Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Page 3
16 + 17 Sport FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 DV DV Sport Knattspyrna: Brassarnir á leiðinni Brasilísku knattspymumennimir þrir sem leika með Keflvíkingum i sumar eru væntan- legir til landsins á miðvikudag og munu þeir mæta á sínu fyrstu æflngu daginn eftir. Tölu- verð eftirvænting ríkir í Keflavík vegna komu þeirra og munu eflaust margir stuðningsmenn liðsins mæta á æfingu til að berja þá augum. Umboðsmaður þeirra, landi þeirra sem býr í Keflavik, hélt utan fyrir nokkrum dögum til Brasilíu til að ganga frá pappírum og fylgir þremenningunum til landsins. „Við erum spenntir vegna komu þeirra og það er vonandi að þeir aðlagist vel aðstæðum hér á landi,“ sagði Steinbjörn Logason, fram- kvæmdastjóri Keflvíkinga, í samtali við DV í gærkvöld. -JKS Handknattleikur: Ólafur átti góðan leik Ólafur Stefánsson átti góðan leik fyrir Mag- deburg sem sigraði Nettelstedt, 24-29, á útivelli í þýsku bundeslígunni í handknattleik í gær- kvöld. Ólafur skoraði sjö mörk í leiknum og var markahæstur í liðinu ásamt Rússanum Atawin en þeir félagar skoruðu sjö mörk hvor í leiknum. í hálfleik var staðan 13-14 fyrir Madgeburg. Flensburg er í efsta sæti með 36 stig. Lemgo er í öðru sæti með 34 stig en í næstu sætum koma Kiel og Magdeburg með 31 stig. Guð- mundur Hrafnkelsson og félagar í Nordhorn eru i fimmta sæti með 30 stig en eiga tvo leiki til góða. -JKS KA 24 (11) - ÍBV 24 (11) 0-2, 2-3, 2-5, 5-6, 6-8, 9-9, 9-11, (11-11). 13-13, 15-14, 15-17, 18-18, 19-20, 20-21, 22-22, 23-22, 23-23, 24-23, 24-24. Guðjón Valur Sigurðsson 6, Halldór Sigfússon 6/3, Jóhann G. Jóhannsson 4, Heiinir Ámason 3, Bo Stage 3, Magnús A. Magnússon 1, Lars Walther 1. Variti skot: Reynir Þór Reynisson 7, Höröur Flóki Ólafsson 4. Brottvisanir: 8 mínútur. Rauö spjöld: Engin Vítanýting: Skorað úr 3 af 3. Áhorfendur: 350 Gœöi leiks (1-10): 3. Dómarar (1-10): Rögnvaldur Erlingsson og Einar Sveinsson (7). Miro Barisic 10/4, Aurimas Frovalas 7, Daði Pálsson 3, Guð- finnur Kristmannsson 2, Bjartur Sigurðsson 1, Svavar Vign- isson 1. Varin skot: Gísli Guðmundsson 14. Brottvísanir: 6 minútur. Rauö spjöld: Engin Vitanýting: Skorað úr 4 af 4. Maður leiksins: Gísli Guðmundsson, ÍBV. Ólympíuleikarnir 2008: Tíu þjóðir vilja leikana Tíu þjóðir viija halda Ólympíuleikana árið 2008. For- kólfar Alþjóða ólympíusambandsins (IOC) hittu fulltrúa landanna á fundi á dögunum og um mitt sumar eiga þjóö- imar aö hafa skilað inn svörum til IOC ásamt nákvæmum upplýsingum um allt er varðar leikana 2008. Borgimar sem vilja halda leikana eru eftirfarandi: Pek- ing, Bangkok, Kaíró, Sevilla, Havana, Istanbúl, Kuala Lumpur, Osaka, París og Toronto. Síðar á þessu ári, eftir að IOC hafa borist nákvæm svör frá undirbúningsnefndum borganna, verður umsækjend- um fækkað og reiknað meö aö eftir standi aðeins þrjár borgir. Eftir fundinn með IOC vom allir fulltrúarnir bjart- sýnir. „Við töpuðum með tveggja atkvæða mun fyrir Sydn- ey 1993 þegar verið var að velja um keppnisstað fyrir leik- ana í sumar og því emm við mjög bjartsýnir,“ sagði full- trúi Peking í Kína eftir fundinn. -SK 1. deild kvenna 1 körfuknattleik: Reynslubolti KR-ingar gengu frá því á miðvikudag að meistaraflokkur kvenna í körfuknattleik fær bandarískan leikmann til að styrkja liðið á lokaspretti deildarkeppninnar og í úrslitakeppninni. DV lék forvitni á að vita hvers vegna KR þyrfti að styrkja hópinn með erlendum leikmanni. „Þessi vetur hefur ekki verið okkur hliðhollur hvað varðar meiðsli og það er m.a. ástæðan fyrir því að við erum að fá okkur erlendan leik- mann. Það var geng- ið frá því i gær (mið- vikudag) að hún kemur hingað fyrir helgi. Þetta er 33 ára bak- vörður, reynslubolti og svipaður leikmað- ur og við vorum með í fyrra. Mér sýnist okkur ekki veita af, ef svo fer að við miss- um Lindu Stefáns- dóttur, besta varnar- mann deildarinnar," sagði Óskar Krist- jánsson, þjálfari KR. -ih Linda Stefánsdóttir meiddist illa á hné gegn Keflavík í gær. DV-mynd Hilmar Þór Sigurvin og Þórarinn í skoðun hjá Stoke Knattspyrnumennirnir Sigurvin Ólafsson úr Fram og Keflvíkingurinn Þórarinn Kristjánsson halda á laugardag utan til enska liðsins Stoke City og verða við æflngar ytra í viku til 10 daga. Enska liðið óskaði eftir því við félög þeirra hér heima að fá þá til skoðunar. Stoke hefur verið að leita stíft að leikmönnum að undanfórnu til að styrkja liðið í þeirri baráttu sem fram undan er. í gær varð ljóst að ekkert yrði af því að Brett Ang- ell frá Stockport kæmi til liösins. Á síðustu stundu kaus leikmaðurinn að fara frekar til Preston en þar buðust honum sömu kjör og hjá Stoke. Frode Kippe, sem er í láni frá Liverpool, verður í einn mánuð til viðbótar hjá Stoke en gengið var frá þeim málum í gær. Að þeim tíma liðnum heldur hann á ný til Anfield Road. -JKS gíff wm W+n-áíf Erlingur Richardsson, fyrirliði ÍBV, var sáttur með stigið á Akureyri. íslandsmótið í handknattleik: Barsic jafnaði úr víti í lokin - KA og ÍBV 24-24 á Akureyri 1 gærkvöld Leikur KA og ÍBV var hreint út sagt hrein hörmung. Mikið var um mistök í leiknum og voru KA-menn lélegir i leiknum. Lyktir leiksins urðu 24-24, eftir að staðan í hálfleik var jöfn, 11-11. Eftir þennan leik eru KA- menn jafnir Fram í öðru til þriðja sæti, bæði lið hafa 20 stig, eða fjórum stigum á eftir Aftureldingu sem trón- ir á toppnum. Bæði lið gerðu sig sek um mistök í vöm og sókn. Lars Walther gerði aðeins eitt mark í leiknum og þykir það nú saga til næsta bæjar. Færra var í KA-heimilinu heldur en venju- lega enda var fyrir fram búist við auð- veldum sigri KA-manna. En sú var þó ekki raunin. Eyjamenn voru með undirtökin allan leikinn og voru oftast einu til tveimur mörkum yfir. Það var ekki fyrr en í byrjun seinni hálíleiks að KA komst yfir en ÍBV náði aftur yfirhöndinni. KA náði svo aftur að kom- ast yfir þegar þrjár mínútur voru eft- ir. Það munaði minnstu að KA mundi stela sigrinum en KA-menn fengu dæmt á sig víti á lokasekúndunni og því var bara vítakastið eftir þegar leiktíminn rann út. Það var Miro Barisic sem náði svo í stigið fyrir ÍBV þegar hann skoraði örugglega úr vítinu. Bestu menn KA voru Halldór Sig- fússon og Guðjón V. Sigurðsson. Er- lendu leikmennirnir voru áberandi bestir í liði ÍBV. Langt síðan að við fengum stig á útivelli „Ég er ekki ánægður með leikinn en ég er ánægður með stigið. Það er mjög langt síðan við fengum stig á útivelli. Við höf- um nú ýtt þeim draug burt. Þetta voru mjög sanngjöm úrslit. Leikurinn var ekki góður enda voru bæði lið að gera fullt af mis- tökum,“ sagði Erlingur Ric- hardsson, fyrirliði ÍBV, eftir leikinn. -JJ 1. DiILD KARLA Afturelding 16 12 1 3 409-375 25 KA 16 9 2 5 427-367 20 Fram 16 9 2 5 409-393 20 Haukar 16 7 3 6 423400 17 HK 16 8 1 7 398-387 17 Stjarnan 16 8 1 7 381-372 17 Valur 16 8 1 7 365-361 17 ÍBV 16 7 2 7 374-379 16 FH 16 6 3 7 362-366 15 ÍR 16 6 3 7 380-391 15 Víkingur R. 16 3 5 8 391426 11 Fylkir 16 1 0 15 343445' 2 Nœsta umferö hefst í kvöld með leik Vals og Víkings á Hlíðarenda, HK-FH og ÍR-ÍBV leika á laugardaginn og umferðinni lýkur síðan á sunnudags- kvöld með eftirtöldum leikjum: Fram-Fylkir, Haukar-Afturelding og Stjaman-KA kl. 20.00 -JKS 1. DEILD KVENNA KR 17 15 2 1257-743 30 Keflavík 17 15 2 1277-886 30 ÍS 18 11 7 1053-958 22 Tindastóll 14 5 9 794-963 10 KFÍ 16 3 13 893-1223 6 Grindavík 18 1 17 785-1286 2 KR-konur unnu í gær sinn 27. deild- arsigur i röð á heimavelli og hafa nú leikið þrjú heil ár í röð án þess að tapa í deildinni í Vesturbænum. KR á samt ennþá 6 leiki í að jafna metið í l.deild kvenna sem Keflavík á en Keflavík vann 33 heimaleiki í röð í deildinni á árunum 1990 til 1994 en það var einmitt Keflavík sem vann síöasta KR í deildinni í Vesturbænum 26. febrúar 1997. KR hefur siðan þá unnið sex deildarleiki í röð á Ketlavík á heimavelli og báða í vetur með samtals 45 stiga mun. -ÓÓJ Islandsmótin í innanhússknattspyrnu í fullum gangi sigurhelgi liLV.IMi BAV,U,V\ ÍA'íKliVj þriðji og fimmti flokkur Islandsmeistari og sá sjötti Faxaflóameistari bikar innanhúss í 5. flokki, Amar Þór fyrir FH eftir góðan undirbúining Sama sunnudag fagnaði 6. floklí 1990, Davíð Þór 1996 og nú Bjami Davíðs Þórs Viðarssonar og Andri félagsins Faxaflóameistaratitli ef 2000. Davíð Þór lyfti enn fremur 3. Þorbjömsson skoraði sigurmarkið er sigur á Breiðabliki i úrslitaleik, 4 flokksbikamum í ár en þeim árangri hann stal boltanum af vamarmönn- en mótið fór fram á heimavelli FI náði Arnar Þór 1994. um Selfoss og afgreiddi í markið á Kaplakrika. FH-ingar unnu Selfoss, 2-1, í úr- laglegan hátt. FH-ingar höfðu unnið /Æíku. -Ó< slitaleik 3. flokks á laugardeginum en Selfoss, 7-1, í riðlinum og unnu alla 5 því miður réðust úrslitin á ólöglegu leiki sína með markatölunni 26-4. ® 1 marki. Selfyssingar komust yfir en Á sunudeginum vann 5. flokkur FH ^ , jöfnunarmark FH var ólöglegt þar ÍA, 2-1, í úrslitaleik þar sem Eiríkur ^IL ’ , v sem dómarinn var þegar búinn að Viljar Kúld tryggði sigurinn hálfri -v ^ 7f flauta aukaspyrnu og varnarmenn og mínútu fyrir leikslok en Gylfi 1. markvörður FH hættir. FH hélt uppi Sigurðsson gerði fyrra markið á frá- / :+ \ stórsókn allan tímanna og fór illa bæran hátt með þrumuskoti eftir góð- / V'’'1!/ á með mörg dauðafærin og úrslitin an einleik. ( g f j V voru þvi vissulega sanngjörn en það V-iSföi r fÍ&v, I * \UÍ er kominn tími tU þess að KSl setji Á- i f ^ / p/ \y. sína bestu dómara á leiki þar sem m . ** | .»* * “ ' +4 úrslit íslandsmótsins ráðast. EmU ' '“i> ..,.1/^' • - Hallfreðsson jafnaði leikinn tjBr? \ { ^ M )j Umsjón Bjamadóttir voru sennUega stoltustu foreldrarnir á svæðinu enda lyftu tveir af sonum þeirra íslandsmeist- aratitlum í 3. og 5. flokki og báðir voru þá að fylgja í fótspor elsta sonar- ins, Arnars Þórs , sem er nú atvinnu- maður í Belgíu. Nú er svo komið að aUir þrír hafa lyft Islandsmeistara- Að ofan eru úrslitaliðin í 5. flokki karia á íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu, ÍA (2. sæti) í efri röð og sigurvegararnir í FH í þeirri neðri. Hér til vinstri sést síðan Davíð Þór Viðarsson taka við íslandsbikarnum í 3. flokki en fyrir neðan eru nýkrýndir Faxaflóameistarar FH í 6. flokki en þeir kórónuðu með þeim titli mikla sigurhelgi FH. Hér til hægri eru nýkrýndir Is- ÆhM landsmeistarar FH-inga i 3. Im /M flokki karla en FH vann Sel- Sm /Æf foss, 2-1, í úrslitaleik og alla .m H fimm leiki sína með marka- .$&.■,; H tölunni 26-4. Hópinn skipa þeir: Róbert Friðþjófsson, Kári Þórðarson, Tómas /i^^D\\R Leifsson, Davíð Viðars- ’• 1 son, Heimir Guð- mundsson, , S Birgir Jó- hannsson. ** Atli Guðna- •é.-.W . son. Andri Þorbjörnsson, Sverrir Garðarsson, Pétur Sigurðsson og Emil Hallfreðson en Orri Þórðarson þjálfar liðið. Að ofan lyfta afmæl- isbamið Páll Fannar Pálsson og Bjami Þór Viðarsson í 5. flokki FH íslandsbikamum en hér til hægri er skemmtilegt lið Selfoss í 3. flokki sem kom á óvart og fór alla leið í Jk>, úrslitaleikinn. lliiSí! +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.