Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2000, Side 2
16
25 -v
Sport
Stelpurnar fá
líka Kjörísbikar
Derby enn án sigurs
- liðið gerði markalaust jafntefli við West Ham
Derby County og West Ham
skildu jöfh, 0-0, í tilþrifalitlum
leik liðanna i ensku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu í gærkvöld.
Þaö verður því enn bið á fyrsta
sigri Derby í deildinni þegar 12
umferðir eru að baki. Liðið er í
neðsta sæti með sex stig, einu
stigi minna en Bradford sem er
næstneðst.
Leikurinn á Pride Park var lítið
fyrir augaö og skapaði hvorugt
liöið sér almennilegt tækifæri. Pa-
oli Di Canio hjá West Ham átti
hörkuskot undir lokin en Matt
Poom, markvörður Derby, varði.
Með jafnteflinu er West Ham i 15.
sæti með 12 stig.
Derby er búið að gera fimm
jafntefli á heimavelli og tapa ein-
um. Staða Jim Smith knattspymu-
stjóra er orðin veik og hefur Colin
Todd verið ráðinn honum til aö-
stoðar. -JKS
í gær var ljóst að KKÍ mun einnig
standa fyrir Kjörísbikar kvenna í vetur
en fyrirtækjabikar karla er nú haldinn
í flmmta sinn. Átta lið mun taka þátt í
fyrsta fyrirtækjabikar kvenna sem nú
er kenndur við Kjörís.
Eftirtalin lið mætast heima og heim-
an í átta liða úrslitum: Hamar-Kefla-
vík, ÍR/Breiðablik-KR, Njarðvík-fS og
Grindavik-KFÍ. Þetta eru öll fimm liö 1.
deildar og þrjú liö úr 2. deild en gaman
er að sjá að Hamarsmenn eru komnir
með kvennalið sem er tilbúið í slaginn.
Úrslitin fara síðan fram helgina 16. til
17. desember næstkomandi. -ÓÓJ
Unglingasundmót Ármanns um helgina:
Skagakrakkar
Unglingasundmót Ármanns
fór fram um helgina en mótið
markaði upphafið á sundvetr-
inum hjá yngsta sundfólki
landsins. Eins og fram kom í
gær á unglingasíöunni unnu
Keflavík og SH flest verðlaun
að vanda en ekki má gleyma
ungu sundfólkiun ofan af Akra-
nesi sem stóð sig frábærlega.
Skagamenn unnu 13 verð-
laun í yngstu flokkunum, það
er hjá hnokkum og hnátum.
Þrenn af þessum verðlaunum
voru gull, þrenn voru silfur og
sjö voru brons.
Ekkert félag vann fleiri verð-
laun hjá yngsta fólkinu og það
er því greinilega mjög gott ung-
lingastarf komið í gang á Akra-
nesi. -ÓÓJ
slógu í gegn í Sundhöllinni
Hér að ofan má sjá Aþenu R. Júlíus-
dóttur (í miðju) og Huldu Halldórs-
dóttur (lengst til hægri) á verðlauna-
palli í 50 metra bringusundi hnátna.
Aþena vann fern verölaun, tvö gull
og tvö silfur á mótinu og er mjög
efnilega sundkona, sérstaklega (
stuttu sundunum þar sem bæði
hennar gull komu í hús. Erla
Arnardóttir úr SH (lengst til vinstri)
vann sex verölaun, þar af 3 gull.
Til vinstri eru verðlaunahafar í 50
metra bringusundi hjá hnokkum.
Frá vinstri talið: Þorbjörn H. Heiö-
arsson, |A, Leifur Guðni Grétarsson,
ÍA, og Ólafur Páll Ólafsson. Ólafur
Páll stóö sig frábærlega um helgina
og vann öll önnur sund nema þetta
þar sem Skagamennirnir unnu tvö-
faldan sigur. DV-myndir Óskar
Grunnskólamótið í knattspyrnu:
Fellaskóli vann
Fellaskóli tryggði sér á dögunum sig-
ur í grunnskólamótinu í knattspyrnu
með því að vinna lið frá Hvassaleitis-
skóla, 1-0, í úrslitaleik. Atli Þór Sig-
urðsson skoraði markið sem færöi
Fellaskóla þennan titii í fyrsta sinn í
11 ár. Fellaskóli vann sinn riðil og
lagði síðan liö frá Foldaskóla í
vítakeppni í undanúrslitunum.
Liðstjóri liðsins er Stefán Halldórs-
son, íþróttakennari við skólann, en
liöið skipa eftirtaldir strákar:
Aron Már Bergþórsson, Atli Þór Sig-
urðsson, Brynjar Óli Guðmundsson,
Gústaf Adólf Gústafsson, Helgi Mich-
ael Guðmundsson, Ingþór Theodór
Guðmundsson, Róbert Hjálmarsson,
Rúnar Þór Kristjánsson, Sigurður
Rúnar Sigurösson, Smári Helgason.
-ÓÓJ
+
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000
Sport
Stúdínur á toppinn
- eftir 55 stiga heimasigur á Grindavík
1. DEILD KVENNA
Is 5 3 2 323-266 6 leiki inni.
KR 3 2 1 202-162 4 Bæði lið voru ísköld í byrjun og ætl-
Keflavík 3 2 1 207-156 4 uðu aldrei að ná að byrja leikinn.
KFl 2 1 1 120-120 2 Fyrstu 14 skotin geiguðu og fyrsta
Grindavík 3 0 3 109-257 0 stigið kom ekki fyrr en eftir fjórar og
Stigahæstar:
Jessica Gaspar, KFÍ .............22,5
Bima Valgarðsdóttir, Keflavík . 15,3
Hanna B. Kjartansdóttir, KR . . . 15,3
Hafdís Heigadóttir, ÍS...........14,6
Kristín B. Jónsdóttir, KR .......12,7
Flest fráköst:
Hafdís Helgadóttir, ÍS...........12,6
Jessica Gaspar, KFÍ ...............9,5
Erla Þorsteinsdóttir, Keflavik ... 9,0
Lovísa Guðmundsdóttir, ÍS.........8,2
Hildur Sigurðardóttir, KR.........6,3
Flestar stoðsendingar:
Gréta María Grétarsdóttir, KR . . 5,0
Kristín Blöndal, Keflavík ........5,0
Jessica Gaspar, KFÍ ..............4,5
Lovísa Guðmundsdóttir, ÍS.........4,0
Marín Rós Karlsdóttir, Keflavík . 3,3
Flestir stolnir boltar:
Jessica Gaspar, KFÍ ...........
Tinna Björk Sigmundsdóttir, KFÍ
Gréta María Grétarsdóttir, KR
Hafdis Helgadóttir, ÍS.........
Bima Valgarðsdóttir, Keflavik
Hanna B. Kjartansdóttir, KR .... 2,7
Helga Þorvaldsdóttir, KR ........2,7
Flest varin skot:
Hafdís Helgadóttir, ÍS........
Lovísa Guðmundsdóttir, ÍS ..
Erla Þorsteinsdóttir, Keflavik
Besta vitanýting:
Stelia Rún Kristjánsdóttir, IS
Hanna B. Kjartansdóttir, KR
Hildur Sigurðardóttir, KR ..
Kristjana B. Magnúsdóttir, ÍS
.. 5,0
..3,5
. . 3,3
. . 2,8
. . 2,7
. . . 3,8
. . . 2,8
. . . 2,0
. 93,3%
. 90,9%
. 80,0%
80,0%
Jessica Gaspar, KFl...........79,4%
Stúdínur komust á topp 1. deildar
kvenna í körfubolta með 85-30 sigri á
Grindavík í Kennaraháskólanum í
gær. ÍS hefur tveggja stiga forskot á
KR og Keflavík sem eiga reyndar tvo
Kristjana B. Magnúsdóttir skorar
hér tvö af 18 stigum sínum gegn
Grindavík í gær. Til varnar er Bára
Hlín Vignisdóttir hjá Grindavík.
DV-mynd E.ÓI.
flórir íslenskir Norðurlandameistarar í dansi krýndir um helgina
íslenskir unglingar náðu
mjög góðum árangri á
Norðurlandamóti unglinga í
samkvæmisdönsum sem fram
fór um helgina í Helsinki í
Finnlandi. Af þeim fjórum
íslensku pörum sem þar kepptu
náðu þrjú í úrslit og tvö i gull.
Gullhafarnir voru þau Jónatan
Amar Örlygsson og Hólmfríður
Björnsdóttir úr Gulltoppi í 11-12
ára flokki og ísak N. Halldórs-
son og Helga Dögg Helgadóttir
úr Hvönn. ísak og Helga Dögg
vom þarna að verja
Norðurlandameistaratitil sinn í
keppni 25 para en Jónatan og
Hólmfríður vom að keppa á
mótinu í fyrsta sinn og í þeirra
flokki vom 13 pör.
Ætla á heims-
meistaramótiö
ísak og Helga Dögg hafa æft
af miklum krafti undanfarið og
stunda bæði skólann af kappi,
enda bæði komin í
framhaldsskóla. Dansinn er
erfið íþrótt sem krefst mikils
aga, einbeitingar og þrotlausra
æfmga og virðist það hafa skilað
sér hjá parinu.
„Við ætluðum okkur að vinna
og verja titilinn frá því í fyrra
og það tókst,“ segir ísak. „Við
höfum dansað saman í rúmt ár,
byrjuðum í júní á síðasta ári og
höfum náð vel saman. Við æfum
flesta daga vikunnar aðra en
sunnudaga og það gengur
náttúrlega misjafnlega eins og í
öðm,“ bætir Helga Dögg við.
Ef langt á að ná í dansinum
þarf að ferðast mikið og víða og
hefúr parið ekki farið varhluta
af því eða kostnaðinum við það.
„Við erum að fara um 10
utanlandsferðir á ári og um
næstu helgi förum við út þriðju
helgina í röð,“ segir Helga en
ísak telur ferðimar vera nærri
20. Það fer ansi mikill peningur
í þettá, segir Helga. „Það gengur
þokkalega að kosta þetta en má
ganga mikið betur,“ bætir ísak
við. Við fáum styrk frá
Kópavogsbæ til einstakra
keppna og getum nú leitað til
ÍSÍ eftir að dansinn var
viðurkenndur sem íþrótta-
grein," bæta þau við.
Við ætlum okkur að fara á
heimsmeistaramótið í desember
2001. Til þess að komast þangað
þarf að vinna úrtökumót, hér er
það tíu dansa keppni sem ræður
og það kemst eitt par frá hveiju
landi á mótið sjálft. Það verða
um 50 pör þar í keppninni en
við stefnum hátt.“
Geisluöu af ánægju
Jónatan og Hólmfríður hafa
dansað saman i á íjórða ár og
byrjuðu snemma að dansa,
Jónatan þegar hann var fimm
ára en Hólmfríður þegar hún
var sjö ára. Þau æfa 4-5 sinnum
í viku og leggja hart að sér við
æfíngar og keppni.
„Þetta var fyrsta
Norðurlandamótið okkar en
ekki fyrsta mótið erlendis þar
sem við kepptum í Þýskalandi í
ágúst og síðan erum við aö fara
til Kaupmannahafnar," sögðu
þau þegar DV-Sport dró parið út
af æfmgu í gær í Dansskóla
Jóns Péturs og Köru. Þau
segjast hvergi nærri hætt og
ætla sér fleiri sigra erlendis.
Þau voru hæstánægð með
árangurinn og sögðu það gaman
að hafa sigrað, sem von er, og
ánægjan skein úr andlitum
þeirra þegar fólkið á staðnum
óskaði þeim til hamingju með
afrekið. -ÓK
hálfa mínútu. Grindavík hélt í við ÍS í
fyrri hálfleik en ÍS leiddi 34-17 í hálf-
leik. ÍS tók síðan öll völd í seinni hálf-
leik og kom muninum vandræðalaust
upp í 55 stig. Þórunn Bjamadóttir,
María B. Leifsdóttir og Kristjana B.
Magnúsdóttir léku best hjá ÍS. Þórunn
skoraði meðal annars 7 stig og tók 5
fráköst í síðasta leikhlutanum.
Hjá Grindavík hitti Sandra Guð-
laugsdóttir vel úr þriggja stiga skotun-
um en slæm hittni liðsins inni í teig
var helsta orsök fyrir lágu stigaskori,
þær hittu aðeins i 5 af 40 tveggja stiga
skotum sínum (13%).
Stig ÍS: Kristjana B. Magnúsdóttir, 18 (4
stolnir, hitti úr 7 af 11 skotum), María B.
Leifsdóttir, 15 (6 stolnir), Þórunn Bjamadótt-
ir, 13 (9 fráköst, 6 í sókn, 4 stoðsendingar),
Júlia Jörgensen, 11, Hafdís Helgadóttir, 8 (9
fráköst, 6 varin skot, 4 stolnir, 3 stoðsending-
ar), Stella Rún Kristjánsdóttir, 8, Lovísa
Guðmundsdóttir, 6 (9 fráköst, 5 varin), Jó-
fríður Halldórsdóttir, 4, Cecilia Larsson, 2.
Stig Grindavikur: Sandra Guðlaugsdóttir,
15 (4 þriggja stiga körfur), Ema Rúna Magn-
úsdóttir, 6 (6 fráköst, 4 stolnir), Jovana Stef-
ánsdóttir, 5, Sigríður Anna Ólafsdóttir, 4 (8
fráköst, 3 stoðsendingar). -ÓÓJ
+
Jónatan Arnar Orlygsson og Hólmfríöur Bjömsdóttir úr Gulltoppi meö bikarana sem þau unnu i flokki 11 til
12 ára á Norðurlandamótinu í dansi sem var haldiö í Helsinki (Finnlandi um helgina. DV-mynd E.ÓI.
NBA-deildin í körfubolta:
Portland tapar
-1 þriðja sinn í fyrstu fjórum leikjunum
Fimm leikir fóru fram í NBA- Shaq Sterkur í
deildinni í nótt. Utah Jazz heldur nágrannaslagnum
áfram sigurgöngu sinni og vann Úrslit leikja í fyrrinótt:
sinn Qórða leik í röð en lítið L.A. Lakers-L.A. Clippers 108-103
gengur hjá Portland Trailblazers O'Neal 39 (15 fráköst, 5 varin), Rider 22,
sem tapaði sínum þriðja leik af Bryant 21 - Odom 19 (15 fráköst, 6
fjórum, nú gegn Sacramento stoðs.), Mclnnis 19, Nesby 17.
Kings, 79-75, þar sem Chris Phoenix-Houston......104-99
Webber var sterkur í liði Robinson 30, Kidd 18 (9 stoðs.), Rogers 18
Sacramento með 29 stig. - Mobley 27, Francis 24, Williams 11.
úrsiit ieikja í nótt: Stockton og Malone bestu
Oriando-Seattie ......no-99 leikmenn fyrstu vikunnar
McGrady 31, Armstrong 20, Amaechi 20, Utah Jazz hefur byrjað tímabilið
Doleac 17 - Lewis 28, Payton 23 (10 vel og unnið fjóra fyrstu leiki sína.
stoðs.), Baker 10 (13 frák.). í gær voru lykilmenn liðsins, John
Denver-Dallas ....... 96-108 Stockton og Karl Malone, valdir
LaFrentz 23, Pack 17, Van Exel 13, bestu leikmenn fyrstu vikunnar.
McDyess 12 - Finley 26, Nowitzki 18, I þessum þremur sigurleikjum
Eisley 14, Alexander 14. skoraði Stockton 15,3 stig að
Utah-Minnesota....... 98-92 meðaltali, gaf 12,3 stoðsendingar í
Malone 22 (15 frák.), Starks 16. Stockton leik á móti aðeins 4 töpuðum
13, Manning 13 - Brandon 25, Gamett 22, boltum til samans í þeim öllum auk
Billups 19, Szczerbiak 16. þess að hitta úr 65,5% skota sinna.
Vancouver-Atlanta .... 97-87 Malone skoraöi 31,7 stig, tók 9
Abdur-Rahim 18, Harrington 18, fráköst og hitti úr 54,2% skota
Dickerson 14 - Wright 19 (14 frák.), sinna. Engir tveir leikmenn hafa
Henderson 19, Jackson 15. leikið jafnmarga leiki saman í sögu
Sacramento-Portland.. 79-75 NBA og þessir tveir eða yfir 1100
Webber 29, Divac 16 (11 frák.), Christie 8, leiki. í þessari viku lagði Utah
J. Barry 8 - R. Wallace 24, Pippen 13, meðal annars meistarana í Lakers
Stoudamire 8, D. Davis 6 (11 frák.). á þeirra eigin heimavelii.
-ósk/ÓÓJ