Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Side 3
16
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001
17
Sport
Úrslitaeinvlgi KA og Hauka i handknattleik karla:
„Haukarnir
KA dýrvitk
- segir Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrrum landsliðsþjálfari
Úrslitaeinvígi KA og Hauka um
íslandsmeistaratitilinn í hand-
knattleik karla heldur áfram i
kvöld, en þá mætast liðin í fjórða
leik í íþróttahúsi Hauka aö Ásvöll-
um og hefst hann kl. 20.15. Staðan
í einvíginu er 2-1 fyrir deildar-
meistara KA og dugar norðanlið-
inu því sigur í kvöld til að tryggja
sér titilinn.
Miðaö við úrslitin í fyrri leikjum
er ljóst að heimavöllurinn ræður
miklu hjá báðum liðum og því er
frekar búist við sigri Haukanna i
kvöld, þrátt fyrir útreiðina sem
þeir fengu fyrir norðan á mánu-
daginn. Þeir hafa verið í hálfgerð-
um vandræðum með sóknarleik-
inn frá því þeir misstu Halldór Ing-
ólfsson út meiddan í fyrsta leikn-
um, en fyrir höfðu þeir misst varn-
arjaxlinn Petr Baumruk út og hef-
ur það óneitanlega veikt liðið til
muna, þar sem ungir og óreyndir
leikmenn hafa þurft að taka við
hlutverkum þeirra.
Miðað við framgöngu Haukanna
í siðasta leik virðist þreytan einnig
vera farin að há þeim en álagið
hefur verið mikið á mannskapnum
í vetur vegna þátttökunnar í Evr-
ópukeppninni, auk þess sem liðið
lék til úrslita í bikamum. Léttleik-
inn hefur aftur á móti verið ein-
kenni KA-liðsins þar sem ungur og
ferskur norðanvindur hefur leikið
lausum hala og telja margir þann
leikstil vænlegri til árangurs. Alla-
vega hefur hann skilað liðinu
deildarmeistaratitli og nú er Is-
landsmeistaratitillinn í sjónmáli,
ef ekki i kvöld þá frekar á laugar-
daginn.
Heimavöllurinn ræöur úr-
slitum í kvöld
DV-Sport fékk Jóhann Inga
Gunnarsson, sálfræðing og fyrrum
landsliðsþjálfara, til spá í spilin
fyrir leikinn í kvöld, en hann er á
því að Haukamir muni sigra,
þannig aö hreinn úrslitaleikur fari
fram á Akureyri á laugardaginn.
„í þessum slag vigtar lítið það
sem á undan er gengið og því hall-
ast ég að því að heimavöllurinn
muni ráða úrslitum í kvöld eins og
í fyrri viðureignunum. Þetta getur
samt fariö á hvorn veginn sem er,
en ég hef þó trú á að Haukamir
láti KA-strákana ekki valta yfir sig
eins og í síðasta leik. Eftir þá út-
reið mætti álykta að þetta væri
spmngið hjá Haukunum, en ég tel
að svo sé ekki.
Haukarnir hafa byggt á reynsl-
unni í vetur, en urðu svo fyrir því
að missa út þá Halldór Ingólfsson
og Petr Baumruk á lokasprettinum
og auðvitað veikir það liðið. í stað-
inn hafa ungir og efnilegir strákar
eins og Ásgeir Örn Hallgrímsson
og Einar Gunnarsson tekið við
þeirra hlutverkum, en einhvern
veginn hef ég það á tilfinningunni
að þeir séu ekki eins tilbúnir í
slaginn og ungu mennimir hjá KA.
Það er kannski eðlilegt, þar sem
KA-strákarnir hafa öðlast miklu
meiri reynslu sem lykilmenn með
sínu liði en Haukastrákamir hafa
meira þurft að verma bekkinn á
meðan þeir eldri og reyndari hafa
verið að spila.“
Brestirnir komu í Ijós í
leiknum fyrir noröan
„Brestimir hjá Haukunum
komu vel í ljós í leiknum fyrir
norðan, en ég tel þó að þeir muni
hrista af sér slenið í kvöld og þá
muni reynslan vigta meira á
þeirra heimavelli. KA-liðið átti
mjög góðan leik og ég vil leyfa mér
að kalla það kjöldrátt sem þar fór
fram og trúi því ekki fyrr en ég tek
á því að Haukamir láti það gerast
aftur. Þeir hafa ekki haft neinn
tíma til að brotna og ég er því viss
um að þeir mæta dýrvitlausir í
leikinn í kvöld og láti það ekki ger-
ast að KA-menn vinni íslands-
meistaratitilinn að Ásvöllum.
Það yrði hálfsnubbóttur endir á
annars ágætu keppnistímabili hjá
Haukunum og þess vegna er ég
viss um að þeir muni selja sig dýrt
og ekkert annað en sigur komi þar
til greina. Þeir höfðu deildarmeist-
aratitilinn í hendi sér á tímabili,
en misstu svo af lestinni í lokin,
þannig að 3-1 tap gegn KA í úrslita-
einviginu hlýtur að vera eitthvað
sem þeir eiga erfitt með að sætta
sig við.
KA-liðið getur líka leyft sér
meira en Haukamir í þessum leik,
því þeir eiga jú heimaleikinn í
pokahorninu og það getur haft sitt
að segja. Ég á þó ekki von á neinni
lognmollu hjá þeim og á frekar von
á þeim friskum eins og fyrri dag-
inn. Ég held líka að það verði gott
fyrir handboltann i heild að fá
flmmta leikinn fyrir norðan.“
Meö ólíkindum hvaö menn
eru búnir aö bulla mikiö um
þetta svokallaöa álag
- Nú hefur mikió veriö talaó
um þaó og þyi spáö aó KA-liðið
muni vinni íslandsmeistaratitil-
inn á friskleikanum og aö álagiö
aö undanförnu veröi Haukunum
að falli. Hvað viltu segja um
þaö?
„Það er með ólíkindum hvað
menn eru búnir að bulla mikið um
þetta svokallaða álag fram og til
baka. í mínum huga eru engar af-
sakanir til ef þú ætlar að ná langt
í íþróttum. Þaö er alls staðar álag
ef menn ætla að ná langt og ef
menn treysta sér ekki í álagið þá
eiga þeir ekkert erindi í Evrópu-
keppni. Ég tel að þetta sé frekar
spurning um viljann og þá viljann
til að sigra.
Þegar menn eru komnir þetta
langt, alla leið í úrslitin, þá gleym-
ist þreytan. Það er ekki svo að leik-
menn séu að æfa alla daga þegar
leikið er annan hvern dag, heldur
miklu frekar í nuddi eða joggi eða
þá bara að slappa af og gera sig
klára fyrir næsta slag.
KA-liðið er ekkert síður undir
álagi og þar hafa meiðsli einnig
gert vart við sig. Ég er því ekki til-
búinn til að kaupa þessar afsakan-
ir um álag og pressu og að það
muni ráða úrslitunum. Þetta eru
bara innantómar afsakanir sem
eiga ekki að heyrast á meðan slag-
urinn stendur og ekki við hæfi þeg-
ar menn gera tilkall tO íslands-
meistaratitilsins. Það er nógur
tími fyrir afsakanir þegar þessu er
lokið.”
Ungu strákarir ekki tilbúnir
- Hver er helsti munurinn á
liöunum aö þínu mati?
„Það er ljóst að ungu strákarnir
hjá Haukunum, sem kastaö hefur
verið út í djúpu laugina vegna
meiöslanna, eru helmingi sterkari
á heimavelli heldur en á útivelli og
eru alls ekki tilbúnir fyrir þá
miklu spennu sem fylgir úrslita-
keppninni, hvað þá þegar komið er
í sjálft úrslitaeinvígið. Þeir geta
staðið sig vel heima, en þegar kom-
ið er í lætin á útivelli missa þeir
kjarkinn og einbeitinguna sem er
kannski ekkert skrítið. Stemning-
in fyrir norðan er heldur engu lík
og það þarf harðan skráp til að
standast hana. KA-strákarnir eru
vanari þessu, enda lykilmenn í
sínu liði og standast spennuna því
betur. Þeir eru í raun skrefinu á
undan og í því liggur munurinn á
liðunum þegar á heildina er litið.
Til að ná tilsettum árangri þá
þarf liðið að spila vel sem ein heild
og það verður aldrei sterkara en
veikasti hlekkurinn. Því er mikil-
vægt fyrir Haukana að þeir sem
ætlað er að draga vagninn spili að
eðlilegri getu. Þar á ég viö leik-
menn eins og Rúnar, Shamkut og
ekki síst homamennina Einar Örn
og Þorvarð Tjörva, en þeir verða
að sýna sitt besta til að eiga mögu-
leika gegn frísku KA-liðinu. Það er
þeirra hlutverk að draga vagninn
frekar en yngri mannanna og ef
það gengur ekki eftir þá er hætta á
að aftur verði valtað yfir þá.
KA-liðið er mikið stemningslið
og ef það kemst í gang er erfítt að
stöðva það. Haukamir verða því
að gefa allt í leikinn og ég trúi ekki
öðru en þeir klári þetta og tryggi
fimmta leikinn um helgina. Til
þess hafa þeir alla burði og hand-
botans vegna vona ég það svo
sannarlega.”
Úrslitin ráöast á betri varn-
arleik og markvörslu
- Hvaö mun þá ráöa úrslitun-
um í kvöld?
„Úrslitin í kvöld munu fyrst og
fremst ráðast á betri varnarleik og
markvörslu Haukanna, en í þá
verða þeir að keyra grimmt á
hraðaupphlaupum. Það er þeirra
helsta von í leiknum miöað við það
sem á undan er gengið.
Við höfum séð það í fyrri leikj-
unum hvað markvarslan vegur
þungt, en þar hefur Flóki vinning-
inn og hefur farið á kostum. Ég tel
að Haukamarkmennimir eigi mun
meira inni og það muni þeir sanna
í kvöld. Liðið hefur þann þroska og
reynslu sem þarf til að koma til
baka eftir útreiðina á mánudaginn
og ég hef trú á að þeim takist það,“
sagði Jóhann Ingi.
-EK
Jóhann Ingi Gunnarsson spáir í spilin fyrir leik Hauka og KA í kvöld. Hann spáir því að Haukar sigri í kvöld og hreinn úrslitaleikur um
íslandsmeistaratitilinn fari fram á Akureyri á laugardaginn.
Elliðavatn:
Glæsileg byrjun
- þrátt fyrir ansi kalt veður
„Veiðin hefur gengið vel og menn verið
aö fá góða veiði, einn var með 25 fiska
áðan og það er mjög gott,“ sagði Vignir
Siguðrsson seinni partinn á opnunardag-
inn í Elliðvatni, en þá höfðu margir kom-
ið til veiða og enn þá fleiri kíkt upp að
vatni.
„Það hafa líklega um 150 veiðimenn
komið og veitt sem er i góðu lagi. Ætli
stærsti fiskurinn sé ekki um þrjú pund,“
sagði Vignir enn fremur.
„Ég er með bleikjur og urriða og veiðin
hefur gengið ágætlega," sagði Kristján
Stefánsson sem við hittum fyrir neðan El-
liðavatnsbæinn og Kristján var með fimm
fiska, hann bætti um betur skömmu
seinna.
„Ég var að veiða þennan urriða fyrir
nokkrum mínútum," sagði Ragnar Örn
Ragnarsson en hann var einn af þeim fjöl-
mörgu sem lögðu leið sína að Elliðavatni
fyrsta daginn sem veiða mátti.
Þrátt fyrir frekar kalsalegt veður var
veiðin ágæt og veiðimenn voru að fá fisk
víða um vatnið.
Þegar við fórum af staðnum voru veiði-
menn enn þá að gera sig klára.
Lítið var mjög unga veiðimenn,
þegar við vorum á staðnum enda
þeir kannski ekki komnir á ról.
-G. Bender
Á stærri myndinni heldur
Kristján Stefánsson á bleikj-
um og urriðum en á þeirri
minni landar veiðimaður fiski
úr vatninu.
DV-myndir G. Bender
Sport
Undanúrslit Meistaradeildar Evrópu:
Markverðirnir í
aðalhlutverkunum
Leeds United og Valencia gerðu í gærkvöld
markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í und-
anúrslitum Meistaradeildar Evrópu, sem fram
fór á Elland Road i Leeds. Bæði liðin óðu í fær-
um og höfðu markverðir liðanna, þeir Nigel
Martin hjá Leeds og Santiago Canizares hjá
Velencia, í nógu að snúast. Canizares varði í
þrígang meistaralega frá þeim Ian Harte, Dav-
id Battiy og Alan Smith og þurfti síðan í fjórða
skiptið að taka rækilega á honum stóra sínum
þegar hann varði skalla frá Dominic Matteo í
byrjun seinni hálfleiks. Það reyndi ekki síður
á Martin, en i byrjun leiksins sýndi hann mik-
il tilþrif þegar hann varði meistaralega frá
Norðmanninum John Carew.
Leedsarar sóttu mun meira í leiknum, sér-
staklega í seinni hálfleik og fór Alan Smith þar
fremstur í flokki. En þegar kom að því að klára
færin brást honum bogalistin eins og öllum
öðrum leikmönnum Leeds. Valencia fékk gott
tækifæri til að klára leikinn í lokin en þá
bjargaði Rio Ferdinand á línu frá Vicente.
David O’Leary, stjóri Leeds, afsakaði fram-
göngu sinna manna eftir leikinn og sagði það
slæmt að hafa ekki auka framherja á bekkn-
um. „Það hefði verið gott að hafa Robbie
Keane á bekknum til að hressa upp á sókn-
ina, en því miður er hann ekki löglegur með
okkur í Meistaradeildinni. Ég er hæfilega
bjartsýnn fyrir seinni leikinn og veit að á
góðum degi getum við skorað hjá þeim. Úti-
mörkin hafa nefnilega mikinn mátt og það
skal enginn afskrifa okkur," sagði O’Leary.
Hector Cuper, stjóri Valencia hældi sínum
mönnum og sagði að þeir hefðu barist vel.
„Þetta er þó engan veginn búið og ljóst að við
þurfum að hafa fyrir sigrinum heima. Þeir
hafa menn eins og Smith, Viduka og Kewell og
af þeim má aldrei líta,“ sagði Cuper sem verð-
ur án þeirra Carboni og Baraja í seinni leikn-
um.
-EK
Helstad skoraði
5 mörk fyrir Brann
Thorstein Helstad skoraði fimm mörk fyr-
ir Brann sem sigraði Strömsgodset, 2-6, í
norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu gær-
kvöld. Páll Veigar Guðmundsson var í byrj-
unarliði Strömsgodset.
Pétur Marteinsson og Tryggvi Guðmunds-
son léku allan leikinn með Stabæk sem
tapaði fyrir Sogndal, 1-0. Indriði Sigurðsson
var í byrjunarliði Lilleström sem tapaði fyr-
ir Odd Grenland, 4-1. Árni Gautur Arason
var í marki Rosenborg sem sigraði Moss,
0-3. Vikings, sem sigraði Bryne, 1-3, er í
efsta sæti eftir 4. umferðir með 12 stig. Odd
Grenland hefur 10 stig og Rosenborg er í
þriðja sæti með 9 stig. -JKS
Spánn
Barcelona
Km/klst (meðaltal) j
1 Michael Schumacher 1 Ferrari B 65 1:31:03.306 202.507
2 Juan Pablo Montoya 6 Williams-BMW M 65 1:31:44.042 201.009
3 Jacques Villeneuve 9 BAR-Honda B 65 1:31:52.930 200.685
4 Jarno Trulli 12 Jordan Honda B 65 1:31:54.557 200.625
5 David Coulthard 4 McLaren-Mercedes B 65 1:31:54.920 200.612
6 Nick Heidfeld 16 Sauber-Petronas B 65 1:32:05.197 200.239
7 Olivier Panis 10 BAR-Honda B 65 1:32:08.281 200.127
8 Kimi Raikkonen 17 Sauber-Petronas B 65 1:32:23.112 199.592
9 Mika Hakkinen 3 McLaren-Mercedes B 64 Kúpling 204.203
10 Jean Alesi 22 Prost-Acer M 64 1 hringur 198.030
11 Luciano Burti 23 Prost-Acer M 64 1 hringur 196.531
12 Jos Verstappen 14 Arrows-Asiatech B 63 2 hringir 195.880
13 Fernando Alonso 20 Minardi-European M 63 2 hringir 195.864
14 Giancarlo Fisichella 7 Benetton-Renault M 63 2 hringir 193.483
15 Jenson Button 8 Benetton-Renault M 62 3 hringir 192.008
16 Tarso Marques 21 Minardi-European M 62 3 hringir 190.927
- Rubens Barrichello 2 Ferrari B 49 Fjöðrun 198.727
■ Eddie Irvine 18 Jaguar M 48 Vélarbilun 199.522
- Ralf Schumacher 5 Williams-BMW M 20 Bremsur 203.686
- Enrique Bernoldi 15 Arrows-Asiatech B 8 Vélarbilun 187.155
- Perdro De La Rosa 19 Jaguar M 5 Óhapp 190.063
- Heinz-Harald Frentzen 11 Jordan Honda B 5 Óhapp 189.945
Stigakeppni ökumanna
Michael Schumacher 36
David Coulthard 28
Rubens Barrichello 14
Ralf Schumacher 12
Nick Heidfeld 8
Jarno Trulli 7
Heinz-Harald Frentzen 6
Juan Pablo Montoya 6
Mika Hakkinen 4
Jacques Vilieneuve 4
Stigakeppni framleiðanda
Ferrari
McLaren-Mercedes
Williams-BMW
Jordan Honda
Sauber-Petronas
BAR-Honda
Benetton-Renault
Hraðasti hringur: M Schumacher / (209.831 km/klst), hringur 25 1:21.151 sek
Arrows-Asiatech
Prost-Acer
Jaguar
Minardi-Euröpean
18
Fyrsta æfíng 1 Sól/hiýtt Önnur æfing 1 Sól/hlýtt Tímataka Sól/hlýtt H. hrinaur í kpnnní HHH
■
■J Coulthard 1:20.107 •j M Schumacher 1:18.634 •J M Schumacher 1:18.201 •j M Schumacher 1:21.151
2 Irvine 1:20.615 2 Barrichello " 1:18.674 2 Hakkinen 1:18.286 2 Hakkinen 1:21.368
2 Barrichello 1:20.823 3 Coulthard 1:18.686 •j Coullhard 1:18.635 3 Barrichello 1:21.720
Panis 1:20.826 •4 Raikkonen 1:18.765 Barrichello 1:18.674 4 Coulthard ” 1:22.091
M Schumacher 1:20.880 ; Heidfeld 1:19.010 j R Schumacher 1:19.016 j R Schumacher 1:22.362
; Hakkinen 1:20.894 n Trulli 1:19.186 ; Trulli 1:19.093 | 2 Panis 1:22.475
7 De La Rosa 1:21.184 7 Panis 1:19.253 7 Villeneuve 1:19.122 7 Villeneuve 1:22.513
2 R Schumacher '1:21.259 3 Hakkinen 1:19.281 3 Frentzen ___ 1:19.150 0 Irvine 1:22.568
-j Villeneuve 1:21.401 3 R Schumacher 1:19.406 3 Raikkonen 1:19.229 3 Heidfeld 1:22.738
•Jir Trulli 1:21.647 •J0 Villeneuve 1:19.577 •J3 Heidfeld 1:19.232 j'j Montoya____ 1:22.841
•J'J Raikkonen 1:21.786 •j-j Frentzen 1:19.903 •j-j Panis 1:19.479 •J-J Raikkonen 1:23.049
•J2 Heidfeld 1:21.808 ■J2 Montoya 1:20.202 12 Montoya 1:19.660 12 Trulli 1:23.087
•J2 Montoya 1:22.020 •J3 Alesi 1:20.741 •J3 Irvine 1:20.326 ■J5 Alesi 1:23.668
■JjJ Frentzen 1:22.221 •J4 Burti 1:20.801 ■J4 Burti 1:20(585 •J4 Burti 1:23.794
•Jv Alesi 1:22.843 •j-3 Bemoldi 1:20.997 ■Jj Alesi 1:20.601 ■Jj Verstappen 1:23.965
•J5 Bernoldi 1:22.888 •J3 Verstappen 1:21.069 •J5 Bemoldi 1:20.696 •J3 Alonso 1:24423
•jy Verstappen 1:22.962 •J7 Irvine 1:21.289 •J7 Verstappen 1:20.735 •J7 Bemoldi 1:24.740
•J3 Fisichella 1:22.971 j-S Fisichella 1:21.404 ■J3 Alonso 1:21.037 •J3 Fisichella 1:25.298
1-j Button 1:23.201 •Jíi Alonso 1:21.493 •J3 Fisichella 1:21.065 g -J3 Button 1:25.406
23 Alonso 1:23.801 2íi Button 1:21.804 2'J De La Rosa 1:21.338 2'j Marques 1:25.791
2’J Burti 1:23.885 21 De La Rosa : 1:22.296 21 Button 1:21.916 21 De La Rosa 1:25.932
22 Marques 1:25.540 22 Marques 1:24.371 22 Marques 1:22.522 22 Frentzen 1:26.158
ingur #
1 1
2 1 ;
3 1
4 1 i
5 1 í
6 1 !
7 1
8 1
9 1
10 1
11 1 i
12 1
13 1
14 1 r
15 1
16 1
17 1
18 1 !
19 1 !
20 1
21 1
22 1
23 3 !
24 3 I
25 3 |
26 3 !
27 3 ;
28 1 !
29 1
30 1
31 1 |
32 1
33 1 f
34 1 i
35 1
36 1
37 1
38 1
39 1
40 1
41 1
42 1
43 1
44 3
45 3
46 3
47 3
48 3 |
49 3 l
50 3
51 3
52 3
53 3
54 3
55 3
56 3
57 3
58 3
59 3
60 3
61 3
62 3
63 3
64 3
65 1 I
COMPAQ. yfirburdir TækllÍVal
© 2001 Federation Intemational de L’Automobile, 2 Chemin Blandonnet, 1215 Genf 15, Sviss
Graffk: Russell LewisS SFAhönnun