Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2000, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2000, Síða 13
Þegar þú ert á lausu þá ertu að leita þér að einhverjum til að byrja með á föstu. Þegar þú ert svo kominn á fast virðist ekkert eftirsóknarverðara en að fá að vera á lausu, ráða á hvaða videomynd er horft, skilja klósettsetuna eftir uppi, vaska upp þegar maður nennir og deita mann og annan. Þið hættið saman, þú ruslar til, pissar út fyrir og hlustar á Celine Dion eða dauðarokk. Eftir einhvern tíma verður það þreytt og leitin hefst á ný. Hringurinn heldur áfram. Margrét Hugrún henti sér á nokkra einstaklinga sem eru ekki komnir á fast og spurði þá spjörunum úr um lausamennskuna og lífið í kring. lausu að vera Hvaö eriu oumn i.' vera lengi * lausu? „Bíddu, ég man það ekki, jú annars, siðan í júni. Þá sleit ég árslöngu sam- bandi. Kostirnir við að vera í samband- inu voru kannski reglubundið kynlíf, gaman að hafa einhvern hjá sér og ást og hlýja sem eru nauðsynleg fyrirbæri. Ókostirnir voru að vera ekki frjáls, öf- undsýki, tilkynningaskyldan og allt það vesen. Þó að maður sé í sambandi þá á maður ekki hinn aðilann og það viil oft gleymast. Mér fmnst flnt að vera single en það er einhvern veginn ekki alveg orðinn viðurkenndur lífsstíll á Islandi í dag. Það er eins og þjóðfélagið vorkenni manni hálfpartinn að vera ekki á föstu. Málið er að ég þarf ekkert að vera á fóstu til að'vera hamingjusamur. Ég fæ bara ást og hlýju frá vinum og fjöl- skyldu og svo sef ég hjá Lóa Fimmboga- syni. Ef maður er kominn yfir tvítugt þá er eins og það sé bara eitthvað möst að vera í sambandi, annars er ekkert hægt að bjóða þér í veislur eða matar- boð, sem ættu í rauninni að heita „makaboð", segir Skjöldur og hlær. „Það vantar bara algerlega eitthvað fyrir fólk sem er á lausu í þetta þjóðfé- lag. Singles bari, singles ferðir til út- landa. Það er allt stílað inn á pör, eða pör með krakka. Svo er það nú, að ef þú ert ekki kominn með krakka fyrir 25 ára aldur þá ertu bara ófrjór. Þarft að fara í eitthvert tékk til að athuga hvort þú getir fætt krakka í þetta þjóð- félag sem býður ekki einu sinni upp á barneignir." Finnst þér fiölkvœni vera góö hug- mynd? Já, mér finnst það. Svo lengi sem til- finningarnar eru hjá einni manneskju eins og hjá Larry Flint og frú. Þá er maður ekki að særa neinn, er andlega T^eysti á 11 „Ég er bú- inn að vera á lausu í hálft ár. Mér finnst það flnt, gott að hafa tíma í sjálfa mig. Ég var í sam- bandi í hálft ár, það gekk ekkert vel. Við kynnt- umst á djamminu, vorum eitt- hvað lónlí bara og þannig byrjaði það. Þetta eru náttúrlega alls ekki réttu forsendurnar, enda gekk það ekki.“ Myndiróu vilja hafa eitthvert deit- kerfi hérna? „Já, það væri ágætt. Samt ekki þetta bandaríska, það er einum of klént. Ég myndi vilja hitta minn mann í sundi, þá myndi ég t.d. vita hvernig hann væri skapaður, það væri frábært, ég sé það samt ekki al- veg sem raunhæfan möguleika. Það væri meiri háttar að geta séð ein- hvem sem manni lýst á, hringt í hann og boðið honum i bíó, út á land, í leik- hús eða eitthvað skemmtilegt. Enn frábærara væri ef einhver myndi hringja í mig. Það væri flott. Svo væri líka gott að komast bara í svona pönt- unarlista, stimpla inn óskimar og það væru engar skuldbindingar. Hittast og prófa, sjá hvort stemningin er fyr- ir hendi. Nei, annars, ég treysti bara á örlögin, síminn hjá mér er ... „ seg- ir Katrín og hlær. Katrín Haröardóttir, 21 árs nemi í fiölmiðlafrœöum og servitrísa á bar. W A í tíu ár giftur og óáð- ir eru sáttir. Það hlýtur að verða leiðinlegt til lengdar að vera alltaf með sömu manneskj- unni,“ botnar Skjöldur íbygginn á svip. Skjöldur „Mio“ Eyfiörö. 22 ára förö- unar- og naglatœknir, dragdrotting og skemmt- anastjóri á Mannsbar Nýgræðin on ifAra WCr l d „Ég er alger nýgræðingur i að vera á lausu og þetta er furðuleg reynsla," segir Sólveig og bætir við: „Ég er enn að læra á það að fá að halda á fjarstýr- ingunni sjálf og byrja að ryksuga kl. 3 á nóttunni. Annars verð ég að passa mig á að lýsa því ekki yfir að ég sé á lausu. Vanalega þegar ég geri það þá er ég komin á fast 3 vikum síðar. Ætli ég labbi ekki út eftir þetta viðtal og beint í fangið á hr. Fullkomnum." Finnst þér allir vera aö reyna aó komast á fast? „Almennt finnst mér stelpur leita meira en strákar. Þeir era vanalega afslappaðari. Ef það gerist þá gerist það. Þeir fara ekki beint í að spá; Er hún að stefna eitthvað með líf sitt? Hvernig verður hún eftir 20 ár? Ætli hún sé góð við mömmu sína? Stelpur gera þetta. Kannski er það bara innbyggt, en er samt aðeins að breytast eftir því sem konur verða sjálfstæðari. Ég held að það sé erfitt að vera strákur i dag. Stelpur gera svo miklar kröfur, strákarnir eiga að vera sterka týpan sem opnar hurðir, gefur blóm, er með sinn frama á hreinu og er alltaf til staðar ef eitthvað er að, en svo mega stelpurnar bara vinna á pitsustað og búa í herbergi í Blikahól- um.“ Er fiölkvœni þá svarið? „Allt í lagi ef bæði em til í það, en samt, samband er oft eins og vinasam- band, nema það að þið stundið kynlíf * og hvar er þá þetta sem gerir ykkar samband sérstakt ef það er verið að gera það með fullt af öðru fólki líka? Fyrir mér virkar hugmyndin per- sónulega ekki.“ Sólveig Helga Zophoníasdóttir. 21 árs samskiptastjóri á auglýsingastofu ogfyrirsœta (m.a í Playboy). „Ég hef verið á lausu í tíu ár. Það venst vel og yfirleitt flnnst mér ég ekkert frábrugðin öðru fólki. Það er helst þegar maður lendir í fjölskyldu- boðum eða á árshátiðum hjóna- klúbbanna, þar sem allir eru á pikk- föstu eða harðgiftir, sem ég upplifi mig sem frávik að vera ekki gengin út. Það hentar ekki öllum að deila lífi sínu með annarri manneskju í svokölluðu fóstu sambandi. Ég hef meira að segja heyrt það að sambúð sé fyrir frumstætt fólk sem hefur ekki náð þeim þroska að búa með sjálfu sér. Ég veit ekkert um þetta og þori ekki að halda þessu fram af tillitssemi við allt það ágæta fólk sem ég þekki og lifir, að því er virðist, farsælu para- lífi.“ En hvað með deit-systemió? „Ég kann ekki á deit-systemið. Hvað er það? Ég hef farið á tvö blind deit. í annað skiptið hitti ég Geir H. Haarde og í hitt skiptið Markús Örn. Mér finnst það heldur klént ef það er ekkert meira spennandi á þessum blænd-deitum en þeir. Er eitthvað í gangi sem ég veit ekki um?“ spyr Laufey forvitnislega og hlær. Fjölkvœni? „Já, því ekki? Ég hef nefnilega lent í því á þessum tiu ámm að einmitt þegar ég er í þann veginn að fara að lenda á sjens, kannski lent á sjens og gæinn er farinn að ræða um að fara á Tröllavídeó að leigja spólú, að mér verður hugsað til allra hinna sem enn eru úti að þjást og get bara ekki hugs- að mér að glápa á video með þessum manni þegar ég gæti hugsanlega verið að glápa á video með einhverjum sem kann að poppa betur.“ Laufey Jóhannesdóttir, bókasafns- frœðingur og söngkona Vil bara skýr skilaboð „Ég er búinn að vera á lausu síð- an í sumar. Það var svona eitthvað fram og til baka dæmi. Ég er að flla það fínt að vera á lausu og langar ekki til að festa mig strax.“ Hvernig myndirðu annars bera þig að ef þú ætlaóir aðfmna þér konu? „Ætli ég myndi ekki vakna snemma á laugardagsmorgni, setja á mig heiðursbindið, labba niður Laugaveginn og setjast inn á eitt- hvert kafflhús. Panta mér kaffi, láta það kólna, lesa Moggann og láta hana taka eftir mér þar. Rétta kon- an fyrir mig er líklegast á ein- hverju kafflhúsi, snemma á laugardagsmorgni." Hvað finnst þér um deit- systemió á íslandi? „Deit-systemið? Ég gæti alls ekki hugsað mér að hitta konur í gegn um Netið eða eitthvað svoleiðis. Það er skemmtilegra að fá að sjá þær fyrst. I rauninni þá hika ég ekki við að bjóða stelpu út, þó að ég hitti hana bara á mánudegi. Það er samt alveg ljóst að ef ein h v e r s t e 1 p a ætlar að eiga séns í mig þá sendir hún mér ekki SMS heldur birtist hún bara heima hjá mér á sunnudagskvöldi. Það er kúl. Ég er alltaf að fá SMS-skilaboð og þau virka bara asnalega á mig, ég sendi aldrei neitt á móti. Það er fullt af svona SMS-týpum sem em bara að senda einhverjar hálfkveðnar vísur og það er ekkert að virka. Það þarf líka helvíti ljóðrænan og góðan penna til að geta veitt einhvem í gegn um SMS. Ég vil bara skýr skilaboð, það er í talhólfinu; Bjarni hér, skildu eftir skilaboð. Stelpur, ófeimn- ar við að tala inn á tal- hólfið! Annars er ég ekkert auðveldur. Ég er meðlimur í ógæfa.is," segir Bjarni að lokum og glottir. Bjarni Gríms, Ijósmyndari og myndatökumaður í *Sjáóu. 22. desember 2000 f ÓkUS 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.