Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2002, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2002, Page 5
5 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 DV Fréttir Framkvæmdir við gatnamótin Suðurlandsvegur-Breiðholtsbraut boðnar út í vor: Hringtorg á hið hættulega „hlið“ höfuðborgarinnar - er „einn alversti hnútpunkturinn“ í umferðarnetinu, segir vegagerðarskýrsla Hætta á móts viö afleggjara aö Fjárborg Ökumenn sem aka Suöurlandsveg á leiöinni austur hafa ekki fyrr skiliö viö hin hættulegu gatnamót við Breiðholtsbraut þegar þeir koma aö gatnamótum sem Hggja aö Fjárborg. Þá er komið fyrir hæö og viö blasir bíll sem er aö aka til vinstri og um- ferö kemur gjarnan á móti líka. ur, að gera hringtorg á þessum gatnamótum sem hafa ákveðna sérstöðu í umferðarkerfi landsins. Hann er „einn alversti hnútpunkt- urinn í netinu“ - þannig er það orðað í skýrslu Vegagerðarinnar um lagfæringu á slysastöðum á þjóðvegum, með hliðsjón af höfuð- borgarsvæðinu. Jónas Snæbjörnsson, umdæmis- stjóri Reykjanessumdæmis, sem þessi gatnamót heyra undir hjá Vegagerðinni, sagði við DV að til álita hefði komið að setja umferð- arljós á gatnamótin. Það sé hins vegar og af augljósum ástæðum viðkvæmt mál gagnvart biðtima við „fyrstu gatnamótin" að borg- inni, auk þess sem umferðarslys séu langt í frá úr sögunni með slíku fyrirkomulagi. Hringtorg leysir því vandann best í dag. A5 hægja á sér eða gíra sig upp En af hverju eru þessi gatnamót eins hættuleg og raun ber vitni, á stað þar sem gott skyggni er í raun til allra átta og tiltölulega langt er í hæðir? Bæði vegagerðarmenn og lög- regla eru fyrst og fremst sammála um að þessi gatnamót séu skurð- punktur þéttbýlis og þjóðvegar. Þarna eiga ökumenn annaðhvort að vera að hægja verulega á sér á Suðurlandsveginum eða að þeir eru að „gíra sig upp“ fyrir að aka austur yfir fjall. Síðan kemur vandamálið - Breiðholtsbrautin. Hún er í sjálfu sér ekki vandamál en hún myndar 90 gráða horn á Suðurlandsveginn. Þaðan eru bíl- stjórar ýmist að aka til vinstri, í áttina aö Vesturlandsvegi eða til hægri og í austur. Geir Jón Þórisson ytirlögreglu- þjónn segir að þegar vinstri beygja er tekin frá Breiðholtsbraut eigi sér gjarnan stað misræmi í hraða- skynjun frá þeim ökumönnum sem þaðan koma. Þar átti öku- menn sig oft ekki á að þeir bílar sem koma úr norðurátt eftir Suð- urlandsveginum - þeir sem eru að „gíra sig upp“ á leiðinni austur - séu komnir á meiri ferð en þeir sem eru á Breiðholtsbrautinni gera sér grein fyrir. Því ákveði þeir að aka yfir og taka beygjuna en vita ekki fyrr en hinir eru komnir óþægilega nálægt. Þetta er ástæðan fyrir flestum slysunum við gatnamótin Suðurlandsvegur- Breiðholtsbraut. -Ótt Teikning sem sýnir væntanlegt hringtorg viö Rauöavatn Vegagerö ríkisins mun væntanlega bjóða þetta verk út í vor en framkvæmdir hefjast þá í sumar. Hringtorg verður að líkindum gert i sumar á hinum hættulegu gatnamótum Suðurlandsveg- ur-Breiðholtsbraut á móts við Rauðavatn. Hér er um að ræða gatnamót sem gjarnan hafa verið kölluð „hliðið að höfuöborgar- svæðinu" sunnan megin. Gatna- mótin hafa kostað mannslíf og fjölda alvarlegra meiðsla, fyrir utan gríðarlegt eignatjón í gegnum árin. Samkvæmt skýrslu frá Vega- gerðinni er ástæðan ekki síst sú að ökumenn sem aka eftir Suður- landsvegi „átta sig ekki almenni- lega á að þeir eru að koma í þétt- býlið eða eru ekki komnir út á þjóðveg". Dauðaslys varð á gatna- mótunum á síðasta ári og mjög al- varlegt umferðarslys varð þar á mánudagskvöld. 18 tilkynnt um- ferðaróhöpp urðu við gatnamótin á síðasta ári og 11 þar sem fólk slasaðist, þar af umrætt dauðaslys. Árið áður slösuðust íjórir, árið 1999 tveir og einn árið þar á und- an. Miðað við þessar tölur, sem eru frá lögreglunni i Reykjavík, er mikil fjölgun á slysum við gatna- mótin. Kostnaður við að gera hringtorg þarna verður 35^40 milljónir króna en lagningin er háð þvi að Vegagerðin fái fjárveitingu. Fáist hún verður verkið boðið út í vor og framkvæmdir farar fram í sum- ar. Til greina kom að gera hring- torg þarna á síðasta ári en það náðist ekki að koma framkvæmd- um á „fyrir myrkur“, eins og það var orðað hjá Vegagerðinni. Mislæg gatnamót meö anga ut i Rauðavatn? Hringtorgslausnin er hugsuð til næstu um það bil 10 ára en eftir það telja vegagerðarmenn og hönnuðir að á þessum stað verði að leggja mislæg gatnamót. Ástæð- an er ekki síst sú að til stendur að byggja íbúðahverfi við Norðlinga- braut og í áttina að Rauðhólum. Verði mislæg gatnamót lögð þarna er hins vegar ljóst að anga af þeim og jafnvel talsverða sneið þurfi að leggja þar sem Rauðavatn er. Áðalatriðið er þó, eins og stend- Hætta á mótum Hafravatnsvegar viö Geitháls Ökumönnum á leiöinni austur hefur gjarnan brugöiö í brún þegar þeir koma yfir hæð en sjá svo aö bíll fyrir framan er aö taka beygu til vinstri, áleiöis 'að Hafravatni. Sá sem ætlar aö beyga er hræddur um aö ekiö veröi aftan á hann en hinir verða aö hæga mjög á ferö og sveiga út af aðalveginum til að komast fram hjá. 11 slys urðu viö gatnamótin áriö 2001, þar af eitt dauðaslys Jónas Snæbjörnsson, hjá Vegagerö ríkisins, segir aö til álita hafi komið að setja umferðarljós en frá þvi hafi veriö horfiö. Því sé hringtorg besta lausnin. DV-MYND KARÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR Koma nýju Norrænu undirbúin Á dögunum voru undirritaðir á Seyðisfirði samningar um miklar hafnarframkvæmdir, verk sem er áætlað að muni kosta um 600 millj- ónir króna. Fyrir hönd ríkisstjórn- arinnar undirritaði Geir H. Harde fjármálaráð-herra samninginn en fyrir hönd bæjarstjórnar Adolf Guð- mundsson, formaður hafnarnefnd- ar, og Gunnþór Ingvarsson, formað- ur bæjarráðs. Miklar væntingar eru hjá bæjarbú- um með þetta stóra verkefni sem á að vera lokið í maí 2004 þegar Norræna, ný og glæsileg ferja, kemur fyrst til bæjarins. Seyðfirðingar og gestir þeirra fognuðu þessum áfanga og boð- ið var upp á veitingar og tónlistarat- riði. Aðalheiður Borgþórsdóttir menningarfulltrúi kynnti það sem Seyðisfjöröur hefur upp á að bjóða og sýndi myndir af hugmyndinni um aldamótabæinn Seyðisfjörð. -KÞ Evran veldur verðbólgu Upptaka evrunnar mun að líkind- um valda verðbólgu i þeim löndum sem taka hana upp, að mati Kaup- þings. Lönd innan evrusvæðisins þurfi að aðlaga gjaldmiðla sína evr- unni og þegar nýr gjaldmiðill sé tek- inn upp sé verð í eldri gjaldmiðli landsins rúnað að þeim nýja. Gera megi ráð fyrir að verð muni í flest- öllum tilfellum hækka þegar það er fært yfir i evrur. Til að útskýra þetta frekar má taka dæmi um vatnsflösku sem kostar á Spáni 115 spænska peseta sem jafn- gildir 0,6912 evrum. Flaskan muni kosta 0,7 evrur eftir að gjaldmiðillinn verður tekinn upp. „Þó að þetta sé lit- ið dæmi er ljóst að margt smátt gerir eitt stórt og því er ekki óvarlegt að áætla að verðbólga muni taka við sér fyrst eftir að notkun evrunnar hefst,“ segir Kaupþing. -BÞ Hafnarfjöröur Á síöasta áratug hafa útlán bókasafnsins þrefaldast. Meira lesiö í Hafnarfirði Umtalsverð aukning hefur orðið i útlánum hjá Bókasafni Hafnafjarðar á milli áranna 2000 og 2001. Útlán árið 2001 voru 215.486 en voru 198.570 á árinu 2000. Þreföldun hefur orðið á útlánum safnsins á undan- förnum tíu árum þ.e. frá árinu 1991 þegar þau voru 75.244. Á næstu mánuðum verður bóka- safnið flutt í nýtt og glæsilegt hús- næði að Strandgötu 1 og verður það þá í hjarta bæjarins. Þessa dagana er unnið að lokafrágangi á húsnæðinu en það verður afar vel búið tölvukosti og þess má geta að nú hafa gestir safnsins aðgang að tveimur tölvum en þær verða milli 30 og 40 þegar nýja safnið verður fuUbúið. Nýja safnið verður um 1500 fermetrar að stærð og verður safnkostur þess mun aðgengi- legri auk þess sem vinnuaðstaða starfsfólks verður þar eins og best verður á kosið. -MA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.