Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Qupperneq 4
18
FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000
Linda Stefánsdóttir, KR.
Blóðtaka hjá KR
KR-ingar urðu
fyrir áfalli í gær
þegar körfubolta-
konan sterka
Linda Stefáns-
dóttir meiddist
illa á hné í upp-
hafi leiks gegn
Keflavík. Það var
mat sjúkraþjálf-
ara KR að Linda
hefði slitið lið-
band í hné og ef
það reynist rétt
þá er ljóst að hún
mun ekki leika
meira með KR á
tímabilinu. Helga
Þorvaldsdóttir
varð fyrir sams
konar meiðslum í
vígsluleik húss-
ins í september,
á nákvæmlega
sama stað í hús-
inu.
„Þetta var alveg
hrikalegt. Ég
sagði við stelp-
urnar að þær
þyrftu ekki að
gefa 110% eftir að
Linda fór heldur
að þær þyrftu að
bæta 110% við,“
sagði Óskar
Kristjánsson,
þjálfari KR.
-ih
Sepp Blatíer, forseti Alþjóða knatt-
spyrnusambandsins, sagði í gær að
stutt væri i að knattspyrnudómarar
gerðust atvinnumenn. Líklega yröi
þetta orðið að veruleika siðar á þessu
ári.
John Gregory, framkvæmdastjóri
Aston Villa, mun mjög líklega ganga
frá samningi við belgíska landsliðs-
manninn Luc Nilis á næstu dögum.
Nilis, sem leikur með PSV Eindhoven
i Hollandi, er 32 ára sóknarmaður.
Gregory var í Amsterdam á dögunum
og ræddi þar við Nilis og umboðs-
mann hans en Nilis er laus undan
samningi við PSV þegar leiktíðinni
lýkur í Hollandi í vor.
Alþjóda borótennissambandid hef-
ur tekið mjög athyglisyerða ákvörð-
un varðandi íþróttina. Ákveðið hefur
verið að stækka boltann eða kúluna
sem leikið er með. Þvermál boltans
verður 4,0 sentímetrar framvegis í
stað 3,8 sentiímetra og nemur stækk-
unin því tveimur millímetrum.
Breytingin tekur gildi 1. október i
ár og því verður leikið með „litla"
boltanum á næstu Ólympíuleikum.
Tilgangurinn með stækkun boltans
er að gera hann sjáanlegri fyrir
áhorfendur, hægja aðeins á leiknum
og gera byrjendum auðveldara fyrir
er þeir hefja iðkun íþróttarinnar. Á
fundi Alþjóða borðtennissambands-
ins nýverið var einnig ákveðið að
flytja höfuðstöðvar sambandsins frá
Englandi til Sviss.
Tilkynnt verdur á blaðamannafundi
í dag að vamarjaxlinn Colin Hendry
hafi skrifað undir tveggja og hálfs árs
samning við Coventry City. Hendry
hefur undanfarið leikið með liði Glas-
gow Rangers og verið fyrirliði skoska
landsliðsins. Kaupverð er talið nema
einni milljón punda. Tilkynna átti
um kaupin á blaðamannafundi í gær
en vegna frestunar á tlugi var því
frestað þangað til í dag.
Á fundinum í dag verðm einnig til-
kynnt um kaup Coventry á Ysrael
Zungia sem er frá Perú og mikil
markamaskína. Hann skoraði 36
mörk á síðasta tímabili i Perú og er
mjög öflugur sóknarleikmaður.
Ungverski varnarmaðurinn Janos
Hrutka er á leiðinni til Middles-
borough. Hann hefur verið leikmaður
hjá þýska liðinu Kaiserslautern, var
fastamaður í liðinu í fyrra en hefúr
ekki náð að tryggja sér fast sæti í lið-
inu á yfirstandandi leiktíð. Viv And-
erson, aðstoðarmaður Bryans Rob-
sons, var í Búdapest á dögunum er
Ungverjar léku vináttuleik gegn
Áströlum þar sem hann fylgdist .með
Hrutka.
Þjóóverjar eru ekki mjög hrifnir af
landsliði sínu í knattspyrnu þessa
dagana og tapið i vináttuleiknum
gegn Hollandi í fyrrakvöld var ekki
til að bæta ástandið. Erich Ribbeck
landsliðsþjálfari hefur verið gagn-
rýndur harðlega og ljóst að útlitið er
allt annað en glæsilegt hjá Evrópu-
meisturunum.
Knattspyrnuritið Kicker gaf leik-
mönnum Þýskalands einkunnir fyrir
frammistöðuna gegn Hollendingum.
Mest var hægt að fá 1 en 5 var lægsta
einkunn. Zoltan Sebescen, bakvörð-
ur frá Wolfsburg, fékk hins vegar 5,5
fyrir frammistöðuna sem segir allt
sem segja þarf um hrifningu þýsku
pressunnar.
Jafnvel er talið liklegt að Erich
Ribbeck missi starfið fljótlega og hef-
ur Lothar Matthaus verið nefndur
sem eftirmaður hans. Leikur þýska
liðsins gegn Hollendingum var i rúst,
vömin var hriplek, miöjan máttlaus
og sóknarmenn fengu lítil sem engin
tækifæri til að ógna marki Hollend-
inga.
Rúmenska hlaupadrottningin
Gabriela Szabo mun gera harða
hrið að heimsmetinu i 1500 og 3000
metra hlaupi kvenna innanhúss á
Evrópumótinu í frjálsum íþróttum
sem hefst í dag. Hún hefur lengi ver-
ið i fremstu röð í heiminum og grét
um liðna helgi er henni mistókst að
bæta heimsmetið. Búist er við góöum
árangri á mótinu sem fram fer i
Belgíu.
-SK
Islenska landsliðið sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í snóker í Árósum.
Norðurlandamótið í liðakeppni i snóker:
Meistarar
- glæsilegur árangur íslendinga í Árósum
íslendingar urðu í gær Norðurlandameistarar í liðakeppni í snóker í Ár-
ósum í Danmörku en þetta er í fyrsta skiptið sem mótið er haldið. Liðið var
skipað þeim Brynjari Valdimarssyni, Jóhannesi B. Jóhannessyni og Gunn-
ari Hreiðarssyni. Liðið byrjaði á því að sigra Dani, 5-4, því næst Norðmenn
og loks Svía, 7-2, i síðasta leiknum. Danir lentu í öðru sæti og Norðmenn
í því þriðja. Þetta er stórglæsilegur árangur hjá liðinu og verður spennandi
að fylgjast með framgangi íslendinganna í einstaklingskeppninni sem hefst
i dag en mótinu lýkur á sunnudag.
NBA-DEILDIN
Úrslitin í nótt:
Washington-Phoenix........83-92
Richmond 19, Whitney 13, Howard 12 -
Gugliotta 20, Rogers 16, Hardaway 13.
Indiana-Chicago ..........100-83
Rose 22, Croshere 17, McKey 14 -
Brand 38, Starks 11, Carr 8.
Charlotte-SA Spurs.........70-72
Coleman 19, Jones 17, Wesley 9 -
Robinson 16, Duncan 15, Porter 9.
Minnesota-LA Clippers . . .116-91
Smith 18, Szczerbiak 16, Garnett 16 -
Taylor 22, Nesby 19, Anderson 13.
Utah Jazz-Dallas...........92-85
Russell 25, Malone 18, Hornacek 14 -
Ceballos 26, Strickland 16, Finley 14.
Houston-Denver ...........97-106
Mobley 24, Anderson 14, Wiiliams 10 -
Van Exel 23, McCloud 17, Wahad 14.
Portland-Orlando .........111-92
Stoudemire 30, Wells 15, Sabonis 12 -
Armstrong 16, Atkins 16, Doleac 14.
Vancouver-Boston..........77-101
Rahim 20, Dickerson 18, Harrington 13 -
Pierce 25, Walker 24, Anderson 22.
Marín Rós Karlsdóttir úr Keflavík
reynir hér að bruna í hraðaupphlaup
með Emilie Ramberg á hælunum.
DV-mynd Hilmar Þór
KR hefndi hressilega fyrir tapið í undanúrslitum
bikarkeppninnar þegar liðið tók á móti Keflavík á
heimavefli sínum í Frostaskjóli.
Leikurinn tafðist um 15 mínútur vegna þess að
leikklukkan í hinu nýja og glæsilega húsi KR-inga
neitaði að taka þátt í leiknum. Það varð því að
grípa til þess ráðs að hefja leikinn án þess að vall-
ar- eða skotklukkan væru með og setti það óneitan-
lega svip sinn á leikinn.
KR byrjaði leikinn betur, komst í 8-2 en varð þá
fyrir þvi áfalli að Linda Stefánsdóttir meiddist illa
á hné og varð að fara á sjúkrahús. Keflvíkingar
náðu ekki að nýta sér þá veikleika sem urðu í liði
KR við brotthvarf Lindu enda við ramman reip að
draga. KR-ingar léku stórvel, sigldu jafnt og þétt
lengra og lengra fram úr Keflvíkingum sem áttu
vægast sagt slakan dag.
Stórleikur Hönnu
„Við erum defldarmeistarar, þó við eigum þrjá
leiki eftir þá eigum við að klára þá. Það var búinn
að vera mikifl spenningur í kringum þennan leik,
Hanna B. Kjartansdóttir átti stórleik þegar KR tryggði sér
deildarmeistaratitilinn með 24 stiga sigri á Keflavík og
fagnar hér ásamt Kristínu B. Jónsdóttur sem einnig lék
mjög vel fyrir KR í leiknum. DV-mynd Hilmar Þór
bæði vegna leiksins sjálfs og svo vegna
kærunnar sem við vorum með á okkur eft-
ir leikinn gegn Grindavík, þar sem Keflvík-
ingar kærðu. En við ákváðum að einbeita
okkur bara að einu og klára leikinn," sagði
Óskar Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leik.
Hanna Kjartansdóttir átti stórleik í liði
KR. Hún dreif liðið áfram í sókninni, skor-
aði 15 stig og var mjög öflug i varnarleikn-
um. En lið KR á sterka liðsheild og það var
hún fyrst og fremst ásamt krafti, vilja og
einbeitingu sem tryggði liðinu þennan stóra
og sanngjama sigur.
Keflvíkingar áttu aldrei möguleika í þessum
leik. Lykilleikmenn eins og Anna María Sveins-
dóttir og Kristín Blöndal áttu skelfilegan leik og
vilja sjáifsagt gleyma honum sem fyrst. En þeim
verður ekki kennt einum um ófarimar, liðið var
einfaldlega ekki tilbúið í leikinn og því fór sem fór.
Stig KR: Guðbjörg Norðfjörð 16 (10 fráköst, 3 stolnir,
3 stoðsendingar), Hanna B. Kjartansdóttir 15 (8 fráköst,
6 af 10 í skotum), Kristín B. Jónsdóttir 13, Sigrún
Skarphéðinsdóttir 6, Emilie Ramberg 6 (5
stoðsendingar), Gréta Grétarsdóttir 4, Hildur
Sigurðardóttir 3, Linda Stefánsdóttir 3, Guðrún Ama
Sigurðardóttir 2.
Stig Keflavíkur: Bima Valgarðsdóttir 16, Erla
Þorsteinsdóttir 13, Alda Leif Jónsdóttir 7 (8 fráköst, 6
stolnir), Anna María Sveinsdóttir 5 (4 stoðsendingar, 1 af
7 i skotum, 7 tapaöir), Kristín Blöndal 2 (4,
stoðsendingar, 6 tapaöir), Marín Rós Karlsdóttir 1. -ih
Vilji, styik
og einbeiti
- og deildarmeistaratitillinn er í augsýn hjá KR