Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2000, Blaðsíða 3
 ar i, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 Enginn gúmmíreykur - bara rauðglóandi bremsudiskar Frá því að hemlalæsivamarbún- aður í bílum kom fyrst á markað hefur hann aukið öryggi þeirra mik- ið. Ekki er þó nóg að vita af búnað- inum í bflnum heldur verður öku- maðurinn að kunna að nota hann, þ.e. að vita að hann getur stýrt um leið og nauðhemlað er. Það sem hemlalæsivöm gerir í stuttu máii er að undir fullu álagi slær hún heml- ana út í sekúndubrot, 16 sinnum á sekúndu, þannig að hemlamir læs- ast aldrei alveg. Samt næst há- markshemlun út úr bremsunum sem styttir hemlunarvegalengdina umtalsvert, sérstaklega við erfið skilyrði. Bílabúð Benna og Umferðarráð voru með akstursþjálfunarnámskeið á dögunum og i framhaldi af því var farið á kvartmílubrautina í KapeUuhrauni til að full- reyna bremsurnar og bera saman við hefðbundnar bremsur. bremsuhestöfl að verki þegar stigið er af öllu afli á hemlafetilinn. Mikill munur á bremsum Til samanburðar við venjulegar bremsur var fólksbíll án hemlalæsi- vamar notaður og stillt upp í keilu- braut sem fól í sér nauðhemlun með beygju í lokin. Með þjálfaðan öku- mann undir stýri í hefðbundna bíln- um náði hann beygjunni með herkj- um á 70 km hraða en um leið og komið var upp í 80 km varð hann óviðráðanlegur og keyrði út úr brautinni. Ekki þarf að orðlengja Hér er Porsche-bíllinn enn á um það bil 50 km hraða i enda keilubrautarinnar en nær samt auðveldlega að beygja frá hindruninni. Takið eftir því að hemlarnir eru undir fullu álagi og framsvuntan bókstaflega sleikir malbikiö. Rauðglóandi bremsu- diskar Bíllinn sem notaður var er frá Porsche í Þýska- landi, af Carrera 2 gerð, sem notaður er eingöngu í þessu skyni. Þegar við fengum hann í hendumar var þegar búið að fara hátt i 7000 bremsuprófunarferðir á honum og var ekki að sjá neitt slit í bremsunum þrátt fyrir að þær hefðu alltaf verið notaðar undir fuUu álagi. Meðal annars var prófað að stöðva bílinn á miklum hraða til um Porsche-bílinn með hemlalæsi- vöminni, sem lék sér að þessari þraut, jafnvel á 100 km hraða. Að lokum var prófað að hemla bílunum samhliða á 100 km hraða og þótti munurinn á hemlunarvegalengd þeirra geigvænlegur, eða hátt í 50 metrar. að fá fram hámarksálag en þegar bremsað er úr 200 kílómetra hraða í kyrrstöðu með hemlalæsivömina á hitna bremsurnar mikið þar sem þær læsast aldrei. Eftir nokkrar ferðir voru diskamir orðnir rauð- glóandi af núningnum en héldu samt fullri getu, enda em 1480 Slökkt á hemlalæsivörninni Helstu rök margra gegn hemla- læsivörn er gagnsleysi hennar í lausamöl með föstu undirlagi. Við svoleiðis aðstæður getur bílinn lent í því að synda ofan á mölinni og nær ekki að grafa sig niður úr henni eins og hann myndi gera ef Biliö milli lífs og dauða? Það er ótrúlegur munur á nauðhemlun á bílum með og án ABS. Þegar annar bíllinn stöðvast af fullkomnu öryggi skautar hinn tugi metra stjórnlaust áfram. bremsunum væri læst. Sá böggull fylgir þó skammrifl að vonlaust er að stýra bílnum þegar hemlar hcifa læst sér. Fyrir þá sem telja sig bet- Hér er bíll án hemlalæsivarnar að reyna við keilubrautina á 80 km hraöa. Takið eftir aö þrátt fyrir aö lagt sé vel á til vinstri rennur bíll- inn áfram beint af augum. ur komna með enga hemlalæsivörn á lausamöl er mjög einfalt að láta setja rofa í bílinn sem slekkur á hemlalæsivörninni. Rofinn er þá tengdur gulu gaumljósi í mælaborði bílsins svo ekki fari á milli mála hvenær slökkt er á kerfmu. I samvinnu með Umferðarráði Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Umferðarráðs, var meðcd ann- arra viðstaddur þessa prófun á kvartmílubrautinni og reyndi sjálf- ur bremsumar í Porsche- bílnum. Hann hafði á orði að þessir hemlar væru að sínu mati ofurbúnaður og var stórhrifinn. „Ég keyrði þarna nokkrum sinn- um og prófaði bremsurnar og það er með ólík- indum hvað þær virka vel. Það var ekki laust við að örlítill vottur af gamalli bíladellu tæki sig upp að nýju en hún hefur legið í dvala áratugum saman. Okkur hjá Umferðarráði finnst það hið besta mál að eiga Rauðglóandi bremsudiskur eftir nauðhemlun á 200 km hraöa. Guðbergur Guðbergsson undir stýri en hjá honum standa Óli H. Þóröarson og Benni sjálfur. samstarf við innflytjendur nýrra bíla með öryggisatriði eins og þessi í huga. Umferðarráð beitti sér ásamt öðrum fyrir því á sínum tíma að vörugjöld á meðalstórum bifreið- um yrðu lækkuð og var tilgangur- inn sá að gefa fleira fólki kost á að fjárfesta i örugg- ari bílum. Fjármálaráð- herra tók þetta til greina og við álítum að þetta hafi aukið umferðaröryggið.“ Óli minntist einnig á að akstursæfingarsvæði sem hentar fyrir svona uppá- komur þyrfti að vera til og nauðsynlegt væri að hugsa fyrir góðum örygg- issvæðum þar. -NG Mitsubishi í vandræðum - þarf að innkalla 10.000 bíla í Bandaríkjunum Japanski bílaframleiðandinn Mitsu- bishi lýsti því yfir í vikunni að áætluð innköllun á bílum þeirra í Japan myndi teygja sig yfir til Bandaríkjanna þar sem þeir þurfa að innkalla 10.000 bíla. Innköllunin kemur til vegna galla á suðu á bensíntönkum i Galant sam- kvæmt talsmanni Mitsubishi, Kim Custer. Eigendur geta séð hvort bíll þeirra þurfi á innköllun að halda með því að skoða verksmiðjunúmer, ef það byrjar á J verður hann innkallaður en ef það byrjar á 4 þarf þess ekki. Ofan á þetta bætist innköllun í Bandaríkjun- um á 334 Mondeo-jeppum með of stutt- ar bremsuslöngur og hugsanleg inn- köllun á 34.000 Mirage-bílum vegna lausra bolta í sveifarási. Héldu kvörtunarskýrslum leyndum Þessar innkallanir koma í kjölfar þess að bílaframleiðandinn viður- kenndi á dögunum að starfsmenn sín- ir hefðu ekki sagt frá kvörtunum við- skiptavina heldur haldið þeim leynd- um í mörg ár. Gallamir voru í bensín- tönkum og bremsum og var einfald- lega gert við hvem og einn bíl sem kvartað var yfir. Mitsubishi á yfir höfði sér ákæm ffá japanska sam- gönguráðimeytinu vegna brota á sam- göngulögum. Þar þarf Mitsubishi að skoða eða innkalla 692.000 bíla eftir að þeir viðurkenndu að skýrslum um kvartanir viðskiptavina hefði verið haldið leyndum í átta ár. Innköllunin í Japan mun kosta bílaframleiðandann þijá og hálfan milljarð króna. Sam- kvæmt fréttum i japönsku pressunni á bilaframleiðandinn að hafa falið þess- ar skýrslur kerfisbundið í allt að 30 ár, mun lengur en þeir hafa nú viður- kennt. Vegna hneykslismálsins hafa hluta- bréf Mitsubishi fallið nokkuð en tóku við sér aftur í vikunni. Hluturinn fór lægst í 388 jen í síðasta mánuði en er nú í 436 jenum. Það sem dregur úr falli þeirra er samningur þeirra við Daim- lerChrysler sem keypt hefúr 34 prósent í Mitsubishi. -NG ! l r Nýr lúxusjeppi í október mun Lexus-umboðið heQa sölu á nýja RX 300-lúxusjepp- anum og af því tilefni flutti P. Sam- úelsson inn einn slíkan frá Ameríku til kynningar. Hér á landi voru með- al annars staddir blaðamenn frá Lexus Magazine að prófa og mynda bílinn við íslenskar aðstæður og í framhaldi af þvi fékk blaðamaður DV-bíla aðeins að smakka á gripn- um. RX-bíllinn hefur verið svokall- aður „Concept“-bUl hingað til en er nú kominn í almenna framleiðslu og verður eingöngu fáanlegur með fjög- urra þrepa sjálfskiptingu. Um sidrifsbíl með tregðulæsingu er að ræða og er hann vel búinn eins og vera ber með Lexus-bila, meðal ann- ars er í honum spólvöm, skrikstill- ir, skriðstillir, topplúga, 19 tommu álfelgur, sex diska geislaspilari, raf- magnssæti og margt, margt fleira. Einn af aðalkostum hans mun þó vera öflug 220 hestafla V6-vél af VVT-I-gerð en hún er með sérstök- um stýribúnaði á ventlum sem eyk- ur afköst undir álagi og minnkar eldsneytiseyðslu þegar sparlega er farið. BUamir sem koma í haust eru samkvæmt Evrópustaðli en bUlinn á myndinni er Ameríkutýpa á 16 tommu álfelgum. Eini munurinn á þeim er mýkri fjöðrun á Ameríku- bílnum, mun mýkri en Evrópubúar sætta sig við. -NG Nýi Lexus-jeppinn er sportlegur i útliti og minnir stundum meira á stækkað- an fólksbíl. Þegar nær er komið verður manni þó Ijóst að hér er mjög rúm- góður bfll á ferðinni með nóg af plássi fyrir alla. Lexus RX300 Vél: 3 lítra, 60', V6 WT-l-bensínvél meö fjórum yfirliggjandi knastásum. Ventlar: 24. ; Þjappa: 10,5:1. j Hestöfl: 220 v. 5800 sn.mín. j Tog: 290 Nm. v. 4400 sn.mín. Hröðun 0-100 km, 8,8 sekúndur. Hámarkshraöi: 180 km. Meðaleyösla 100 km: 13,3 lítrar. Sæti: 5. Lengd: 4575 mm. : Breidd: 1816 mm. Hæð: 1659 mm. Hjólahaf: 2619 mm. Veghæö: 195 mm. Aðhorn: 28’ Fráhorn: 23' Þyngd: 1830 kíló. Drif: Sfdrif með tregðulæsingu. Gírkassi: Fjögurra þrepa sjálfskipting. Fjöörun: Sjálfstæö MacPherson meö gasdempurum. Bremsur: Diskabremsur meö læsivörn j og skrikvörn. j Felgur: 19 tommu. Umboð: P. Samúelsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.