Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 6
22 MÁNUDAGUR 26. MARS 2001 Undanúrslit úrslitakeppninnar í Nissandeild kvenna hefjast í kvöld þegar íslandsmeistarar ÍBV taka á móti Fram í Eyjum en á þriðjudaginn mæta Haukar Stjömunni á Ásvöllum. DV-Sport fékk Magnús Teitsson, þjálfara FH, til að spá í spilin fyr- ir undanúrslitin. Magnús hefur marga fjöruna sopið á löngum og farsælum ferli, bæði sem leikmað- ur og þjálfari, og ætti að þekkja vel til liðanna fjögurra. Magnús ætti að vita hvað þarf til að komast í lokaúrslitin en hann hefur farið með lið sitt í sjö skipti í úrslitin í tíu ára sögu úrslitakeppni kvenna en varð nú að sætta sig við, ásamt stelpum sínum í FH, að detta út fyrir Fram í átta liða úrslitunum. Guðbjörg Noröfjörð meö gullpening- inn eina og silfrin sex sem hún hefur uppskoriö á síöustu átta árum í kvennakörfunni. Guðbjörg og félagar hennar í KR stefna á að bæta hlutfall- ið í verölaunasafni Guðbjargar. DV-mynd Óskar I -------- Lokaúrslit kvenna- körfunnar 2001 Undanúrslit Nissandeildar kvenna í handbolta ÍBV-Fram.......mánud. 26. mars Haukar-Stjarnan ... þriöjud. 27. mars Fram-lBV.....miðvikud. 28. mars Stjaman-Haukar .. fimmtud. 29. mars ef með þarf ÍBV-Fram ......laugard. 31. mars Haukar-Stjaman .. laugard. 31. mars Tvo sigra þarf til aö tryggja sér sæti í úrslitaleiknum um íslandsmeistara- titilinn. Úrslitaeinvígið á aö hefjast samkvæmt skipulagi þriöjudaginn 3. apríl. Úrslit 1. deildar kvenna í körfubolta KR-Keflavik ......mánud. 26. mars Keflavík-KR .... miövikud. 28. mars KR-Keflavik......laugard. 31. mars ef meó þarf Keflavík-KR.......mánud. 2. apríl KR-Keflavik ......fimmtud. 5. apríl Þrjá sigra þarf til að tryggja sér ís- landsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Sport DV - ræður úrslitum, segir Magnús Teitsson, þjálfari FH stelpumar fá ekkert fyrir að hafa unnið deildina en þegar út í svona leiki er komið er aðeins spurt um dagsformið og heppni. Ég hef samt trú á því að Hauka- stúlkurnar muni hafa þetta í þremur leikjum, ekki síst vegna heimavallarréttarins. Stjömuliðið má samt aldrei afskrifa og það gæti bitið verulega frá sér, sér- staklega ef allir leikmenn liösins eru heilir,“ sagði Magnús Teits- son. ÍBV-Fram, 2-1 „Ég hallast að sigri ÍBV í þessu einvigi. Heimavöllurinn úti í Vestmannaeyjum er ofboðslega sterkur og það verður ekki heigl- um hent fyrir Fram að fara þang- að og ná í einn sigur. Þar fyrir ut- an er Eyjaliðið mjög gott. Bæði liðin spila 6-0 vörn en ÍBV er með frábært hraðaupphlaupslið með hina norsku Anitu Andreas- sen í fararbroddi. Framliðið er reynslumikið og það er mikil seigla sem býr í þessu liði. Það sem háir báðum þessum liðum er að þau mega ekki við miklum skakkaföllum. Þau hafa svo litla breidd að þaö gæti orðið erfltt fyr- ir hvort liðið sem er ef þau missa leikmenn í meiðsl. Ég hef hins vegar þá trú að ÍBV komist í úrslit og sigri þar Hauka. Erlendu leikmennirnir í liðinu eru mjög góðir og það hefur verið mikill stígandi í leik liðsins í vet- ur. -ósk Úrslitakeppni kvenna i körfubolta fer nú fram í níunda sinn og í 7. sinn glíma Keflavík og KR um titilinn. Úrslitaleik- imir um titilinn i kvennakörfunni hafa aldrei farið tram án þess að annaðhvort þessara tveggja liða hafl verið með. Keflavik hefur oftast unnið titilinn eftir úrslitakeppni, eða 5 sinnum, en KR, Breiöablik og Grindavik hafa öll unnið einu sinni. KR og Keflavík eru einu silfurliðin í sögunni, Keflavík hef- ur fengið tvenn silfurverðlaun en KR alls sex. Leikmannahópur KR í ár er með tvö- falt meiri reynslu í lokaúrslitum um tit- ilinn heldur en leikmannhópur Kefla- víkur. KR-liðið hefur 120 leiki á bakinu en Keflavikurliðið aðeins 55. Hér mun- ar miklu að KR-liðið hefur innan sinna raða 4 af 5 reyndustu leikmönnum úr- slitanna, þær Guðbjörgu Norðfjöró (27 leikir), Kristínu B. Jónsdóttur (27), Hönnu B. Kjartansdóttur (22) og Helgu Þorvaldsdóttur (21). Aðeins Anna María Sveinsdóttir kemst í hóp með þessum 4. Hún hefur leikið 22 úrslitaleiki um titilinn en þær Guðbjörg og Kristín hafa leikið 27 af 30 úrslitaleikjum sem hafa farið fram. Guöbjörg er bœði leikjahæst í lokaúr- slitum ásamt Kristínu auk þess að vera sú sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur (36), einni fleiri en aðstoð- arþjálfari Keflavíkurliðsins, Björg Hafsteinsdóttir. Guðbjörgu vantar líka aðeins 18 stig til að jafna stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur í úrslitaleikjum um titilinn en Anna María, sem var stiga- hæst í úrslitaleikjunum í fyrra, hefur skorað 328 stig í 22 úrslitaleiKjum. KR hefur unnió fimm af sex innbyrð- isleikjum liðanna í vetur og hefur 11-2 forustu í 13 helstu tölfræðiþáttum í leikjum. Keflavík leiðir aðeins í vörð- um skotum (52-38) og þriggja stiga körf- um (29-20). Það lið sem hefur unnið frá- köstin í leikjum hefur ávalt unnið við- komandi leik. KR hefur tekið 280 frá- köst gegn 214 hjá Keflavík, þar af hefur vesturbæjarliðið 82-55 forustu f sóknar- fráköstum. Hanna B. Kjartansdóttir, leikmaður KR, er sigursælasti leikmað- ur iokaúrslitanna í leikjum talið en hún hefur verið í sigurliðinu í 15 leikj- um en í tapliði í aðeins sjö. Hanna er einnig sá íslenski leikmaður sem hefur skorað flest stig í úrslitaleik um titilinn (34 með Keflavík gegn KR 1993) og tekið flest fráköst (17 með KR gegn Keflavík 2000). Hanna hefur unnið fjóra titla með þremur liðum (Keflavfk 93,94, Breiðablik, 95 og KR 99) og getur orðið íslandsmeistari í fimmta sinn á níu árum en hún lék ekki hér á landi tímabilið 1996-97. -ÓÓJ Haukar-Stjarnan, 2-1 „Þessi lið er lik að mörgu leyti. Þau leika bæði mjög sterkan varn- arleik, Haukar með 3-2-1 eða 5-1 og Stjarnan með 6-0 og ég tel að hraðaupphlaupin eigi eftir að vera mjög mikilvæg í þessum leikjum. Þaö hefur verið mikið um meiðsl í herbúðum Stjömunnar og því hef- ur mikið mætt á Höllu Maríu en ef rússneski leikmaðurinn og Nína Björk eru heilar verður Stjaman með öflugt lið. Það er ekki langt síðan þessi tvö lið voru í sérflokki á íslandi og stelpurnar í þessum liðum eru vanar að berj- ast um titla. Ég held að heimavöllurinn komi til með skipta gífurlega miklu máli í þessu einvígi. Hauka- Hún hefur oft þurft aö sætta sig við að horfa upp á andstæðingana taka við íslandsbikamum á undanfórnum ár- um á meðan hún mundaði silfurverð- launin, eða alls í sex skipti á síðustu átta árum. Það eru því engin silfur- verðlaun á dagskrá hjá Guðbjörgu Norðfjörð, leikmanni KR, sem er kom- in á fullt í kvennakörfunni eftir að hafa eignast barn i desember. DV- Sport heyrði í Guðbjörgu, leik- reyndasta leikmanni úrslitakeppni kvenna frá upphafí, og forvitnaðist um hvemig úrslitaeinvígi KR og Keflavík- ur, sem hefst í kvöld, legðist í hana. Hvernig lita málin út itjá KR? „Það er allt í góðu standi, allir heil- ir og undirbúningurinn hefur gengið vel. Mér finnst persónulega vera að- eins of löng bið frá undanúrslitaleikj- unum en það er tilhlökkun hjá hópn- um að fara spila þessa leiki og við ætl- um okkur ekkert annað en sigur. Það er oröid erfitt aö velja i byrj- unarliöió hjá KR? „Henning er ekki öfundsverður að þurfa að velja það hverjar byrja. Það er rosaleg samkeppni á æfmgum og hver æfing er farin að skipta miklu máli fyr- ir leikmenn, að komast í hóp fyrstu fimm. Þegar út í leikinn er komið skiptir þó ekki máli hverjar byrja held- ur það að vinna leikinn og það er liðs- heildin sem kemur til með að vinna þetta fyrir okkur.“ Mun fyrsti leikurinn i kvöld ekki skipta miklu málifyrir einvigiö? „Jú, fyrsti leikurinn skiptir öllu máli. Við emm búnar að vinna tvo síð- ustu leikina örugglega gegn Keflavík en þessi fyrsti leikur kemur til að hafa mikil áhrif á sjálfstraustið og í raun um hvort liðið kemur til með að vinna einvígið. Við verðum að koma dýrvit- lausar því að við megum ekki við að tapa heimaleik. Lið sem byrjar vel er líka erfitt að brjóta niður og við vitum að ef við komum ekki vel stemmdar ganga þær á lagið. Ég held þó að þetta eigi eftir að verða spennandi leikir og ekki eins auðveldir og þessir síðustu tveir leikir okkar gegn Keflavík“. : Heather Corby hefur falliö vel inn i liöiö ykkar, ekki satt? „Við emm rosalega ánægðar með kanadisku stelpuna hjá okkur. Líkt og með Limor Mizrachi, sem var með okkur fyrir tveimur ámm þegar við urðum meistarar, er hún að fá okkur allar með sér. Við höfum verið svaka- lega óheppnar með erlenda leikmenn en Heather veit hverju hún þarf af skila og hvenær hún þarf að skila því. Heather og Limor eru mjög líkar að því leyti að þær ætla sér ekki að gera allt sjálfar heldur eru að vinna í því að liðið vinni þetta saman" Finnst þér nýtt hlutverk þitt erfiö- ara en áður? „Mér fínnst þetta erfiðara en áður þar sem ég þekki ekki eins vel þjálfar- ann og hvermig hann teflir sínu fram og þurfti að byrja á núlli þegar aðrar voru komnar á fullt. En mér finnst þetta jafnframt mjög ögrandi verkefni því að ég hef fengið að kynnast öðru hlutverki og hef þurft að berjast fyrir því að koma mér í form og komast aft- ur inn í liðið. Ég er mjög sátt við að hafa byrjað aftur strax." Guðbjörg hefur einu sinni orðið ís- landsmeistari en þá lék hún í peysu númer tólf en hefur ávalt uppskorið silfurverðlaun i peysu númer fjórtán. Ætlar þú aó halda þig viö peysu númer fjórtán i þessu einvigi? „Já, ég ætla ekki að skipta aftur i peysu númer tólf heldur finnst mér kominn tími til að rjúfa álögin af peysu númer fjórtán. Ég ætla að vinna þetta í peysu númer fjórtán þannig að ég geti nú sagt að ég hafi orðið Islands- meistari í mínu númeri," sagði Guð- björg að lokum en úrslitaeinvigið hefst í kvöld klukkan átta í KR-húsinu í vesturbænum. -ÓÓJ Undanúrslit kvennahandboltans byrja í kvöld: Heimavöllur ^ Úrslitaeinvígi kvennakörfunnar hefst í kvöld: Alögum létt - af peysu númer 14, segir Guðbjörg Norðfjörð, leikmaður KR-liðsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.