Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Blaðsíða 1
19 Zinedine Zidane fagnar hér á myndinni gullmarki sínu ur vitaspyrnu í gær sem tryggöi Frökkkum 2-1 sigur á Portúgal og sæti i úrslitaleik Evrópumótsins gegn annaöhvort Hollendingum eða Itölum sem mætast i dag. Markið kom á 117. minútu þegar viti var dæmt þratt fyrir hörö og ofbeldisfull mótmtfiJi Portúgala. DV-mynd Reuters Samkvæmt heimildum DV-sport mun nýliðum Breiðabliks i 1. deild karla í handknattleik vera að berast liöstyrkur úr austurvegi. Þar mun vera á ferð rússneskur línumaöur sem einnig getur leikið fyrir utan en er þó sagöur sterkastur varnarlega. Alexei Trufan, nýr þjálfari Kópa- vogsliðsins, mun vera á leið til Rúss- lands nú um helgina til að ganga frá málinu. Ekki mun Blikum veita af lið- styrknum á komandi vetri ef ekki á aö fara fyrir liöinu eins og siðast þeg- ar það spilaði í efstu deild. Þá fékk það ekki eitt einasta stig sem er met i deildinni og skal engan undra. -ÓK Rosenborg úr leik Úrvalsdeildarliö Rosenborgar lá fyrir botnliði fyrstu deildar Strind- heim, 1-0, á útivelli í þriðju umferð norsku bikarkeppninnar í gær. Það var Terje Hosoien sem skoraði sig- urmarkið á 76. minútu án þess að Árni Gautur Arason, sem stóð í marki Rosenborgar, kæmi vömum við. Tryggvi Guömundsson spilaði allan leikinn og skoraði þrjú mörk í 1-4 sigri Tromso á annarrar deildar lið- inu Alta. Pétur Marteinsson byrjaði inn á i leik Stabæk gegn Træff en var skipt út af á 35. mínútu. Rikharður Daðason skoraði bæði mörk Viking i 2-1 sigri á Byásen eft- ir að honum var skipt inn á á 63. mínútu. Auöun Helgason lék allan leikinn fyrir Viking. Rúnar Kristinsson hóf leik íyrir Lillestrom á móti Ham-Kam í 2-4 sigri en var skipt út af á á 33. mínútu. Grét- ar Hjartarson kom inn á hjá Lille- strom um miðjan síðari háifleik. -ÓK Úrsllt 1 3. umferð: Brann-Stord...................2-0 Bryne-Eik Tonsberg............3-4 Kongsvinger-Start.............0-3 Lofoten-Bodo/Glimt ...........1-4 Ham-Kam-Lillestram ...........2-4 Lyn-Sandefjord................3-0 Moss-Raufoss..................2-1 Tomado-Molde..................0-5 Odd-Grenland-Tollnes..........6-1 Sogndal-Válerenga.............0-7 Stabæk-Træff..................0-2 Strindheim-Rosenborg .........1-0 Stromsgodset-Skeid............2-0 Tromso-Alta ..................4-1 Viking-Byásen ................2-1 Vidar-Haugesund...............2-0 Fer Brynjar í KR? • „„' *$ Rússi til Blika? Brynjar Karl Sigurösson. Svo gæti farið að Brynjar Karl Sigurðsson leiki með íslandsmeisturum KR í körfuboltanum næsta vetur. Brynjar Karl, sem þjálfaði Skagamenn í fyrra, hefur látið þar af störfum en Skagamenn unnu óvæntasta sigur vetrarins á Haukum í annarri umferð en töpuðu öllum öðrum leikjum sinum og féllu í 1. deild. Brynjar Karl þreytti þar frumraun sína með ungt og reynslulaust lið og lék síðustu 16 leikina með Skagaliðinu og skoraði þá 14,6 stig að meðaltali i leik. Brynjar Karl hefur einnig leikið með Val, ÍR og Breiðabliki og á að baki 153 úrvalsdeildarleiki og hefur skorað í þeim 1951 stig sem gerir 12,7 stig að meðaltali. Brynjar Karl er 26 ára, 1,95 metra hár framherji og ljóst að hann styrkir KR-liðið ákveði hann að spila þar næsta vetur en hann hefur æft vel í sumar með Sydneyhóp FRÍ úti í Bandaríkjunum og er í frábæru formi. KR-ingar hafa þegar nælt í Hermann Hauksson sem snýr aftur á heimaslóðir frá Njarðvík. -ÓHÞ/ÓÓJ Eggert Garðars- son var í gær ráðinn þjáifari 1. deildarliðs Breiðabliks í körfu- bolta en Eggert var með Fjölni i vetur og kom liðinu upp í 1. deild í fyrsta sinn. Eggert missti starfið sitt þar þegar Fjölnir sameinaðist Val og Pétur Guð- mundsson tók við sameinaða liðinu. Ekki er víst hvort Eggert mun spila með næsta vetur. Það er ljóst að Blik- ar, sem hafa spilað án útlendings undanfarin ár, verða mjög sterkir en þeir byggja lið sitt upp á efnilegum hópi heimamanna þar sem nóg er af að taka. Pálmi aftur heim í Kópavoginn Pálmi Sigurgeirsson, sem lék við góðan orös- tír með Snæfelli í úr- valsdeildinni í vetur, hefur auk þess snúið aftur heim í Kópavog- inn eftir ársfjarveru. Pálmi, sem gerði 11,4 stig að meðaltali með Snæfelli í vetur, er leikstjórnandi og var síiga- hæsti leik- maður Breiða- bliks 1998-99 með 23,2 stig í í^j Pálmi Sigurgeirsson. ; * % Fimmtudagur 29. júní 2000 dvsport@ff.is Ritskoðar UEFA leikina? Norski netmiðiilinn VG-nett hélt þvi fram í gærkvöldi að Knattspyrnusamband Evrópu hefði séð til þess með ritskoðun að áhorfendur heima í stofu misstu af þeim látum sem urðu eftir að austurríski dómarinn Gúnther Benko dæmdi víti á Portúgala I undanúrslitaleiknum gegn Frökkum. Þar studdist Benko við ákvörð- un aðstoðardómara síns, Igor Stramka, sem sagði boltann hafa farið í hönd Abel Xavier og allt ætlaði vitlaust að verða á vellinum og portúgölsku leikmennirnir mótmæltu þessum dómi harðlega. Það sem sjónvarpsáhorfendur fengu ekki að sjá var þegar þeir þrifu til aðstoð- ardómarans Stramka, þeir sáu bara dómarann banda frá sér mótmælunum. Eftir vitið fylgdu sjónvarpsvélarnar fagnandi Frökkunum en norskir lýsendur, þ. á m. Egil „Drillo“ Olsen, sem voru á staðnum, sáu til Portúgalanna þar sem þeir réð- ust að nýju að Igor Stramka. Sjónvarpsvélarnar sýndu síðan aðeins þegar Benko gaf einhverjum rauða spjaldið án þess að það væri nánar útskýrt. Espen Graff, sem var í myndveri norsku sjónvarpsstöðvarinnar NRK meðan á leiknum stóð, segir að þessir atburðir sýni klára ritskoðun af hendi knattspyrnu- sambandsins, að þeir vilji ekki sýna slíkar myndir, rétt eins og þessir atburðir séu ekki hluti af leiknum sjálfum heldur eitthvað honum óviðkomandi. Til allrar ham- ingju er ljósmyndurunum ekki stýrt af sambandinu og því fær fólk að berja ljót- leikann augum, segir á VG-nett. -ÓK 1. deildarkeppnin í körfubolta: Eggert þjálfar Breiðablik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: DV sport (29.06.2000)
https://timarit.is/issue/199541

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

DV sport (29.06.2000)

Aðgerðir: