Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Blaðsíða 4
20 MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2000 Sport x>v Rúnar Sigtryggsson, markahæsti leikmaöur Hauka í leiknum í gær, skorar hér eitt fimm marka sinna án þess aö markvöröur belgíska liösins komi vörnum viö. Hann átti mjög góöan leik í markinu. Forkeppni meistaradeildar Evrópu í handknattleik: Viggó Sigurðsson: Ósáttur viö Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, var allt annað en ánægð- ur með frammistöðu sinna manna. „Ég er mjög ósáttur viö mina leikmenn og hvernig hægt er að klikka á svona mörgum færum gegn jafn getulitlu liði er mér gjörsamlega óskiljanlegt." Viggó var einnig afar ósáttur við dómgæsluna í leiknum. „Frammistaða dómaranna var vægast sagt dónaskapur. Að fá hingað færeyska dómara sem dæma af þessu getuleysi er al- gjörlega út í hött og ég er mjög óánægður með þá.“ Hvemig meturðu þá mögu- leika til að komast áfram í keppn- inni? Fyrir þennan leik mat ég þá 70- 30 en nú met ég þá 50-50. Þegar maður spilar heima og heiman í svona keppni, þar sem dómarar leika aðalhlutverk, á maður á öllu von og fjögur mörk eru fljót að hverfa. Við erum hins vegar með mun sterkara lið en þeir en með svona spilamennsku liggjum við illa í því á útivelli," sagði Viggó Sigurðsson við DV. -HI Þjálfari Eynatten: Kannski geta Haukar betur Villem Rietbroek, hinn hol- lenski þjálfari Eynatten, var nokkuð sáttur í leikslok. „Við héldum að við gætum tapað þessum leik með &-7 mörk- um. Við börðumst hins vegar vel í seinni hálfleik og það gefur okk- ur gott veganesti fyrir heimaleik- inn.“ Um seinni leikinn segir Riet- broek: „Ef við getum leikið betur en viö gerðum í dag eigum við góða möguleika á að komast áfram. En kannski geta Haukar leikið betur líka.“ llla farið með færin - hjá Haukum þegar þeir sigruöu Eynatten, 22-18 Haukar sigruðu belgísku meistar- ana Eynatten, 22-18, í forkeppni meistaradeildarinnar í íþróttahús- inu við Strandgötu í gær. Það er ekki víst að þessi munur dugi þeim til að komast áfram í næstu umferð en Haukar fóru mjög illa að ráði sínu og misnotuðu fjölda dauðafæra, m.a. flmm vítaköst. Byrjunin var alls ekki góð hjá Haukum. Belgamir gerðu tvö fyrstu mörkin og á þeim tíma fóru m.a. víti, hraðupphlaup og opið færi af línunni í súginn. Þeir náðu þó smátt og smátt yfirhöndinni í leiknum og náðu mest fimm marka forskoti, 11-6, þegar sjö og háif mín- úta var eftir af hálfleiknum. Þeir höfðu svo fjögurra marka forystu í leikhléi eftir að Petr Baum- ruk gerði 12. mark Hauka nokknun sekúndum fyrir leikhlé. í upphafi síðari hálf- leiks virtust Haukar ætla að gera það sem til var ætlast af þeim og vinna liðið stórt. Eftir níu mínútna leik var stað- an 15-9 og hélst þessi munur á lið- unum þar til um níu mín- útur voru eftir og staðan var 20-14. Þá kom bakslag í Haukaliðið og dauðafærin nýttust ekki og þó að Belgamir gerðu sinn skerf af tækni- legum mistökum tókst þeim að minnka muninn í þrjú mörk en í lokin var munurinn fjögur mörk. 8-12 mörk eðlilegur munur Ef allt hefði verið eðlilegt hefðu Haukamir átt að vinna þetta lið með 8-12 marka mun en dauðafærin voru illa nýtt og það gæti reynst af- drifaríkt í seinni leiknum. Það er t.d. umhugsunarvert að Shamkuts nýtti ekki tvö opin færi af línunni og Tjörvi misnotaði þrjú hraðupp- hlaup. Það var alveg sama þó Viggó þjálf- ari breytti um sóknaraðgerðir og notaði tvo línumenn, lftið gekk. Vörnin var hins vegar lengst af í lagi en Haukamir léku mestan hluta leiksins 3-3 vöm og komu vel út á móti skyttunum. Þrír leikmenn Hauka eiga þó hrós skilið fyrir sinn leik. Rúnar Sigtryggsson lék vel sem skytta vinstra megin auk þess sem han var sterkur í vöminni. Einar Öm Jóns- son átti góðan dag i hægra hominu og Magnús Sigmundsson varði oft ágætlega. Aðrir léku hins vegar und- ir getu. Verða að leika betur til að komast áfram Belgar hafa aldrei verið hátt skrif- aðir í handbolta og það sást á þessu liði. Pólverjinn Zbigniew Krzyskow, örvhent skytta, Vcir þeirra atkvæða- mestur en var full skotglaður. Erik Wutke og Max Jacobs virðast þokka- legar skyttur og áttu ágætan dag. En nánast ekkert var spilað á homin og línuna heldur treyst á að þessir þrír leikmenn klámðu dæmið. Haukam- ir eiga aö geta komist áfram en til þess veröa þeir að leika betur en þeir gerðu í gær. Ekki verður hjá því komist að minnast á færeyska dómara leiksins en við sumar ákvarðanir þeirra velti undirritaður fyrir sér hversu vel þeir hefðu kynnt sér reglumar. Besta dæmið er líklega í lok fyrri hálfleiks, þegar ekki mátti ljúka leiknum fyrr en búið var að taka frumkastið eftir að Haukar höfðu skorað lokamarkið. Það er með ólík- indum að svona slakir dómarar skuli fá að dæma alþjóðlega leiki eins og þennan. -HI Haukar22(12) - Eynatten 18 (8) 0-2, 4-3, 9-5, 11-7, (12-8). 15-9, 16-11, 18-12, 20-14, 21-17, 22-18. Mörk Hauka: Rúnar Sigtryggsson 5, Einar Öm Jónsson 4, Petr Baumruk 3/1, Halldór Ingólfsson 3/2, Tjörvi Ólafsson 2, Óskar Ármannsson 2/1, Jón Karl Bjömsson 2/2, Aliakaandr Shamkuts 1. Varin skoU Magnús Sigmundsson 15/2. Broítvisanir: 8 mínútur. Iiauó spjöld': Engin Vitanýting: Skorað úr 6 af 11. Mörk Eynattcn: Zbigniew Krzyskow 5, Max Jacobs 5, Eric Eussen 2, Erik Wudke 2, Jean-Marc Schuransky 2/2, Sebastian Kreusch 1, Ambt von Behren 1. Varin skoU Gerrit Stavast 16/2. Brotivísanir: 10 mínútur. Rauó spjöld: Erik Wudke, 3 guL Vitanýting: Skorað úr 2 af 4. Maður leiksins: Rúnar Sigtryggsson, Haukum. Áhorfendur: 550 Gœói leiks (1-10): 6. Dómarar (1-10): Petersen og Johansen, Færeyjum (2). |Bland / I P oka Heimavöllur Eynatten er alls ekki stór en þar komast aðeins fyrir um 300 áhorfendur. Þjálfarinn segir hann mjög notalegan og býst við góðum stuðningi í seinni leiknum. Þjálfari liðsins, Villem Rietbroek, hefur tvisvar áður komiö hingað til lands með hollenskum liðum. Fyrir fjórum árum lék lið hans gegn Stjömunni og vann Stjarnan þann leik með tveggja marka mun. Stjaman vann síðan útileikinn með einu marki. Þegar Rietbrok var leikmaður lék hann síðan i 8 liða úrslitum í Evrópukeppni bikarhafa gegn FH, m.a. gegn Kristjáni Arasyni. Þá vann FH með sex mörkum. Svíar sigruðu í Torrevieja Heims- og Evrópumeistarar Svía í handknattleik báru sigur úr býtum á fjögurra landa móti sem lauk í bænum Torrevieja á Spáni í gær- kvöld. Svíar lögðu Spánverja í úr- slitaleik með 26 mörkum gegn 24. í hálfleik var staðan 13-14 fyrir Spán- verja. Stefan Lövgren var marka- hæstur í liði Svía með sex mörk. Þetta voru síðustu leikir Svía og Spánverja fyrir Ólympíuleikana. Danir lentu í þriðja sæti á mótinu með sigri á Austurríki, 29-23. Danir töpuðu naumlega fyrir Spánverjum og Svíum á mótinu. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.