Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Qupperneq 3
19 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 Nágrannar veröa sífellt nánari: Sítengdir saman með hverfisneti - öryggistæki, samskiptatæki og Qarstýring heimilistækja Meöal þess sem nýta má NeighborMation-kerfiö í er aö senda að morgni út viövaranir í öll hús í hverfinu ef aöalum ferðaræðin frá hverfinu er stífluö, sem veitir fólki möguleikann á aö fara aöra leið til vinnu sinnar. ^ í stað þess að 'i þurfa að treysta láJónogGunnu | í næsta húsi til að líta eftir heimilinu þegar maður bregður sér af bæ gæti fram- tíðin verið sú að allt hverfið sé beintengt við heimilið með hverfis- intraneti. Þannig myndi öllum ná- grönnunum vera gert viðvart ef eitthvað amaði að á heimilinu. Það er fyrirtækið Vicinium sem er að þróa hugbúnað og lausnir fyr- ir slík intranet sem myndu tengja saman heilu hverfm með breiö- bandi. Kapalfyrirtæki, fjarskipta- fyrirtæki eða intemetveitur eiga að geta keypt þekkingu, hugbúnað og annað frá Vicinium og boðið al- menningi upp á að tengjast ná- grönnunum með hætti sem ekki hefur þekkst áður. í dag eru breiðbandsfyrirtæki í Bandaríkjunum farin að veita fólki öryggiskerfi fyrir heimilin ásamt möguleikanum á að fjarstýra ýmsu á heimilinu eins og t.d. heimilis- tækjum, hita, rafmagni og lýsingu. Vicinium gengur skrefi lengra með NeighborMation-kerfi sínu sem gengur út á að tengja saman þessi heimiliskerfi sem þýðir að öll heim- ilin verða sítengd hvert við annað. Ekki bara öryggistæki En þetta er ekki bara hægt að nýta til þess að gera nágrönnum að- vart ef brotist er inn á heimilið. Intranetið getur orðið upplýsinga- veita um ýmislegt það sem kemur fólkinu í hverfmu við. Til dæmis ef fellibylur eða blindhríð er yflrvof- andi getur NeighborMation kveikt á sjónvörpum allra sem tengdir eru og sent þar út viðvaranir. Á sama hátt gæti kerfið varað íbúa við um- ferðarteppum á morgnana áður en haldið er til vinnu. Að auki er hægt að senda út til- kynningar þannig að einungis þeir sem hlut eiga að máli fái þær. Sem dæmi gæti bamaskólinn sent að morgni út tilkynningu á heimili allra þriðjubekkinga um að kennar- inn væri veikur. Á sama hátt væri hægt að senda einkunnir bamanna beint á heimilin þar sem foreldr- amir myndu kvitta fyrir móttöku þeirra með sjónvarpsfjarstýring- unni og senda til baka. Kerfið býð- ur að auki upp á fjölda annarra möguleika, svo sem tölvuleikjaspil- W dmmís af foifihylur oða bímdhríö my fir- mfandi getur Neigh- hwMaiiem kmikt á sjótwöipum allra mm tmgdír oru og seni þar úi víðmranín Á sama háit gmtl k&rfíð varað Ibúa við umf&tðati&pp- um á morgnma iður en haldíð &r til virmu. un milli heimila, miðstýrða stjóm- un ýmissa kerfa eins og t.d. raf- magnsnotkunar eða húshitunar og svo mætti lengi telja. Vicinium hyggst hefja prófanir á NeighborMation-kerfínu í haust og hefja sölu fyrir áramót. Hægt er að kynna sér málið betur á heimasíð- unni kttp iðÍilíUIILmia/ Teiknimyndin Titan A.E. þykir mjög athyglisverö tæknilega séö og því viö hæfi aö hún veröi fyrsta myndin tii aö nýta hina nýju tækni frá Cisco Sy- stems. Ný tegund kvikmyndadreifingar prófuö: Send meö nýrri nettækni - það sem koma skal, segja aðstandendur Fyrir skömmu átti sér stað at- hyglisverður at- burður í kvik- myndasögunni þegar bíómynd var í fyrsta sinn flutt gegnum Inter- netið og framsýnd samstundis þús- undum kilómetra frá þeim stað sem hún var hýst. Það var fyrir- tækið Cisco Systems, sem framleið- ir vél- og hugbúnað fyrir Intemet- ið, sem stóð að sýningunni, en myndin sem um ræðir heitir Titan A.E. og er hún ein tæknilegasta teiknimynd sem gerð hefur verið fyrr eða síðar. Myndin var flutt eftir tölvuneti sem byggir á nýrri tækni frá Cisco, þar á meðal Cisco 12000 Series-bein- um sem geta sent allt að 40 Mb á sekúndu og Cisco 7140 sýndamet (VPN) og öryggisbeinum með inn- byggðum eldveggjum og þrefaldri DES-dulkóðun. Hún var flutt frá höfuðstöðvum Cisco í Burbank i Kalifomíu í kvikmyndahús í Atl- anta og nutu gestir Supercomm- ráðstefnunnar þar fyrstu alhliða stafrænu kvikmyndasýningarinnar í sögunni. Athyglisverö mynd Sýningin tókst vel og voru að- standendur bæði Titan A.E. og Cisco ánægðir með hvernig til tókst. Larry Lang hjá Cisco Sy- stems sagði meðal annars að tækni eins og fyrirtæki hans notaði við flutninginn myndi ekki bara valda byltingu i dreifíngu og gerð kvik- mynda, heldur einnig í fjölmörgum öðrum greinum skemmtanaiðnað- arins. Hann telur að þetta sýni að hægt verði að gera netdreifingu kvikmynda og annars skemmtiefn- is með háhraðatengingum að því sem koma skal hvað dreifingar slíks efnis varðar í framtíðinni. Það er vel við hæfi að kvikmynd- in Titan A.E. hafl orðið fyrir valinu þegar ákveðið var hvaða kvikmynd yrði fyrst til að verða frumsýnd með aðstoð hinnar nýju nettækni Myndln var fiutt oftir tölvuneti s&m byggir á nýrrí tækni tré Cisco. þarámoðal Cisco 12000 Series-beinum sem geta s&nt alit að 40 Mbá sekundu og Cisco 7140 sýnd&met (VPN) og ðryggísbeim um með innbyggðum eldveggjum og þre- faldri DES*dulkóðun. Cisco Systems. Myndin notast við tækni sem kölluð hefur verið næsta kynslóð teiknimyndagerðar og þyk- ir einstök veisla fyrir augað. Titan A.E. var einmitt frumsýnd fyrir al- menning í Bandaríkjunum nú um helgina en verður frumsýnd hér á landi þann 15. september. Ný rannsókn á foreldrum og unglingum: Sambandið ekki svo slæmt - en talsverður munur á viðhorfum Ný bresk rann- sókn á tengslun- um mifli ung- linga og foreldra þeirra hefur leitt í ljós að samband kynslóðanna tveggja sé hreint ekki eins slæmt og af er lát- ið. Hátt í 2500 unglingar og foreldr- ar þeirra tóku þátt í könnun og kom þar í ljós að unglingunum finnst langflestum að foreldrar veiti þeim ástúð og hugsi vel um börn sin. Þrír af hverjum fjórum ungling- um telja að foreldrar sínir séu áfltaf til staðar þegar unglingamir þarfnast þeirra og næstum 60% segja samband sitt við foreldrana vera gott. Einungis fimmti hver unglingur segist rífast við foreldra sína. En einnig kom í ljós í könnun- inni, sem gerð var á vegum bresku foreldrasamtakanna NFPI, að við- horf unglinga og fullorðinna eru alls ekki þau sömu um ýmis mál sem koma fjölskyldunni við. Flestir unglingar sögðu t.d. mikilvægt að samband foreldranna væri gott til að börn þeirra væru hamingjusöm. Einungis þriðjungur foreldranna er hins vegar sammála unglingun- um um þessi mál. Enn fremur telja tveir af hverj- um þremur táningum að foreldrar þurfi að vera skýrir í afstöðu sinni gagnvart því hvað sé rétt og hvað rangt. Einungis 40% fullorðinna eru á sama máli. Þrír af hverjum fjórum unglingum telja jafnframt að það sé mikilvægt að foreldrar hlusti á börn sín en einungis 41% foreldra segja svo vera.<#> Flestlr ungilngar sðgðu t.d. mikiivægt að samband foreldr- anna vmri gott tll að böm þeírra vmru ham- ingjusöm. Minungis þriðjungur fomldranna er hins vegar sammáia ungllngunum um þessi mái. £jí)h frlB'Úi Unglingar eru ekki stööugt í baráttu viö foreldra sína samkvæmt nýrri breskri rannsókn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.