-
ið sýndi allt aðrar hliðar í þessum leik
en í deildinni til þessa. Þar hefur liðið
tapað þremur fyrstu leikjunum.
Baichung Bhutia verður fyrsti Indvetj-
inn til að leika í ensku knattspymunni.
Bury, sem leikur í C-deildinni, hefúr
fengið umræddan leikmann í sínar rað-
ir en hann á að baki 40 landsleiki fyrir
Indland og skorað 25 mörk í þeim.
Króatinn Igor Stimac, sem nýverið
gekk í raðir West Ham, hefur verið dug-
legur að gefa sínu nýja liði upplýsingar
um króatíska liðið Osijek sem West Ham
mætir í UEFA-bikamum í kvöld. Harry
Redknapp, stjóri West Ham, á í vand-
ræðum með vömina vegna meiðsla leik-
manna og er ljóst að Rio Ferdinand verð-
ur m.a. ekki leikhæfur fyrir kvöldið.
Tveir leikir vom í 2. umferð ensku
deildarbikarkeppninnar i gærkvöld.
Manchester City og Southampton gerðu
markalaust jafntefli og Nottingham For-
est sigraði Bristol City, 2-1.
Juan Antonio Samaranch, forseti Al-
þjóða ólympíunefndarinnar, styður S-
Afriku um að fá að halda heimsmeist-
arakeppnina í knattspymu árið 2006.
■ . Samaranch lýsti þessu yfir á Afríkuleik-
unum sem nú standa yfir í Jóhannesa-
borg.
Chicago Bulls hefur fengið bakvörðinn
Fred Hoiberg frá Indiana Pacers til liðs
við sig en samningur hans við Pacers
var útrunninn. Hann hefur leikið und-
anfarin Qögur ár með Indiana og hefur
skorað 3,9 stig að meðaltali í leik og
Íhirt 1,6 fráköst.
-GH/JKS
Síðari átta leikirnir í 1. umferð
riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu
í knattspyrnu fóru fram í gærkvöld.
Augu margra beindust að viðureign
Chelsea og AC Milan á Stamford
Bridge í Lundúnum. Þar urðu lykt-
ir leiksins markalaust jafntefli en á
heildina litið var enska liðið nær
sigri en ítalarnir léku af skynsemi
og vafnEu-leikurinn var einstaklega
sterkur. AC Milan kom til leiks til
að ná í stig og það gekk eftir.
Tvívegis skall hurð nærri hælum
uppi við mark ítalska liðsins, Gian-
franco Zola átti skot í stöng og und-
ir lokin varði Christian Abbiati
glæsilega frá Dan Petrescu.
Byrjunin ágæt hjá okkur
„Liðið vann vel í leiknum. Við
höfðum frumkvæðið í fyrri hálfleik
en síðari hálfleikurinn var erfiður
þegar þreyta leikmanna gerði vart
við sig. Við fengum tækifærin og
þeir einnig þegar boltinn hafnaði í
slá. Byrjunin er svo sem ágæt hjá
okkur og ég er bara sáttur við úr-
slitin. Ég viðurkenni þó að gaman
hefði verið að taka öll þrjú stigin,“
sagði Gianluca Vialli, knattspymu-
stjóri Chelsea, eftir leikinn.
Bayern Múnchen, sem komst alla
leið í úrslitaleik á sl. vori, þurfti að
taka á öllu sínu í viðureigninni
gegn PSV Eindhoven. Brasilíumað-
urinn Paulo Sergio skoraði bæði
mörk Bæjara í leiknum.
Rangers varðist
Glasgow Rangers varð undir gegn
Valencia á Spáni. Fyrra mark
heimamanna kom eftir misskilning
Charbonnier markvarðar og Craig
Moore vamarmanns. Killy Gonzalez
skoraði markið og var síðan aftur á
ferðinni um miðjan síðari hálfleik.
Rangers kom til leiksins með það
hugarfar að verjast og var sóknar-
leikur liðsins bitlaus.
Hertha fékk óskabyrjun
Hertha Berlín fékk sannkallaða
óskabyrjun gegn Galatasaray í Ist-
anbúl þegar liðið náði tveggja
marka forystu eftir 12 mínútna leik.
Tyrkirnir komu síðan meira inn í
leikinn og sóttu mikið undir lokin
og tókst að jafna á lokamínútunni
þegar Rúmeninn Hagi skoraði úr
vítaspyrnu.
Gríska Olympiakos var að leika
sinn fyrsta alvöruleik á þessu tíma-
bili og kom Real Madrid oft í opna
skjöldu. Raul jafnaði fyrir spænska
liðið tíu mínútum fyrir leikslok.
Tikhonov með þrennu
Andrei Tikhonov skoraði öll þrjú
mörk Spartak Moskvu gegn WiUem
Önnur umferðin af þremur í körtu-
kappakstri var haldin á rallkross-
brautinni í Hvassahrauni á sunnu-
daginn. 30 ökumenn voru skráðir til
leiks en 27 hófu sjálfa aðalkeppnina.
Eknar vom fjórar lotur og gaf sigur í
hverri 20 stig til íslandsmeistara sem
nú er keppt til i fyrsta sinn.
Magnús Helgason náði bestum
tíma í tímatöku fyrr um morguninn
og ræsti þvi fremstur í fyrstu lotu.
Hann sigraði í þeirri lotu og hélt upp-
teknum hætti i þeim þremur sem á
eftir komu. Magnús hefur nú 33 stiga
forystu á islandsmótinu á Guðberg
Guðbergsson sem nældi sér í annað
sætið í öllum lotunum á sunnudag-
inn.
„Þetta hefur gengið vonum framar,
ótrúlega vel,“ sagði Magnús í samtali
við DV.
„Ég ákvað strax að taka þetta af
fullri alvöru. Það er ekkert gaman að
vera í einhverju gulti. Það er viss
ánægjutilfmning að sækja í sjálfan
sig hæfileika sem maður vonar að
séu fyrir hendi. Það er talsverð kúnst
að nýta sér möguleika körtubflanna.
Símamynd Reuter
II í Tilburg. Hætt er við að róðurinn
verði hollenska liðinu erfiður í þess-
um riðli.
Spartak misnotaði víti
Fyrirliði Sparta Prag, Horst Siegl,
misnotaði vítaspyrnu á 55. mínútu
gegn Bordeaux. Það reyndist dýr-
keypt því ekkert mark var skorað
þrátt fyrir góð tækifæri á báða bóga.
-JKS
Ég var mikið á skíðum á Siglufirði
sem gutti og er þess fullviss að sú
reynsla kemur sér vel í körtuakstrin-
um. Þetta eru að mörgu leyti sömu
hreyfmgar, helsti munurinn er að
drifkrafturinn í skíðunum kemur frá
þyngdaraflinu en úr litlum tvígengis-
mótor í körtunni. Það eru enn 80 stig
eftir í pottinum svo það getur allt
gerst ennþá,“ sagði Magnús Helga-
son.
í fyrsta sinn var tekinn upp sá
háttur að vigta körtumar á milli um-
ferða, þetta er gert til að auka enn
jöfnuð á mflli keppenda en hver bfll
má vega 160 kg með ökumanni og eru
þung viðurlög ef menn standast ekki
vigtina.
Staðan á íslandsmótinu eftir tvær
umferðir er þessi:
Magnús Helgason 148
Guðbergur Guðbergsson 115
Óiafur Baldursson 102
Steinar Freyr Gíslason 102
Viðar Stefánsson 70
Lokamótið verður haldið á sunnu-
daginn og þá ræðst hver verður ís-
landsmeistari. -BG
Zola okkur erfiður
- sagði Zaccheroni, þjálfari AC Milan
Giafranco Zola átti mjög góðan leik með Chelsea gegn AC Milan og
gerði vamarmönnum ítalska liðsins oft skráveifú. Alberto Zaccheroni
fór fögrum orðum um landa sinn og sagði að hann heföi verið stórhættu-
legur þegar inn í vítateiginn var komið. „Ég er sáttur með úrslitin og var
ánægður þegar dómarinn flautaði leikinn af,“ sagði Zaccheroni.
-JKS
Magnús Helgason fagnar sigri sínum í 2. umferð íslandsmótsins í
körtukappakstri. Þriðja og sfðasta umferðin fer fram um næstu helgi. Á
innfelldu myndinni má sjá þegar körtubflarnir voru vigtaðir.
Önnur umferðin í körtukappakstri:
Magnús stendur
vel að vígi