Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 1
15 Stjómarfundur verður í hádeginu í Fótboltafélagi Fram en á fundin- um verður m.a. staða liðsins í deild- inni rædd og framhaldið skoðað nið- ur i kjölinn þegar tvær umferðir eru eftir af íslandsmótinu. Þjálfara- málin verða ofarlega á baugi og samkvæmt áreiðanlegum heimild- um blaðsins verður óskað eftir því við Pétur Ormslev að hann taki við stjóm Framliðsins í þeim tveimur leikjum sem eftir era af mótinu í stað Guðmundar Torfasonar. Gengið á Framliðinu hefur verið afar slakt í seinni umferð mótsins og hefur liðið aðeins fengið eitt stig af 15 mögulegum í síðustu Frnim um- ferðum. -JKS Keane tæpur Roy Keane, fyrirliði Manchester United, verður af öllum líkindum ekki með írska liðinu gegn því hol- lenska í fyrsta leik liðanna í und- ankeppni HM 2002. Leikurinn fer fram í Amsterdam á laugardag. Keane mun þó ferðast með félögum sínum til Hollands en bakmeiðsl hafa verið að hrjá hann síðustu 5-6 mánuði. Þetta er mikið áfall fyrir írana en þeim Phil Babb og Mark Kennedy var hent út úr liðinu vegna óláta þeirra fyrir utan knæpu í Dublin um helgina. Þá er leikmaður Ipswich, Mark Holland, enn meidd- ur á ökkla og verður ekki með. í stað þeirra hafa þeir Graham Kavanagh og Curtis Fleming verið valdir í landsliðshópinn. Kavanagh leikur sem kunnugt er undir stjóm Guðjóns Þórðarsonar hjá Stoke. -esá US Open byrjað Allir færustu tennisleikarar heimsins eru saman komnir í Bandaríkjunum til að leika á einu hinna fjögurra „stórmóta" í tennis, Opna bandaríska meistaramótinu. Þó nokkur óvænt úrslit hafa litið dagsins ljós, meðal annars hefur hinn brasilíski Gustavo Kuerten þurft að pakka saman og fara heim á leið. Kuerten sigraði á Opna franska meistaramótinu í júní síð- astliðnum. Hér að ofan er Venus Williams, sem virðist óstöðvandi um þessar mundir, en hún er nú þegar komin í þriðju umferð mótsins, en hún bar sigurorð af hinni tékknesku Kveta Hrdlickova í annarri umferð þess. -esá West Ham ákært Útvarpsstöð BBC skýrði frá því í gær að West Ham yrði kært fyrir að veitast að dómara leiks West Ham og Leicester City í síðustu viku. Fjórir leikmenn Lundúnaliðsins verða ákærðir af enska knatt- spymusambandinu fyrir ósæmi- legða hegðun, þeir Rio Ferdinand, Davor Suker, Michael Carrick og Italinn skapvondi, Paolo di Canio. Samkvæmt nýjum reglum gæti West Ham átt von á hárri sekt vegna málsins. -esá Skapvondur pabbi Damir Dokic, faðir áströlsku tenn- iskonunnar Jelena Dokic, lenti í hon- um kröppum á US Open tennismót- inu í gær. Málið byrjaði þegar faðirinn fór að kvarta undan verði og skammtastærð laxréttar í einni kaffiteriunni þar ytra og var kallað á öryggisvörð til aö fylgja honum af svæðinu. Þótti hann ganga fullharkalega til verks og var feðginunum greinilega ekki skemmt. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem faðir- inn veldur usla á tennismótum sem dóttir hans tekur þátt í. Mikill fögnuður Blikastúlkna Breiöablik varö um síöustu helgi íslandsmeistari í 3. flokki kvenna í fyrsta sinn í sjö ár og braust út mikill fögnuöur meöal leikmanna liösins þegar lokaflautiö gall á Valbjarnarvelli. Breiöablik haföi viku (\f*. áöur fagnaö sigri í sama flokki í keppni 7 manna liða og er því ' tvöfaldur meistari í 3. flokki kvenna í ár. Á myndinni sjást fremst þær Björg Ásta Þóröardóttir (til vinstri)., Lilja Guörún Liljarsdóttir og Hiidur Einarsdóttir (sitjandi).. Það er fjallaö veglega um 3. flokk kvenna í opnu DV-Sport í dag. DV-mynd Oskar Tekur Pétur viö Fram?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.