Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Side 4
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 Ný leið í baráttunni gegn höfundarréttarbrjótum: Hugbúnaöur sem greinir hver skrifar á lyklaborðið - efasemdir um viðbrögð tónlistaráhugamanna Metallica-flokkurinn hefur veriö fremstur i fylkingu poppara sem berjast gegn ólöglegri dreifingu tónlistar á Netinu. í þróun er nú hugbúnaður sem gæti létt þeim baráttuna og jafnvel tryggt Hetfield og félögum öruggt ævikvöld. Tíörætt hefur orðið um leiðir til að koma í veg fyrir að fólk dreifi á Netinu tónlist og öðru efni sem bundið er höfundarrétti og brjóti þannig lög um höfundarrétt. Engin hefur enn fundist sem virkar almennilega en fyrirtækin Musicrypt.com og Net Nanny Software ætla að starfa sam- an að því að þróa mögulega lausn á þessum vanda. Fyrirtækin eru að búa til hugbún- að sem getur borið kennsl á einstak- linga eftir því hvemig þeir slá á tölvulyklaborð. Þessi tækni getur verið notuð til að verja höfundar- rétthafa fyrir þvi að tónlist þeirra verði dreift á ólöglegan hátt. Musicrypt.com og Net Nanny vilja að tónlistarútgefendur eða netversl- anir byggi þessa tækni inn í tónlist sem seld er á Netinu og þannig væri tryggt að kaupandi að ákveðnu lagi sé sá eini sem geti spilað það með hjálp tölvu. Þessi aðferð, að greina fólk eftir þeim rytma sem það hefur þegar það skrifar á lyklaborð, er mun öruggari en að nota venjuleg lykilorð, því auövelt er að dreifa slíkum lykilorðum til fjölda fólks. Búið er að prófa þessa tækni i tals- verðan tima og í ljós hefur komið að öryggi hennar er um það bil 98%. Hvaö segir neytandinn? En þó svo þessi lausn hljómi ágætlega í eyrum tónlistarútgef- enda, sem þessa dagana leita í ör- væntingu að leiðum til að vemda tónlist á Netinu fyrir höfundarrétt- arbrjótum, þá er spurning hvað tón- listarunnendum finnist um þessi mál. Þeir eru orðnir vanir því að hafa svo til óheftan aðgang að tón- list sem þeir kaupa á Netinu og því er ekki víst að þeir samþykki að að- gangur þeirra að vöra sem þeir kaupa sé heftur með þessum hætti. . Neytendurnir hafa hingað til get- að spilað tónlist á stafrænu formi á Þessi aðferð, að greina fölk eftir þeim rytma sem það hefur þegar það skrifar á lyklaborð, er mun öruggari en að nota venjuleg lykilorð, því auðvelt er að dreifa slikum lykilorðum til fjölda fólks. Búið er að prófa þessa tækni í talsverðan tíma og í Ijós hefur komið að ör- yggi hennar er um það bil 98%. hvaða tæki sem þeir vilja, hvenær sem þeir vilja og það án þess að þurfa að framkvæma fleiri handtök en sem nemur því að setja kassettu eða disk í hljómflutningstæki og ýta á „play“. Reynslan hefur sýnt að ef reynt er að hamla aðgang neytenda að vöru á einhvern hátt er stutt í að þeir geri uppreisn. Betra en margt annað Því segja þeir sem til þekkja að til að hugbúnaður Musicrypt.com og Net Nanny verði samþykktur af neytendum þurfi hann á einhvem hátt að vera næstum ósýnilegur. Það verður erfitt að koma því i kring, því fyrir það fyrsta þarf fólk að sækja sér Musicrypt-hugbúnað- inn og setja hann upp áður en þeir geta hlustað á tónlist sem læst hefur verið með hugbúnaði þessara fyrir- tækja og þannig er strax kominn upp ákveöinn múr milli neytend- anna og hugbúnaðarins. En það sem mælir hins vegar með þvi að hugbúnaður þessi geti hlotið náð fyrir augum bæði tónlist- arkaupenda og tónlistarútgefenda er að hann er þægilegri í notkun en margar aðrar lausnir sem tónlistar- útgefendur hafa rætt hingað til. Þeir hafa gælt við hugmyndir um „líf- ræna lása“ á stafrænni tónlist, t.d. búnað sem greinir fingraför, auga- steina eða rödd notendanna til að ákveða hvort notandinn sé raun- verulega sá sem keypti tónlistina. Mjög erfitt yrði fyrir tónlistarút- gefendur að fá neytendur til að verða sér úti um og sætta sig við slíkan búnað og því hljómar hug- búnaður Musicrypt.com og Net Nanny mun vænlegri til árangurs. Microsoft undir smjásjá Qárfesta: Ekki lengur eini kosturinn - en enn þá vænlegur kostur Mtcrosoft Mi Steve Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft, siglir nú meö fyrirtækiö inn í tímabil óvissu, bæði vegna réttarhaldanna og vegna þess hve hátæknimarkaöurinn breytist gríðarlega ört þessi misserin. Margir hafa að undanfornu velt fyrir sér stöðu Microsoft í kjöl- far þess að alit virðist ganga í bandarískum dómstólum þessa dagana. Fyrirtæk- ið hefur löngum þótt ein vænlegasta fjárfestingin á fjármálamörkuðum sökum yfirburðastöðu sinnar í hug- búnaðargeiranum, en margir sjá blikur á lofti í þeim efnum. Það er ekki bara vegna málaferl- anna, því enginn getur séð fyrir hvemig þau munu enda þegar áfrýj- anir og aðrar úrlausnir hafa verið reyndar. Staða Microsoft hefur nefnilega einnig breyst vegna þess hve allur hátækniiðnaðurinn hefur stökkbreyst á undanförnum misser- um. Þó svo Microsoft sé enn þá góður kostur þegar leitað er að framtíðar- fjárfestingu í geiranum þá er fyrir- tækið ekki lengur hinn eini augljósi kostur á markaönum. Vöxturinn á hátæknimarkaðnum er nefnilega að færast í auknum mæli frá heimilis- tölvunni - heimavelli Microsoft - og inn á fjölbreyttari brautir. Tímabii óvissu Microsoft situr þó ekki eftir með sárt ennið, það er á fullu að vinna í flestum þessum nýju tæknigeirum. Fyrirtækið á gríðarlegt fjármagn og hefur verið að kaupa og fjárfesta í leiðandi fyrirtækjum í geirunum. En Microsoft er ekki lengur í yfir- burðastöðu, það er einungis eitt gott fyrirtæki af mörgum sem keppa á glænýjum og rokgjömum markaði. Sérfræðingar hafa að undanfomu verið að velta fyrir sér hvort skyn- samlegt sé að fjárfesta í Microsoft í dag og hvort skynsamlegt sé fyrir eigendur hlutabréfa í Microsoft að halda í hlutabréf sín í þeirri trú að fyrirtækið muni standa af sér allan ólgusjó. Það sem mælir móti fyrir- tækinu er að það siglir nú, vegna réttarhaldanna, inn í tímabil óvissu sem gæti varað i nokkur ár. Væri ekki betra að fjárfesta í fyrirtækjum sem eru nú þegar leiðandi á há- tæknimarkaðnum og búa ekki við slíka óvissu? Áhættunnar virði? Það sem mælir gegn þessari rök- semdafærslu er að Microsoft er stærra, ríkara og hefur notið meiri velgengni en nær öll önnur fyrir- tæki í heiminum. Margir vilja meina að jafnvel í núverandi stöðu hafi önnur fyrirtæki ekki roð við Microsoft, sérstaklega ekki ef hægt er að fá fyrirtækið á góðu verði eins og raunin er um þessar mundir. Meginrök þeirra sem segja að Microsoft sé góð fjárfesting í dag eru að verð hlutabréfa í fyrirtækinu er nú lágt vegna málaferlanna. Ef Microsoft tekst að vinna málið fyrir áfrýjunarrétti þá mun verðið þjóta upp og hluthafar hagnast verulega. En einnig telja sumir að jafnvel þó fyrirtækið tapi málinu og verði rifið í tvennt af hinu opinbera þá muni eigendur hlutabréfanna ekki tapa. Þeir muni þess i stað eiga hlutabréf í tveimur mjög sterkum fyrirtækjum sem gæti jafnvel þýtt að arður þeirra vaxi hraðar ef nýju fyrirtækjunum tekst að nýta stöðu sína. Margir vílja meina að jafnvel í núverandi stöðu hafi önnur fyrír- tæki ekki roð við Microsoft, sérstaklega ekki ef hægt er að fá fyrirtækið á göðu verði eins og raunin er um þessar mundir. Hvort sem þessar spár ganga eftir eða ekki og hvernig sem réttarhöld- unum lýkur er þó meginniöurstað- an sú að þó svo Microsoft sé enn álitlegur fjárfestingarkostur er staða fyrirtækisins sem einstöku á sviði hátækni ekki lengur jafn gríð- arlega sterk og hún hefur verið und- anfarin ár. IjJ-UrJ-' ijíijnímjj' mót fyrirtækinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.