Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2000, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2000, Síða 11
< n to (x): Jafna s@m verðurekki leyst Breska furðutríóið Add n to (x) gaf nýverið út þriðju breiðskífu sína, Add Insult to Injury. Kristján Már Ólafsson skoðaði þessa sveit sem stefnir að gerð klám- myndar í fullri lengd í framtíðinni Þetta hófst allt saman þegar Ann Shenton kynntist Barry nokkrum Smith síðla árs 1993. Þau komust fljótt að því að þau áttu ástina á hljóðgervlum sameiginlega og heill- uðust þá mest ef kvikindin voru analogue, andstséða stafrænunnar sem nú er viðtekin. Verk frumherja í rafrænni tónlist áttu og sinn stað í plötusöfnum beggja, Wendy Carlos og Pierre Henry og jafnvel Roxy Music. Þau afréðu fljótlega að stofna hljómsveit og skírðu hana Add n to (x) en það er víst skipun í einhverj- um tölvufræðum. Theramín-snillingurinn Árið eftir kynntust þau Steven Claydon sem var það helst til lista lagt að vera snillingur á Theramín, hljóðgervil sem er líklega hvað þekktastur fyrir að setja hrollinn í Hljómsveitin Add n to (x) stefnir fullum fetum aö gerö klámmyndar í fullri lengd í framtíöinni. gömlu hryllingsmyndirnar. Með til- komu Stevens voru homsteinarnir komnir á sinn stað en tríóið afréð þó að fá ásláttarleikara til stuðn- ings til að gera tónleikahald til- komumeira. Til starfans fengust ekki ómerkari menn en Andy Ramsay úr Stereolab og Rob Hallam úr the High Llamas. Fyrsta útgáfan kallað- ist Vero Electronics og kom út árið 1996. I kjöl- farið þvældist sveitin vfða um Ameríku þar sem frammistaða hennar á tónleikum vakti mikla athygli. Þeim var likt við pönkarana Suicide oftar en samtíðar og sam- merkari sveitina Tor- toise. Árið eftir kom fyrsta breiðskifan út og hlaut nafnið On the Wires of Our Nerves. Ástfóstur Blaðið NME leyndi ekki hrifningu sinni og gaf plötunni hina bestu dóma. Þessi kokkteill rafrænna furðuhljóða og lausbeislaðs popps var ansi laus i reipunum og engar reglur virtar en þó leyndist regla í óreiðunni. Smáskífurnar King Wasp og Black Regent voru hvor um sig valdar smáskífur vik- unnar. Ekki leið á löngu þar til sveitin eignaðist varanlegt heimili hjá Mute-útgáfunni en var þó send að heiman og fór víða og ýtti enn frekar undir þá skoðun manna að þar færi einhver skemmtilegasta tónleikasveit sem fram hefði komið lengi. Þau keyrðu áfram á tveimur trommuleikurum og treystu enn frekar orðspor sitt með fjölbreyttu og óútreiknanlegu tónleikahaldinu. Stuðst við klámmyndirnar Avant Hard kom út um mitt ár 1999 en hafði mótast um langt skeið í gegnum látlaust tónleikahald sveitarinnar. Hún fékk víðast hvar frábæra dóma og sannaði, svo ekki var um villst, að þarna fór sveit sem tróö eigin slóðir. Sem fyrr var ekkert geflð eftir í kynningu og spilamennsku. Reyndar má hugsan- lega leiða að því líkur að vinnusýki hrjái sveitina þar sem þriðja plat- an, Add Insult to Injury, er komin í verslanir, rétt rúmu ári eftir síð- ustu útgáfu. Þó hefur ýmislegt drif- ið á daga þeirra og á nýju plötunni var fyrirkomulagið að hluta til þannig að þau tóku lög sín upp hvort í sínu lagi og ekki einu sinni í sama landinu. Þau hafa í gegnum tíðina notast mikið við tölvu-“söng“ eða sem sagt látið raddsetningarfor- rit tölvu um að flytja texta sína. Á nýju plötunni notast þau við nýj- ustu útgáfu slíks forrits og söngvar- arnir, sem hlotið hafa nöfnin Ralph og Sarah, fá að sjálfsögðu nöfnin sin á umslagið... Fyrstu smáskífunni af nýju plöt- unni, Plug me in, er fylgt úr hlaði með afar sérstöku myndbandi. Barry kom eitthvað að gerð klám- mynda í fyrndinni og hefur sótt i þann reynslubrunn við gerð þeirra myndskeiða sem prýða myndband- ið. í því koma fram tvær dömur og tæki sem félagi þeirra, er vann meðal annars við leikmunagerö fyr- ir Alien, hannaði fyrir þau. Það kallast the fucking machine og nafnið útskýrir líklega tilganginn. Meiningin er að gera klámmynd í fullri lengd. Það hefur lengi verið draumur Barrys og hann á sér ýms- ar hugmyndir um hvernig lífga megi upp á formiö. Án þess að það verði rakið nánar hér er óhætt að slá því föstu að þessu tríói er ýmis- legt til lista lagt. Kemur í júní Nú er talið líklegt að ný plata frá Radiohead sé væntanleg í júní á næsta ári og bandið muni gefa út smáskífur til að fylgja eftir plöt- unni, eftir því sem haft er eftir gítarleikaranum Ed O’Brien. O'Brian sagði í viðtali við ástr- alska útvarpsstöð í vikunni að nýja platan, Amnesiac, muni innihalda efni sem hljðöritað var fyrir síðustu plötu en var ekki notað. Aðdá- endasíða sveitarinnar, www.followme- around.com, greindi frá því aö O'Brien líkti plötunni við The Bends sem kom út árið 1995. Talsmaður sveitarinnar í Englandi vildi ekki staöfesta neitt og sagði að ekkert hefði formlega verið ákveðið en söngvarinn, Thom Yorke, hefur áður sagt að platan skiptist eig- inlega í tvennt og ómögulegt sé að dæma um hvort hún sé betri en sú síðasta. 13 ára dópisti Tónlistarmaðurinn Moby hefur lýst þv! yfir að hann hafi byrjað að neyta eit- urlyfja þegar hann var t!u ára en hætt þremur árum seinna vegna þess að hann vildi ekki verða 13 ára dópisti. Moby, sem þekktur er fyrir flest annað en eiturlyfja- neyslu, segist hafa tekið upp á þessu þegar hann var aö hanga með hópi eldri krakka og snerist neyslan að mestu um kannabis og pilluát. „Ég komst að því að þetta væri ekki góð hugmynd, ég vildi ekki verða háður fíkni- efnum 13 ára. Ég er ekki mikið fyrir eiturlyf núna en fæ mér kannski eina aö tvær jónur á ári,“ sagði Moby og bætti við að hann dytti þó í það endrum og sinnum og svæfi hjá fólki. Rokkstjarnan Mari- lyn Manson hefur mikinn áhuga á að vinna að kvikmynd- um aftur en vill ekki vera á hvíta tjaldinu sjálfur heldur leikstýra. „Mér er það eðlis- lægt að vinna við kvikmyndir en þaö verður að vera eftir mínu höfði," segir Manson. „Ég held aö það henti mér betur aö leikstýra heldur en að leika, þó ég hafi reyndar gaman af því að leika." Frumraun Mansons á hvíta tjaldinu var í kvikmynd Davids Lynch, Lost Highway, þar sem hann lék klámmyndastjörnu. f plötudómar ★★★, Rytjandi: ÝmSÍT Platan: React 10 Útgefandi: React/Japis Lengd: 144:52 mín. (2 diskar) ★ ★★★★ Rytjandi: Moby piatan: Play-Limited Edition Útgefandi: Mute/Japis Lengd: 123:56 mín. (2 diskar) hvaðf Nokkrar af helstu danstónlistarútgáf- unum hafa verið að halda upp á 10 ára afmæli á árinu. Þeirra á meðal eru Talkin Loud, Moving Shadow, Ninja Tune og React en þessi plata er af- mælisútgáfan frá þeirri síðastnefndu. Þetta eru tveir diskar, annar með klassíkerum úr sögu merkisins, hinn með nýju efni. Þetta er tvöföld útgáfa af plötunni Play sem kom upphaflega út sumarið 1999. Seinni diskurinn inniheldur 11 lög sem áður voru eingöngu fáanlegt sem b-hliðar á smáskífum. Platan er í takmörkuðu upplagi, einungis 300 eintök komu til Islands. fyrir hvernf React hefur víða komið við í danstón- listinni en trans-tónlistin hefur samt alltaf verið fýrirferðarmest hjá þeim. Þannig er þaö líka á plötunni. Það er eitthvert smáteknó og smáhouse en uppistaðan er trans. Ef þú þolir ekki trans þá er þessi plata ekki fyrir þig... Play er ein af vinsælli plötum síðari ára. Það skeði ekkert þegar hún kom út en smám saman uppgötvuðu fleiri og fleiri hvað þetta var flott plata og á endanum var þetta orðin platan sem allir þurftu að eiga. Það hjálpaði líka til að öll lögin hafa verið notuð í fleiri en eina auglýsingu. skemmtileqar staöreyncfir React var ein af fýrstu dans-útgáfun- um sem sérhæfðu sig í safnplötum. Þeir hafa gefið út nokkrar mjögvinsæl- ar seriur, þeirra á meöal Reactivate (trans), Dope on Plastic (big beat/breakbeat), Artcore (drum & bass) og Real Ibiza. Þessi plata er á afmælisverði; 699 kr. fyrir tvöfalda plötu. Geri aðrir betur! Það sem tekst svo vel upp hjá Moby er hvernig hann notar gamlar (aöallega blús) upptökur og blandar þeim inn í teknó-poppið sitt. Menn hafa oft notaö hljóöbrot úr gömlum upptökum en oft- ar til þess aö breyta þeim og búa til eitthvað nýtt úr þeim. Hjá Moby fá þessar upptökur aö njóta sín. Hann býr til rúm fyrir þær í tónlistinni og sameinar þannig fortíð og framtíð. niöurstaöa Þetta er ágæt heimild um React-útgáf- una. Þetta er misgott efni að mínu mati, sumir af þessum trans-smellum eru hálfþreytandi. Það eru samt flott stykki inn á milli, t.d. originalinn af „You Gotthe Love“ með Candi Staton, sem einn og sér er alveg 699 kr. virði... trausti júlíusson Play er auðvitaö snilldarplata. Það er líka fullt af fínum lögum á aukaplöt- unni. Þau eru í sama stil og lögin á Play, ekki kannski alveg jafn flott, en flott samt. Þessi útgáfa er kjörið tæki- færi fyrir þá sem enn hafa ekki tryggt sér eintak af Play aö láta nú verða af því. trausti júlíusson 22. desember 2000 f Ó k U S 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.