Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Síða 1
15
Vialli tekinn viö Watford
Gianluca Vialli var í gær ráðinn knattspyrnustjóri hjá enska 1. deildar-
liðinu Watford. Hann tekur við starfínu af Gordon Taylor sem ákveðið hef-
ur að hætta öllum afskiptum af knattspyrnu eftir áratuga störf á þeim vett-
vangi. Vialli var rekinn frá Chelsea í upphafi þessa tímabils og hefur síð-
an setið á skólabekk í knattspyrnuþjálfarafræðum til að sækja sér réttindi.
Vialli er ætlað að rífa upp félagið og koma því í úrvalsdeildina að nýju.
Eins og kunnugt er leikur Heiðar Helguson landsliðsmaður með Watford.
-JKS
Dómstóll sem ÍSÍ skipaði í málum vegna meintra brota um lyfjaeftirlit:
Tveir dæmdir í eins
mánaðar keppnisbann
Lyfjadómstóll íþrótta- og Ólymp-
íusambands íslands dæmdi í gær
tvo körfuknattleiksmenn í mánað-
ar keppnisbann vegna neyslu á
ólöglegum fæðubótarefnum. Efnið
efedrín fannst í sýnum hjá þeim
báðum, annar þeirra hafði neytt
orkudrykkjarins Diet Fuel og hinn
efnsins Ripped Fuel. Báðir upp-
lýstu fyrir dómnum að þeir hefðu
ekki vitað að þessi vara innhéldi
efnið efedrín.
Leikmennirnir sem hér um ræð-
ir eru Kristinn Friðriksson, sem
leikur með Tindastóli, og Lýður
Vignisson úr Haukum. Þeir eru úti-
lokaðir frá þátttöku í íþróttaæfing-
um og íþróttakeppni, sem fram fer
á vegum ÍSÍ, sambandsaðila þess
eða félaga eða deilda innan þeirra,
Kristinn frá 12. april 2001 og Lýður
frá 17. apríl 2001.
I ákæruskjali segir að Kristinn
Friðriksson hafi verið valinn til
lyfjaeftirlits á vegum Heilbrigðis-
ráðs ÍSÍ, í deildarleik Hauka og
Tindastóls þann 4. mars. í munn-
legum málflutningi kom fram að
ákærði hefði neytt svonefnds „Diet
Fuel“ fyrir umræddan leik og ekki
vitað að drykkurinn innhéldi efnið
efedrín.
í ákæruskjali segir að Lýður
Vignisson hafi verið valinn til
lyfjaeftirlits á vegum Heilbrigðis-
ráðs ÍSÍ í deildarleik Hauka gegn
Tindastóli þann 4. mars. Ákærði
hélt ekki uppi vörnum en kom fyr-
ir dóminn og skýrði sitt mál.
kvaðst hann hafa neytt efnisins
Ripped Fuel fyrir umrræddan leik
og ekki vitað að það innihéldi
efedrin. Kvaðst hann hafa notað
efnið í Bandaríkjunum við æílngar
og keppni að ráði þjálfara en þar
var efnið selt án takamarkana á al-
mennum markaði.
Körfuknattleikskonan Kristín
Björk Jónsdóttir úr KR, sem einnig
féll á lyfjaprófi, var sýknuð af öll-
um kröfum Heilbrigðisráðs ÍSÍ.
Vegna asmaveiki tók hún inn lyf
samkvæmt læknisráði en henni
láðist hins vegar að tilkynna um
notkunina og gat ekki um hana
þegar hún fyllti út prófskýrslu við
lyfjaeftirlit.
Þá var máli Heilbrigðisráðs ÍSÍ
gegn Kenneth G. Corb, Skautafélagi
Akureyrar, vísað sjálfkrafa frá
dómi. Ákærði var fundinn sekur
um lyfjanotkun í Hollandi og
dæmdur þar í eins árs keppnis-
bann. Þeim dómi var ekki áfrýjað
og er þar því um að ræða lokanið-
urstöðu í máli ákærða sem dómur
þessi ekki bær til þess að endur-
skoða. Ber því að þeirri á ástæðu
. . Norðmadurmn John
Carew i iiði Valencia
f.' ’ fagnar markaíausa jafn-
íefiinu gegn Leeds t
fyrri íeík liðanna í und-
§& anúrsiitum meistara-
deifdar Evrópu á Elfand
|jk Road f gærkvöld. A inn-
tygjg feítdu myndinni er Mark
Viduka. soknarmaður
Ljæds. og virðist ekki of
feé^jr með niðurstoð-
ur?a. Siðari leikurinn
’ verður < Valencía næsta
rtíSbíStfivort íiðið tryggír
sér sifi. í ursUtaleikn-
Reuter
tf t’fH;
16-17
Hvít-Rússar
kalla á
Jakimovich
Hvít-Rússar hafa valið hóp til
undirbúnings fyrir leikina í for-
keppni evrópskra landsliða í
handknattleik gegn íslendingum.
Á hópnum má greinilega merkja
að þeir ætla að tjalda til öllum
sínum þestu leikmönnum og hef-
ur m.a. verið kallað á Mikhail
Jakimovich sem leikur með
spænska liðinu Portland San
Antonio sem vann sigur í meist-
aradeild Evrópu um síðustu
helgi. Jakimovich er leikreynd-
asti og einn besti leikmaður í
röðum Hvít-Rússa um árabil en
hann hefur uni tíma ekki gefíð
kost á sér í landsliðið.
I hópnum er nokkrir leikmenn
sem leika í Þýskalandi og má þar
nefna Siniek, leikstjórnanda
Lemgo, og Klimovets sem leikur
á línunni hjá Flensburg. Fyrri
leikurinn við Hvít-Rússa verður
í Minsk 3. júní og sá síðari í
Reykjavík 10. júní. Leikirnir
skera úr um hvor þjóðin tryggir
sér sæti í úrslitakeppni Evrópu-
mótsins í Sviþjóð í janúar nk.
Guðmundur Guðmundsson,
nýráðinn landsliðsþjálfari, til-
kynnir islenska landsliðshópinn
um hádegisbilið í dag.
-JKS
Ólafur átti
stórleik
Ólafur Stefánsson, handknatt-
leiksmaður hjá þýska liðinu
Magdeþurg, átti stórleik með lið-
inu í gærkvöld þegar það sigraöi
Hameln, 23-25, á útivelli í úr-
valsdeildinni. Ólafur skoraði tíu
mörk, þar af fimm þeirra úr víta-
köstum.
Flensþurg, sem fylgir Magde-
þurg eins og skugginn í toppþar-
átunni sigraði Willstátt, 29-18,
og Kiel vann Eisenach, 27-17.
Magdeburg er efst með 52 stig
eða jafnmörg og Flensburg en
miklu betra markahlutfall.
Lemgo er í þriðja sæti meö 50
stig.
-JKS
Blackburn í
úrvalsdeildina
Blackþum Rovers tryggði sér
sæti í ensku úrvalsdeildinni í
gærkvöld þegar liðið sigraði
Preston, 0-1. Blackburn fylgir
því Fulham beint upp í úrvals-
deildina en íjögur næstu liö fyr-
ir neðan fara í umspil um eitt
sæti til viðbótar. Bjarki Gunn-
laugsson lék síðustu 15 mínút-
urnar fyrir Preston í leiknum.
Þá sigraði Crystal Palace lið
Portsmouth, 2-4, en bæðin liðin
berjast við fall í 2. deOd.
-JKS