Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2001, Blaðsíða 2
16 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 17 Sport Valur-Keflavík 95-103 0-2, 6-2, 8-17, 18-27, 25-29, (27-35), 27-37, 38-37, 43-46, (51-53), 51-55, 61-60, 75-73, (77-82), 77-84, 83-84, 89-91, 91-99, 95-103. Stig Vals: Herbert Arnarson 33, Bryan Hill 14, Guðmundur Björnsson 12, Sigurbjöm Björnsson 12, Pétur Már Sigurðsson 8, Bjarki Gústafsson 7, Hjörtur Hjartarson 4, Ragnar Steinsson 4, Steindór Aðalsteinsson 1. Stig Keflavikur: Calvin Davis 45, Guðjón Skúlason 23, Magnús Þór Gunnarsson 17, Gunnar Einarsson 10, Birgir Örn Birgisson 4, Birgir Guö- finsson 2, Jón Nordal Hafsteinsson 2. Fráköst: Valur 34 (11 í sókn, 23 í vörn, Hill 13), Keflavík 36 (10 í sókn, 26 í vöm, Davis 21). Stodsendingar: Valur 24 (Herbert 9), Keflavík 17 (Magnús 6). Stolnir boltar: Valur 12 (Guðmund- ur, Herbert 4), Keflavík 6 (Davis 2). Tapaðir boltar: Valur 10, Keflavík 17. Varin skot: Valur 3 (Hjörtur 3), Keflavík 4 (Davis 2). 3ja stiga: Valur 9/20, Keflavík 9/19. Víti: Valur 12/17, Keflavík 17/20. Dómarar (1-10): Eggert Aðalsteinsson og Rúnar Gfslason (5). tíœói leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 50. Maöur leiksins: Calvin Davis, Keflavík. Grindavík-Skallagrímur 80-67 3-0, 9-9, 12-17, (17-22), 21-26, 31-28, 34-31, (34-40), 39-40, 4S42, 54-46, (64-48), 70-56, 74-62, 76-65, 80-67. Stig Grindavíkur: Kevin Daley 28, Páll Axel Vilbergsson 15, Bergur Hin- riksson 9, Guðlaugur Eyjólfsson 8, El- entínus Margeirsson 7, Pétur Guð- mundsson 6, Guðmundur Ásgeirsson 5, Dagur Þórisson 2. Stig Skallagríms: Hlynur Bærings- son 20, Evgenjij Tomilovski 13, War- ren Peebles 10, Hafþór Gunnarsson 9, Alexander Ermolinskij 8, Sigmar Eg- ilsson 5, Pálmi Sævarsson 2. Fráköst: Grindavík 34 (7 í sókn, 27 í vörn, Daley 11), Skallagrímur 39 (19 í sókn, 20 í vörn, Hlynur 13). Stoósendingar: Grindavík 20 (Elent- ínus, Daley 7), Skallagrímur 13 (Peebles 5). Stolnir boltar: Grindavík 11 (Elent- ínus 4), Skallagrímur 8 (Peebles 3). Tapaóir boltar: Grindavík 12, Skallagrímur 11. Varin skot: Grindavík 2 (Daley, Páll Axel), SkaUagrímur 0. 3ja stiga: Grindavík 22/10, Skalla- grímur 21/5. Víti: Grindavík 2/2, Skallagrímur 10/8. Dómarar (1-10): Leifur Garðarsson og Sigmundur Már Herbertsson (9). Gæði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 150. Maöur leiksins: Kevin Daley, Grindavfk. Tindastóll-Þór Ak. 93-82 2-7, 7-12, 11-20, (17-21), 24-30, 28-30, 32-32, 39-33, (46-37), 5840, 67-43, 58 45, (74-51), 82-53, 85-59, 90-69, 91-81, 93-82. Stig Tindastóls: Shawn Myers 29, Lárus Dagur Pálsson 14, Friðrik Hreinsson 13, Svavar Birgisson 11, Adonis Pomones 9, Michail Antropov 6, Kristinn Friöriksson 6, Ómar Sigmarsson 5. Stig Þórs Ak.: Óðinn Ásgeirsson 18, Hafsteinn Lúðviksson 13, Magnús Helgason 12, Sigurður Sigurðsson 12, Hermann Hermannsson 10, Einar Aðalsteinsson 7, Maurice SpUlers 6, Þórarinn Jóhannsson 2, Guðmundur Oddsson 2. Fráköst: TindastóU 32 (10 i sókn, 22 í vörn, Myers 16), Þór 41 (22 f sókn, 19 í vöm, Hafsteinn 13, Óöinn 12). Stoðsendingar: TindastóU 12 (Pomones 5), Þór 15 (Hafsteinn 4). Stolnir boltar: TindastóU 16 (Myers 5), Þór 19 (Hafsteinn, Sigurður, Magnús, Óðinn, Þórarinn 3). Tapaðir boltar: TindastóU 23, Þór 24. Varin skot: Tindastóll 7 (Myers 5), Þór 2 (Einar, Magnús). 3ja stiga: Tindastóll 11/5, Þór 22/7. Vfti: Tindastóll 23/20, Þór 28/19. Dómarar (1-10): Kristinn Óskarsson og Bjami G. Þórmundsson (6). Gœói leiks (1-10): 5. Áhorfendur: 220. Maöur leiksins: Shawn Myers, Tindastóli. Stúdínur sterkari Stúdínur skelltu Víkings- stúlkum í Víkinni í gær- kvöldi, í þremur hrinum gegn einni, 21-25, 18-25, 25-16 og 8-25. Zdravko Demirev, þjálf- ari Stúdína, var líka ánægður í leikslok og sagði að þetta hefði verið besti leikur liðsins á tímabilinu. Stúdínur hófu leikinn líka betur og unnu fyrstu tvær hrinurnar, en í þeirri þriðju komu Víkings- stúlkur sterkar inn með góðar uppgjafir og það dugði til sig- urs í hrinunni. Fjórða hrinan varð síöan einstefna frá upp- hafi til enda þar sem Stúdínur voru betri á öllum sviöum leiksins. Vikingsstúlkur geta fyrst og fremst þakkað sínum margreynda leikmanni, Bimu Hallsdóttur, fyrir að ekki fór verr því hún átti sannkallað- an stórleik í sókn sem vöm en Elsa Vaígeirsdóttir sýndi líka ágæta takta. Leikur Stúd- ína var nokkuð góður og munaði þar mestu um endur- komu Dagbjartar Víglunds- dóttur sem er komin heim eft- ir langa útlegð þar sem að hún lék með Valdosta State háskólanum í Bandaríkjun- um á meðan hún var í námi. Greinilegt var að endurkoma hennar létti talsvert á öðmm leikmönnum liðsins. Liv Brandt, sem leikur frelsingja í liði Stúdína, átti líka góðan leik í vörninni en hún hirti nánast allt upp sem kom yfir netið og í kjölfarið sáust oft skemmtilegir skellir á miðj- unni þar sem Ingibjörg Gunn- arsdóttir náði vel saman með Guðrúnu Ásu Kristleifsdótt- ur, uppspilara liðsins. -GHÞ Loksins - sigur hjá Grindavík Grindvíkingar höfðu loks sigur í gærkvöldi er þeir unnu góðan sigur á Skalla- grímsmönnum í Röstinni. Lokatölur urðu 80-67, en það voru gestimir sem leiddu lengst af í fyrri hálfleik og höfðu 34-40 forystu í hálfleik. Gömlu Grindvíkingamir Alex og Peebles byrjuðu bet- ur og þeir ásamt ungu strák- unum, Hlyni og Hafþóri, voru duglegir á meðan pirringur hrjáði Grindvíkinga framan af. Heimamenn virtust þó vera að snúa blaðinu við en gestimir skoruðu síðustu 9 stig fyrri hálfleiks og leiddu eins og áður sagði i hálíleik. Vendipunktur leiksins er svo þriðji leikhluti er Grindvík- ingar fara að keyra upp hrað- ann í leiknum, og stíllinn á leik þeirra minnti á það Grindavíkurlið sem vann Kjörísbikarinn í nóvember. Grindvíkingar gerðu 28 stig í fjórðungnum gegn aðeins 8 stigum gestanna og 3ja stiga körfur frá Guðlaugi (2), El- entínusi og Páli Axel, ásamt nokkmm svakalegum troösl- um frá Kevin Daley, setti Grindvíkinga í 14 stiga for- skot eftir leikhlutann. Til að bæta gráu ofan á svart þá varð Peebles að fara af velli um miðjan fjóröung og kom ekki meira við sögu í leikn- um. Þetta bil náðu gestimir aldrei að brúa og þrátt fyrir góða baráttu og 8 stig í röð frá Tomilovskij voru heima- menn staðráönir í að halda haus og vinna sinn fyrsta sig- ur í langan tíma. Kevin Daley lék vel fyrir heimamenn í gærkvöldi. Drengurinn sá hoppar hátt og troðslurnar hans voru stór- glæsilegar. Annars lék Grindavíkurliðið allt vel í seinni hálfleik og má geta góðrar innkomu Guðmundar Ásgeirssonar sem gerði vel í vörninni og skoraði góðar körfur. Hlynur Bæringsson var besti maður gestanna, tók mikið af fráköstum en var óheppinn undir körfunni oft og tíðum. Annars var þetta kaflaskiptur leikur hjá gest- unum þar sem þeir léku góð- an bolta í fyrri hálfleik, báð- um megin á vellinum. En eins og áður sagði snerist dæmiö við í þriðja leikhluta og sigur Grindvíkinga sann- gjarn. Einar Einarsson, þjálfari Grindvíkinga, var glaður að leik loknum; „Við höfum ver- ið að spila illa og okkur hefur skort sjálfstraust. En við höf- um staðið saman á erfiðum timum og nú höfðum við sig- ur og þá er að halda sér á þeirri braut. Nú fer allt að telja, það man enginn eftir því sem gerðist á miöju tíma- bili. Við höfum sýnt að við getum unnið alla og tapað fyrir öllum en nú er boltinn í okkar hendi.“ -EÁJ li EPSON OEILDIIM Njarövík 17 14 3 1559-1342 28 Tindastóll 18 13 5 1572-1492 26 Keflavík 18 13 5 1657-1494 26 KR 18 12 6 1608-1493 24 Haukar 18 10 8 1490-1411 20 Hamar 18 10 8 1499-1527 20 Grindavík 18 9 9 1564-1539 18 Skallagr. 18 8 10 1433-1579 16 ÍR 18 7 11 1468-1592 14 Þór Ak. 18 6 12 1543-1648 12 Valur 18 3 15 1415-1525 6 KFÍ 17 2 15 1436-1602 4 Leik Njarðvíkur og KFI var frestað vegna veðurs í gær og hefur verið sett- ur á að nýju á þriöjudaginn kemur. í millitíðinni fer fram 19. umferðin á sunnudag en þá mætast Skallagrím- ur-Tindastóll, Haukar-Njarðvík, Hamar-Keflavík, Þór-ÍR, KFÍ-Grindavík og KR-Valur. Endasleppur leikur - þegar Tindastóll vann sinn níunda heimasigur í röö Það vantaði ekki að leikur- inn á Króknum í gærkvöldi færi vel af stað og margt benti til spennandi og skemmtilegs leiks, en sú varð ekki raunin. Þetta er það allra daufasta sem sést hefur í vetur. Það voru reyndar gestirnir sem byrjuðu betur. Tinda- stólsmenn áttu við eitthvað einbeitingarleysi að stríða í upphafi, ábyggOega var þaö ekki barátta gestanna sem kom þeim í opna skjöldu. Það var vitað að Þórsarar myndu selja sig dýrt eins og ávallt á móti Tindastóli. En smám saman tókst heimamönnum að vinna sig inn í leikinn og það auðveld- aði þeim verkið að Banda- ríkjamaðurinn í liði Þórs, Maurice Spillers, var óhepp- inn, fékk enga vægð hjá dóm- urunum og var kominn með þrjár villur strax eftir sjö mínútur. Það var samt ekki fyrr en fjórar mínútur voru tO leikhlés sem Tindastóli tókst að jafna og hver annar en Shawn Mayers var þar að vinna heimavinnuna. Hirti þá sóknarfráköst frá sjálfum sér í tveim sóknum í röö og þurfti mikið að vinna i því síðara. Um svipað leyti fékk SpiOers einmitt sína fjóröu vOlu, og var mjög ósáttur, sem endaði með því að hann fékk tæknivOlu að auki, og þar með var þátttöku hans í leiknum lokið. Tindastólsmenn voru níu stigum yfir í leikhléi og mað- ur hafði það á tilfmningunni að leikurinn væri búinn. Þórsarar virtust á sama máli og voru ákaflega baráttulitlir í þriða leikhlutanum. Tinda- stólsmenn gengu á lagið og komust tæpum 30 stigum yf- ir í byrjun siðasta leikhluta. Þá voru það Þórsarar sem tóku við sér og kláruðu leik- inn ágætlega, en Tindastóls- menn virtust hins vegar hætta, enda var sigur þeirra aldrei í hættu, en munurinn í lokin kominn niður undir 10 stig, lokatölu 93-82. Hjá Tindastóli var Myers bestur. Skyttumar Friðrik og Lárus komust einnig mjög vel frá leiknum þótt Lárus væri mjög seinn í ,gang. Svavar, Andropov og Pomo- nes voru drjúgir. Hjá Þór var Hafsteinn besti maður. Hermann og Magnús voru duglegir og Sig- urður drjúgur, en Óðinn átti í raun slakan dag, þrátt fyrir að vera stigahæsti maður liðsins. IR-ingar unnu Hamarsmenn í „generalprufu“ fyrir bikarúrslitaleikinn Bikarliðin IR og Hamar mættust í gærkvöldi í Seljaskóla í eins konar „generalprufu" fyrir bikarúrslitaleik- inn sem fram fer annan laugardag. Þessi leikur var engu síður mikOvæg- ur fyrir bæði þessi lið því tvö stig er það sem bæði iið þurftu. Það voru ÍR- ingar sem hömpuðu sigri að þessu sinni, 86-84, eftir æsispennandi lokaminútur. Það var Eiríkur Önund- arson sem tryggði sigur heimamanna af vítalínunni en Hamarsmenn fengu tækifæri til að jafna, jafnvel vinna með 3ja stiga körfu, en skot Gunnlaugs Erlendssonar geigaði. ÍR-ingar gerðu breytingar á byrj- unaliði sínu og voru Ólafur Sigurðs- son og Ásgeir Bachman búnir að taka sæti Hreggviðs Magnússonar og Hall- dórs Kristmannssonar. Það hafði góð áhrif á liðið og leiddu ÍR-ingar, 30-18, eftir fyrsta leikhluta. Erikur og Cedrick Holmes voru duglegir að finna körfuna og einnig lagði Eiríkur upp nokkrar körfur fyrir félaga sína. Gest- irnir komu sterkir inn í annan leik- hluta og minnkuðu muninn OjóOega i tvö stig, 34-32, og áttu góðan mögu- leika á að jafna metin en Skarphéðinn Ingason fór ifla með gott tækifæri þeg- ar hann freistaðist tO að troða boltan- um í stað þess að skora tvö örugg stig. ÍR-ingar skoruðu um leið. ÍR leiddi með þrem stigum í hálfleik, 42-39. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleik af krafti og náðu fljótlega 11 stiga for- skoti og var munurinn ávaflt 6-10 stig. En Hamarsmenn hafa nú séð það mOdu svartara. í stöðunni 76-68 og rúmar 5 mínútur eftir kom seigla Hvergerðinga í ljós eina ferðina enn. Þeir skoruðu sjö stig í röð og jöfnuðu síðan leikinn, 78-78, þegar um þrjár mínútur voru eftir. Það var enn jafnt þegar 45 sekúndur voru eftir en eins og áður sagði voru heimamenn sterk- ari í lokin og innbyrtu tvö mikilvæg stig. Þessi sigur gefur ÍR-ingum betri möguleika á að komast í úrslitakeppn- ina. Holmes átti stórleik og Eirikur einnig. Aðrir komust vel frá sínu og var baráttan til staðar. Hjá Hamri var Chris Dade yfirburðamaður að þessu sinni. Pétur Ingvarsson var góður í seinni hálfleik og Gunnlaugur Er- lendsson var sterkur í öðrum leik- hluta. Hjalti Pálsson átti góðar rispur. Það hefur oftast farið á þann veginn þegar bikarlið spfla rétt fyrir úrslita- leikinn að liðið sem tapar deOdarleikn- um hefur oftast unnið bikarleikinn. Hvergerðingar geta huggað sig við þetta og eiga eflaust eftir að mæta dýr- Þungt hugsi Þjálfarar bikarúrslitaliö- anna í ár, Jón Örn Guö- mundsson, þjálfari ÍR, á myndinni fjær og Pétur Ingvarsson, þjálfari Hamars, höföu í mörgu aö snúast í Seljaskóla þegar bikarúrslitaleikur- inn fékk sína „genaral- prufu" rúmri viku áöur en liöin berjast um bik- arinn í Höllinni. DV-myndir ÞÖK vitlausir tO leiks þegar þar að kemur. Það er vonandi að fleiri áhorfendur muni mæta í höUina en að þessu sinni. „Ég er mjög ánægður með að hafa sigr- að því þeir hafa verið á mikilli sigl- ingu að undanfórnu. Ég var ánægður með að Holmes átti góðan leik og strákarnir voru duglegir að finna hann. Þessi sigur hjá okkur er mikil- vægur upp á að ná inn í úrslitakeppn- ina,“ sagði Jón Örn Guðmundsson, þjálfari ÍR. -BG IR-Hamar 86-84 2-0, 7-3, 7-10, 15-10, 23-14, 23-18, (30-18), 34-25, 34-32, (42-39), 48 43, 54-43, 59-51, 63-57, (68-61), 76-68, 76-75, 78-78, 83-83, 86-84 Stig ÍR: Cedrick Holmes 38, Eríkur Önundarson 22, Ásgeir Bachman 10, Hreggviður Magnússon 7, Björgvin Jónsson 4, Sigurður Þorvaldsson 3, Ólafur Sigurðsson 2. Stig Hamars: Chris Dade 34, Pétur Ingvarsson 10, Hjalti Pálsson 9, Gunnlaugur Erlendsson 9, Svavar Pálsson 6, Skarphéðinn Ingason 6, Óli Barðdal 4, Lárus Jónsson 4, Sigurður Guöjónsson 4. Fráköst: ÍR 29 (8 í sókn, 21 í vörn, Eiríkur 6), Hamar 42 (14 í sókn, 28 í vörn, Svavar 10). Stoðsendingar: ÍR 24 ( Eiríkur 8), Hamar 16 (Skarphéðinn 6). Stolnir boltar: ÍR 3 ( Eiríkur 2), Hamar 8 (Dade 2). Tapaðir boltar: IR 8, Hamar 14. Varin skot: ÍR 2 ( Holmes 2), Hamar 3 (Chris, Svavar, Sigurður). 3ja stiga: ÍR 6/12, Hamar 4/17. Víti: ÍR 15/23, Hamar 14/20. Dómarar (1-10): Björgvin Rúnarsson og Jón Halldór Eðvaldsson (7). Gœói leiks (1-10): 8. Áhorfendur: Um 200. .Maður leiksins: Cedrick Holmes, ÍR. Fimm - töp í röö hjá Haukum á útivelli, nú meö 20 stigum í KR-húsinu KR-ingar þurftu engan stór- leik til að leggja Haukana að velli, 85-65, á heimaveili sínum í Frostaskjóii í gær. KR vann þennan tuttugu stiga sigur þrátt fyrir að hafa í raun aðeins leik- ið sinn leik í fyrsta fjórðungi sem liðið vann 31-19 og hitti úr 55% skota sinna (12 af 22). Ann- ars var þessi fyrsti fjórðungur merkilegur fyrir þær sakir að sjö sóknarvillur voru dæmdar á liðin, þar af fjórar á Hauka sem töpuðu alls 10 boltum á fyrstu 12 mínútum leiksins. KR-ingar héldu þessari tíu stiga forustu úr leikinn þrátt fyrir að nýta aðeins 38% skota sinna það sem eftir var hans sem hefur sjaldan dugað til að innbyrða 20 stiga sigur en gerði það í KR-húsinu í gær. Það er ljóst að Haukarnir þurfa að fara að hugsa sinn gang. Leikmenn liðsins eru þungir og seinir, boltinn gengur mjög illa í sókninni sem er hug- myndasnauð og borin uppi af Jóni Arnari Ingvarssyni sem þarf eigilega bæði að gefa stoðsendingar og klára skotið til að hlutirnir gangi rétta leið. Það versta er síðan baráttu- leysið í liöinu og sú litla sam- vinna sem er í gangi milli leik- manna. Það er líka hálffurðulegt að horfa upp á leikmenn og þjálfara eyða meiri krafti og orku í að væla í dómurum leiks- ins en að stappa stálinu í sitt lið sem þurfti mikið á því að halda í gær. Allir leikmenn Hauka sækja líka mikla snertingu frá varnarmönnum í sínum leik og geta því aðeins búist við að lenda í því að fá nokkur högg í beinu framhaldi af því. Tapleikir Hauka eru nú orðn- ir fimm i röð á útivelli og þetta þýddi að það eru orðin fjögur stig í heimavallarréttinn og því ólíklegt að hann náist úr þessu. Það þýðir að útileikjavandamál gætu fellt liðið í átta liða úrslitunum. Ólafur Jón Ormsson lék mjög vel fyrir KR í gær og skilaði stigum í öllum fjórðungum á meðan Jón Arnór Stefánsson, sem spilaði veikur, gerði 12 stig í fyrsta fjórðungi en aðeins 3 það sem eftir var leiks. Keith VasseO var ólíkur sjálfum sér og liöið lék án Jónatans Bow og hefur oft leikið miklu betur. Guðmundur Bragason var eini Haukamaðurinn með lífs- marki og um leið og hann fékk sína fimmtu vfllu þegar rúmar sex mínútur voru eftir var allur vindur úr Hafnarfjarðarliðinu. -ÓÓJ Sport Guöjón Skúlason, Keflavík, skoraöi 23 stig í gær. - hjá Keflavík Möguleikar Vals á að halda sér í úrvalsdeildinni minnka nú með hverjum leiknum og eftir tap í miklum baráttuleik gegn Keflvík- ingum, 95-103, í Grafarvogi er Valur enn 6 stigum á eftir Þór þegar 4 leikir eru eftir. Keflvík- ingar eru í hörkubaráttu um 2. sætið í deildinni og máttu ekki við því að tapa stigum í hinni jöfnu baráttu við toppinn. Keflvíkingar keyrðu upp hrað- ann strax frá upphafi leiks, hrað- inn var mikiU og Keflvíkingar líkt og búast mátti við í essinu sínu. Herbert Arnarson hélt Vals- mönnum inni i leiknum með frá- bærri hittni. Keflvíkingar komu hins vegar værukærir til leiks í 2. fjórðungi og töpuöu boltanum hvað eftir annað og áður en varði voru Vals- menn komnir yfir, 38-37. Leikur- inn var í járnum fram að hálfleik og kom það í hlut Calvin Davis að halda lífinu í gestunum sem voru afar daufir eftir góðan 1. fjóröung. Þökk sé honum voru Keflvíkingar 4 stigum yfir í hálfleik. Engin batamerki var að sjá á Keflvíkingum í 3. fjóröungi og Valsmenn náðu fljótlega að jafna og komast yfir á tímabili með mikilli baráttu en hún tók sinn tofl og stóru mennirnir í Valslið- inu söfnuðu að sér viflunum. Valsmenn voru hins vegar að leika vel og hleyptu Keflvíkingum aldrei langt fram úr sér og hefðu með smáheppni getað komist yfir á lokasprettinum en þegar rúmar 2 mín. voru eftir munaöi aðeins tveimur stigum á liðunum. Kefl- vikingar náðu sér þá loks á strik og góðar körfur frá Magnúsi Gunnarssyni og Gunnari Einars- syni gerðu út um leikinn. -HRM KR-Haukar 85-65 0-2, 5-4, 5-8, 12-8, 15-10, 27-17, 31-17 (31-19), 33-19, 35-24, 41-24, 41-29, 45-33, 51-33, (51-35), 58-35, 53^1, 57-41, 62-45, 62-49, (64-51), 66-51, 71-53, 76-56, 76-62, 85-62, 85-65. Stig KR: Ólafur Jón Ormsson 25 (hitti 9 af 15 skotum), Jón Arnór Stefánsson 15, Keith Vassell 11, Arnar Kárason 8, Hermann Hauksson 8, Magni Hafsteinsson 6, Níels Páll Dungal 5, Hjalti Kristinsson 5, Tómas Hermannsson 2. Stig Hauka: Guömundur Bragason 17 (hitti 7 af 11 skotum), Jón Arnar Ingvarsson 14, Mike Bargen 12, Marel Guðlaugsson 9, Lýður Vignisson 6, Eyjólfur Jónsson 5, Bragi Magnússon 2. Fráköst: KR 46 (15 í sókn, 31 1 vörn, Vassell 8), Haukar 37 (12 í sókn, 25 í vöm, Guðmundur 8). Stoðsendingar: KR 17 (Vassell 6), Haukar 19 (Jón Amar 5). Stolnir boltar: KR 9 (Ólafur Jón, Jón Arnór 3), Haukar 9 (Marel, Guðmundur, Bragi 2). Tapaóir boltar: KR 18, Haukar 18. Varin skot: KR 9 (Magni 4), Haukar 8 (Bargen 4). 3ja stiga: KR 23/7, Haukar 18/2. Víti: KR 28/18, Haukar 22/17. Dómarar (1-10): Helgi Bragason og Rögnvaldur Hreiðarsson (8). Gæði leiks (1-10): 5. Áhorfendur: 150. Maöur leiksins: Ólafur Jón Ormsson, KR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.