Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2000, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2000, Qupperneq 6
Það er synd leggjast með „Ég er enginn pervert. imynd mín hefur verið afskræmd 1 visun- um frægu þar sem látið er að því liggja að ég liggi með skepnum," segir Stekkjarstaur, jólasveinn með heilbrigðar þarfir. „Þrettán daga kynlífsbindindi er hreint helvíti og á eftir að ganga af mér dauöum." Vörtur í andliti Jólasveinar eru með lengra sum- arfrí en kennarar. Kjarasamningar þeirra eru þó sveigjanlegri eins og sést í því að þeir koma sífellt fyrr til byggða. „Það er slæmt því launin hækka sáralítið við aukið vinnuálag. Þar kemur á móti að ég get lifað eðli- legu kynlífi fram til 11. desember sem var upphaflegur lendingardag- ur minn í byggð. Allt er það sam- kvæmt kjarasamningi. Sumir hafa haldið því fram að við séum þjófar og aumingjar sem stelum til að sjá móður okkar farborða en það er helber misskilningur því mamma veður í seðlum. Hún hefur ótrúlega hæfíleika í tryggingasvikum og er líkast til eina manneskjan á land- inu sem fær fullar örorkubætur vegna vartna í andliti." Stikkpillur „Þegar jólunum sleppir tekur þunglyndið við,“ segir Stekkjar- staur. „Ég fer auðvitað fyrstur, strax að morgni jóladags, og kem heim til kerlingarinnar sem treður prósakk-stikkpillum á viðeigandi stað. Það heldur manni gangandi fram á útmánuði. Áður var maður í sjálfsmoröshugleiðingum fram í maí. Kertasníkir reyndi einu sinni ■V að óverdósa af Hreinskertum en græddi ekkert nema hastarlega gyllinæð - sem er auðvitað slæmt því hann er nú einu sinni eins og hann er. Það kom honum mjög illa í einkalífi hans.“ Rauð terilínföt „Ég ræði ekki einkamál Glugga- gægis,“ segir Stekkjastaur varnar- lega þegar hann er spurður út í geðslag bræöra sinna. „Og allt sem sagt er um Þvörusleiki og Bjúgna- kræki er stórlega ýkt og slitið úr samhengi. Ég vil hins vegar taka það aftur fram að það er lygi sem er sagt um mig og kindurnar. Þær hafa verið ágengar en ég hef sýnt einarða sjálfstjóm og vísað þeim í burtu.“ En heimilislífið? „Heimilislífið? Það er eins og þú býst við á heimili hjá tröllum sem eiga þrettán syni í rauðum terilín- föturn." Eigið þið eitthvert einkalíf? „Kindur geta ekki orðið ófrískar. Hver var spumingin annars?" Eigið þið eitthvert einkalíf? „Svolítið. Gluggagægir lifir því aðallega í byggð en Kjötkrókur dregur stundum heim einhverjar kerlingar handa okkur hinum. Annars er þetta aðallega sveinka- líf,“ segir Stekkjastaur og hlær tryllingslega svo leifar af hangikjöti og hrútspungum spýtast út úr kjaft- inum á honum. Skór? Er jólasveinastarfið hugsjóna- starf? „Nei.“ Seturðu ekki í skóinn til að gleðja böm? „I hvað? Skóinn? Hvað mein- arðu? Þetta snýst ekki um skó. Mér finnst bara gaman að kippa í þegar ég sé jólatré. - Nei annars, bara djók. Einhvem veginn verður mað- ur að losna við þetta msl sem heildsalar keyra til fjalla." „Eg vil fá pameluog- tommyvideóiö á mpeg formati i skó- inn,“ segir Stekkjar- staur. Stekkjarstaur fræðir okk- ur um þunglyndið, stikk- pillurnar, kjarasamning- | ana, tryggingasvikin og ýmislegt annað sem virðist einkenna heimilishald og hugsanagang Grýlu og svein- anna hennar þrettán. Skiki Hikaels Torfasonar / Rís þú unga Islands merki Mikael Torfason hugsar til framtíðar á síðustu dög- um ársins. Frá því hann var unglingur hefur iítið sem ekkert breyst. Það eru ýmis teikn á lofti um væntanlega uppstokkun nema þessi kynslóð hans sé of vitlaus til að gera eitthvað af viti. „Þaö vekur líka óhug hversu illa þessu fjölmiölafólki hefur gengiö aö aia upp arftaka. Mogginn getur varla boöiö upp á neitt nema Þorstein Páisson og eini alvörusonur Stöðvar tvö er svartl sauöurinn Slgursteinn Másson. Allir aörir hafa hreinlega flúiö þessi sökkvandi skip áöur en þeir komu til vits og ára.“ Eftir nokkra daga lýkur enn einu árinu þar sem ekkert breytist. Ég er aö vísu alltaf að eldast en man ekki eftir neinni góöri breytingu á samfélag- inu síöan ég var unglingur. Sameining og aftur sundrung vinstriflokkanna breytti ekki neinu, Kristnitökuhátíöin var ekki tíöindi fýrir neinn, ekki einu sinni þá presta sem héldu aö þeir ættu af- mæli, Davíft hefur verið við völd frá því ég var unglingur, Jakob Frímann Magnússon er enn þá ungpólitikus (slands þótt hann sé að nálgast fimmtugt, misgefnir stjórnmálamenn eru enn i heilögu striði gegn ímynduðum dópdjöfli og fjöl- miölarnir hafa verið í haldi sama fólksins frá því ég var tólf ára. Ekkert hefur breyst og maður er farinn að fá það á tilfinninguna að það muni ekk- ert breytast. Stöö tvö Fyrir fjórtán árum var ég tólf ára, ungur og sak- laus borgarstrákur sem fór í sveit á sumrin, rak rollur og beljur og fór í gamaldags baggaheyskap. Jú,jú, þaö er komið nýtt gen i beljurnar en við vit- um öll að þaö skiptir engu máli. Styrkirnir munu halda áfram að streyma til bændanna og þeim veröur haldið niðri i svaðinu hvort sem þeir fá nýja genauppbyggingu eða ekki. Jafnvel hug- myndin um ofurbeljuna mun ekki breyta neinu fyr- ir íslenskan landbúnað. Koss Guðna var í besta falli koss dauöans. En það bar samt nokkuð til tíðinda fyrir um fjórt- án árum. Stöð 2 var stofnuö. Þetta var stórkost- leg breyting þá þótt áhrifin af henni séu löngu þurrausin. Og þessi breyting var ekki bara stór- brotin af því aö hún sýndi betri myndir og var með barnaefni á sunnudögum og laugardögum heldur líka vegna þess að hún setti á fót öfluga frétta- stofu og var hvergi bangin við aö takast á við þau mál sem skiptu máli. En nú, fjórtán árum síðar, er nánast sama fólkið viö völd á Stöð 2, sem væri í lagi ef þetta fólk væri enn þá jafn ferskt og það var fyrir fjórtán árum og hefði þar að auki gengiö ágætlega að ala upp góöa eftirmenn. En ástandið hjá þeim er því miður þveröfugt og þaö kemur fram í minnkandi áhorfi. Yfirmenn Stöðvar- innar klóra sér í höföinu og komast aö þeirri nið- urstöðu að ungt fólk hafi ekki áhuga á fréttum. En það er auðvitaö kjaftæði. Ungt fólk hefur bara ekki áhuga á þessum fréttum. -40 v.s. 40+ Ef Stöö tvö hefði ákveðið, fyrir fjórtán árum, að öll fréttadeildin ætti að vera fjórtán árum eldri heföi Stöðin aldrei náö þeim árangri sem hún hef- ur þó náð. Þaö sama er hægt að segja um Mogg- ann. Ef þeir Moggamenn hefðu ákveöiö að hækka meðalaldur stjórnenda blaðsins um nærri fimmtíu ár um það leyti sem þeir réöu Matta litla heföi þeim aldrei tekist að fylkja þjóðinni á bak við sig. En sá árangur er nú allur fokinn út í veð- ur og vind. Þjóðin stendur ekki lengur einhuga á bak viö Moggann sinn. Yfir helmingur þjóðarinnar er farinn að gefa skít í blaðið. Þetta er barátta á milli -40 og 40+. En það sem fólk veit ekki er aö meirihluti þjóðarinnar er ekki gamalt fólk. Yfir áttatíu prósent þjóðarinnar eru yngri en ritstjórar Moggans og eiga gjörsamlega ekkert sameigin- legt með þeim. Þaö vekur líka óhug hversu illa þessu fjölmiöla- fólki hefur gengið að ala upp arftaka. Mogginn getur varla boðið upp á neitt nema Þorsteln Páls- son og eini alvörusonur Stöðvar tvö er svarti sauöurinn Slgursteinn Másson. Allir aörir hafa hreinlega fiúið þessi sökkvandi skip áöur en þeir komu til vits og ára. Teltur Þorkelsson gaf blaða- mennskuna upp til aö geta orðið heitur Teitur í freyðibaöi Andreu Róberts I Sjáðu. Kannski hann hafi vitað að þó að Páll Magnússon sjálfur myndi hætta stæði honum ekki neitt til boða annað en molarnir af borði þessarar elítu sem kom frétta- stofu Stöðvar tvö á koppinn. Peningar og listir Og það lítur allt út fyrir að þessi kynslóö mín eigi að taka við. Alls staðar eru þau teikn á lofti. Viö erum þegar farin að ryðjast til metorða í bók- menntum, listum og poppi. Hallgrimur Helgason er hættur að vera ungskáld og er orðinn að al- vörurithöfundi sem á von á heilu ári í ritlaun og ungskáldin okkar skipta tugum (og það er nú eitt- hvað sem hefur ekki gerst í þijátíu ár), myndlist- armenn eins og Gabríela Friöriksdóttlr og Eglll Sæbjömsson hafa meira að segja eitthvað að sega, og sú breyting til batnaöar er ferskur and- vari I sterilum og nærri dauðum heimi myndlistar, og svo er það allur þessi fjöldi af ungum hljóm- sveitum sem hafa ýtt þeim eldri af kortinu. Og fjármálamarkaðinum er stjórnað af ungum fóstr- um í jakkafötum. Bjarnl Ármannsson, Orca-hóp- urinn og þessir verðbréfaguttar sem við elskum aö hata. Allt eru þetta þvílík stórtíðindi að eftir nokkur ár verður skrifaður fjöldi bóka um þessa góðærisgeðveiki. En það er sama hvað þessi kynslóð hefur sér til framdráttar-við sitjum uppi með ungpólitíkusa á fimmtugsaldri sem virðast hafa álika mikið að segja og ungir blaðamenn. Sem er því miður ekk- ert og það sem þeir segja skiptir ekki neinn neinu máli. Þetta vita þeir sem tala og skilja á annað borö íslensku og hafa slysast til að gjóa augun- um I átt að Kastljósi eða fréttum á Skjá einum. En þeir þættir gefa óneitanlega þau fyrirheit að þessi kynslóð, sem viröist ætla að taka viö svo mörgu, eigi ekkert erindi í fjölmiðla landsins. Kastljós og Skjár einn Kastljós var heiöarleg tilraun risaeðlu til að yngja sig upp. En það var eins og stjórnendur þáttarins væru börn alkóhólista og þyrftu því að vera með- virk öllum þeim sem slysuðust í sófann hjá þeim (ég tala um Kastljós í þátíð því að það getur ekki verið aö nokkur heilvita maöur líti á þáttinn sem lifandi samtímaspegil). Og þá skipti engu hvort gesturinn var formaður nýsundraðar Samfylkingar eða kommisar Davíð. Öllum var gert jafnt undir höfði og hefði Hemml Gunn sjálfur getað staðiö fyrir beittari samfélagsgagnrýni í sínum gamla þætti. Og fréttastofa Skjás eins minnir óneitanlega á Kastljós. Þótt greyið Sigursteinn hafi veriö sinnar gagnrýni verður var innihaldsleysi fréttatímanna hans ekkert í líkingu viö það innihaldsleysi sem gegnsýrir þessar mínútur sem fréttastofa Skjás eins hefur alla virka daga. Þeim þar virðist vera um megn að fjalla um annað en jólaskreytingar. Alvörufréttir eru þeim svo fjarri að þaö er nánast óskiljanlegt að jafn klárir fjármálamenn og Ámi Þór og Kristján Ra skuli bjóöa upp á þetta sem flaggskip sitt. Að vísu eru þetta menn sem hvenær sem tækifæri gefst eru tilbúnir til að bjóða upp á sjónvarpsþætti með Bjama Hauki Hellisbúa en þeim hefur nú loksins tekist að losa sig við hann og ættu nú að fara að huga að frétta- stofunni sinni. En ekki setja Bjarna þangað, strákar. Nei, reyniö heldur að fá blaöamennina ykkar til að stunda blaðamennsku. Verðandi forsætisráðherra Við verðum nefnilega að fara aö spyrja okkur hvað viö ætlum aö gera. Fjölmiðlar landsins eru að fremja hægfara sjálfsmorö með ellidauða og val okkar hvað framtíðarforsætisráðherra varðar einskorðast við Guðlaug Þór, Jakob Frimann eða Helga Hjörvar. Það eitt og sér ætti að fá hvaða trúleysingja sem er til að taka upp borðbænir. Eru engar stelpur þarna úti sem hafa áhuga á ein- hverju öðru en jólaskreytingum? Strákarnir eru allavega ekki vísir til neinna afreka á stjórnmála- sviðinu. Viö höfum sýnt það og sannað að nýtt blóð er okkur ekki bara skylda heldur nauösyn. 6 f Ó k U S 22. desember 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.