Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2000, Blaðsíða 2
20
+
21
Sport
Japanski knattspyrnumaðurinn
Hidetoshi Nakata hefur samþykkt að
ganga í raðir Roma frá Perugia. Roma
greiðir fyrir leikmanninn rúman millj-
arð króna. Nakata, sem kjörinn var
knattspyrnumaður ársins í Asíu, kom
til Perugia fyrir 18 mánuðum á 300
milljónir þannig hann hefur hækkað
gríðarlega í verði.
Ben Thatcher, varnarmaður hjá
enska A-deildarliðinu Wimbledon, hef-
ur verið úrskurðaður í tveggja leikja
bann fyrir að gefa Nicky Summerbee,
leikmanni Sunderland, olnbogaskot í
andlitið í leik liðanna á dögunum.
Dómarar leiksins sáu ekki atvikið en
aganefnd enska knattspyrnusam-
bandsins studdist við myndbandsupp-
töku af leiknum.
Sigurður Jónsson skoraði eitt af
mörkum Dundee United þegar liðið
sigraði áhugamannalið Orlando, 8-1, í
æfingaleik í Flórída í gær en lið
Dundee Utd hefur verið á æfingaferða-
lagi í Bandaríkjunum.
Anton Pálsson og Hlynur Leifsson
eru komnir með alþjóðlegt dómarapróf
í handknattleik en þeir stóðust próf
evrópska handknattleikssambandsins
í Slóveníu í síðustu viku.
Gunnar Viðarsson og Stefán Arn-
aldsson dæma í kvöld leik Hollend-
inga og Tyrkja í undankeppni HM i
handknattleik og þeir Guðjón L. Sig-
urðsson og Ólafur Örn Haraldsson
dæma leik Svisslendinga og Hvit-
Rússa í sömu keppni.
Dómaranefnd FIFA hefur gefið út
nýjan lista yfir alþjóðlega dómara. Ari
Þóróarson og Kári Gunnlaugsson
hafa ákveðið að láta af störfum og í
þeirra stað koma Gunnar Gylfason og
Sigurður Þór Þórsson sem alþjóðleg-
ir aðstoðardómarar.
Dómarar á islenska F/FA-listanum
eru: Bragi Bergmann, Egill Már Mark-
ússon, Gylfi Orrason og Kristinn Jak-
obsson og aðstoðardómarar eru: Einar
Guðmundsson, Eyjólfur Finnsson,
Gunnar Gylfason, Haukur Ingi Jóns-
son, Ólafur Ragnarsson, Pjetur Sig-
urðsson og Sigurður Þór Þórsson.
Þýskur lœknir, ættaður frá Austur
Þýskalandi, var í gær dæmdur í 15
mánaða fangelsi fyrir að gefa ungu
sundfólki stera. Læknirinn, Lothar
Kipke, sem er 72 ára gamall, starfaði á
árum áður fyrir sundsamband Austur-
Þýskalands og stundaði það þá að gefa
ungu og efnilegu sundfólki hættuleg
steralyf án vitundar íþróttafólksins.
Þaö eina sem Kipke hafði sér til máls-
bóta í réttaarhöldunum var að engin
vitneskja um skaðsemi steralyfja hefði
verið til staðar í gamla daga.
Enn er tekist á um það í Bretlandi
hvort Mike Tyson fái landvistarleyfi í
Bretlandi og geti barist við breska
meistarann í þungavigt hnefaleika,
Julius Francis. Líklegt er talið, svo
fáránlegt sem það er, að það komi ekki
í ljós fyrr en Tyson lendir á breskum
flugvelli næsta sunnudag hvort hann
fær að dvelja í Bretlandi eða ekki.
Roma hefur í hyggju að stækka leik-
mannahópinn enn frekar og á i samn-
ingaviðræðum við Bayer Leverkusen
um að fá Brasilíumanninn Emerson
fyrir næsta tfmabil.
-GH/JKS/-SK
NBA-DEILDIN
Úrslit í nótt:
Boston-LA Clippers .....95-88
Pierce 22, Walker 19 -
Odom 26, Taylor 22.
Indiana-Washington .... 117-102
Rose 25, Smits 19 -
Howard 23, Richmond 17.
Toronto-Orlando........108-102
Carter 30, Bogues 22 -
Abdul-Wahad 23, Doleac 20.
Detroit-New York.......114-108
Hill 29, Hunter 29 -
Sprewell 23, Houston 22.
Milwaukee-LA Lakers . . . 94-103
Allen 25, Cassel 24 -
O'Neal 27, Bryant 22.
Denver-Seattle...........93-103
McDyess 26, Mercer 25 -
Payton 35, Barry 21.
Portland-Cleveland .......95-75
Wallace 25, Smith 18 -
Kemp 18, Murray 17.
Vancouver-Phoenix ........92-95
Harrington 19, Abdur-Rahim 17 -
Kidd 20, Longley 15.
Leik Charlotte og Chicago var
frestað, en Bobby Phillis leikmaður
Charlotte lést í bílslysi í gær.
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000
Yfirbyggt knattspyrnuhús í Reykjavík:
Undirbúningur
í fullum gangi
Þeir aðilar sem áhuga höfðu að
taka þátt í lokuðu útboði varðandi
byggingu yfirbyggðs knattspyrnu-
húss í Grafarvogi hafa skilað inn
gögnum og á stjómarfundi í Inn-
kaupastofnum á mánudag kemur í
ljós hvaða stefnu málið tekur.
Að sögn Ómars Einarssonar hjá
ÍTR verður ljóst þá hverjir koma til
með að fá málið. Ómar sagðist ekki
þora á þessu stigi málsins að segja
til um hvenær framkvæmdir við hús-
ið gætu hafist. Eftir fundinn á mánu-
dag skýrast málin verulega.
Ekki vitað hvenær fram-
kvæmdir geta hafist
Ekki er vitað á þessari stundu
hvenær framkvæmdir geta hafist en
það fer að sjálfsögðu eftir hvað kem-
ur út úr samkeppninni.
Ómar var inntur eftir hvað svona
hús yrði lengi í byggingu en knatt-
spyrnumenn í Reykjavík hafa í mörg
ár átt þann draum heitastan að hús
af þessu tagi rísi.
„Það getur verið mjög mismun-
andi en bygging húss í Reykjanesbæ
hefur gengið vel. Ferlið er þannig að
eftir að þessir aðilar verða valdir,
sem taka þátt í lokaútboðinu, fá þeir
afhent gögn sem við erum að klára
að útbúa. Inn í þeim gögnum kemur
fram hverjar eru lágmarkskröfur að
hálfu okkar til hússins í Reykjavík.
Það verður alla vega gert ráð fyrir
löglegum knattspyrnuvelli sem yrði
þá aðeins stærri en í Reykjanesbæ,"
sagði Ómar Einarsson.
Ómar var spurður hvað liði bygg-
ingu yfirbyggðar 50 metra sundlaug-
ar í Laugardal.
Langþráður draumur
sundmanna einnig að rætast
„Það hefur verið unnið að því í
vetur að hanna það mannvirki frek-
ar. Ein tillagan, sem var dæmd best
að undangenginni samkeppni, hefur
verið í hönnun með arkitektinum.
Það liggja núna fyrir tillögur um
sundlaugina og það er núna að fara í
kynningarferli á nefndum borgarinn-
ar á næstu dögum eða vikum. Það er
alveg óráðið hvenær framkvæmdir
geta hafist því eftir er að ræða fjár-
mögnunarhliðina á því dæmi,“ sagði
Ómar.
Fyrsta yfirbyggða knattspyrnu-
húsið á landinu er risið í Reykjanes-
bæ og verður húsið tekið formlega í
notkun til æfinga og keppni á næstu
dögum
-JKS
Heiðar fær skírnina
gegn Liverpool
Víkingur R. 13 7 5 1 275-235 19
FH 13 7 3 3 314-255 17
Haukar 13 7 3 3 301-248 17
Grótta/KR 13 8 1 4 291-240 17
Valur 13 7 2 4 297-229 16
ÍBV 11 6 3 2 265-228 15
Stjarnan 13 7 0 6 309-277 14
Fram 12 5 0 7 275-285 10
fR 13 5 0 8 221-271 10
KA 13 1 1 11 230-311 3
Afturelding 11 0 0 11 179-378 0
Víkingar aftur á topp 1. deildar kvenna i handbolta i gærkvöl:
„Raðfullnæging“
- sagði Þórdís Brynj ólfsdóttir eftir að FH vann Val og fór í annað sætið
Heiðar Helguson var kynntur
fyrir blaðamönnum á Englandi í
gær en sem kunnugt er gekk hann
frá samningi við enska A-deildar-
liðið Watford í fyrradag og er þar
meö orðinn dýrasti
knattspyrnumaður
félagsins.
„Heiðar er mjög
fljótur leikmaður
sem er sterkur í
loftinu og vill láta
að sér kveða í vita-
teig andstæðing-
anna,“ sagði knatt-
spyrnustjórinn Gra-
ham Taylor á blaða-
mannafundi í gær
þar sem Heiðar
klæddist Watford-
búningnum í fyrsta
skiptið. „Við höfum
séð Dani, Svía og
Norðmenn vera að
gera það gott í ensku knattspyrn-
unni á síðustu árum og ég hef oft
sagt að það kæmi næst að íslend-
ingi,“ sagði Taylor ennfremur.
Heiðar fær eldskírnina með
Watford-liðinu á laugardaginn en
þá tekur það á móti Liverpool á
heimavelli sínum, Vicarage Road.
Þar á Liverpool harma að hefna en
Watford vann mjög óvænt í fyrri
umferðinni á Anfield Road, 0-1.
Heiðar verður í fremstu víglínu
ásamt Xavier Gra-
velaine og verður
fróðlegt að sjá
hvernig honum
gengur gegn vörn
Liverpool sem er
ein sú besta á
Englandi i dag.
Watford hefur ekki
gengið vel að skora
og vonar Heiðar að
hann sé svarið við
því vandamáli
„Mér finnst ég ekki
vera undir neinni
pressu enda hef ég
verið í þessari stöðu
áður þegar þegar ég
fór til Lilleström
fyrir tveimur árum. Ég finn auð-
vitað fyrir taugaspennu en það er
ekkert vandamál," sagði Heiðar á
blaðamannafundinum í gær.
-GH
„Þetta var upp á líf eða dauða hjá okk-
ur að taka þennan leik. En við gerðum
það sem fyrir okkur var lagt og höfðum
sigur. Vömin var léleg í fyrri hálfleik en
hún small saman undir lokin,“ sagði
Þórdís Brynjólfsdóttir, leikmaður FH,
eftir 27-23 sigur á Val að Hlíðarenda í
gær og hún og bætti við: „Brynja mín, ef
eitthvað er fullnæging þá var þetta rað-
fullnæging." Með sigrinum skaust FH í
2. sæti deildarinnar.
Valur var sterkari aðUinn lengst af í
leiknum, hafði tveggja til þriggja marka
forystu í fyrri hálfleik, og í leikhléi var
staðan 15-12. En FH lét ekki bugast,
jafnaði 18—18 og komst yfir 22-21 en þeg-
ar rúmar 8 mínútur voru eftir af leikn-
um var staðan jöfn, 23-23, og þá skellti
FH-vömin og Jolanta i markinu í lás og
Valur skoraði ekki mark það sem eftir
lifði leiks á meðan HrafnhUdur Skúla-
dóttir setti þrjú mörk fyrir FH.
„Við kunnum greinUega ekki að vera
undir og náum ekki almennUegri for-
ystu, Qómm, fimm mörkum. Við vorum
eins og hálfvitar í vörninni. Þetta setur
okkur vissulega i slæma stöðu í deUd-
inni en deUdin skiptir engu máli, við
vinnum titUinn og það er það sem
skiptir máli,“ sagði Brynja Steinsen
sem var langbest i liði Vals og skoraði
12 mörk.
Mörk Vals: Brynja Steinsen 12/7, Helga S.
Ormsdóttir 3, Sigurlaug R. Rúnarsdóttir 3,
Anna Steinsen 2, Eivor Pála Blöndal 1, Gerö-
ur Beta Jóhannsdóttir 1, Arna Grímsdóttir 1.
Varin skot: Berglind Hansdóttir 4/1, Alda
Jóhannsdóttir 4/1.
Mörk FH: Þórdís Brynjólfsdóttir 10/6,
Hrafnhildur Skúladóttir 7, Dagný Skúladóttir
5, Björk Ægisdóttir 3, Guðrún Hólmgeirsdótt-
ir 2. Varin skot: Jolanta Slapikiene 14, Gyða
Úlfarsdóttir 2.
Víkingsliðið á toppinn
Víkingskonur unnu nokkuð sann-
færandi sigur á þungu Framliði í
Víkinni í gær, 27-22. Víkingar enduðu
fyrri hálfleikinn mjög vel og breyttu
stöðunni úr 5-5 í 14-8, sem var hálf-
leiksstaðan. Framkonur komu sterkar
inn eftir hléið og skoruðu 7 mörk gegn
tveimur á fyrstu 9 mínútunum en nær
komust þær ekki og Víkingar tryggðu
sér sigur og toppsæti deildarinnar.
Sigur Víkinga gat orðið stærri því þær
misnotuðu fimm víti í leiknum.
Helga Birna Brynjólfsdóttir átti
mjög góðan leik fyrir Víking en ann-
ars voru margar að skila góðum leik.
Guðmunda Kristjánsdóttir skoraði
góð mörk, Kristín Guðmundsdóttir
var alltof rög við að skjóta en átti níu
stoðsendingar og Svava Sigurðardóttir
kom sterk inn síðustu 20 mínútumar.
Hjá Fram var Hafdís Guðjónsdóttir
allt í öllu, gerði 4 mörk og átti undir-
búing að öðrum 9.
Mörk Víkings: Helga Birna Brynjólfs-
dóttir 7/1, Guömunda Kristjánsdóttir 5,
Heiðrún Guðmundsdóttir 4/1, Svava Sigurð-
ardóttir 4, Kristín Guðmundsdóttir 3, Mar-
grét Egilsdóttir 2, Anna Kristin Ámadóttir
1, Eva Halldórsdóttir 1. Helga Torfadóttir
varði 17/1 skot, þar af 11 síðustu 20 mínút-
urnar.
Mörk Fram: Marina Zueva 7/6, Hafdís
Guðjónsdóttir 4, Katrín Tómasdóttir 4,
Bjarney Bjarnadóttir 2, Olga Prokhorova 2,
Dianna Guðjónsdóttir 2, Svanhildur Þeng-
ilsdóttir 1. Hugrún Þorsteinsdóttri varði
12/1 skot.
Öruggt hjá Eyjastúlkum
Eyjastelpur unnu óvæntan sigur á
toppliðinu Haukum, 22-20, í Eyjum.
ÍBV var mun sterkara í upphafi leiks,
komst í 5-2 og staðan í hálfleik var 13-9,
ÍBV í vil. Haukarnir voru ákveðnir i að
gefast ekki upp og þegar 8 mínútur lifðu
eftir af leiknum kom góður kafli hjá
þeim. Þær náðu að minnka muninn í
eitt mark, en það var eins og Eyjastúlk-
ur gætu alltaf aukið muninn þegar á
þurfti að halda, enda skoruðu þær 4
mörk i röð, staðan orðin 20-16 og aðeins
um 3 mínútur til leiksloka. ÍBV spilaði
skynsamlega það sem eftir var.
Mörk ÍBV: Amela Hegic 10/4, Anita Andr-
eassen 6, Mette Einarssen 4, Ingibjörg Jóns-
dóttir 2/1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir
3, Lukrecya Bokan 13/1.
Mörk Hauka: Harpa Melsted 9/1, Hanna
G. Stefánsdóttir 3/1, Inga Fríða Tryggvadótt-
ir 2/1, Tinna B. Halldórsdóttir 2, Sandra
Aulyte 1. Varin skot: Hjördís Guðmundsdótt-
ir 4, Berglind Hafliðadóttir 5.
Annar sigur ÍR í röð
ÍR vann sinn annan leik í röð, nú á
íslandsmeisturum Stjömunnar, þrátt
fyrir að vera án síns besta leikmanns,
Katrínar Guðmundsdóttur. ÍR vann
16-13 en Stjarnan var yfir 7-8 í hálf-
leik en ÍR var betra í lokin.
Jenný Ásmundsdóttir varði 25 skot
í marki ÍR, mörg frá Ragnheiði Steph-
ensen sem gerði aðeins eitt mark í
leiknum.
Mörk ÍR: Ingibjörg Jóhannsdóttir 8,
Anna Sigurðardóttir 2, Inga Jóna Ingimund-
ardóttir 2, Áslaug Þórisdóttir 2, Hrund
Scheving 1, Heiða Guðmundsdóttir 1.
Mörk Stjömimnar: Nina K. Bjömsdótt-
ir 7, Sigrún Másdóttir 3, Ragnheiður Steph-
ensen 1, Hrund Grétarsdóttir 1, Anna Blön-
dal 1.
Að lokum vann Grótta/KR KA á Ak-
ureyri, 10-21.
-ih/JS/ÓÓJ
Weah byrjar vel hjá Chelsea
Líberíumaðurinn George Weah var
maður kvöldsins í enska boltanum í
gærkvöld. Weah skoraði þá sigurmark
Chelsea gegn Tottenham í fyrsta leik
sínum með Chelsea en hann er í láni frá
AC Mílan.
Weah mun leika með Chelsea út
leiktíðina og jafnvel lengur. Hann var
mjög ósáttur við að fara frá AC Mílan til
Chelsea og vildi fyrir alla muni leika
áfram með liði á Italiu. En jafnframt fór
Weah fógrum orðum um Chelsea og í
gærkvöld, þremur mínútum fyrir
leikslok, gerði þessi frábæri
knattspyrnumaður sér lítið fyrir og
skoraði eina mark leiksins með skalla.
Með sigrinum komst Chelsea í sjötta sæti
úrvalsdeildarinnar, er niu stigum á eftir
toppliði Leeds United og „á lífi“ í
toppbaráttunni.
Eiður Smári eina glætan
Bolton tapaði fyrri leik sínum í
undanúrslitum enska deildabikarsins
gegn Tranmere, 0-1, á heimavelli sínum.
Hill kom Tranmere yfir á 22. mínútu og
bæði lið gátu bætt við mörkum. Eiður
Smári Guðjohnsen var yfirburðamaður í
liði Bolton og mjög óheppinn að skora
ekki er markvörður Tranmere varði
skalla hans af stuttu færi. Guðni Bergsson
lék í vöm Bolton og átti ágætan leik. Að
öðm leyti var lið Bolton arfaslakt í
leiknum og liðið á heima í 1. deild sem
stendur.
Arnar Gunnlaugsson var á bekknum og
kom inn á á 54. mínútu hjá Leicester sem
sigraði Fulham eftir vítaspyrnukeppni í
átta liða úrslitum deildabikarsins á
heimavelli sínum. Fulham er þar með úr
leik í keppninni þar sem liðin leika ekki
heima og heiman fyrr en í undanúrslitum
keppninnar.
Fulham komst í 0-2 en Leicester jafnaði
og Fulham komst síðan yfir í upphafi
framlengingarinnar en Ian Marshall
skoraði jöfnunarmark Leicester á 111.
mínútu. í vítakeppninni skoraði Leicester
úr þremur vítaspyrnum en Fulham úr
engri. -SK
Leikmenn og þjálfarar Hafnarfjarðarúrvalsins í handknattleik hittust í hádeginu í gær og snæddu saman. Þeir mæta
íslenska landsliðinu í Kaplakrika í kvöld og þeir lofa því að veita lærisveinum Þorbjörns Jenssonar verðuga keppni.
DV-mynd Hilmar.
Sport
Leikmenn stjörnuleiks KKÍ sem er um næstu helgi valdir í gær:
Friðrik sótti á heimaslóðir
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari
Njarðvíkur, og Ingi Þór Steinþórsson
hittust í gær á blaðamannafundi
fyrir stjörnuleik KKÍ, sem
fer fram í íþróttahúsinu í
Strandgötu á laugardaginn.
Þeir félagar stjórna liðum
Esso (Ingi) og Sprite
(Friðrik) þar sem lið þeirra,
Njarðvík og KR, voru í
tveimur fyrstu sætum
deildarinnar þegar
úrvalsdeildin var hálfnuð.
Friðrik fékk að byrja
valið og völdu þeir erlenda
leikmenn sína fyrst. Það vakti
athygli að báðir völdu leikmann úr
sínu liði fyrsta íslendinga en Friðrik
sótti alls fjóra menn í lið sitt úr
Njarðvík en valdi engan KR-ing en
Ingi náði aftur á móti í einn
Njarðvíking í sitt lið. Friðrik valdi 9
af 12 leikmönnum sínum frá
Suðurnesjunum en Ingi Þór
sótti leikmenn sína i níu lið.
Friðrik hugsaði sig vel um
fyrir hvert val og svo fór að
hann féll á tíma.
Liðin koma til með að koma
saman fyrir leik og
heimsækja Barnaspítala
Hringsins en einnig verður
troðslukeppni og 3ja stiga
skotkeppni í leikhléi
stjömuleiksins sem hefst klukkan 16.
Val Friðriks Inga: Brenton
Birmingham, Grindavík, Keith Veney
Friðrik Ingi.
Arnar til Wednesday?
- Andy Booth færi þá til Leicester og 115
milljón króna greiðsla að auki
Breskir fjölmiðlar
greindu frá því í gær
að Leicester City væri
á höttunum eftir Andy
Booth hjá Sheffield
Wednesday og tfibúið
að greiða 115 milljónir
og að auki fengi Wed-
nesday Arnar Gunn-
laugsson í skiptum. í
síðustu viku hafnaði
Wednesday 230 millj-
óna króna tilboði i
Booth frá Bradford.
Martin O’Neill,
knattspymustjóri
Leicester City, hefur í
allan vetur reynt að fá
Andy Booth en ekki
gengið tfi þessa. Ekki
er talið ólíklegt að for-
svarsmenn Sheffield
Wednesday gangi að
þessu tilboði.
Arnar Gunnlaugs-
son hefur ekki náð að
tryggja sig í sessi hjá
Leicester og einnig
hafa meiðsli sett strik
i reikninginn. Arnar
gekk I raðir Leicester
i fyrra og greiddi fé-
lagið hátt í þrjú
hundruð milljónir fyr-
ir hann.
Wednesday-liðinu
hefur gengið afleit-
lega i defidinni í vet-
ur og er í neðsta sæti.
-JKS
Áfall fyrir kvennalið Stjörnunnar i handbolta:
Þóra má ekki æfa
- þarf að taka sér frí vegna álagsmeiðsla
Þóra B. Helgadóttir, landsliðs-
markvörður í knattspymu og
handknattleikskona í Stjörnunni,
verður að taka sér algjöra hvíld frá
íþróttum í a.m.k. 6 vikur vegna
álagsmeiðsla.
„Það kom í ljós spranga í hægri
leggnum vegna beinhimnubólgu
sem myndast oft vegna mikils
álags. Þetta kemur í sjálfu sér ekki
á óvart miðað við það hvað ég æfi
mikið og það hafa margir sagt að
ég sé gangandi tímasprengja vegna
þess, svo það var bara spuming
um hvenær þetta gerðist.
Það er komið að þeim tíma-
punkti að ég þarf að velja á milli
íþróttagreina og ætli ég geri það
ekki upp við mig í vor þegar ég lýk
stúdentsprófi," sagði Þóra í sam-
tali við DV.
Mikið álag hefur verið á Þóra
undanfarin tvö ár þar sem hún hef-
ur leikið með öllum landsliðunum
í knattspyrnu auk yngri landsliða í
handknattleik.
„Ég held í vonina að ná því að
leika úrslitaleikinn í bikarnum
með Stjömunni eftir sex vikur og
treysti því að stelpumar taki Val í
undanúrslitunum," sagði Þóra.
-ih
Njarðvík, Maurice Spillers, Þór Ak.,
Örlygur Sturluson, Njarðvík, Fannar
Ólafsson, Keflavík, Gunnar Einarsson,
Keflavík, Páll Kristinsson, Njarðvik,
Friðrik Ragnarsson, Njarðvík, Hjörtur
Harðarson, Keflavík, Hlynur Bæringsson,
Skallagrími, Guðmundur Bragason,
Haukum, og Pétur Guðmundsson,
Grindavík.
Val Inga Þórs: Shawn Myers,
Tindastól, Torrey John, Skallagrími, Kim
Lewis, Snæfelli, Ólafur Jón Ormsson, KR,
Teitur Örlygsson, Njarðvík, Óðinn
Ásgeirsson, Þór Ak„ Bjarni Magnússon,
Grindavík, Kristinn Friðriksson,
Tindastóli, Steinar Kaldal, KR, Ægir
Jónsson, ÍA, Hjalti Pálsson, Hamri,
Svavar Birgisson, Tindastóli.
Nokkrir leikmenn gáfu ekki kost á sér
vegna meiðsla, meðal þeirra eru
Njarðvíkingarnir Hermann Hauksson og
Friðrik Stefánsson og KR-ingarnir Keith
Vassell og Jónatan Bow. -ÓÓJ
Bobby Phills, bakvörður Charlotte
Hornets í NBA-deildinni í
körfuknattleik, lést í gær í bílslysi.
Phills var á leið heim tíl sín eftir
morgunæfingu og lenti í þriggja bíla
árekstri skammt frá íþróttahöllinni.
Leik Charlotte og Chicago var í
kjölfarið frestaö.
Nú er ljóst að meiösli Nicolas
Anelka hjá Real Madrid eru ekki
eins alvarleg og óttast var í fyrstu.
Anelka fór í aðgerö í gær vegna
meiðsla í hné sem hann varð fyrir í
leik Real Madrid gegn Raj
Casablanca í heimsmeistarakeppni
félagsliða í Brasilíu. í ljós kom aö
liðbönd voru ekki slitin og getur
Anelka því byrjað að æfa aftur eftir
sex vikur.
Roma tapaói, O-l, í ítölsku
bikarkeppninni i gærkvöld gegn
Cagliari. Þetta var fyrri leikur
liðanna í átta liða úrslitum
keppninnar.
/ sömu keppni vann Inter Milan
góðan sigur á AC Milan, 2-3, og síðari
leikurinn er eftir.
Úrslit i frönsku 1. deildinni í
gærkvöld: Bastia-Marseille 0-0,
Montpellier-Nantes 3-0, Rennes-
Strasbourg 2-1, St. Etienne-Sedan 2-3,
Le Havre-Auxerre 0-0, Troyes-Mónakó
1-4, Lens-Nancy 0-1.
Maradona getur að mati lækna
leikið knattspyrnu á ný eftir
veikindin sem hann varð fyrir á
dögunum í kjölfar eiturlyflaneyslu og
drykkju. Ef Maradona langar á
knattspyrnuvöllinn á ný er það þó
undirstöðuatriði að hann láti kókaín
og brennivín eiga sig í framtíðinni.
Zdenek Zeman sagði sínu starfi
lausu sem þjálfari tyrkneska knatt-
spyrnuliðsins Fenerbache í gær eftir
aðeins þriggja mánaða starf hjá félag-
inu. Zeman sem þjálfaöi liö Roma á
Ítalíu skrifaði undir eins árs samning
við Fenerbache í október síðastliðið.
Fenerbache er í 4. sæti tyrknesku
deildarinnar, 13 stigum á eftir topp-
liði Galatasaray. -SK
Lokaundirbúningur íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið:
Veitum þeim keppni
„Við ætlum að reyna að veita
landsliðinu verðuga keppni og von-
andi tekst okkur að standa eitthvað í
þeim. Möguleikar okkar á sigri eru
ekki miklir. Lið okkar er ágæt
blanda úr Hafnarfjarðarliðunum
þremur en samæfingin er lítil sem
engin. Þrátt fyrir það lofa ég góðum
leikköflum hjá okkar liði,“ sagði
Guðmundur Karlsson, þjálfari
Hauka, en hann er einn þriggja þjálf-
ara sem stýra Hafnarfjarðarúrvalinu
í leik gegn íslenska landsliðinu í
handknattleik sem fram fer í
Kaplakrika í kvöld.
Leikurinn er liður í undirbúningi
landsliðsins fyrir Evrópumótið sem
hefst í Króaatíu eftir 8 daga en fyrsti
leikur íslenska landsliðsins er gegn
Svíum.
Sex úr Hafnarfjarðarúrvalinu hafa
leikið með islenska landsliðinu en
það eru: Magnús Ámason, FH, Guð-
mundur Pedersen, FH, Gunnar Bein-
teinsson, FH, Halldór Ingólfsson,
Haukum, Hálfdán Þórðarson, FH, og
Óskar Ármannsson úr Haukum. Þá
lék Petr Bamrauk, Haukum, um ára-
bil með tékkneska landsliðinu og Ali-
asand Shamkuts, Haukum, á leiki
með Hvít-Rússum.
Hafnarfjörður hefur oft verið
nefndur handboltabærinn enda hefur
bærinn alið af sér marga snjalla
handknattleiksmenn í gegnum tíð-
ina. Siðustu árin hefur hins vegar
enginn úr Hafnarfjarðarliðunum átt
sæti í landsliðinu.
„Þetta er þörf áminning til félag-
anna um að eitthvað hafi bragðist og
þau þurfa að lita í eigin barm. Að
vísu er uppistaðan í landsliðinu í dag
atvinnumenn en auðvitað eiga félög-
in að keppa að því leynt og ljóst að
koma mönnum í landsliðið," segir
Guðmundur.
„Ég held að landsliðið mæti í
þennan leik á fullu gasi en þetta er
mikilvægur undirbúningur liðsins
fyrh- átökin i Krótatíu. Mér finnst
svolítið erfitt að átta mig á stöðu
landsliðsins fyrir Evrópumótið. Það
er ljóst að skerpa þarf sóknarleikinn
og þá hafa meiösli sett strik í reikn-
inginn. Leikimir gegn Svíum og
Rússum verða mjög erfiðir en við
eigum að geta unnið Dani, Slóvena
og Portúgala á góðum degi.“
Hefði viljað sjá Héðin í
landsliðinu
Ert þú sáttur vió valid á landsliö-
inu?
„Það er ekkert launungarmál að ég
hefði viljað sjá Héðin Gilsson í þess-
um hópi. Hann hefur verið að leika
mjög vel í þýsku deildinni að
undanfomu og þetta er leikmaður
sem landsliðið hefði þurft á að halda i
dag. Ég geri mér alveg grein fyrir því
að Héðinn hefur átt í einhveijum úti-
stöðum við HSÍ en ég hefði viljað sjá
á það reyna að kalla hann aftur inn í
liðið,“ sagði Guðmundur að lokum.
Leikur Hafnarfjarðarúrvalsins
við landsliðið er í samvinnu Iþrótta-
bandalags Hafnarfjarðar og Aðal-
skoðunar hf. og er hann ágóðaleikur
fyrir HSÍ. Leikurinn hefst klukkan
20 og er frítt fyrir 15 ára og yngri.
-GH
+