Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2001, Blaðsíða 7
Ifókus Vikan 19.ianúar til 25. ianúar 1jlXi-Ó- p <= T T r V..............T...LLAI...J L.i Hver hefði trúað því að það þætti sterkur leikur að tefla fram tveimur eintökum af Arnold Schwarzenegger til að gera góða kvikmynd? Þetta virðist þó ganga og er einmitt tilfellið í The 6th Day sem frumsýnd er í dag í Stjörnubíói, Laugarásbíói, Sambíóunum, Álfabakka, Borgarbíói, Akureyri, og Nýja bíói, Keflavík. Arnold gegn Arnold Leikarinn Michael Rapaport er í hlutverki Hanks sem aöstoðar Arnold í The 6th Day. eins og áður segir Arnold Schwarzenegger og hann þarf vart að kynna. Kappinn sló í gegn í Terminator og hefur síðan leikið í hverri stórmyndinni á fætur annarri. Aðall hans hafa alltaf ver- ið hasarmyndirnar og eru bestu dæmin Total Recall, True Lies, Predator, Commando og End of Days. Tilraunir hans með mýkri hlutverk hafa gengið síður upp þó ýmsir hafi haft gaman af honum í myndum eins og Twins og Junior. Önnur hlutverk í myndinni eru einnig i ágætishöndum. Snillingurinn Michael Rapa- port skilar sínu að vanda en fólk ætti að þekkja andlit hans úr myndum eins og Higher Learn- ing, Kiss of Death og True Rom- ance. Þá má nefna fólk eins og Michael Rooker, Söru Wynter, Wendy Crewson og auðvitað gamla meistarann Robert Duvall. Leikstjóri myndarinnar er Roger Spottiswoode sem hefur komið nálægt myndum eins og Tomor- row Never Dies, Turner & Hooch og Air America. Sögusvið myndarinnar er hinn fullkomni heimur ef svo má segja, ólækn- andi sjúkdómar eru úr sögunni, hungur þekkist ekki, dýr eru ekki lengur í útrýmingarhættu og sjúkrastofur eru fullar af klónuðum líffærum manna sem eru tilbúin til ígræðslu. En sá skuggi hvílir yfir heiminum að óforskammaður auðkýf- ingur hefur í trássi við lögin tekið upp á því að klóna manneskjur í eigin þágu. Þegar Adam Gibson ( A r n o 1 d Schwarzenegger), gam- aldags fjölskyldumaður sem er orðum prýddur orrustuflugmaður, kemur heim til sín eitt kvöldið kemst hann að því að klónað eintak af honum hefur tekið yfir líf hans og þurrkað út fullkomna tilveru hans. Gibson er rifinn frá fjölskyldu sinni af fönt- um sem sendir voru til aö drepa hann vegna þess að þeir höföu klónað vitlausan mann. Hann neyðist til að berjast fyrir lífi sínu gegn harðsvíruðum morðingjum sem viröast vera ódrepandi því hægt er að klóna þá aftur og aftur. En eins og við var að búast bíöur bófanna erfitt verk því þeir klón- uðu rangan mann, Adam Gibson ætlar ekki að gefast upp án bar- áttu. I aðalhlutverki myndarinnar er Arnold lendir í kröppum dansi þegar hann þarf að kljást við moröingja sem eru einfaldlega klónaðir aftur þegar hann er búinn að drepa þá. Bíóborgin Replacements Keanu Reeves fæddist í Lfbanon, en hefur aldrei verið vaendur um að vera meðlimur í Hiz- bollah-skæruliðahreyfing- unni. Samt lofar þessi mynd góðu um framhaldið. Mikið af steiktum, en sparaðu re- múlaðiö, Takk. Sýnd kl.: 5,45, 8,10,20 Play it to the Bone ★ „Play It to the Bone er ekki merkileg mynd fyrir aðra en viðskiptafræö- inga. Eftir myndina geta þeir glímt við spurning- una: Hvemig stendur á því að menn fjárfesta hundruð milljóna í svona handriti?" GSE Sýnd kl.: 5,40, 8,10,20 Unbreakable ★★ .Unbreakable er næstum eins og The Sixth Sense. Hún er myrk og hæg en ekki eins ógnvekjandi og fýrirrennarinn. Stóri gallinn er hins vegar endirinn. Shyamalan vildi ekki aðeins endurtaka stíl fyrri myndarinnar heldur einnig uppbyggingu og endi. Endir The Sixth Sense var hins vegar snilld sem verður ekki endurtekin. Tilraunin i Unbreakable er hiægileg; nánast móðgun við áhorfendur, sem höfðu gefið myndinni tvo tíma af lífi sfnu," GSE Sýnd kl.: 5,45, 8,10,20 Bíóhöllin The 6th Day Þaö er búið að klóna Amald Surts- negra og það eru misjafnar skoðanir um þaö mál. Sýnd kl.: 5,45, 8,10,15 Bring it on .700 kall er ekkert verö fyrir að fá að sjá tugi mellna skaka á sér júgrin og gera flikk-flakk yfir æsilegum kappleikjum. Hver þarf söguþráö þegar hann hefur G-streng," -ES Sýnd kl.: 3,50, 5,55, 8, 10,05 The Family Man ★★ „Helsti veikleiki The Family Man er hversu ófrumleg samtölin eru. Myndin er dæmi um góöa hugmynd sem ekki er unnið nógu vel úr. Þáttur leikaranna bjargar því sem bjargað verður og gerir myndina að ágætri afþreyingu. Segir mér svo hugur að mynd þessi eigi eftir að vera jólamynd á sjónvarpsstöðvum um ókomin ár,“ -HK- Sýnd kl.: 8,11,15 Play It to the Bone ★ (sjá Bíóborg) Sýnd kl.: 5,45, 8,10,20 The Grinch ★★ „Eitthvað sem minnir á kin- verska óperu, setta upp Hjá Báru. Og þaö sýnir snilli Jim Carrey að í hvert sinn sem hann birtist á tjaldinu fyrirgáfu áhorfendur Howard leiöindin og hlógu Sýnd kl.: 3,50, 5,55 Dinosaur Það er aiþekkt að sumir geti haft gaman af saur og Dinosaur ætti að stuðla að út- víkkun þess hóps. Hér takast á mismunandi risaeðlur og litia söguhetjan á erfitt uppdráttar, föst milli átaka og saurugra hugsanna. Sýnd kl.: 3,40 Pokemon 2 Þeir eru komnir aftur, japönsku teiknimyndakallarnir sem allir elska að hata. Sýnd kl.: 3,45 Háskólabíó The Road to El Dorado Leiöin til E1 Dorado ligg- ur f gegnum Háskólabfó. Sýnd kl.: 6, 8, 10 Meet the Parents ★★ „Meet the Parents er ekki alvond mynd. Stundum lifnar yfir henni og hún virðist ætla á flug en fatast sfðan, höktir en hrekkur samt aftur í gang. Þegar hún lendir lofar hún framhaldi: Meet the In- laws. Vonandi sleppir þá Jay Roach beislinu af kjánanum í sér," GSE Sýnd kl.: 5,45, 8,10,30 Villiljós Nýjasta íslenska kvikmyndin gerð við handrit Huldars Breiðprð og leik- stýrð af fimm leikstjórum. Svo fer rafmagnið... Sýnd ki.: 10 Saving Grace „Saving Grace er fýndin og skemmtileg mynd allt fram í lokin þegar endirinn verður að rútínu sem allt of oft er notaður. Eftir að breskur húmor hefur verið í hávegum hafður þá er eins og við séum komnir f endi sem hefur að fyrirmynd Bleika pardus myndirnar.Leikur í Saving Grace er frábær," -HK- Sýnd kl.: 8,10 Ikingut „Handritið er lipurlega skrifað og ágæt- ur húmor I því. Þó má segja um það, sem og myndina í heild, að það eigi sínar hæðir og lægðir. Aðall sögunnar er aö það næst að fram- kalla barnslega einlægni sem skilar sér til áhorf- enda, enda má segja að Ikíngut sé fyrst og fremst fjölskyldumynd," -HK- Sýnd kl.: 6 The Golden Bowl „Megn ieiðindi myndarinnar sitja enn í líkamanum. Og ég vil þau burt. Þegar ég hálfhljóp út úr bíósalnum eftir sýninguna langaði mig heim í sturtu. Ég mun ævina á enda bera mark þessarar nauðgunar í Háskólabíói." GSE Sýnd kl.: 10 Kringlubíó Villiljós (Sjá Háskólabfó) Sýnd kl.: 8,10 Bring it on (Sjá Bióhöll) Sýnd kl.: 3,45 Replacements (Sjá Bíóborg) Sýnd kl.: 3,30, 5,45, 8,10,20 Pokemon 2 (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 3,50 The Family Man ★★ (Sjá Bfóhöll) Sýnd kl.: 5,45, 8,10,20 Laugarásbíó Meet the Parents ★★ (Sjá Háskólabíó) Sýnd kl.: 5,45, 8,10,20 Little Nicky Það er allt annað en auðvelt að vera sonur djöfulsins úr móðurkviði engils. Sýnd kl.: 6, 8,10 The 6th Day Það er búið að klóna Arnald Surts- negra og það eru misjafnar skoðanir um það mál. Sýnd kl.: 8,10,15 The Grinch ★★ (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 6 Regnboginn Crouching Tiger Hidden Dragon ★★★★ „Eitt atriöi gæti verið samsuða úr Svanavatninu, ET, tölvuleikn- um Street Fighter og Mary Poppins. Og gengur þetta upp? Alveg hreint glymrandi. Það er eins og listin hafi loksins ratað aftur heim í fjölleikahúsið. Maður situr í sætinu sínu og er borinn gegnum ævintýrið undr- andi og þakklátur eins og barn," GSE Sýnd kl.: 5,30, 8,10,30 Little Nicky Það er allt annað en auðvelt að vera sonur djöfulsins úr móðurkviöi engils. Sýnd kl.: 6, 8,10 Charlle’s Angels ★ „það sem teljast verður skást við Charlie's Angels, útlit og tæknibrellur. Einu mætti hrósa til viðbótar. myndin er „aö- eins“ 90 mínútur,“-HK. Sýnd kl.: 6, 8,10 Stjörnubíó Bless the Child Sumum finnst nauðsynlegt að blessa ung börn og signa í bak og fyrir en aðrir vilja sleppa því ogjafnvel ánafna sjálfum djöflin- um börnunum og brenna þau marki dýrsins svo þau geti stiknað í sjóðheitu helvíti um ókomna tíð. Sýnd kl.: 6, 8, 10 The 6th Day Þab er búiö aö klóna Arnald Surts- negra og það eru misjafnar skoðanir um það mál. Sýnd kl.: 5,30, 8,10,30 b í ó ____________ Bíóhöllin, Kringlubíó og Nýjabíó Akureyri frumsýna í kvöld bandarísku kvikmyndina The Replacements. Myndin er gamanmynd sem fjallar um amerískan fótbolta eins og hann gerist bestur. Aðalleikarar eru Keanu Reeves, Gene Hackman, Brooke Langton, Orlando Jones og John Madden. Verkfallsbrjótar Plottið er í grófum dráttum það að lélegir leikmenn í amer- ískum fótbolta fá tækifæri til að sanna sig þegar fagmennirnir fara í verkfall. Jimmy McGinty (Gene Hackman) er fenginn tU að vera þjálfari liðsins og fær það erfiða hlutverk að sjá til þess að allt gangi upp og að áhorfendabekkirnir séu þétt- setnir þrátt fyrir að leikmenn- irnir séu amatörar. McGinty tekst að finna leikmenn sem eru eins ólíkir og furðulegir og þeir eru margir og útkoman verður fótboltalið sem allir halda að sé vonlaust. Einn leikmannanna er hinn misheppnaði Shane Falco (Keanu Reeves) sem á í erfið- leikum með samskipti við liðsfé- laga sína og er að falla kylliflat- ur fyrir aðalklappstýrunni (Brooke Langton). Shane er með bullandi minnimáttarkennd og hefur ekki spilað síðan hann varð þess valdandi í gaggó að skólinn tapaði með 45 stigum. Liðið verður nú að standa sam- an þrátt fyrir hvað liðsmenn eru ólikir ef því á að takast að vinna þrjá af fjórum leikjum og komast í úrslit. Leikstjóri myndarinnar er Howard Deutch sem áður hefur leik- stýrt myndunum Pretty in Pink og Articie 99, svo eitthvað sé nefnt. Handrit var I höndum Vince McKewin sem áður sá um hand- ritið að kvik- myndinni Fly Away Home, fjöl- skyldudramað The Climb og spennumyndirnar Money Talks og Murder at 1600. Gcður bilstjcri 1 er dllmtj ! k gcðum gir Eins og þú vilt að hinir aki skalt þú og sjálfur aka l)illiun o. UMFERÐAR r RAÐ www.iimli'fd.i'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.