Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Qupperneq 5
Ifókus Vikan 22. iúní til 28. iúní JULOA F F, T 1 ,P, V I bL LJ—U, ■ SMJÓRDALLUR í REVKJANESBÆ Krakkarnir í Smjördaliinum, Buttercup, ætla aö spila á Nl-Bar, Reykjanesbæ, í dag. •Leikhús ■ MEÐ VÍFIÐ í LÚKUNUM Leikritiö Meö vífið í lúkunum eftir Ray Coon- eyveröur sýnt í kvöld klukkan 20 á Stóra sviði Borgarleikhússins. Leikstjóri er Þór Túlíníus og þýöandi Árni Ibsen. Nokkur sæti eru laus. ■ SYNGJANDI j RIGNINGUNNI Leikrit- ið Syngjandi í rigningunni eftir Comden, Green, Brown og Fred verður sýnt klukk- an 20 í kvöid á Stóra sviði Þjóðleik- hússins. Uppselt. •Opnanir ■ PORTRETT í HAFNARHÚSINU I dag kl. 16 opnar Stella Sigurgeirsdóttir sýn- ingu ÍHafnarhúsinu hafnarmegin, í sýn- ingarsal íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17. Sýningin ber yfirskriftina „Portrett landslag - tuttugu orð". Verkin sem eru tvívíö, eru unnin í Imageon filmur og bý- flugnavax. Þau innihalda orö, tuttugu og átta ólíkra einstaklinga sem fengu beiðni um að senda listakonunni tutt- ugu orð með rafrænum pósti. Orðin máttu vera af ýmsu tagi.helst þau orð sem komu upp í hugann hverju sinni eða einhver uppáhaldsorö. Verkin inni- halda orðin og heiti verkanna bera nafn viðkomandi einstaklings, dagsetningu og tíma. Vegna eiginleika vefsins er auð- veldlega hægt aötímasetja textann sem berst þannig. Niðurstaðan er þvl „por- trett-mynd" afviðkomandi persónu, eða af því sem fer í gegnum huga hennar þá stundina.Hugmynd Stellu er helst sú að sýna fram á að orö og hugsanir eru hluti afmanneskjunni og eru nánast jafngild andlitsljósmynd eöa portrettmál- verki.þar sem persónuleiki hvers og eins kemur fram.Þátttakendur í Portrett- landslaginu eru Aðalbjörg Kristín Jó- hannsdóttir, Anna Gunna Kristgeirs- dóttirArnar Geir Ómarsson, Daði Sigur- geirsson, Egill Helgason,Einar Þór Gunnlaugsson, Frosti Friðriksson, Hanna Rún Eiríksdóttir, Haukur J. Hálf- dánarson, Helgi Snær Sigurðsson, Hrannar Hafberg, Jóhannes Bjarna- son,Jón Atli Jónasson, Kolbrún Sigurð- ardóttir, Linda Björk Árnadottir,María Pálsdóttir, Oddný Sturludóttir, Reynir LyngdalSara María Skúiadóttir, Signe M. Andersen, Sigurlaug Elsa Heimis- dóttirSírnir H. Einarsson, Terje Risberg, Vigdís Arna JónsdóttirVilhjálmur Goði Friðriksson, Þorvaldur ÞorsteinssonÞór- anna Dögg Björnsdóttir og Örn Þór Hall- dórsson.Sýningin stendur til 15. júlí og er opin fimmtudaga til sunnudag frá 14- 18. ■ FULLVAXTA_______|____GALL- ERÍ®HLEMMUR.IS í dag kl. 17 opnar Unnar Örn Auðarson sýninguna Fullvaxta í galleri@hlemmur.is, Þverholti 5. Á sýningunni er Unnar að vinna með hluti úr sínu daglega lífi, eins og mat, heimili oglþróttir, sem hann hristir saman og býr til eina heild úr. Sýninginsamanstendur af hlutum og hugmyndum sem bæði hafa tilfinningalegt en að sama skapi ópersónulegt gildi fyrir listamanninn. Þannig gefur hann áhorfendunum tækifæri til að leika sér að umhverfinu og listinni finna þar sínar eigin forsendur. Allir eru velkomnir á opnunina fram eftir kvöldi.Gallerí@hlemmur.is er opið fimmtudag til sunnudags frá 14 til 18 og síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 15.júlí. ■ LISTAgUMAR____Á___AKUREYRI Myndlistarveisla verður við setningu Listasumars I Listagilinu á Akureyri nú um helgina. í dag, laugardag, á Jónsmessu, verður Listasumar 2001 sett I Ketilhúsinu kl. 16 með ræðu og opnun á þremur myndlistarsýningum á vegum Gilfélagsins. Einnig opna þau Jón Laxdal og Aöalheiöur S. Eysteinsdóttir vinnustofusýningar I Grófargili og standa þær sýningar til og með 19. júlí. Þau hafa einnig á dagskrá viðburöi kallaöa „á slaginu sex" sem fram fer daglega kl. 18.00 I vinnustofu Aðalheiðar á meðan á vinnustofusýningum stendur. Sunnudaginn 24. júní opnar Arna Valsdóttir sýninguna „Uppspretta nýs tíma" undir þeim dagskrálið. Gilfélagið opnar sýningu Kristbergs 0. Péturssonar frá Hafnafirði I Ketilhúsinu kl. 16.00 og stendur hún til 8. júlí. Sýning franska Ijósmyndarans Veronique Legros veröur opnuö I Deiglunni kl. 16.00 og stendur einnig til 8. júlí. I Gestavinnustofunni opnar hollenska myndlistarkonan Merthe Koke sýningu sína, en hún stendur til og meö 28. júnl. Allar þessar sýningar eru opnar alla daga,( nema mánudaga, en þá er lokað), frá kl. 14.00 til 18.00 nema sýningar Jóns og Aðalheiðar en þær eru opnar frá kl. 15.00 til 19.00. Á setningu Listasumars verður handverksmiðstööin Punkturinn til sýnis frá kl. 16.00-19.00 og eins vinnustofur Guðmundar Ármanns Sigurjónssonar og Óla G. Jóhannssonar I Listagilinu. Þar verður llka Samlagið Listhús opið til kl. 19.00 og Gallerí Svartfugl. í Listagilinu eru fleiri sýningar sem þegar hafa verið opnaðar s.s. sýning sextán Akureyskra listamanna I Listasafninu og sýningar á Café Karólínu á verkum Ella og sýning Helga Þorgils Friöjónssonar á Karólínu Restaurant. Minjasafnið stendur fyrir Jónsmessugöngu I Kjarnaskógi og mun Guðrún María Kristjánsdóttir vera leiðsögukona. í Safnasafninu á Svalbarösströnd stendur nú yfir sýning Kristlnar Jónsdóttur frá Munkaþverá og einnig er þar fjöldi verka I safninu eftir mismunandi listamenn og gott alþjóðlegt safn bóka tengdum list, hönnun, handverki, innanhússhönnun og byggingarlist.í Minjasafninu stendur nú yfir sýning á Ijósmyndum Glsla Ólafs ■ SÝNING í ASH Guðrún Indriðadóttir og Bjarnheiöur Jóhannsdóttir sýna I ASH - gallerí I Lundi I Varmahlið frá og með deginum I dag. Þær hafa báöar tekiö þátt I fjölda samsýninga, auk einkasýninga á liðnumárum. Þær stýröu á síðasta ári menningarborgarverkefni Leirlistarfélagsins, „Logandi list", þar sem fjöldi leirlistarmanna sýndi brennslur viö lifandield á miöbakka Reykjavíkurhafnar I ágúst 2000,Sýningin ber með sér anda lífsins og náttúrunnar I nytjamunum af ýmsu tagi.sem þykir við hæfi I gróðursæld og dýralífi Varmahllðar aö sumarlagi.Sýningin stendur til 6. júli og er opin alla daga nemaþriðjudaga frá 10-18. ■ VICTOR í GALLERÍ SÆVARS KARLS Victor Guðmundur Cilia opnar sýningu I Gallerí Sævars Karls I dag. Á sýningunni verða olíumálverk sem unnin eru á árinu 2001.Victor lauk námi frá Myndlista- og handlöaskóla Islands 1992. Þetta er 7. einkasýning hans og önnur einkasýning I GalleríiSævars Karls. Sýningin veröur til 12. júlí. •Feröir ■ JÓNSMESSUNÆTURGANGA ÁR; BÆJARASAFNS 2001 Fariö verður I hina vinsælu Jónsmessunæturgöngu um Elliðaárdal laugardaginn 23. júnl kl. 22. Á göngunni mun fólk fræðast um Is- lenska þjóðtrú, gróöurfar og sögu Elliða- árdalsins. Lagt verður af staö frá miða- sölu Árbæjarsafns og er þátttaka ókeyp- is. Fararstjórar verða Helgi M. Sigurðs- son, sagnfræðingur á Árbæjarsafni, og Þorvaldur Örn Árnason liffræöingur sem mun fræða fólk um gróðurinn I dalnum og leika létt lög á gítar þar sem áö verð- ur. f Stendur þú fyrir einhverjuf Sendu upplýsingnr i e mail fokus@íokus.is/í.ix 550 5020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.