Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Blaðsíða 6
Miðasölusími: 568 8000 BORGARLEIKHÚSIÐ ÍSLENSKA LEIKHÚSGRÚPPAN Kvikmyndaklúbburinn Filmundur frum- sýnir í kvöld bresku verðlaunamyndina Some Voices og í tilefni af því býður Fókus lesendum sínum í bíó með miða sem er að finna hér annars staðar í Líf- inu eftir vinnu. Ástargeðveila o’ná geðklofa Some Voices 'kom út í fyrra og fékk afar góða dóma, auk þess að vera tilnefnd til þó nokkurra verð- launa á kvik- myndahátíðum vítt og breitt um heim- inn. Myndin fjallar um geðklofann Ray sem er að stíga sín fyrstu skref í biluninni sem oft er kölluð samfélag geðheils fólks. Hann flytur til bróður síns, kaffihúsa- og vínbarseigandans Pete, sem til að byrja með vinnur eins og skepna og bætir ofan á það stöðugum áhyggjum og ofverndun á bróður sinn. Allt leik- ur í lyndi og lífið er ljúft. Einn dag- inn hittir Ray stúlku að nafni Laura og rútínan sem hann hafði komið sér upp fer öll úr skorðum. Hann kolfell- ur fyrir henni og hún fyrir honum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Some Voices er frumraun leikstjór- ans Simon Cellan Jones. Hann er týpískt dæmi um þann sem hefur unnið sig upp í sínum geira þar sem hann byrjaði sem póstsendill hjá útibúi Twenti- eth Century Fox í London og er nú kominn í leik- stjórasætið með viðkomu í BBC. Af leikurunum er Kelly Macdonald sjálfsagt þekktust hér á landi þar sem hún lék ólöglega gagnfræðaskóla- dráttinn hans Ewan McGregor í Tra- inspotting. Önnur hlutverk hefur hún leikið en fæstar þeirra mynda hafa náð ströndum klakans. Sömu sögu er að segja um mótleikara henn- ar, þá Daniel Craig og David Morriss- ey. Þeir hafa báðir leikið i nokkrum myndum enskum en hafa lítið sést hér á landi. Það er þó ekkert sem ætti að stöðva bíóáhugafólk þar sem Bret- ar eru nú einu sinni þekktir fyrir að geta gert góðar bíómyndir. Ifókus Sunnudagur ^ 17/6 •Klúbbar ■ 1. ÁRS AFMÆU HUGA.IS Af tilefni 1. árs afmæli Huga.is stendur yfir 17. júnípartí á Kaffi Thomsen og í risatjaldi fyrir utan. Tjaldiö opnar kl. 14 og staðurinn sjálfur 21. Skífuþeytarar eru Rampage, Tommi Whrte, Ingvi og góðir gestir. Ókeypis aðgangur, 18 ára aldurstakmark inn á Thomsen. •Krár ■ RÚNAR ÞÓR Á SKÚLA FÓGETA Rúnar Þór mæt ir með gítarinn og sína rámu rödd og heldur uppi al- mennri gleði á Skúla fógeta. ■ SPÚTNIK Á GAUKNUM Gleðilegt þjóðhátíðarkvöld með Spútnik í musteri lifandi tónlistar á íslandi, Gauk á Stöng. Örugglega ein eða tvær útgáfur af jibbijei o.s.frv. D jass ■ SUNNUDAGSJASS Á OZIO Café Ozio heldur sveiflu sinni og býður upp á dýrindis sunnudagsjass. Annað snið hefur verið tekið upp og er enginn ákveð- inn tími heldur dúkka tónlistarmennirnir upp einhvern tíma dags eða kvölds og spila og allt ókeypjs. •Kabarett ■ HÁTtÐARDAGSKRÁ j ÁRBÆJARSAFNI Sérstök hátíðardagskrá verður í Árbæjarsafni í tilefni 17. júní. í tilefni dagsins eru gestir hvattir til að mæta í eigin þjóðbúningum. Fólk af erlendum uppruna er sérstak- lega boðið velkomið og hvatt til að mæta I þjóðbún- ingum síns heimalands. Leiðsögumenn safnsins munu klæðast fjölbreyttum búningum í eigu safns- ins. Klukkan 14 geta gestir fylgst meðhvernig faldur, faldblæja og spöng eru sett upp og borin við skaut- búníng. í húsinu Suðurgötu 7 munu gullsmiðir sýna búningasilfur, einnig verður kniplað og balderaö. Fé- lagar í Þjóödansafélagi Reykjavíkur sýna þjóödansa kl. 15.30. Karl Jénatansson spilar á harmoníku og handverksfólk verður í húsunum. í Dillonshúsi verður boðið upp á þjóðhátíöarkaffi. ■ HÁTtÐARHUÓDVERK í NÝUSTASAFNINU Há- tibardagskrá hefst kl. 12 í Nýlistasafninu í dag. Dag- skráin er efnismikil og glæsileg. Hádegisdans-lngi- björg Magnadóttir, Sally Chapmans, Serge Conrte, Translight 2000, Egill Sæbjörnsson, Artpónk 2001, Fallega gulrótin, Graupan, Thunderlove, Djasscore- sveitin Anus, Dópskuld, The Zuckakis Mondeyano Project, Thundergun og þannig mætti lengi telja. Allir gjörrar ættu að sjá sóma sinn í því að mæta. ■ 17. JÚNI í HAFNARFIRÐI Hátíðarhöld i Hafnar- firði verða fjölbreytt með fjálsíþróttamóti leikjanám- skeiða í Kaplakrika kl. 10, auk knattspyrnumóti yngri flokka drengja og stúlkna á Víðistaðatúni.Risatívolí frá Sprelli er opið á Vífilstaðatúni frá 11-17, auk margs annars. 13.15 verður helgistund í Hellisgerði og fylgt eftir með skrúögöngu frá sama stað. Gengið frá Hellisgötu, eftirHverfisgötu niður Lækjargötu, eft- ir Strandgötu, út Vesturgötu og inn Hraunbrúnina að Víðistaöatúni. 14.30 verður tiölskylduskemmtun á Víðistaðatúni. Byggðasafn Hafnarfjarðar verður opið frá 13-17. FH og Haukar spila í Tþróttahúsinu kl. 17. Fjölskylduskemmtun verðurvið Hafnarfjarðarkirkju kl. 20. Djasstónleikar verða í Hafnarborg kl. 22 og gömlu dansarnir í Félagsheimili aldraðra, Hraunseli, kl. 21. ■ 17, JÚNÍ Á SELTJARNARNESI Seltirningar hefja 17. júníhátíðahöld með skrúðgöngu frá dælustöðinni á Lindarbraut kl. 13 undir stjórn Lúörasveitar SeF tjarnarness. Gengið verður að Hofgörðum, upp Hof- garða, farið eftir göngustíg að kirkju, niður Nesveg og að Eiðistorgi kl. 13.40 þar sem hátíðardagskráin fer fram með ávarpi fjallkonu og öðru tilheyrandi. ■ 17. JÚNÍ í MOSFELLSBÆ Dagskrá 17. júní hátíð- arhalda í Mosfellsbæ verður fjölbreytt og hefst með sundmóti i Varmáriaug kl. 10. Annað sem ber hæst er tilnefning Sigur Rósar sem bæjarlistamanns Mos- fellsbæjar 2001, vímuefnalausir tónleikar um kvöld- ið kl. 20.30, sterkasti maður (slands og svo að sjálf- sögðu fjölbreytt leikja- og skemmtidagskrá viö íþróttamiöstööina viö Varmá frá kl. 13.30. Á sama tíma leggur skrúðganga af stað frá miðbæjarsvæð- ■ 17. JÚNÍ í REYKJAVÍK 17. júní verður að venju haldinn hátíðlegur í miöborg Reykjavíkur meö skrúð- göngum, barna- og íölskylduskemmtunum, sýning- um, tónleikum, dansleikjum og öðrum uppákomum auk hefðbundinna dagskráratriða á Austurvelli, ræðuhöldum og lagningu blómsveigar við minnis- varða Jóns Sigurðssonar og í kirkjugaröinum viö Suöurgötu þar sem blómsveigur er lagður að leiöi Jóns Sigurössonar. Skrúðgöngur leggur af stað frá Hlemmi kl. 13.40 og Hagatorgi kl. 13.45. Fjölskyldu- LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR OG ÍSLENSKA LEIKHÚSGRÚPPAN KYNNA: Sýningu á teikningum Birgis Snæbjöms Birgissonar lýkur í dag í gallerí@hlemmur.is, Þverholti 5. Sýningin ber yfirskriftina Paris og aörir leikir, 1998-2001. í teikningunum dregur Birgir upp myndir af leikjum. Teikningin heldur utanum leikinn og reglur hans. Án leiksins eru teikníngarnar óhlutbundnar og framandi. Án teikningarinnar er enginn leikur. Leikirnir birtast sem skuggar í grasi sem festír þá við jörðina; vettvang þeirra. Skuggar! grasi og bælt gras fela einnig í sér óljósa frásögn, leifar einhvers sem er, eða hefur verið. Leikirnir vekja grun um nærveru manna, hugmyndir þeirra og athafnir, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Sýningin er opin frá 14-18 fimmtudaga tilsunnudaga. NÆSTU SÝNINGAR í KVÖLD • KL. 20 Á MORGUN • KL. 20 22. JÚNÍ • KL. 20 23. JÚNÍ • KL. 20 lllugadóttir opnar ! dag sýningu sína, Mývetnsk myndlist við aldamót, í SeLHóteli Mývatn. Þetta er 16. einkasýning stúlkunnar og myndefnið sækir hún í náttúruna. •Síöustu forvöö ■ BIRGIR SNÆBJÖRN í GALLERÍig'HLEMMUR.IS dagskrá fer fram á sviði við Arnarhól, auk uppákoma á Ingólfstorgi, í Ráöhúsinu, við Menntaskóla Reykjavíkur,! Nauthólsvík,! Llstasafni Reykjavíkur og fleiri stöðum! miðbænum. Um kvöldið verða svo tónleikar og dansleikur á tveim sviðum. Á stóra svið- inu við Arnarhól leika margar af vinsælustu hljóm- sveitum landsins og á Ingólfstorgi verður slegið upp dansleik þar sem Milljónamæringarnir spila ásamt slnum gestasöngvurum og Lúdó sextett og Stefán. Hátíðarhöldum lýkur á miðnætti. •Opnanir ■ ÍMYND ÍSLENSKRA KVENNA í GALLERÍ REYKJAVÍK Sýning Olgu Pálsdóttur á málverkum verður opnuð ! dag kl. 16 i Selinu, Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16 (Óðins- götumegin). Sýningin er haldin í tilefni kvenréttinda- baráttudagsins 19. júní. Yfir- skrift sýningarinnar, ímynd islenskra kvenna, er í tengslum við þema sem lista- konan hefur unnið að undanfarin ár. Olga hefur ný- lega lokið námi frá Listaháskóla íslands meö BA- gráðu I grafík og er þetta önnur einkasýning listakon- unnar. Sýningin er opin daglega frá 13-18 og stend- ur til 30. júní. H

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.