Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 6
^2001: kvikmyndahátift I reykjovik 9. • U, n6v*mb*r Það er erfitt að flytja í eigið húsnæði úr vernduðu umhverfi geðsjúkrahússins þeg- ar maður er hræddur við að fara út í búð, hræddur við að svara í símann og hræddur við annað fóik. NeðanjarSarskóldið og kvennamaSurinn Elling - Noregur 2001 Frá Noregi kemur þessi óborganlega gaman- mynd um hina ólíku félaga Elling (Per Christian Ellefsen) og Kjell Bjarne (Sven Nordin) sem þó eiga það sameiginlegt að hafa verið á geðsjúkra- húsi um hríð en þurfa nú að koma undir sig fót- unum í eigin húsnæði. Fyrst um sinn gengur það brösuglega, svo ekki sé meira sagt. Elllng og KJell Bjarnl eru ekki alveg eins og fólk er flest - heldur miklu skemmtilegri. Elling er um fertugt en hefur verið einangraður alla ævi, fyrst hjá móður sinni, sem bersýnilega hefur ekki gengið heil til skógar, og síðan á sjúkra- húsinu. Hann er viðkvæmur maður, en undir niðri bærist hjarta ljóðskáldsins, sem leitar útrás- ar. Kjell Bjarne er alger andstæða hans, óheflaður einfeldningur sem hugsar fyrst og fremst um kon- ur og kynlíf, þó að hvorugt þekki hann af eigin raun. Þegar þeir félagar finna dauðadrukkna ófríska konu á stigagang- inum hjá sér breytist allt þeirra líf. Elling kemur út úr skápnum sem neðanjarðar- skáldið E og Kjell Bjarne fer að manga til við konu í fyrsta sinn á ævinni. Þessu fylgja þó ýmis vandkvæði og félagarnir þurfa að beita öllum kröftum sínum til þess að hlutimir fari ekki algerlega úr böndunum. Elling er ekki einungis fyndin, heldur líka falleg saga um vináttu manna sem okkur sýnist á yfirborðinu að kunni ekki að fóta sig í tilverunni - en þegar betur er að gáð hafa þeir fleiri góða eiginleika en mörg okkar hinna sem þykjumst lifa Leikstjórl: Petter Næss Handrit: Ingvar Ambjornsen, Axel Hellstenius Aðalhlutverk: Per Christian Ellefsen, Sven Nor- din, Pia Jacobsen „eðlilegu lífi“. K v i k - m y n d i n, sem hefur slegið í gegn í Noregi, er byggð á sögu Ingv- ars Am- bjornsen, en hann er einn vin- sælasti rit- höfundur N o r e g s . Bókin sem gerði hann frægan var Hvítir negrar, sem gefin var út árið 1986. Leikstjórinn Petter Næss er lítt þekktur á Islandij en með Elling kemur hann sér heldur betur á kortið, sem einn snjallasti leikstjóri Norð- urlanda. •• -V1' ■ Saga af ógn og örlögum. Rounir hrySjuverkamanns ; . , ó ■ . Die Stille Nach Dem Schuss (Þögnin eftir skotið) gerist í Þýskalandi á áttunda áratugnum þegar þar rfkir andi stjórnleysins og uppreisnar. Rita Vogt (Bibiana Beglau) sogast inn í hryðju- verkasamtök vegna réttlaetiskenndar sinnar og ástar á Andi (Harald Schrott). Hún starfar sem hryðjuverkamaður í Vestur-Þýskalandi en finnur einhverjum árum síðar að samtökin eru að gliðna í súndur og það er hættulegt fyrir hana að dvelja í landinu. Hún flýr til Austur-Þýskalands þar sem hþn fer huldu höfði en lendir í ófyrirséðum vand- ræðum þegar Berlínarmúrinn fellur árið 1989. Þögnin eftir skotið er ekki heimildarmynd heldúr saga af konu sem er' föst milli austurs og vbsturs - milli góðs og ills. Þögnin eftir skotið er saga af mannlegum örlögum. Leikstjórinn Volker Schöndorff er gamal- reyndur í bransanum og hefur gert fjölmargar kvikmyndir en margar þeirra hafa hlotið góða dóma. Af þeim má nefna Palmetto(1998) með Woody Harrelson og Elizabeth Shue, Der Un- hold (Thé Ogre - 1996) sem skartaði hvorki meira né minna en John Malkovich, en þar var . Schöndorff að fjalla um atburði síðari heimsstyrj- aldarinnar með nýstárlegum hætti. Arið 1991 gerði hann kvikmynd eftir frægri sögu Max Frisch, Homo Faber — sem á bandarískum markaði fékk nafnið The Voyager. Aður hafði liann gert aðra mynd eftir frægri sögu Margaret Atwood, Saga þemunnar - The Handmaids Tail (1990). Sú saga fjallar um ffamtfðam'ki sem ekki er til fyrir- myndar en þar eru réttindi kvenna fótum troðin með afgönskum hætti og þær m.a. leiddar undir karl- menn vegna þess að flestar þeirra eru orðnar ófrjóar. Allt miðar að því að viðhalda mannkyninu sem á undir högg að sækja. Volker Schöndorff h e f u r einnig leik- stýrt óper- um víða um Evrópu. Die Stiile Nach Dem Schuss - Þýskaland 1999 Leikstjóri: Volker Schöndorff Handrit: Wolfgang Kohlaase, , Volker Schlöndorff 1 Aðalhlutverk: Bibiana Beglau, Richard Kropf, Martin Wuttke, Nadja Uhl „Og mamma þín líka“ - mynd sem olli úlfaþyt í Mexíkó. Kynhvötin könnuð Tveir táningspiltar með hormónana á yfirsnún- ingi fara í fh til Ítalíu með vinkonum sínum. Þeir Tenoch (Diego Luna) og Julia (Gael Garcia Bemal) hitta í fffinu Luisu, „eldri“ konu, sem raunar er ekki nema 28 ára, og hrífast óskaplega af henni. j Luisa er gift Ögeðfelldum rithöf- undi og grípur tækifærið til þess að eiga ævintýr með drengjun- um, fegins hendi. Þau takast á hendur férðalag um unaðsheima þar sem könnuð eru kynhneigð og kynferðisleg nánd en samkeppni drengjanna um Luisu á eff ir að hafa ófyrirsjá- anlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir þá, heldur einnig hana. Y Tu Mama Tambien (Og mamma þín líka) olli þónokkrum úlfaþyt þegar hún var frumsýnd f Mexíkó. Þar var hún sögð inni- Y Tu Mama Tambien - Spánn 2001 Lelkstjórl: Alfonso Cuarón Handrltshöfundur: Alfonso i Cuarón og Carlos Cuarón j Aðalhlutverk: Marlbel , Verdú, Diego Luna, Gael García Bernal Mi halda of marg- ar „ónauðsyn- legar ástarsen- ur“ sem ekki væru til fyrir- myndar. Engu að síður sló mýndin öll að- sóknarmet þar í landi. Leikstjóri þessarar fallegu myndar er Alfonso Cuarón, sá hinn sami og leikstýrði Great Expectations, sem gerð var eftir sögu Charles Dickens með Ethan Hawke Bread and Roses - Bretland 2000 Lelkstjórl: Ken Loach Handrit: Paul Laverty Tónlist: George Fentoi Leikarar: Pilar Padilla.l ^|gfe. Adrien Brody, Elpidia sssskJZji Carrillo, Jack McGee w Fólkiö í mestu skíta- störfunum fær líka mestu skítalaunin: Herlið skúringa- kvennanna „Ég stóð á strætisvagnabiðstöð kl. hálfþrjú um nótt. Þá varð ég allt í einu umkringdur konum í einhvers konar einkennisbúningum. Við fórum að tala saman og þær sögðu mér að þær ynnu allar við hreingemingar hjá stórum fyr- irtækjum í dýrasta skrifstofuhúsnæði Los Angelesborgar. Hreimur þeirra bar með sér að þær væm allar ffá Mexíco, E1 Salvador, Nicaraqua og Honduras. Það var mjqg áhrifamikið að horfa á þær þarna í einkennisbúningunum sínum - eins og herlið í nóttinni.“ Svorta. hefur handritshöfúndurinn Paul Lavéfty lýst því í viðtali hvemig hann fékk hugmyndina að sögunni Bread and Roses. Stríðið við stórfyrirtækin Söguþráður myndarinnar er í stuttu máli sá að Maya, ung stúlka frá Mexíkó, kemur yfir landamærin til Bandaríkjanna með það fyrir augum að dvelja þar hjá Rósu, eldri systur sinni. Rósa vinnur við skúringar í skýjakljúfi fyrir einhverja valdamestu fyrirtækja- samsteypu í Los Angeles og útvegar Mayu starf. Systumar em mjög sam- rýndar. Þær kynnast Sam, róttækum baráttumanni fyrir réttindum verka- fólks. Sam ér hluti af félagsskap sem heldur á lofti slagorðinu „Ekkert rétt- læti - Enginn friður" og þar eiga þeir í höggi við stór hreingemingarfyrirtæki og fyrirtækjasamsteypur sem hamla starfsemi verkalýðsfélaga. Sam hvemr systumar til þess að krefjast tilhlýðilegr- ar virðinggjr, í starfi, en um leið setúr hann þær ,} mikla hætm. Þær gætu misst vinnúna, skaðað fjölskyldu sína og jafrivel vérið reknar úr landi. Bar- áttuandinri tekur þó völdin - en mega þau sín 'einhvers gegn ríku risunum? Ekkert handrit Leikstjórinn Ken Loach (Carla’s Song, My name is Joe) er þekktur fyr- ir óhefðbundnar aðfétðir við uftptöku kvikmynda og þar var vinnslan á Bread and Roses engin undantekning. Aðstoðarleikstjórinn hans var í upp- námi mestallan tökutímann vegna ýmissa duttlunga sem enginn vissi til hvers leiddu fyrr en komið var á áfángastað. Loach var á móti notkun fáiða, búninga og húsbíla — en allt em þetta venjulegir fylgifiskar kvikmynda- tökuliðs og leikara við upptökur á kvik- mynd. Hann vildi líka taka upp atriði myndarinnar í réttri tímaiöð — sem þýðir að mikið þarf að flakka milli töku- staða - og það kunnu kvikmynda- tökuliðið ekki við. Loach leyfði heldur ekki leikurunum að fá handritið nema £ fxjrtum, vegna þess að hann vildi ekki að þeir vissu hvemig endirinn væri. „Raunvemleg undrun er betri en upp- geiðarundrun,’1 sagði sá gamli. Aðstöð- arleikstjórinn sagðist eftir vikuna hafá ákveðið að kasta öllum hefðum fýrir lóða og taka mark á leikstjóranum: „Sann- leikurinn hefur alltaf forgang hjá Ken Loach. Ég ákvað að fylgja honum möglunarlaust.” f ó k u s 9. nóvember 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.