Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2000, Side 7
fókus
Vikan 14. aoríl til 20. aorí
11 f i ft p
F T T R V T M N II
Þykk þoka liggur yfir völundarhúsi leyndarmála í myndinni
Snow Falling on Cedars. í henni leika Max Von Sydow og Ethan
Hawke en leikstjórinn er Scott Hicks, sem gerði myndina Shine
fyrir skömmu. Snow Falling on Cedars er frumsýnd í Háskólabíó.
b í ó
Lúkufylli af
leyndannálum
Fiskimaðurinn er myrtur í
þykkri þoku Kyrrahafsins
Astralski leikstjórinn Scott
Hicks var litt þekktur og metinn
þar til hann sendi frá sér myndina
Shine árið 1996. Hann hafði að vísu
verið duglegur við að gera heimild-
armyndir og sjónvarpsþætti og
hafði unnið til Emmy-verðlaun-
anna en var óþekkt andlit í kvik-
myndaheiminum.
Gamli draumurinn
Það var síðan á Sundance-kvik-
myndahátíðinni sem hjólin byrj-
uðu að snúast. Shine fékk frábærar
móttökur og i kjölfarið var hún til-
nefnd til sjö óskarsverðlauna,
Golden Globe-verðlauna og allt
það. Núna gat Hicks valið úr hand-
ritahaíinu sem flæddi yfir hann og
hugsaði hann sig ekki tvisvar um
þegar handritið að Snow Falling on
Cedars lak inn á borð. Nokkrum
árum áður hafði hann lesið bókina
og fékk strax áhuga á að gera
mynd eftir henni. Þegar konan
hans athugaði stöðuna á kvik-
myndaréttinum að sögunni komust
þau að því að Universal hefði keypt
hann en þar sem Hicks var bara
peð gaf hann þá drauma samstund-
is upp á bátinn. En draumamir
rættust og myndin er kominn á
Laugaveginn. Hicks fékk
klassalið til að hjálpa sér,
fyrir utan Von Sydow og
Hawke, leika James
Cromwell, Sam Shepard og
Richard Jenkins (Flirting
with Disaster) í myndinni og
Robert Richardson, sem fékk
Óskarinn fyrir JFK á sínum
tíma, mundaði kvikmynda-
tökuvélina.
Það að bandarískur strákur og japönsk steipa
rugli reytum saman er ekki beint vinsælt á
San Piedro-eyjunni.
Æskuásfin
Rammi sögunnar eru rétt-
arhöld sem eru haldin yfir
Kazuo Miyamoto (Rick Yune)
á bandarísku eyjunni San
Piedro í Kyrrahafmu. Hann er sak-
aður um að hafa myrt æskuvin
sinn er þeir voru við veiðar eina
dimma og þokumikla nótt. Hann er
bandarískur maður af japönskum
uppruna en þar sem myndin gerist
árið 1950 er Könunum ekkert sér-
staklega vel við Japana (Pearl
Harbor og allt það). í réttarsalnum
er ungur fréttamaður, Ishmael
Chambers (Ethan Hawke) að nafni.
Hann fylgist af miklum áhuga með
réttarhöldunum og snilli verjanda
Miyamoto, Nels Gudmundsson
(Von Sydow). Hann horfir líka á
konu hins ákærða, Hatsue (Youki
Kudoh), og rifjar upp forboðna ást-
arævintýrið sem þau áttu saman er
þau voru unglingar. Er réttarhöld-
in rúlla á skrið flækjast málin og
brátt eru flestir ibúar eyjarinnar
undir smásjá.
Uppbygging myndarinnar er í
mörgum lögum og hoppar hún
glatt á og flakkar grimmt á milli
upprifjana hinna ýmsu persóna og
réttarhaldanna. Þannig verða
áhorfendur að vera vel með á nót-
unum ef þeir vilja ekki missa af
lestinni. Smám saman byrjar að
flysjast ofan af leyndarmálunum og
ormarnir undir steinunum líta
dagsins ljós.
nýtt í bíó
Bruce Willis og Michelle Pfeiffer leika ekki saman í kvikmynd á hverjum degi.
Þau eru nú samt í The Story of Us en það er rómantísk gamanmynd sem allir í
kærustupara- og hjónaleik ættu að sjá. Hún er frumsýnd í Kringlubíó og Bíóborginni.
fyrir pör
Sambönd milli kvenna og karla
eru skrýtin fyrirbæri. Stundum
ganga þau eins og í sögu og stundum
eru þau strax dæmd til að mistakast.
Ef sú er raunin gerist það jafnan á
byrjunarstigi en stundum gengur
sambandið í þó nokkurn tíma og
byrjar svo að molna. Sú er raunin
með skötuhjúin Michelle Pfeiffer og
Bruce Willis en þau hafa verið gift í
fimmtán ár í myndinni The Story of
Us.
Kyss, kyss og knús
Þetta er rómantísk gamanmynd úr
smiðju Robs Reiners. Hann færir
okkur raunsæja og gamansama inn-
sýn í samband Bens (Bruce) og Katie
Jordan (Michelle ma belle), sem hafa
verið gift í fimmtán ár. Ástandið er
ekki gott á þeim bænum en þeir hlut-
ir sem drógu þau saman til að byrja
með stuðla nú að endalokunum.
Katie er þessi skynsama týpa, vill
Katie er krossgátusmiður og vill hafa
allt á hreinu.
hafa allt á sínum stað, enga óvissu og
öryggistilfmningu. Hún vinnur við
að búa til krossgátur og gæti ekki
verið ánægðari. Þessir þættir í fari
Katie eru ástæðan fyrir því að hún
hreifst af Ben til að byrja með. Hann
er nefninlega rithöfundur, algjör
rómantíkus og veit ekkert hvað er að
gerast í kringum hann. Nú er Katie
að verða brjáluð á Ben og er komin
með nóg af heimspeki hans, að teikna
heiminn eins og hann vill hafa hann.
Bömin era send í sumarbúðir og Ben
og Katie prófa að skilja að borði og
sæng í smástund, svona til að fá
smjörþefinn af skilnaðinum. Þá
koma upp skondin atvik og allt er
ofsasætt og sniðugt og tárin streyma
niður kinnarnar. Kyss, kyss og knús.
Rob Reiner á fjöldann allan af stór-
góðum myndum að baki. Fyrsti
smellurinn var This Is Spinal Tap og
hefur hann haldið ótrauður áfram í
gegnum tíðina. Stand by Me, The
Bíóborgin
The Story of Us Michelle Pfeiffer og Bruce
Willis leika í þessarri rómantísku gamanmynd
eftir Rob Reiner.
Sýnd kl.: 2, 4, 6, 8, 10
Deuce Bigalow ★★ Ærslafull gamanmynd
með Rob Scneider I aðalhlutverki. Hann leikur
lúða sem neyðist til að gerast karlhóra til að
borga skuldir sínar.
Sýnd kl.: 2, 4, 6, 8, 10
The World is not Enough ★ ★ Bond í meðal-
lagi, þokkaleg skemmtun en betur má ef duga
skal.-ÁS
Sýnd kl.: 5.40, 8
Three Kings ★★★ Þegar maður fer á mynd
meö George Cloony, lce Cube og Mark Wa-
hlberg getur það aðeins þýtt tvennt; annað
avort er hún mjög góð eða hræðilega léleg.
Þessi er góð.-hvs
Sýnd kl.: 10.15
Bíóhöllin
The Story of Us Michelle Pfeiffer og Bruce
Willis leika í þessarri rómantísku gamanmynd
eftir Rob Reiner.
Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10
Deuce Bigalow ★★ Ærslafull gamanmynd
með Rob Scneider I aðalhlutverki. Hann leikur
lúða sem neyðist til að gerast karlhóra til að
oorga skuldir sínar.
Stuart little Gamansöm mynd um fjölskyldu
sem ættleiðir mús sem getur talað. Sýnd með
íslensku og ensku tali. Fjölskylduskemmtun.
Sýnd kl.: 2, 4, 6, 8, 10
Man on the Moon ★★★ Milos Forman held-
ur þétt og örugglega utan um frásögnina og
virðist vera á góðri siglingu. -ÁS
Sýnd kl.: 3.40, 5.45, 8, 10.10
The Beach ★ „Það gengur bara betur næst“
er það eina sem hægt er að segja um þessa
mynd. Flausturslega gert og illa. -ÁS
Sýnd kl.: 8
Tarzan ★★★ Tarzan er afbragðs skemmtun
sem allir ættu að geta haft gaman af.-ÁS
Sýnd kl.: 1.50
Sleepy Hollow ★★★ Skildu vantrúna eftir
heima og leyfðu þér að njóta þessarar frásagn-
ar eins og óttaslegið barn. -ÁS
Sýnd kl.: 10.05
The Hurricane ★★★ Leikstjórinn Jewison fer
vel með efnið og nær að mynda það frá þeirri
hlið að áhersla er lögð á réttu hlutina. Denzel
Washington túlkar af næmni. -HK
Sýnd kl.: 8
Toy Story 2 ★★★ Þetta framhald fyrstu Leik-
fangasögunnar er, líkt og fyrri myndin, full af
fjöri fyrir bæði börn og fullorðna.-ÁS
Sýnd kl.: 2, 4, 6
Hundurinn og Höfrungurinn Rn fyrir krakk-
ana. Sýnd kl.: 2
Háskólabíó
The Girl Next Door Heimildarmynd um líf og
störf klámmyndastjörnunnar Stacy Valentine.
Sýnd kl.: 12
Snow falling on Cedars
síðunni. Sýnd
kl.: 5.30, 8, 10.30
Being John Malkovitch
★★★★ Ef þið látið hana
framhjá ykkur fara er það á
eigin ábyrgð. Ég mæli ekki
með því. Being John Mal-
kovich á eftir að verða einn
af íkonum okkar tima. -ÁS
Sjá umfjöllun á
Ben er rithöfundur og veit ekkert
hvaö er aö gerast.
Princess Bride, Misery, allt eru þetta
góðar myndir. Hann hefur líka
reynslu af sambandsmyndum eftir
When Harry Met Sally, en í kjölfarið
á henni fylgdi fjöldinn allur af mis-
heppnuðum tilraunum. Reiner leikur
líka í myndinni. Hann og konan hans
í myndinni (Rita Wilson) eru bestu
vinir Bens og Katie og fylgja þeim í
gegnum þessi fimmtán ár sem við
fylgjumst með þeim. Að lokum má
geta þess að tónlistin i myndinni er
að hluta til samin af meistaranum
Eric Clapton.
Sýnd kl.: 5.50, 8, 10.15
The Green Mile ★★★ Mjög vel gerð og
spennandi kvikmynd með áhugaverðum sögu-
þræði. -HK
Sýnd kl.: 10
Fíaskó ★★★ Frumraun Ragnars Bragasonar
er mjög vel heppnuð. -HK
Sýnd kl.: 6, 8
Englar alheimsins ★★★ Vel heppnuð kvik-
mynd sem hlý, raunsæ og jafnframt kómísk
þrátt fýrir háalvarlegt viðfangsefni.-HK
Sýnd kl.: 6
American Beauty ★★★ Kampavín og kavíar
fýrir sálina. -ÁS
Sýnd kl.: 8,10.20
Kringlubíó
Deuce Bigalow ★★ Sjá Bíóborg.
Sýnd kl.: 4, 6, 8,10
Man on the Moon ★★★ Sjá Bíóhöll. -ÁS
Sýnd kl.: 5.45, 8, 10.15
Járnrisinn ★★ Góð og skemmtileg teikni-
mynd.-HK
Sýnd kl.: 1.50
Toy Story 2 ★★★ Þetta framhald fýrstu Leik-
fangasögunnar er, líkt og fyrri myndin, full af
fjöri fýrir bæði börn og fullorðna.-ÁS
Sýnd kl.: 2, 3.45
Flawless ★★ Það háir Flawless dálítið hversu
hæg hún er, sem kemur til af því að mikið er
talað og samtölin kannski ekki alltaf þau
skemmtilegustu. -HK
Sýnd kl.: 5.45, 8, 10.15
Hundurinn og Höfrungurinn Rn fýrir krakkana.
Sýnd kl.: 1.50
Laugarásbíó
Stuart little Sjá Bíóhöll.
Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10
The Whole Nine Yards ★★★ Leikstjórinn Jon-
athan Lynn hefur gert ágæta afþreyingu þar
sem ekkert er nógu alvarlegt að ekki sé hægt
að gera grín að þvl.. -HK
Sýnd kl.: 6, 8, 10
Regnboginn
Dogma Nýjasta mynd
Kevin Smiths. Himnaríki
og helvíti sameinast gegn
Ben Affleck og Matt
Damon.
Sýnd kl.: 2, 5.30, 8,
10.30
Scream 3 ★ Lokamyndin
í Scream-trilógíunni. Per-
sónusköpun er sem fýrr á lágu plani. Stefnu-
leysi einkennir myndina. -HK
Sýnd kl.: 3.30, 5.45, 8, 10.15
The End of the Affair Rómantlkin nær há-
marki þegar Ralph Fiennes (draumaprins allra
vel siðaðra kvenna) leitar að ástæðunni fýrir
því afhverju Julianne Moore dömpaði honum.
Sýnd kl.: 3.30, 5.45, 8, 10.15
Toy Story 2 ★★★ -ÁS
Sýnd kl.: 2, 4, 6
The Cider House Rules ★★ Dramatísk en
frekar hæg og átakalítil. Maguire og Caine
sýna mjög góðan leik. -ÁS
Sýnd kl.: 8, 10.30
Stjörnubíó
The End of the Affair Rómantlkin nær há-
marki þegar Ralph Rennes leitar að ástæð-
unni fýrir því afhverju Julianne Moore dömpaði
honum.
Stuart little Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10
Girl, Interrupted ★★ Það er freistandi að
bera hana saman við One Flew Over The
Cookoo's Nest. Þá sést best hve vöntunin á
ögrandi nálgun er mikil I Girl, Interrupted. -HK
Sýnd kl.: 5.45, 8, 10.15
The Winslow Boy ★★★ Á okkar tilfinninga-
legu fjöllyndistímum, þegar lenskan er að
spýja öllu úr sálarkirnunni I slúðurblöðum er
sérlega Ijúft að fylgjast með frásögn sem skil-
ur gildi þess að tjá sig undir rós. -ÁS
T/AFFI
REY KJAVIK
RF S TAURAN I H A R
14.
apríl
I/AFFI .
REYMAVIK
r r s T A
B A R