Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Blaðsíða 4
18 .
S Dor t
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001
dvsport@ff.is
m x
tfjjjj^ * SÍMA
✓T^^díildin
Lokstaðan
ÍA 18 11 3 4 29-16 36
ÍBV 18 11 3 4 23-15 36
FH 18 9 5 4 23-16 32
Grindavík 18 9 0 9 27-29 27
Fylkir 18 7 4 7 26-23 25
Keflavík 18 6 5 7 27-30 23
KR 18 6 4 8 16-20 22
Fram 18 6 2 10 28-28 20
Valur 18 5 4 9 19-26 19
Breiðablik 18 4 2 12 17-32 14
Markahæstir
Hjörtur Hjartarson, ÍA ....15
Ásmundur Arnarsson, Fram .... 10
Grétar Hjartarson, Grindavík .... 9
Þórarinn Kristjánsson, Keflavík . . 9
Tómas Ingi Tómasson, iBV.....8
Haukur Ingi Guðnason, Keflavík . .7
Kristján Brooks, Breiðabliki.7
Sinisa Kekic, Grindavík .....7
Grétar Rafn Steinsson, ÍA...6
Guðmundur Steinarsson, Keflavík 6
Sævar Þór Gíslason, Fylki ...6
Ágúst Gylfason, Fram........5
Einar Þór Daníelsson, KR....5
Jónas Grani Garðarsson, FH...5
Jón Þ. Stefánsson, FH........5
Sverrir Sverrisson, Fylki ...5
Versti endir
liðs í 20 ár
Fylkismenn töpuðu sex síð-
ustu deildarleikjum sínum í
sumar sem er versti endir nokk-
urs lið í deildinni í heil 20 ár eða
síðan FH-ingar töpuðu sjö síð-
ustu leikjum sínum 1981. Aðeins
tvisvar áður hafa lið endað tíma-
bilið verr en Fylkir nú. Þór á
metið, tapaði átta síðustu leikj-
unum 1977. Fylkir tapaði þremur
síðustu heimaleikjum sínum
sem er einu tapi meira en lið
Bjarna Jóhannssonar höfðu
tapað í 42 heimaleikjum sínum
þar á undan.
Fyrstir án
jafnteflis
Grindvíkingar urðu fyrsta liðið í tíu
liða efstu deild til að leika alla 18 leik-
ina án þess að gera jafntefli en I deild-
inni hafa verið tíu lið síðan 1977.
Grindavík vann níu leiki og tapaði
níu í Símadeild karla í sumar og það
er 31 ár síðan lið fór í gegnum efstu
deild án þess aö gera jafntefli en það
gerðu Fram og Víkingur 1970.
Lægsta skor
meistara
KR-ingar settu einnig met í tíu liöa
efstu deild með því að skora aðeins 16
mörk í sumar en aldrei áður hafa Is-
landsmeistarar skorað jafnfá mörk i
titilvörn og KR-ingar gerðu í sumar.
Metið áttu áður KA-menn sem skor-
uðu 18 mörk þegar þeir vöröu titilinn
sumariö 1990. -ÓÓJ
Ekkert fvrir vinkonurnar
„Hann er betri en Val-
bjarnarvöllurinn," sagði
George Leekens, þjálfari
Roda JC, um Laugardals-
völlinn sem liðið æfði á í
gær.
„Það er gott andrúms-
loft í liðinu eftir 4-1 sigur
í deildarkeppninni um
helgina. Það væri gott að
halda áfram sigurgöng-
unni héma en við vitum
að Fylkismenn eiga betri
leik hér á heimavelli en
þeir sýndu í Hollandi.
Ég hef aðeins verið við
stjómvölinn í nokkra daga
og ég sé að það þarf að bæta
mikið af smáatriðum í lið-
inu. Það þarf að bæta sjálfs-
traust leikmanna, sem og
þeirra sem vinna 1 kring-
um og styðja félagið.
Við vitum að Fylkir
spilar fótbolta sem líkist
frekar enskum en þeim
sem við eigum að venjast í
Hollandi en við ætlum
okkur að sýna fram á að
við höfum leikið undir
getu hingað til á tímabil-
inu. Það er víst að þetta
verður enginn sýningar-
leikur fyrir vinkonur leik-
manna," sagði Leekens í
léttum tón. -esá
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Fylkis, um fyrirkomulag íslandsmótsins í knattspyrnu:
Fastir leikdagar
- eru nauðsynlegir ef álagið á ekki að vera of mikið
Bjarni og hans menn hafa þegar
náð glæstum árangri með því að kom-
ast eins langt í Evrópukeppninni og
raun ber vitni. En er raunhæft að bú-
ast við frekari afrekum á þessum vett-
vangi? Fylkir mætir hollenska liðinu
Roda JC í 1. umferð UEFA-keppninn-
ar á Laugardalsvelli í dag.
„Við erum 3-0 undir og því verðum
við að fara í þennan leik til þess að ná
góðum úrslitum. Við byrjum á því og
sjáum hvernig leikurinn þróast,"
sagði Bjami.
Fyrrum landsliösþjálfari
„Roda er komið með nýjan þjálfara,
og engan smákappa, fyrrum landsliðs-
þjálfara Belga. Hann er að koma inn í
félagið á fullri ferð og vill nýta hverja
stund með þeim til að koma þeim á
strik. Þetta verður þvi ögrandi verk-
efni að mæta honum á morgun."
- Þeim hefur gengið afleitlega í hol-
lensku deildinni, þar af leiðandi hljóta
atriði eins og sjálfstraust að vera brot-
hætt og þar með ykkur í hag?
„Það er hugsanlegt, þeir eru sjálf-
sagt á svipuðu róli og við þessa dag-
ana. Við höfum staðið okkur afar illa
i deildinni og það vitum við allir.“
Ekkert sparaö
„Hvaö okkar mannskap varðar þá
eru allir heilir fyrir utan Sverri
Sverrisson sem á við smávægileg
meiðsl að stríða. Svo er Ólafur Ingi í
banni. Að öðm leyti ætla ég á fullri
ferð í þennan leik og tel hann kær-
kominn í stað þess að bara bíða eftir
bikarúrslitaleiknum á laugardag."
- Nú hefur mikið mætt á ykkur síð-
ustu vikur, hvernig metur þú þessa
törn sem fer senn að ljúka?
Á ekki aö eiga sér staö
„Þetta er álag sem á ekki að eiga
sér stað i sjálfu sér. Við höfum spilað
7 leiki á 21 degi og það er auðvitað bil-
un. Þessu fylgir.að fá þátttökurétt í
Evrópukeppni og við erum að ganga í
gegnum slíkt i fyrsta sinn.“
Tætingslegt og tilviljunar-
kennt
„Ég tel að menn þurfl að setjast nið-
ur, ekki bara mótanefnd heldur einnig
þjálfarar og stjórnarmenn félága og
fara að velta þessu fyrir sér því að
mótaniðurröðunin er allt of tætings-
leg og tilviljanakennd. Það er lykilat-
riði í framtíðarniðurröðun á íslands-
mótinu að koma á fóstum leikdögum.
Þetta er hægt að gera i Færeyjum sem
og annars staðar á Norðurlöndum og
það einfaldlega hlýtur að vera hægt að
gera þetta á íslandi. Ég trúi ekki
öðru.“
Þarf aö endurskipuleggja
fyrirkomulag íslandsmótsins
„Umhverfið er að breytast núna og
við að átta okkur á því og nú er þetta
mótafyrirkomulag orðið barn sins
tíma. Við þurfum að skipuleggja ís-
landsmótið með þessum Evrópuþörf-
um og með þarfir nútímans í huga því
að við erum að horfa á allt annað lífs-
munstur fólksins í landinu sem sækir
þessa leiki. Mikilvægast í því er, eins
og ég segi, að koma á fóstum leikdög-
um.“
Leikur Fylkis og Roda JC hefst í
dag kl. 16 á Laugardalsvellinum.
Olafur Ingi Skúlason í skotfæri í fyrri leik Fylkis gegn Roda. Kappinn ungi veröur í banni á morgun en hann er meö 2 gul spjöld á bakinu. DV-mynd E.ÓI.
Endum í 186 löxum
- segir Jón Þ. Júlíusson um Korpu
Gæsabyssa frá CBC,
3“ magnum pumpa, 28“ hlaup, F choke.
Frábært verð!
Sportvörugerðin, Skipholti 5, s. 562 8383
Veiðinni lauk í Korpu í vikunni - þær loka ein
af annarri laxveiðiárnar en sjóbirtingurinn verður
veiddur fram í október. Og sjóbirtingur virðist
vera að koma víða í ánum.
„Við vorum að loka Korpu og það veiddust 186
laxar núna en í fyrra voru þetta 223 laxar og það
komu 56 laxar á fluguna," sagði Jón Þ. Júlíusson,
er við
spurðum
um lokatöl-
urnar í
Korpu
þetta árið.
„.Stærsti
laxinn var
10 pund.
Það voru
stærri lax-
ar í anm,
en þeir fengust ekki til að taka. Laxinn kom
snemma og svo voru laxar að koma í september,
veiðimenn reyndu líka þónokkuð fyrir ofan brú á
þjóðveginum og þar gekk veiðin ágætlega," sagði
Jón enn fremur.
Lokatölurnar streyma úr veiðiánum þessa dag-
ana og hér koma nokkrar: Norðurá í Borgarfirði
endaði 1354 iöxum, Selá i Vopnafiröi var með 1110
laxa, Laxá í Aðaldal var með 1079 laxa og Hauka-
dalsá I Dölum bætti sig verulega á milli ára og end-
aði í 575 löxum. Laxá á Ásum endaði í 565 löxum,
sem er næstum 200 löxum minni veiði en í fyrra.
Bændabulliö heldur áfram
Frétt okkar í fóstudagsblaðinu um að bændadag-
ar með maðk og spún í Svartá í Húnavatnssýslu
væru að byrja hefur vakið mikla athygli enda áttu
fáir von á því.
Fyrstu veiðimennirnir veiddu kringum hádegi á
laugardaginn í Svartá, á svokölluðum bændadög-
um, og þegar við áttum leið fram hjá voru veiði-
menn að reyna með maðk og spún en veiðin var
lítil. Það var reynt vel en fiskurinn gaf sig ekki og
það sama var upp á teningnum á sunnudaginn en
þá var veiðimaður neðarlega í ánni og annar fyrir
innan veiðihús - veiðiskapurinn gekk rólega, mjög
rólega.
150 laxar hafa veiöst í Þverá
„Veiðin hefur gengið vel í Þveránni og það eru
komnir um 150 laxar á land, stærsti laxinn er 14
pund,“ sagði Hans Guðni Magnússon er við spurð-
um um stöðuna i Þverá i Fljótshlíð en veiðiskapur-
inn gengur vel þar eins og víða þar um slóðir.
„Veiðimenn hafa séð töluvert af fiski í ánni og
sjóbirtingurinn er byrjaður að koma núna hjá okk-
ur. En hann kemur seint hérna upp eftir,“ sagði
Hans enn fremur. -G. Bender