Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Qupperneq 6
22 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 írara tðlvui tíkni og vísinda Timburmenn leggjast þyngst á hófsemdarmennina Sjálfsagt er best að vera sífullur vilji maður smakka áfengi á annað borð og losna við hina hræðilegu timburmenn. Dynjandi ham- arshögg timbur- mannanna eftir helgarkenndirí- ið leggjast þyngst á þá sem ra í meðalhófl. „Við læknar höfum tilhneigingu til að beina sjónum okkar að alkó- hólistum. Það er fámennur hópur en timburmenn eru algengir," segir Æ>ffey Wiese, læknaprófessor við Kalifomíuháskóla. Wiese og starfsbræður hans við hermannasjúkrahús í San Francisco fóru yfir rannsóknir lækna á áfengisneyslu sem birtust á árunum 1966 til 1999 til að sjá hvað þeir gætu lært um timburmenn. Niðurstöður þeirrar skoðunar verða notaðar sem grundvöllur fyr- ir nýjum rannsóknum á lífeðlis- fræði timburmanna, á hættunni sem öryggi manna stafar af þeim og á hugsanlegri meðferð við þeim. Meðal þess sem vísindamennimir komust að raun um var að timbur- menn eru nánast alltaf fylgifiskur fimm til sex glasa af áfengi hjá 80 ^cílóa þungum karlmanni og þriggja 'til fimm glasa hjá 60 kílóa konu. Fjarvistir og slæm frammistaða í vinnu af völdum timburmanna kosta bandarískt efnahagslíf um 148 milljarða dollara á ári hverju. Þeir sem drekka lítið eiga sök á meira en helmingi allra vandamála vegna áfengisdrykkju sem upp koma á vinnustað og 87 prósent vanda- málanna má rekja til þeirra sem drekka lítið eða í meðalhófi. Rannsóknir leiða líkum að því að timbur- menn, sem hafa fylgt mannkyn- inu frá örófi alda, geti valdið hjarta-, tauga- og jafnvel geð- sjúkdómum. Al- varlegasta af- leiðing timbur- manna er geð- röskun sem ein- kennist af óskynsamlegri hegðun og kall- ast Elpenorheil- kennið, í höfuð- ið á fylgdarmanni grísku hetjunnar Ódysseifs. Hómer segir frá því í ein- hverri fyrstu lýsingunni á timbur- mönnum að Elpenor hafi vaknað af ölsvefni og hoppað fram af húsþaki. Varð það hans bani. Þá hefur verið sýnt fram á að timbrað fólk geti stofnað sjálfu sér og öðrum í hættu löngu eftir að áfengismagnið í blóðinu er komið í eðlilegt horf. Þannig geta timbraðir flugmenn verið varasamir. Meðal þess sem vfs- indamennirnir komust að raun um var að timburmenn eru nán- ast alltaf fyfgifískur fímm til sex glasa af áfengi hjá 80 kilóa þungum karlmanni og þríggja til fímm glasa bjá 60 kilóa konu. „Jafnvel þótt manni finnist mað- ur ekki vera timbraður, kann vit- ræn geta manns, einbeiting og geta til að leysa tæknivinnu af hendi að vera skert. Þegar maður er drukk- inn gerir maður sér kannski betur grein fyrir því en þegar maður er timbraður," segir Wiese. drekka lítið eða ba Salt á loftsteini veitir mikilvægar upplýsingar: Reikistjörnur mynduðust fyrr Ævafornt salt úr loftsteini, sem kom niður í Marokkó á ár- inu 1998, hefur leitt í ljós að reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar tóku að myndast miklu fyrr en hingaö til hefur verið taliö. Þá þykir saltið benda til þess að sólkerfið hafi tíðum verið bæði hlýtt og rakt. Sólkerfið var ekki nema tæplega tveggja milljóna ára gamalt þegar saltkristallamir mynduðust fyrir um 4,6 milljörðum ára. Að sögn bresku vísindamannanna James Andrews Whitbys og Jamies Gilmo- urs og samstarfsmanna þeirra, sem rannsökuðu loftsteininn, eru salt- kristailamir hugsanlega elsta efni sem nokkru sinni hefur fundist. Talið er líklegt að loftsteinninn hafi brotnað af smástirni og síðan ratað til jarðarinnar eftir ferðalag sitt um geiminn. Lykillinn að ald- Talið er líklegt að loft- steinninn hafi brotnað af smástírni og siðan ratað til jarðarinnar eftir ferðalag sitt um geiminn. ursgreiningu loftsteinsins voru leif- ar af lofttegundum sem gufuðu upp, að þvi er fram kemur í grein vis- indamannanna í tímaritinu Science. Vísindamenn segja aö saltleifar á loftsteini sem féll til jaröar í Marokkó fyrir tveimur árum séu ef til vill elsta efniö sem fundist hefur í alheiminum. Gilmour segir í viðtali við frétta- mann Reuters að saltið sé vísbend- ing um að vatn hafi verið á smást- iminu sem loftsteinninn brotnaði af á fyrstu ármilljón sólkerfisins. Það bendir aftur til að skilyrði fyrir lifi hafi verið, að minnsta kosti sums staðar, skömmu eftir að sólkerfið tók að myndast. „Hitastigið sem líf þrífst við er í meginatriðum hitastigið þar sem vatn getur verið fljótandi. Halítið (saltið) sýnir að vatnið hafi verið fljótandi," segir Gilmour. Hann segir aö það þýði þó ekki að líkur séu á að líf hafi verið til. „Það er langur vegur frá hagstæðum skil- yrðum fyrir lifi til þess að líf kvikni. Ég held að ekki séu neinar vísbend- ingar um að líf hafi myndast á þess- um loftsteini," segir Gilmour. Evrópusambandiö hyggst setja nýtt gervihnattakerfi á laggirnar: Galíleó stöðvar bílþjófa Ráðamenn Evr- ópusambandsins gera sér vonir um að áformað útvarpsgervi- hnattakerfi geti svo þrengt að bílþjófum að þeir sjái sér þann kost- inn vænstan að láta af iðju sinni. Þá er þess vænst að kerfið komi að góðu gagni við leit að sokknum skipum. Kerfið nýja er kennt við þann mikla ítalska stjömufræðing Galí- leó Galíleí. Vonir standa til að allt verði til reiðu árið 2005, gervi- tunglin á sínum stað og tækjabún- aðurinn á jörðu niðri sömuleiðis. Kostnaðurinn við Galíleó-kerfið er áætlaður rúmir 200 milljarðar króna. Reynt veröur aö fá einkafyr- j-rtæki til að taka þátt í kostnaðin- um svo hann leggist ekki eingöngu á skattgreiðendur ESB. Loyola de Palacio, sem fer með samgöngumál i framkvæmdastjóm ESB, sagði á fundi með fréttamönn- um í Brussel fyrir skömmu að ESB hefði þegar tryggt sér útvarpstíðn- ina sem þörf væri á fyrir kerfið. Ná- Meö tilkomu nýja gervihnattakerfisins Galíleó gera forráöamenn ESB sér vonir um að umferö veröi greiöari á þjóövegum og jafnvel aö hægt veröi aö draga úr þjófnaöi á bílum. kvæmari áætlanir yrðu síðan til- búnar fyrir árslok. Galíleó kemur til með að keppa við staðsetningarkerfi sem heraflar Bandarikjanna og Rússlands reka. Með kerfinu verður hægt að stað- setja bæði hluti og menn svo ekki skeikar nema tæpum fimm metr- um. „Þetta kemur bæði flugvélum og skipum að gagni, svo og stjómun umferðar bæði á akvegum og jám- brautarlínum," sagði de Palacio viö fréttamennina. Galíleó k&mur W með að keppa við staðsetn- ingarkerfi sem heraflar Bandaríkjanna og Rússlands reka. Með kerfínu verður hmgt að staðsetja bæði hluti og menn svo ekki skeikar nema tæpum fimm metrum. Flugvellir sem ráða aðeins við umferð ákveðinna gerða flugvéla vegna lélegs ratsjárbúnaðar geta bætt tækjakost sinn með litlum til- kostnaði þar sem með aðstoð Galí- leó verður hægt að lenda í slæmu skyggni. De Palacio ítrekaði á fundinum í Brussel að kerfið væri aðeins ætlað til borgaralegra nota. “f Leifar risanagdýrs í Venesúela |!«*iiii"jiinniniui Vísindamenn hafa fundiö átta miUíón ára gamla mjög heil- lega beinagrind af risastóru nagdýri í Venesú- ela. Nagdýrið, sem kallast pho- beromys pattersonii, var þriggja metra langt og 1,3 metrar á hæð og vó hálft tonn, segir dýrafræð- ingurinn Orangel Aguilera sem fór fyrir vísindamannahópnum. Fundur beinagrindarinnar er einstakur því áður höfðu aðeins fundist illa varöveittar tennur úr ámóta forsögulegu dýri. Aguilera og samstarfsmenn hans hafa sett sig í samband við vísindamenn í öðrum löndum þar sem talið er að svona dýr hafi lifað. Með fundi beinagrindarinnar hefur rykið verið dustað af kenningu um að risastórt fljót hafi runnið með fram Andes- fjöllum út í Karíbahafið. Talið er að dýr eins og hér um ræðir hafi lifað á árbökkum. Davíð er rangeygður Höggmynd Michaelangelos af Davíð hefur verið dáð fyrir túlkun sína á karlmannlegri fegurð en hún er víst ekki fullkomin þegar allt kemur til alls. Davíð er rang- eygður. Marc Levoy, við Stanfordhá- skóla í Kalifomíu, segir í viðtali við timaritið New Scientist að leysigeislamyndir af andliti Davíðs sýni að augu styttunnar beinast hvort í sína áttina. Frá einu sjónarhorni virðist sem styttan horfi aðeins til vinstri en séð vintstra megin frá virðist hún stara beint fram fyr- ir sig. Þessi galli, ef svo má kalla, er ekki sýnilegur almenningi sem kemur til að dást að styttunni í Galleria defl’Accademia í Flór- Sumir græða en aðrir tapa á að vernda trén Heima í héraði getur borgað sig að hætta skógar- höggi í regn- skógunum og stuðla frekar að svokallaðri grænni ferðamennsku. Heimur- inn sem heild græðir líka á því þar sem dregið er úr gróður- húsaáhrifunum. Þegar þjóðin sem heild er annars vegar er skógarhögg þó ábatasamara en ferðamennskan, að því er fram kemur í grein í timaritinu Sci- ence. Og það eru allajafna yfir- völd hverrar þjóðar sem ákveða hvort hafi forgang, skógarhögg eða vemdun skóga. Tilraun sem gerð var á eyj- unni Madagaskar, þar sem regn- skógum með sjaldgæfum trjáteg- undum stendur ógn af skógar- höggi, sýndi fram á þetta. Á hverju ári er talið að 13 milljón hektarar af regnskógum eyðist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.