Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Page 1
15 \ *< t V&fíJBL Fimmtudagur 4. janúar 2001 Aukin abyrg Ólafur Jón Ormsson, fyrir- liöi KR, er besti leikmaður fyrri hluta að mati blaðamanna DV-Sport. Ólafur Jón skoraði 18,8 stig að meðaltali í 11 leikj- um og var aðalmaðurinn á bak við sex sigurleiki liðsins i röð þar sem liðið náði að brjótast út úr kreppu þeirri sem heltók Vesturbæinga í byrjun móts. Ólafur Jón hefur verið óstöövandi eftir að Keith Vassell kom aftur og er Ólafur með 26,8 stig, 53,7% skotnýt- ingu, 55,6% þriggja stiga nýt- ingu (20 af 36) og 93,8% vítanýt- ingu í þeim fjórum leikjum sem Vassell hefur notið við. Frammistaða Ólafs á siðasta ári hefur heldur ekki farið fram hjá forystumönnum körfuknattleikshreyfmgarinn- ar því hann var valinn körfuknattleiksmaður ársins 2000 ekki alls fyrir löngu. DV-Sport tók Ólaf tali eftir að hafa afhent honum bikar fyrir að vera besti leikmaður fyrri hluta Epsondeildarinnar. Hvaða máli skiptir þaó fyrir þig sem leikmann aó fá þessar vióurkenningar frá KKÍ og DV- Sport? „Þessar viðurkenningar eru mikill heiður fyrir einstakling eins og mig og ég er að sjálf- sögðu mjög ánægður með að hafa orðið fyrir valinu. Ég lít á þessar viðurkenningar sem staðfestingu á því að siðasta ár hafl verið ágætt hjá mér. í mínu'tilfelli er samt varla hægt að líta á þetta sem einstaklings- verðlaun því ég tel mig vera miklu meiri liðsmann heldur en þann sem skapar mikið upp á eigin spýtur. Ég er háður því að hafa góða leikmenn í kringum mig til að spila vel og þaö er eng- in spurning að félagar mínir í KReiga stóran hlut i þessum titlum," sagði Ólafur. Hef þroskast mikiö „Það er deginum ljós- ara að ég hef þroskast mikið bæði sem leik- maður og einstaklingur undanfarið ár. KR-liðið er ungt að árum og við „eldri“ mennirnir höfum þurft að axla aukna ábyrgð. Sú ábyrgð hefur gert mér gott og ég tel mig betri leikmann fyrir vikið. Við erum núna fyrst að ná þeim stöðugleika í leik okkar sem við viljum hafa eftir hörmulega byrjun og ég held að við getum litið þokkalega bjartsýnir til seinni hlutans í deildinni," sagði Ólafur. Kanalaus lið „Ástæðan fyrir slæmu gengi okkar í byrjun held ég að sé sú að við spiluðum of marga leiki gegn liðum án útlendings, unn- um allt og ofmátum sjálfa okk- ur. Síðan komu Kanamir til landsins, liðin styrktust en við stóðum i stað. Það var ekki fyrr en við vissum að Keith kæmi sem dæmið fór að snúast við. í dag erum við í ágætri stöðu, allt hefur verið á uppleið undanfarnar vikur og þegar menn eins og Bow og Hermann koma inn á fullu eftir meiðsli verðum við sterkir," sagði Ólafur Jón Ormsson, fyrirliði íslandsmeistara KR. -ÓÓJ/ósk Bunce í bið Forráðamenn Breiðabliks hafa mikinn áhuga á að fá nýsjálenska vam- armanninn Che Bunce til liðs við sig á ný en hann lék með liðinu fyrir tveimur árum við góðan orðstír. Bunce er samningsbundinn liði á Nýja-Sjálandi og á i erfiðleikum með að losna frá liðinu fyrir næsta sumar. Samningur hans rennur út um næstu áramót og vonast Blikar eftir að Bunce gangi að nýju í raðir fé- lagsins áður en tímabilið hefst á næsta ári. -ósk Bandaríski framherjinn Ali Curtis, sem leikið hefur með háskólaliði Duke undanfarin Qögur ár, mun að öllum líkindum spila með Breiðabliki næsta sumar. Blikar þekkja vel til skólans þvi Atli Knútsson, markvörður þeirra, var þar við nám. Auk þess er miðjumaðurinn Ro- bert Russell, sem spilaði með Breiðabliki á síðasta ári, samherji Curtis i Duke. Curtis var valinn leikmaður árs- ins í háskólaboltanum í fyrra og þykir vera mjög skæður sóknarmaður. Hann skoraði 15 mörk og átti 9 stoðsend- ingar á síðasta tímabili og skoraði alls 53 mörk á þeim fjórum árum sem hann lék með Duke. Samkvæmt for- ráðamönnum Blika er nú unnið að því að fá Curtis og Russell til landsins fyrir næsta sumar og vonast þeir að málin skýrist fyrir næstu mánaðamót. Það sem gæti eyðilagt áform Blika er að þeir yrðu valdir í hinu árlega vali fyrir bandarísku atvinnumannadeildina i knattspymu en það val fer fram í næsta mánuði. -ósk DV-mynd Þórhailur DV-Sport-verðlaunin: bestir í fyrri umferð DV-Sport hefur veriö að verölauna það körfuknattleiks- og handboltafólk sem hefur skarað fram úr í vetur og í gær fengu körfuknattleiksmenn viðurkenningu fyrir fyrri hluta Epsondeildarinnar í körfubolta. 1 opnu DV-Sport í dag má ftnna allt um hvaða leikmenn og lið stóðu öðrum framar í fyrri hlutanum sem var mjög jafn og skemmtilegur. Ólafur Jón Ormsson, fyrirliði KR, var einróma valinn af blaðamönnum DV-Sport besti leikmaður fyrri hluta Epsondeildar- innar. Aðrir sem voru tilnefndir: Eirikur Önundarson, ÍR, Magni Hafsteinsson, KR, Logi Gunnarsson, Njarðvík, Sveinn Blön- dal, KFÍ, Páll Axei Vilbergsson, Grindavík, Bragi Magnússon, Haukum, Brynjar Karl Sigurðsson, Val, og Óðinn Ásgeirsson, Þór Ak. Valur Ingimundarson var við sama tæki- færi kosinn besti þjálfari fyrri hluta en hann hefur leitt Tindastólsliðið til sigurs í 9 af 11 leikjum fyrir jól, liðið er í 2. sæti í Ep- sondeidlinni, komst í undanúrslit Kjörísbik- arsins og átta liða úrslit Doritos-bikarsins. Aðrir sem voru tilnefndir: Sigurður Ingi- mundarson, Keílavík, Pétur Ingvarsson, Hamri, Ingi Þór Steinþórsson, KR, og Alex- ander Ermolinskij, Skallagrími. -ÓÓJ vr, : » Hér sést Ólafur Jón Ormsson, besti leikmaður fyrri hluta Epson- ijf' S,deildarinnar aö mati DV-Sport, > 'íi v'XZ kl meö bikarinn en á myndinni hér aö | H ofan til hægri sést Valur Ingimund- • ■ arson, þjálfari Tindastóls og besti “ X' .1 -f/ þjálfari fyrri hlutans meö bikarinn ; Mmat-JS fyrir framan leikmenn sína. mmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.