Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Blaðsíða 13
*
Lifað
i nuinu
Matt Johnson hefur gert sína per-
sónulegu sálarangistartónlist undir
nafninu The The í meira en tuttugu
ár. Tónlistin hefur breyst og þróast
og á timabili var The The eitt aöal-
bandið í poppinu. Fyrstu verulegu
vinsældimar skullu á 1986 þegar
platan Infected kom út. Matt kynnti
plötuna með myndbandi við öll lög-
in á plötunni sem sýndi hann ferð-
ast um heiminn í rimlabúri. Frægð-
in sem fylgdi i kjölfarið fór illa 1
Matt og hann sagðist vera hættur í
poppinu. Liðu þrjú ár þangað til
hann sneri aftur með plötunni
Mindbomb sem einnig varð vinsæl.
Matt Johnson er þekktur fyrir erfitt
skap og fyrir það að vera tæpur á
geði.
Stjörnukerfi Ifókus
★ Notist í neyö.
0 Tímasóun.
★ ★ ★ ★ ★ Qargandi snilld!
★ ★★ ★ Ekki missa af þessu.
★ ★ ★ Góð afþreying.
★ ★ Nothæft gegn leiöindum.
plötudómar
Árið 1993 kom Dusk og ekkert lát
varð á vinsældunum. Eftir langan
tónleikatúr sem The The gerði með
Depeche Mode tók Matt sér pásu til
að gera plötuna Hanky Panky sem
kom út 1995 og innihélt ekkert
nema kántrílög meistarans Hanks
Williams.
Litríkir hjáiparkokkar
Þegar Matt er ekki að kynna
plötur sínar lifir hann einverulífi
og hann er þekktur fyrir erfitt skap
og að vera hálftæpur á geði.
Skömmu fyrir gerð Hanky Panky
flutti hann frá London í Kínahverf-
ið í New York. Það haföi góð áhrif
á hann: „Það að vera útlendingur
belgir út vitin og gerir mann meira
lifandi og móttækilegan. Ég var bú-
inn að tapa áttum í Englandi."
Með Matt í The The hefur starf-
að ólíklegasta fólk í gegnum árin:
Johnny Marr, gítarleikari The
Smiths, Marc Almond, Neneh
Cherry, Jim „Foetus“ Thirlwell,
David Johansen og Jools Hol-
land, svo einhverjir séu nefndir.
Fljótlega eftir Hanky Panky hafði
Matt sett saman nýja útgáfu af The
The með þrem mjög ólfkum og lit-
ríkvun hjálparkokkum sem starfa
enn með honum. Þetta eru gítar-
leikarinn Eric Schermerhorn,
sem hafði t.d. starfað með Iggy
Pop (þar til Iggy henti honum út úr
rútu á ferð), trommarinn Earl
Harvin, sem byrjaði 13 ára i hljóm-
sveit Sly Stone en gekk síðar í
tölvupönkbandið MC900ft Jesus, og
basscdeikarinn Spencer Campbell
sem kemur úr kántríinu í
Nashville og hafði m.a. spilaö með
Frank Sinatra. Spencer gengur
undir nafninu „The Girly Man“ því
hann getur sungið englalega eins
og smástelpa en er tæpir tveir
Út er komin ný
plata með
hinum erfiða
einsetu-
manni Matt
Johnson í m
The The.
Dr. Gunni 'j
skoðaði
málið. m
Nýja platan, Naked Self, er strípuð og hörð og textarnir góðir að vanda.
metrar á hæð og þekktur fyrir
skapofsa.
Sautján mínútna sál-
arsána sett í salt
Með þessa menn i eftirdragi
læsti Matt sig inni í stúdíói í New
York í nokkra mánuði árið 1997.
Útkoman var platan Gun Sluts,
öfgafyllsta og tilraunakenndasta
plata sem The The hafði gert. Eitt
lagið var t.d. 17 mínútur og hét
Psychic Sauna. Risaveldið
Epic/Sony neitaði að gefa þessi
ósköp út og krafðist þess að Matt
gerði einhver lög sem líkleg væru
til vinsælda. Matt þrjóskaðist við
og platan var að lokum sett í salt.
Hún varð þriðja The The-platan
sem liggur óútgefln í geymslum
Epics og var dropinn sem fyllti
mælinn hjá Matt. Hér var komið
upp sígilt dæmi um listrænan
ágreining listamanns og fyrirtækis
sem gat bara endað á einn veg.
Matt rifti samningum eftir 17 ára
dvöl hjá Epic og fór yflr á Nothing
Records sem er fyrirtæki Trents
Reznors sem, likt og Matt, er sér-
stakur persónuleiki og gerir út ein-
menningssveit (Nine Inch Nails).
Nýja platan, Naked Self, er fyrsti
ávöxtur þessa samstarfs. Platan
hefur fengið góða dóma en er
þung og ekki líkleg til mikilli
vinsælda. Hún fer úr argasta
hávaðarokki yfir í ljúft
kassagítarþjóðlagapopp og text-
ar Matts eru að vanda góðir.
Platan er strípuð og hörð og
hvorki hljómborð né sömpl eru
notuð. Plötunni verður fylgt eftir
með þriggja mánaða túr um Banda-
rikin og Evrópu sem hefst í næstu
viku og svo er Matt með hugmynd
um að gera blúsaranum Robert
Johnson skil á sama hátt og hann
gerði Hank Williams skil.
En hvað svo? „Ég lít fyrst og
fremst á mig sem lagahöfund, þá
pródúser, söngvara, gítarleikara og
siðast sem flytjanda," segir Matt.
„Núna fyrst er ég að læra að lifa í
núinu án þess að setja of mikinn
þrýsting á sjálfan mig. Reynslan
hefur kennt mér að maður getur
aldrei vitað hvað bíður manns
handan við næsta hom.“
Prodigy taka upp
Heimasíða Prodigy hefur ljóstrað
upp nafninu á næstu plötu,
„Always Outnumbered, Never Out-
gunned". Talsmaður þeirra hefur
komið fram og sagt að aðeins sé
búið að klára 3 lög. Hljómsveitin
einbeitir sér að stúdíóvinnu næstu
mánuði og spilar ekkert í sumar.
Útgáfudagur hefur
ekki verið ákveð-
inn en platan ætti
að geta komið út i
haust, a.m.k. stend-
ur ekki á Liam:
„Ég er mjög heitur.
Mér finnst kominn
tími á sterkt efni
frá okkur þvi flest
það sem er í gangi er svo leiðin-
legt. Fyrir utan Primal Scream
plötuna er næstum því enginn
kraftur eða reiði í gangi.“
Fallandi stjörnur
Það er dagljóst að Oasis-bræður
eru fallandi stjörnur. Nýja platan
var eina viku f 1. sæti breska sölu-
listans, datt í 2. og nú í 6. sæti.
Poppbandið Travis tollir enn á
toppnum. Noel Gallagher var nokk
sama um Bretland, sagðist vera
áhugasamari um að sjá hvað ger-
ðist í U.S.A. Nú er sannleikurinn
ljós: Platan fór inn í 24. sæti en
datt svo niður i 84. í
vikunni. Ofan á þessa
hneisu bætast hótanir
Robbie Williams um
að slást við Liam, sem
vill ekki heyra minnst
á það, enda alkunna að
hann er ekkert nema kjaft-
urinn. Til staðfestingar má geta
þess að Mick Hucknell úr Simply
Red lúbarði hann nýlega fyrir
utan pöbb í London þegar hann
gafst upp á hótunum Liams.
Þrívíddarkoss
Kiss eru þessa dagana á sinni síð-
ustu tónleikaferð um U.S.A., eða
svo segja þeir, eins og oft áður. Gerð
hefur verið þrívíddar teiknimynd -
„Kiss Immortals“ - þar sem með-
limir berjast við geimverur. Hún er
m.a. á www.kissasylum.com. í
næstu viku kemur tónleikaplatan,
„Alive IV“, sem var tekin upp í
Vancouver á gamlárskvöld sl.
hvaöf fyrir hvernf skemmtilegar staöreyndir niöurstaöa
★★★★ Hljómsveitin: Eels piatan: Daisies of Galaxy Útgefandi: Dreamworks/Skffan Lengd: 44,16 mín. Þetta er þriðja plata Álanna sem eins og síöast er hljómsveit eins manns sem kallar sig E. Nú fær hann m.a. til liös viö sig Peter Buck úr R.E.M. og Grant Lee Phillips. Eels sló í gegn meö fyrstu plötu sinni, Beautiful Freaks, og hér sýnir E enn snilli sína bæöi í glöðu og döpru poppi. Síöustu árin hefur kaldhæðni verið allsráðandi í rokkinu - heldur t.d. einhver að Beck meini orö af því sem hann segir? E hljómar fullkomlega einlægur I sinu vel slípaða eöalpoppi og þessi plata er því bæöi fýrir þenkj- andi poppáhugafólk og þá sem hafa fengið sig pakksadda á endalausri kaldhæöninni. Aöra plötuna, Electro-Shock Blues, gerði E í miklum harmi, enda móðir hans og systir nýdánar. „Ef síöasta plata var eins og símhringing um miöja nótt sem enginn vill svara er þessi eins og símhringing á hóteli sem vekur þig upp í indælan morg- unverö," segir hann sjálfur. Eels stendur fýrir ferskan og per- sónulegan popphljóm og mjög góða texta. Þessi plata er full af stórfínu vorpoppi sem minnir á Bítlana, Violent Femmes ogjafnvel Billy Joel. Hún fær þó eitt strik í kladdann fyrir smáeinhæfni I lagasmíðum og ein- tóna söngstfl Hr. E. dr. gunni
★★★★ Hljómsveitin: DJ Krush Platan: Code 4109 Útgefandi: Sony/Skífan Lengd: 68,31 mín. Japanski plötusnúöurinn DJ Krush hefur lengi veriö þekktur fyrir instrú- mental downtempo hip hop settin sín og sólóplöturnar sem hann hefur gefiö út, t.d. Meiso og MiLight. Þetta er hans fyrsta mix-plata. Þetta er plata fýrir alla hip-hop- hausa. Þetta er hip-hop í rólegri kant- inum, að mestu án orða, en þó er þarna rappaö á japönsku i einu lagi og svo er lika acapelia-útgáfa af gamla Beats International smellin- um Just be good to me spiluö yfir tvö önnur llög meö góöri útkomu. DJ Krush hefur verið virkur á hip hop og trip hop-senunni út um allan heim síðastliöin ár. Hann gaf t.d. lengi vel út á Mo Wax í Bretlandi, bandarfskir og franskir rapparar komu fram á MiLight-plötunni og þeir hjá Ninja Tune fengu hann til að mixa katalóg- inn þeirra. Þetta er aö mörgu leyti helvíti flott músík. Ef þú ert veikur fyrir letilegum hip hop-beatum og kannt aö meta listamenn eins og DJ Krush sjálfan, DJ Cam, John Klemmer og Jazznova (sem allir eiga stykki hér) þá er þetta fýrir þig. trausti júlíusson
★ ★★ , Hljómsveitin: YmSÍr Platan: Dope OH Plastic!7 Útgefandi: React / Japis Lengd: 69,52 mín. Breski breakbeat-plötusnúðurinn John Stapleton er mættur meö enn eina partíbombuna, þá sjöundu í röö- inni, og hefur i þetta skiptið kailaö til menn eins og Runaways, Krafty Kuts, The Fez, Kitatchi og DJ Q. Þetta er rakið efni fyrir upphitun- arpartíið. Ef þú ert ekki farinn að baða út öllum öngum á ööru glasi með þessa tónlist í græjunum þá ættirðu kannski aö vera bara heima. Þetta er plata fyrir big beat-gengið, Fatboy Slim-aödáendur og aöra óá- byrga gleðipinna. John Stapleton vakti fýrst athygli sem dj í Bristol. Fyrsta Dope on Plasticl-platan kom út 1994 og alla tfö sföan hefur hann verið önnum kafinn viö aö spila út um allan heim. Hann kom til íslands 1997 og spiiaöi m.a. í Hinu húsinu. John Stapleton er ótrúlega naskur á aö finna flott breakbeat-efni. Þetta er sjöunda Dope on Plastici-platan og hún gefur hinum fyrri ekkert eftir. Þetta er kannski svolítið misjafnt efni (eins og á fýrri plötunum), dettur aöeins niöur um miöjan diskinn, en þetta er samt góö skemmtun. trausti júlíusson
★★★★ Hljómsveitin: The WÍSdom of Harry piatan: Stars of Super 8 Útgefandi: Matador/Hljómalind Lengd: 64,55 mín. The Wisdom of Harry er einmenn- ingssveit Petes Astor. Hann var aöal- maöurinn í The Loft og The Weather Prophets, gítarnýbylgiuböndum sem tóku þátt í anorakka-rokkbylgjunni á Bretlandi á 9. áratugnum. Pete tók sér langa pásu til aö læra á tölvu og sampler og þróa nýjan stíl. Þetta er safn laga sem áður höfðu komið út á smáskífum á litlum merkj- um. Tóniistin er lágstemmd svefn- herbergisælektrónfa. Hér renna sam- an hefðbundin hrá Veivet Underground-áhrif og tölvuvæddar raftónlistarpæiingar, sambland Slowblow og Múm, svo þetta sé sett í íslenskt samhengi. Bandið/Pródjektið er nefnt eftir tveim Harrfum: Harry Lime sem Or- son Welles lék í The Third Man og Harry Palmer sem Michael Cane lék í The Ipcress Rle sem sumir telja aö sé besta njósnamynd sem Bretar hafa gert. Platan er mjög ffn. Hefðbundnu lögin eru sungin og leitandi en elektrónfan ósungin og sniðug og stundum renna stefnurnar tvær saman (og þá er gaman). Þetta er flott tónlist, svöl og hrá og venst frábærlega. Nokkrir leiöinlegir langhundar draga þó heild- ina aðeins niöur. dr. gunni
★ ★★★ Hijómsveitin: Handsome Boy Modeling School Platan: So, hOW S yOUr girl? Útgefandi: Tommy Boy Lengd: 60,39 mín. Samstarfsverkefni Nathaniel Merriweather (Dan the Automator) og Chest Rockwell (Prince Paul), sem báöir eru vel þekktir úr hip-hop- geiranum. Þeir fá til sin aragrúa af góðum gestum, t.d. Del, Mike D., Brand Nubian, Roisin (gellan úr Moloko), Plug 2, DJ Shadow, Money Mark og Alec Empire. Þaö kennir ýmissa grasa á þessari plötu þannig aö hún einskorðast ekki viö hip-hop-aödáendur. Eins og sést á listanum yfir þá sem komu í hljóðverið aö skemmta sér spannar tónlistin mikið grúfgil. Félagarnir bjuggu til eitt konsept með plötunni: Fagrir, glamúrus karl- menn rúla, og fýrir einungis 29,99 dollara getur þú orðiö eftirsótt fýrir- sæta. Það eina sem þarf að gera er aö fara á heimasíöuna (www.hand- someboymodeling.com) og kynna þér undraheim feguröarinnar. Platan einkennist öli af mikilli gleöi sem skilar sér f léttri, vandaöri vöru. Þeir félagar eru svo miklir bransa- boltar að ekki var viö ööru aö búast en aö það besta næöist úr gestun- um. Ekki eru öll lögin röppuö þannig aö þverhausar og kynþáttahatarar þurfa ekki að fælast frá. Góö i hvaða græjur sem er, hvar sem er. halldór v. sveinsson
>
★
f
24. mars 2000
13