Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Blaðsíða 7
Bfókus
V i K a n 2.2»...i. ú n í t i I 2 8. í ú n í
ULLLíl
£....E....1....1..R Yi........T...M....M „ IJ
nýtt í bíó
Fimm kvikmyndahús um alit land frumsýna í dag grínmyndina
Dr. Dolittle 2 sem eins og fyrri myndin skartar Eddie Murphy
í aðalhlutverkinu. í þetta skiptið þarf læknirinn knái að
bjarga frumskógi vina sinna og reynist það þrautin þyngri.
Náttúran kallar á
Doktori n n
Þaö gengur ýmislegt á þegar Eddie Murphy þarf aö sannfæra tvo birni um aö veröa ástfangnir.
Eftir ótrúlega velgengni fyrri
myndarinnar um lækninn Dolittle
var ekki nema von að ráðist væri í
gerð framhaldsmyndar. Nú er svo
komið að Dr. Dolittle er orðinn
frægur fyrir afrek sín og er kominn
með fleiri sjúklinga en hann ræður
við að sinna. Dýravinir hans fara
nefnilega fram á meira en venju-
bundnar heimsóknir á læknastof-
una hans. Þau þurfa að bjarga skóg-
inum sínum frá endalausum fram-
kvæmdum mannkynsins og vilja
hjálp læknisins.
Ást í skóginum?
Dolittle finnur áæfiun sem hann
heldur að muni virka. Hann ætlar
að finna dýrategund sem er í út-
rýmingarhættu og lögin vernda.
Hann finnur einmana bjöm, Övu,
sem býr í skóginum en hana vantar
maka. Dolittle heldur að hann hafi
fundið handa henni einn slíkan
þegar hann grefur upp Archie,
borgarbjöm sem sýnir í sirkus og
gerir lítið annað en að rifa kjaft og
éta skyndibita. Þó Archie sé upp-
haflega á móti hugmyndinni nær
Dolittle að sannfæra hann um að
hann eigi von um að finna ástina í
frumskóginum.
Það fer því svo að Dolittle skund-
ar með hundinum Lucky inn í skóg
til að kenna Archie að bjarga sér.
Því miður er varla hægt að segja að
um ást við fyrstu sýn sé að ræða
hjá bjömunum því Ava er alls ekki
hrifinn af tilburðum Archie. Það er
því allsendis óvíst hvort lækninum
takist nokkuð að bjarga skóginum,
eða hvað?
Ótrúlegur ferill
Eddie Murphy þarf auðvitað ekki
að kynna fyrir lesendum. Undanfar-
in tuttugu ár eða svo hefur hann
staðið í fremstu röð grínara í heim-
inum og virðist alltaf ná sér á strik
þrátt fyrir misgóðar myndir. Eddie
hóf ferilinn í Saturday Night Live-
þáttaröðinni en frammistaða hans
þar tryggði honum strax ágætis-
hlutverk í kvikmyndum. Myndir
eins og 48 Hours, Trading Places
og myndirnar um Beverly Hills-
lögguna Axel Foley komu stráknum
af stað og í kjölfarið kom snilldin
Coming to America þar sem kapp-
inn fór á kostum með Arsenio
Hall. Eftir það prófaði Eddie sig
áfram sem leikstjóri með Harlem
Nights sem fór misjafnlega í fólk.
Þá er ógetið tveggja mynda með
uppistandi drengsins sem gefnar
hafa verið út, Delirious og Raw,
sem enn lifa góðu lífi á myndbanda-
leigunum. Undanfarið hafa helstu
myndir Murphys verið Nutty Pro-
fessor-myndirnar, Life, Bowfmger
og Mulan, þar sem hann lánaði
rödd sína.
Bíóborgin
Crimson River
★ ★★ „Helsti
kostur Les riviers
porpres er pétt
atPuröarás með
góðum fléttum."
HK
Pearl Harbor ★
„Mamma mín
gæti gert betri
mynd." ES
Sýnd kl.: 6,30,
10
Memento
Sýnd kl.: 5,45, 8, 10,15
Sweet November ★ „Þessi bíómynd kann
ekki að skammast sín. Hún notar hvert ein-
asta trikk í bókinni til að koma út tárum á
áhorfendum og væri nær að gefa henni vasa-
klúta en stjörnur," SG
Traffic ★★★★ Sýnd kl.: 6, 8,30
Bíóhöl1in
Traffic ★★★★
Pearl Harbor ★ Sýnd kl.: 4, 6, 8,10
Mummy returns Sýnd kl.: 4, 5,30,8,10,30
Say it isn’t so „Say It Isn’t So er nefnilega
ekki tyndin, eins og heyrðist glögglega á hljóð-
um sal Stjörnubíós. Aðstandendur myndarinn-
ar eru vissir um að pað sé nóg að vera
gróteskur og ógeðslegur til að vera fyndinn."
SG
Spot Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10
Valentine Ef pú misstir af Öskurseriunni og
Ég veit hvað þú gerðir síðsumars er þetta eitt-
hvað fyrir þig.
Sýnd kl.: 8, 10
Miss Congeniality ★ „Vinsælasta stúlkan er
stórkostlega fýrirsjáanleg mynd og allt yfir-
bragð hennar einhvern veginn „ódýrt". Hand-
ritið er samansett úr klisjum, sviðsmyndin
óspennandi og laus við glamúr - ég er viss
um að lokakeppni Ungfrú ísland.is var til-
komumeiri en keppnin I myndinni," SG
Sýnd kl.: 4, 6
Pokemon 3 Glæskileg skemmtun fyrir fólk á
þermistíginu og uppúr.
Sýnd kl.: 4
Exlt Wounds „Sagan sem þoðið er upp á
myndinni er
götótt eins og
svissneskur ost-
ur og fátt í töl-
uðu máli sem vit
er I. Að öðru
leyti er ekkert
sem gleður aug-
að og ekki hefur
Seagal, með
aukinni reynslu,
farið fram í ieik-
listinni," HK
Sýnd kl.: 8,10
Háskólabíó
Pearl Harbor ★ Sýnd kl.: 4,30, 8,11,30
Mummy returns Sýnd kl.: 5,30, 8,10,30
Along Came a Spider „Freeman satt best aö
segja bjargar miklu með yfirveguðum leik I
mynd sem er einstaklega flöt þegar haft er I
huga hversu
áhugaverðar
persónurnar
eru og sðgu-
þráðurinn
flókinn." HK
Sýnd kl.:
5,30, 8,
10,30
The Mexlcan
Sýnd kl.:
5,30, 8,
10,30
Kringlubíó
Pearl Harbor ★
Sýnd kl.: 4, 6, 8,
10
Pokemon 3 Sýnd
kl.: 4
Spot Hundurinn
Depill handsamar
glæpamenn og er
búinn að venja sig
af losta sínum til
buxnaskálma.
Sýnd kl.: 4, 6
Laugarásbíó
Blow ★★ „Eftir Traffic, sem sýndi hinn
margslungna heim eiturlyfjanna svo meist-
aralega, er erfitt að fá samúð meö dílern-
um George Jung, eða finnast hann eigin-
lega áhugaverður. Samt leikur Depp hann
af slíkri innlifun að hann segir heilar sögur
meö augnaráðinu einu saman," SG
Along Came a
Spider Sýnd kl.:
5,45, 8,10,15
Spy Kids Krökk-
um finnst fátt
skemmtilegra en
að njósna. Sjálf
var ég mest gefin
fyrir læknaleik-
inn. ÞOR
Sýnd kl„: 4, 6, 8,
10
Tomcats ★ „Ég
gæti ekki dregið
betri mynd út úr rassgatinu á mér þó ég
reyndi, og ég bjó í Noregi!" ES
Sýnd kl.: 4, 6, 8,10
Regnboginn
Spy Kids Krökkum finnst fátt skemmti-
legra en aö njósna. Sjálfur var ég mest gef-
in fyrir læknaleikinn. ES
Sýnd kl.: 6, 8,10
Get over it Jafnaðu þig! Þetta er hörku
grín og glens og glaumur og spé fyrir ungt
fólk ó je.
Sýnd kl.: 6, 8
Crimson Rlver ★★★ „Helsti kostur Les
riviers porpres er þétt atburöarás meö góö-
um fléttum. Áhorfandinn ervísvitandi leidd-
ur I gildru oftar en einu sinni í þaulhugsuð
plotti," HK
Sýnd kl.: 6, 8, 10
Stjörnubíó
Tomcats ★ „Megniö af eftirhermunum
eru röngu megin viö línuna, óskemmtilegar
og ósmekklegar kvikmyndir sem lítið vit er
I. Tomcats er slík kvikmynd. Það örlar
stundum á húmor sem hefði getað heppn-
ast," HK
One Night at
McCools 800
kall fyrir Liv
Tyler er ekki
mikið ef manni
tekst að útiloka
hugsanir um
föður hennar
þegar maður af-
klæðir hana
meö augunum.
Sýnd kl.: 6, 8,
10
Say it isn't so
„Say lt Isn’t So er nefnilega ekki fýndin,
eins og heyröist glögglega á hljóöum sal
Stjörnubíós. Aöstandendur myndarinnar
eru vissir um að það sé nóg að vera
gróteskur og ógeðslegur til að vera fynd-
inn." SG
Sýnd kl.: 6, 8,10
ný 11
b í ó
Kvikmyndin The Watcher er spennumynd af bestu gerð
með ekki ómerkari leikurum en Keanu Reeves og James Spader í aðalhlutverkum.
Háskólabíó frumsýnir myndina í dag.
Bráðin eltir veiðimanninn
Joel Campbell (James Spader) er
útsendari FBI sem er í felum frá for-
tíð sinni. Eftir að hafa þurft að eltast
við ruglaða morðingja í Los Angeles í
mörg ár reynir hann að feta veg
meðaljónsins í Chicago. Fortíðin er þó
ekki lengi að þefa hann uppi og fljót-
lega kemur upp hrina grimmilegra
morða í Chicago sem öll eru með
sama mynstri. Hann sér að þau eru
augljóslega framin af sama manni,
David Allen Griffin (Keanu Reeves),
morðingja sem hann elti árum saman
ÍLA.
Nú þegar Griffin hefur fylgt þeim
sem var á höttunum eftir honum til
Chicago, rifjast upp fyrir Campbell
allar misheppnuðu tilraunimar til að
ná honum. Og ekki verður það betra
því núna sendir morðinginn lögregl-
unni mynd af fómarlambi sínu og
hvetur hana til að finna það áður en
hann lætur til skarar skríða. Hvert
nýtt morð vekur upp fleiri minningar
hjá Campbell og ekki bætir úr skák
þegar morðinginn skipuleggur loka-
árás sem gæti falið í sér að hann yrði
síðasta fómarlambið.
James Spader vakti fyrst á sér at-
hygli í unglingamyndum fyrir all-
mörgum árum. Meðal þekktustu
mynda hans eru Pretty in Pink, Less
than Zero, Sex, Lies and Videota-
pes, Stargate, Bad Influence, Wall
Street og Storyville.
Keanu Reeves er þegar orðinn einn
af vinsælustu leikumnum í Drauma-
verksmiðjunni og má hann helst
þakka það vinsældum The Matrix.
Aðrar af vinsælli myndum hans und-
anfarið hafa verið The Devil’s
Advocate, The Replacements,
Speed og nú síðast Sweet Novem-
ber þar sem hann lék á móti gyðj-
unni Charlize Theron. Einhverjir
ættu þó að muna eftir honum í
heilalausari myndum eins og
Point Break, Johnny Mnemonic
og gömlu góðu BUl og Ted-mynd-
unum. Þá fer óskarsverðlaunaleik-
konan Marisa Tomei með lítið
hlutverk í myndinni. Leikstjórinn
Joe Charbanic þreytir frumraun
sína með The Watcher og því lítið
um hann að segja.
Keanu Reeves þarf oft að taka á
því þegar hann fremur hvert
moröiö á fætur öðru.
INDKIA
It
Hdskni
Ármúla 26 ■ Sími 588 5000
www.hataekni.is
Símtæki ■ Aukahlutir ■ Verkstæöi